Morgunblaðið - 09.10.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9, OKTÓBEÉ 196-9 mwm I3ILALEIQA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW sveínvagn VW 9 manna - Landrover 7manna /7T BÍLALEIGAX 'ALUJRf LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. 0 Nýr hristingur Eftirfarandi bréf er frá Stein- grími Daviðssyni: „Kæri Velvakandi. Bið þig birta eftirfarandi, um eitt vandamálið enn á voru landi. Vegna óvenjulegs tíðarfars, hér sunnan og vestan lands, nær allt þetta sumar, sem nú er að líða, neyðast bændur í þessum lands- hlutum til að fækka mjólkurkúm sínum að mun. Og því er óttazt, að næsta vetur verði skortur á mjólk hér á Reykjavíkursvæð- inu. E>egar að þrengir á einhverju sviði þjóðlífsins, þá lærum við fyrst að meta réttilega okkar spakvitru og hugmyndaríku menn, sem hafa ráð undir rifi hverju, og vísa frá hverjum vanda. Slíkir gerast nú þeir, er stjóma mjólkurmálunum í voru landi. Hugdettan kom með eld- ingar hraða, óbrigðult ráð var þegar fundið. Enginn þurfti að kvíða yfirvofandi „mjólkur- kreppu”. Aðferðin er ósköp ein- föld, enda gamalkunn: blanda mjólkina með drjúgum skammti af vatni, en til þess að allt verði í sniðum, skal bæta í blönduna undanrenmidufti og smérklínu. Hristist vel. Næg mjólk handa öllum, hversu margar kýr, sem verða felldar í haust. Slíkir vís- indamenn eru sannarlega verð- launa verjfir. Ég hefi á langri ævi, þekkt aðeins einn mann, næstum jafn snjallan þessum: t>að ger<ð- ist fyrr en bílaöldin gekk hér í garð, að ungur lögfræðingur kom snemma vors í frostnepju til kunningja síns í Miðfirði til að fá sér hressingu og hey handa gæðingum sínum. Lögfræðingur- inn kom norður þeirra erinda, að taka við sýslumannsembætti norð ur í héraðinu. Kunninginn sag® sýslumanni, að liðinn vetur hefði verið svo harður, og að hey væru á hverjum bæ uppetin, svo hann mundi hvergi fá keypt fóð- ur handa hestum sínum. Sýslu- manni var eðlilega bilt við, en sagði svo eftir stundar bið: „Ég sé ráð, ég kaupi bara kú og gef hestum mínum mjólkina.” 0 Ný vinnuhagræðing „Munurinn á þessum tveimur dæmum er þó sá, að mjólkursam- salan hefur nóg vatn í kranan- um, gamalt smjör, t.d. böggla- smjör, sem endist allt til næstu Megrunarnudd og snyrting Er byrjuð að vinna að loknu sumarfríi. Get boðið: DÖmUm Tyrknesk böð. megrunar- og partanudd, and- litsböð, handsnyrtingu. fótsnyrtingu, augna- brúnalitun. Herrum andlitshreinsun, fótsnyrtingu og handsnyrtingu. ATHUGIÐ! Hef opið til kl. 10 á kvöldín. ÁSTA BALDVINSDÓTTIR, Hrauntungu 85, Kópavogi, sími 40609. DÖMUÚLPUR Hlýjar og fallegar. Terlanka ytrabyrði með loðfóðri. Rauðar og bláar. Verð kr. 2.250.00. BALLETTSKOR ALLAR STÆRÐIR BALLETTBÚNINGAR LEIKFIMIBÚNINGAR ^alletttúJin UERZLUNIN _________ t BRÆORABORGRRSTIG 22 eAjrujne Ch BRÆBRABORG áramóta og undajnrennuduft má fá frá Norðurlandi, ef nokkuð má þá flytja þaðan af slikii vöru. Þegar gamla smjörið þrýtur þá verður að strokka, en hvað? Ný- tízku vinnuhagræðing: Búa til smjör, breyta mjólkinni I duft, leysa hvort tveggja upp, og blanda saman við vatn og mjólk. „Atvinnu aukning:” Stefán kann listina, tryggja sig fyrir nöldri neytendanna. Hann hélt inni „hristings” boð, og bauð m.a. forstjóia Neytenda samtak- anna. Og forstjórinn varð svo hreifur, eða hrifinn, að hann lof- aði drykkinn meira, en goðin eplasafa Iðunnar. Hvort forstj. hefur umboð frá flestum, eða öll- um neytendum á Reykjavikur- svæðinu kemur síðar í ljós. Senni lega hefur nefndur forstjóri á- málgað enn einu sinni „áfylling- una” og Stefán enn einu sinni lofað bót og betrun, að hætti góðu barnanna.” § Mjólk að norðan „í fullri alvöru sagt: Norðan Heiðar, í Húnavatnssýslu, Skaga- firði og Eyjafirði, er meira enn nægjanlegt mjólkurmagn hægt að fá á komanda vetri, til viðbót- ar mjólkinni af Surður — og Vesturlandi. Sennilega þarf ekki lengra að sækja en til Blönduóss og Sauðárkróks. Þó til þessara staða sé nokkuð lengra, en lengst er flutt frá á Suðurlandi, þá er ekki í slíkt horfandi, og þó ein- hver aukakostnaður verði vegna Qutnings frá Norðurlandi, munu neytendurnir fúslega greiða hanin í hækkuðu mjólkurverði, í stað þess að góð mjólk sé gerð að ómeti með „hristingnum”. Ann- ars höfum við hér, um nokkurra vikna skeið greitt álag á mjólk- urverðið, vegna væntanlegra snjóa á Holtavörðúheiði. Og því er samsölunni skylt að nota það þé til að flytja mjólk að norðan, svo sem nauðsyn krefur. Það er óraunhæf viðbára, að ekki sé treystandi á mjólkurflutninga að norðan. Norðurleiðinni er haldið opinni alla vetur, vegna annarra flutninga, og þónokkuð þyrfti þar um að bæta, sem enginn veit, er það tvímælalaust skylda opin- berra aðila“. 0 „Öllum til óþurftar“ „Ég vil fastiega hvetja alþing- ismenn Norðlendinga til að sker- ast hér í leikinn, íyrr en óhæfan verður framin, og fá því til veg- ar komið, að næsta vetur verði mjólk flutt hingað að norðan, svo sem þörf krefur. Það er hag- stætt Norðlendingum, nauðsyn Reykvikinga og óbeinn hagnað- ur fyrir bændur á Suður- og Vesturlandi, og þeim mun ekki af veita. Þeim bændum, sem vot- viðrin hafa þjakað verður nú vel að duga, hj álpa þeim með ráðum og dáð. Um þetta munu allir sammála. „Hristingurinn” er ekki til úrbóta bágum kjörum bænda, heldur öllum til óþurftar. Fari svo að flutningar frá Norð urlandi stöðvist einhvern tima, verður að skammta mjólkina. Það er engin neyð fyrir fullorð- ið og heilbrigt fólk, að minnka mjólkurneyzlu sína í nokkrar vikur. Þess ber að vænta, að húsmæð- ur láti ekki bjóða sér, og börn- um sínum „hristinginn”. Yfir- völdum heilbrigðismálanna ber og að úrskurða um hvort „hrist- ingurinn”, er hæfur handa börn- um, sjúkum og vanheiium. Stgr. Daviðsson'*. Atvinna óskast við bókhald, uppgjör launa eða verðútreikninga. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Nákvæmni — 3836".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.