Morgunblaðið - 19.08.1969, Blaðsíða 3
MORjGUNBLABIÐ, ÞRIÐJ'UDAOUR 19. ÁGÚST 1009
3
UM þessar mundir er stadd-
ur á íslandi brezki kaup-
sýslumaðurinn Haddon Salt,
en hann hefur vakið verulega
atliygli í bandarískum við-
skiptaheimi fyrir að vera upp
hafsmaður „Fish and Chips“-
veitingastaða í Bandaríkjun-
um og hefur orðið ótrúlega
ágengt á skömmum tíma.
Hingað er Haddon Salt kom-
inn ásamt Í2 manna fylgdar-
liði, sem hefur unnið hér að
gerð fræðslukvikmyndar um
Salt, „Fish and Chips“ og ís-
lenzka fiskinn, en fyrirtæki
Salt kaupir einungis íslenzk-
an fisk ,sem „er bezta fiskhrá
efni, sem fáanlegt er“, eins og
Salt segir sjálfur.
MAÐUR MEÐ MARKMIÐ
Blaðaimönnuim gaifist í gær
tæiki'færi til að ræða við Hadd
oin Salt og leggja fyrir hann
spurningar uim fyrirtæki
hanis. Uim kvikmyndatökuna
hér sagði Salt: „Við höfum
lagt leið oklkar tij Vestfjarða,
þar sem við hötfum tekið
myndir í frystilhúsium á íea-
firði og Suðureyri, og einnig
höifum við farið út á miðin
með fisíkiskipuim. ísland hetf-
ur svo sannarlega (komið mér
á óvart, ég er þeinrar skoðun
ar að 'hér sé að finna örsrnáa
paradís — að vísu svolítið
regnviðrasama".
Sýning
Þorsteinn Gislason, framkvæmdastjóri, A. M. Lavely, markaðs- og auglýsingastjóri Kentucky
Fried Chicken, Haddon Salt, Esq. og Eyjólfur Ísfeld, framkvæ mdastjóri. Hr. Salt gengur gjam-
an með regnhlíf og harðkúluhatt til að undirstrika hversu brezkt „Fish and Chips“-framtak
hans í Bandaríkjunum er.
Islenzki fiskurinn bezta hráefnið
— segir H. Salt, sem kaupir allan tisk
fyrir Fish & Chips-veitingastaði
sína af SH
myndarinnar mun taka um
1 y-i 'klst. og ber hún heitið:
„A Man with a Mission" eða
á íisflenzlkiu, „Maðiu'r með miar'k
mið“. Marlkmið mitt er að fá
Bandarílkjamenn til að borða
tfisík í rí'kari mæli, fá þá til að
borða góðan fislk“, segir hr.
Salt. Myndina hyggst hainn
reynia að fá sýnda í sjónvarpi
og kvikmyndalhús'um: „Hún
á að vekja aíhygli á fyrirtælki
olkkar og „Fislh and Ohips“-
veitingastöðuim. FóUkið á að
þeklkja naifnið og fara inn í
búðirnar til að reyna fiskinn.
Bftir það á fólkið að vera fast
á ön.gliniuim og kenrnnr atft-
ur og aftur. Hlutverk fislki-
mannanna er að setja í fisfk-
inn, olklkar að setja í viðslkipta
vinina", segir hr. Salt enn-
fremur.
Framgangur Haddon Salt
hótfst fyrir u.þ.b. fjórum ár-
uim. Haran kom til Bandaríkj-
anna í þeim erindum að selja
fisk- og kartötflusteilkingar-
tæki, en varð þesis brátt var,
að tilgan'gslaust var að selja
tækin, án þess að kaupendum
væri jafnframt kennt, hvern-
ig matreiða ætti fyrsta floikks
vöru með þeim. Bnatfremur
gerði hann sér brátt grein fyr
ir því, hversu mikil þörfin
væri fyrir fagkunnáttu í að
selja og kynna bandaríslkum
neytendum emsika réttinn
„Fish and Ghips“, sem er fisk
„Ég er aldrei ánægður. Kröfurnar í matvælaframleiðslu verða
aldrei of miklar“. (Ljósim. Mbl. Ól. K. M.)
ur og kartöflur innbakaður I
olíu, eins og flestir vita.
RÓMANTÍK OG „FISH AND
CHIPS".
„Evrópumenn hafa áðuT
komið til Bandaríkjanna með
góðar humyndir. En flestir
hafa leiðzt út á þá bnaut að
fella hugmyndir sdnar við
bandaríslkar venjur (amerí-
kansera þær), en þar geira
þeir einmitt mistölk. Banda-
rikjamönnum gezt alls ekiki
að þessari viðleitni í tflestuim
tilfellum; milklu fremur vilja
þeir gera sér rómantískar hug
myndir um að þetta sem er
verið að reyna að selja, sé
ekta — að „Fish and Ohips“
sé ekta enskt fyrirtæki. Þetta
hetf ég einmitt ieitast við að
gera og til frekari áréttingar
genig ég tiil að myimdia gjamian
um stræti í Bandarikjunum
með, regnihlíf og harðkúlu-
ihatt, eins og brezkum herra-
manni sæmir. Þetta eina atir-
iði getur haft sína þýðingu. í
'mynd þeirri, sem hér er verið
að gera leitast ég við á sama
hátt að Skapa rómantíska
imynd í huguim Bandaríkja-
manna — að fiskurinn, seira
þeir neyti hjá okfcur, sé veidd
ur við ísland og þaðan kom-
Framhald á bls. 19
TVEIR ÚRVALS
borðstofustólar
Þessa fallegu, sterku stóla getið þér
fengið hjá oss úr tekki óg eik.
FULLKOMIN ABYRGÐ ER TEKIN
Á GÆÐUM ÞESSARA STÓLA.
irrq
rroi f irr
Siml-22900 Laugaveg 26
STAKSTEIMAR
Boðskapur hatursins
Brezka vikuritið Spectator
birti 9. ágúst sl. ritdóm um bók
þýzk/bandaríska haimspekings-
ins Herberts Marcuse. Bók
Marcuse nefnist „Ritgerð um frels
un“ og leggur hann þar lærisvein
um sínum úr alþjóðlegum hópi
óeirðarmanna lífsreglurnar. I
ritdómnum segir m.a.:
„Hvaða ráðum vill Marcuse
beita gegn því (hinu ríkjandi
þjóðskipulagi). Endurbætur eft-
ir þingræðislegum leiðum segir
hann ekki lengur koma til
greina: ráðandi öfl hafi byggt
upp óhagganlegan meirihluta.
Hvað viðkemur blóðugri bylt-
ingu, hefði hann (Marcuse) í
sjálfu sér ekkert á móti henni,
en viðurkennir að erfitt sé,
a.m.k. í Bandaríkjunum, að
koma henni í heila höfn. Her-
bragð Marcuse er því eilífur
skæruhemaður, sem heyja skal
gegn valdastéttunum á öllum
sviðum bandarísks þjóðlífs og
menningar. Markmið skæruhem
aðarins, segir Marcuse, er að
naga svo rætur bandariskrar
menningar að hún sundrist eða
hrynji undan eigin þunga. Allt
þjóðfélagskerfið er í augum
Marcuse einn syndarhafur.
Frelsi og lýðræði, lög og regla, sið
vendni og list, allt hljómar þetta
í eyrum Marcuse sem hið arg-
asta níð og hann lætur menn fá
það óþvegið. Öll meðöl eru leyfi
leg í stríðinu gegn þessum hug-
tökum, ofbeldi og ólög eru jafn
rétthá friðsamlegum mótmælum.
Marcuse hvetur stuðningsmenn
sína úr hópi hinna ungu og reiðu
manna til markvissrar óvirðing-
ar á hefðbundinni menningu.
Þjóðfélagsleg skemmdarverk
skuli framin í fagurlistum, þ.e.
öllu því sem telst háleitt, fagurt,
eða ®r einhverju samræmi háð.
Einn liður í baráttunni gegn list-
um og menningu er eiturlyfja-
neyzla. Þegar menn eru undir
áhrifum slíkra lyfja, losni þeir
um stund við það sjálf (ego),
sem ríkjandi þjóðskipulag hefur
mótað. Eiturlyfjaneyzla sé því
æskileg, enda leiði hún til þess
að unga fólkið syngi og hlæi af
gleði og dansgólfið eða pallurinn
sé undirlagður af ástarleik og
hetjuskap.
Alið d ofbeldishneigð
Marcuse leggnr áherzlu á mark
vissa notkun kláms og klúryrða,
í líkingu við þ,að, sem hvítir og
svartir ofstækismenn hafa tam-
ið sér. Tilgangurinn er að grafa
undan óhagganlegum málvenj-
um yfirstéttanna. X forseti og
Y ríkisstjóri skuli nefndir svin-
ið X og svínið Y, og ávarpaðir
sem slíkir enda séu glæpirþeirra
ómælanlegir. Marcuse lætur sér
ekki nægj,a klúryrðin ein, held-
ur mælir einnig mjög með því,
að menn temji sér óþrifnað, upp
reisnaranda í ástarmálum og
mótmælasöngvum, en umfram
allt láti þeir hár sitt vaxa óhindr
að og fyllist þeirri holdfýsn, sem
því fylgi“.
Ekki vill Marcuse sýna and-
stæðingunum neina linkind, að
sögn gagnrýnandans John Sparr
ows, máskunarlaust skuli valds-
menn og betri borgarar gerðir
höfðinu styttri. Ofbeldishneigð-
in skíni alls staðar í gegn í þess-
ari ómennsku bók, sem enginn
nema germanskur h-eimspeking-
ur gæti hafa skrifað.
En hver er þá framtíðarsýn
Marcuse? Um hana er farið, sem
fæstum orðum og allt falið í
reyk. Hverjir eiga að erfa rikið?
Á að byggja það með lögum og
hverjir eiga þá að framfylgja
þeim? Hvemig verður hið nýja
þjóðfélag rekið? Ekkert svar
fæst við þessum spumingum,
heldur einungis hvemig rifa mn
niður það þjóðfélag, sem mpð-
urinn hefur streytzt við að byggja
upp frá örófi alda. „Þetta er sú
nöturlegasta bók, sem ég hetf
nokkm sinni lesið", em lokaorð
ritdómarans.