Morgunblaðið - 09.10.1969, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.10.1969, Qupperneq 12
12 MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBBR lí>®9 Um litninga hvala og sela og áhuga fslendinga á erfðafræði - Rœtt viÖ Úlf Árnason, erfðafrœðing MEÐAL styrkþega Vísindasjóðs í ár er Úlfur Árnason, erfðafræð- ingur, og hlaut hann 100 þúsund krónur til gagnasöfnunar fyrir rannsóknir á skyldleika mismun andi hvalategunda. Úlfur stundar þessar rannsóknir sínar við há- um rannsóknum og hvers vegna? — Ég hafði ætlað mér að leggja stund á litningarannsóknir og vann fyrst í stað að athugunum á sjúklingum á hæli fyrir vangefna í Lundi. Vorið 1967 rakst ég svo á ritgerð eftir bandarís(ka vísinda Úifur Ámason, erfðafræðingur. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.) skólann í Lundi og hefur til þess þar sænskan styrk. í sumar hef- ur Úlfur haft rannsóknaraðstöðu við tilraunastöðina að Keldum og þar hitti ég hann að máli. — Hvað er það, sem þú ætlar að varpa ljósi á með þessum rann sóknum þínum, Úlfur? — Markmiðið er að kamast að því, hvort tannhvalir og slkíðis- hvalir eru einstofna eða tvístofna þróunarlega séð. Steingervingafræðingar, sem fengizt hafa við hvalarannsókn- ir, halda því fram, að hvalirnir séu einstofna og að þær tegund- ir frumstofnsins, sem núlifandi tegundir hafa þróazt frá, hafi verið tenntar. Þessi Skýring er að allega byggð á steingerðum leif um útdauðra tegunda og þá eink um tönnum — en þar sem þær mundu óhjákvæmilega varðveit- ast mun betur en hugsanleg skíði, má segja, að veigamiklar stoðir falli undan röksemdafærslu þess ari. Líffærafræðingar aftur á móti aðhyllast flestir tvístofna kenn- inguna og halda því fram, að líkt svipmót tannhvala og slkíðiahvala stafi af aðlögun að sama um- hverfi Rannsóknir mínar beinast að litningunum, en það eru eining- ar í frumUkjörnunum, sem bera ertfðaeigintleikana, en útlit litn inganna og fjöldi er allajafna með sérstökum hætti hjá hverri einstakri tegund. Því skyldari, sem einhverjar tegundir eru, þeim miun meiri svipur er alla- jafna með litningamynstri þeirra. — Svipmót litningamynst urs verður ekki fyrir áhrifum frá umhverfinu á sama hátt og líf- færi og því getur litningamynstr ið gefið hlutlægara mat á gkyld- leika. — Hvenær byrjaðir þú á þess menn um litningarannsóknir á tveimur tannhvalategundum í Kyrrahafi. Þessi ritgerð vakti forvitni mína — mér fannst freist andi að fylgja þesisu eftir og þá um sumarið aflaði ég mér fyrstu gagnanna til þessara rannsókna minna. — Og hvað ertu nú kominn langt? — Ég hef haft þann háttinn á að afla mér sýnishorna úr lung- um hvalanna, þegar þeir eru komnir á land, og setja þau í vefjaræktun. Mjög erfitt er að fá frumurnar til að hjarna við í ræktuninni, þar sem sýnishomin eru yfirleitt orðin sólanhrings gömul og lítfgkrafturinn Mtill, þeg ar hægt er að taka þau. Til þessa hefur mér tekizt að verða mér úti um ræktanleg sýnishorn úr lang- reyði og sandreyði, bæði karl- og kvendýrum, og einnig úr búr- hvalstarfi — en eins og kunnugt er veiðast aðeins karldýr þeirrar tegundar hér við land. Ég verð því að leita á suðlægari slóðir til að ná í sýnishorn úr kvendýr inu. — Og hvað segja nú þær nið- urstöður, sem þú þegar hefur? — Það er allt of snemmt að tala um ákveðnar niðurstöður en ég get sagt þér, að litningar sand reyðar og langreyðar líkjast tals vert litningum þeirra tannhvala úr Kyrrahafi, sem rannsakaðir hafa verið. — Nú er jafnan spurt um hag- nýtt gildi allra hluta . . . — Jú, jú. — Með þessum rann sóknum mínum vonast ég til að geta varpað einhverju ljósi þróun þessara hvaiategunda innbyrðis Skyldleika þeirra, Hverau hagnýtt gildi það ljós kemur til með að hafa, má senni lega lengi deila um. Það verður auðvitað fyrst og fremst erfða- fræðilegt gildi. Bn um tæknina, sem ég nota við rannsóknirnar, gildir annað. — Það er ekki svo langt síðan, að litningarannsóknum var fyrst beitt við frumur í vefjarækt en tækni þessi var einmitt bætt í Lundi af Tjio og kennara mín- um þar, prófessor Albert Levan. — T.d. eru ekki nema 13 ár, síð- an rannsóknir þeiirra leiddu í ljóis, að í ökkur mönnunum eru 46 litningar að öllu eðlilegu. — Nú á síðari árum er meðal ann- ars farið að athuga litninga í fósturvatni þungaðra kvenna til að kanna, hvort urn litningafrá vik er að ræða í fóstrinu, en ýms ir sjúkdómar eru einmitt bundn- ir frávikum frá réttu litninga- mynstri, t.d. mongoliami — þá er einum litningi ofaukið 1 mynstrinu. I ýmsum löndum er verið að leggja drög að slíkum allsherjar rannsóknum á þunguðum kon- um, sem náð hafa ákveðnum aldri, en ströng fóstureyðingar- löggjöf kemur víða ennþá í veg fyrir hagnýtingu aðtferðar þess- arar. Þannig getur rannsóknaraðferð sú, sem ég beiti nú við rannsókn ir mínar, einnig haft þýðingu á öðrum sviðum. — Þú hefur birt eitthvað um þessar rannsóknir þínar. — Já. I sumar birti ertfðafræði tímaritið „Hereditas“ ritgerð etft ir mig um litningamynstur lang Vísindi og rannsóknir mætti halda, að stöklkbreytingar hafi átt sér stað í myndun og þróun þessara tegunda — eða hvað? — Jú. Það er mjög sennilegt, að stöklkbreytingar á ákveðnum genum hafi fært þessar núver- andi tegundir fjær hverja annarri frá upprunalegum stofni og ein- angrað þær. — Hvenær má nú búast við, að niðurstöður hvalarannsókna þinna liggi fyrir? — Ja, það fer aðallega eftir Litningar í útsel, — urtu; Stækkun: Um 3300 kynlitningar XX. sinnum). reyðar og nú er í prentun hjá sama tímariti ritgerð eftir mig um litningamynistur útselsins. — Útselsins? He-fur þú þá rann 'akað seli lí'ka? — Já. Ég 'hef rannsakað lítil- lega litningamynstur útsells, land sels, blöðrusels og hringanóra. Og það kemur í ljós, að mynstrin eru eru mjög lík í öllum þessum teg- undum, hvað reyndar kom mér ekiki svo mjög á óvart með út- selinn, landselinn og hringanór- ann en að litningamynstur blöðru selsins slkyldi vera svo líkt hin- um — því átti ég ekíki von á. — Fynst litningamynstur þess ara selateigunda enu svona lík, m 1 2 4 ■ 10 i® sm 1 st 1 • . Litningar í búrhval, — tarfi; kynlitningar XY (Stækkun: Um 3300 sinnum). því, hversu vel gagnasöfnunin gengur, en hún er mjög tímafrek, eins og ég drap á áðan. Ég von- ast til að ljúka við sandreyðina í vetuir — og eigum við þá að gizka á þrjú, fjögur ár til viðbót- ar? En það ökyldi enginn halda, að með rannsóknum miínium sé punkturinn kominn. Mínar rann sóknir spanna aðeins lítinn hluta, því að í dag eru taldar liðlega 90 hvalategundir í heiminum. Það verður af nógu að taka. — Einhver kunningi minn man ég sagði mén, að þú hefðir tekið hvölum blóð. _ — Rétt er það. Ég hef jatfn- framt litningarannsóknunum á lungnavef reynt að rækta hvít blóðkorn úr langreyðum, þar sem sú aðferð er mun eintfaldari og fljótlegri. Blóðsýnishornin voru telkin á hafi úti — úr hjörtum hvalanna strax og þeir höfðu ver ið gkotnir. Ræktunin sjálf heppn aðist að vísu ekiki, en þessi blóð sýnishom gætu orðið vísir að sam anburði á eggjahvítusamböndum milli hvala, sem veiðaist hér við land, við Noreg og Nýfundna- land. — Þessar rannsóknir em hlið- stæðar blóðflokkarannsóknum á mönnum, sam hafa t.d. eins og við vitum, leitt í ljós, að blóð floikikahlutföll öklkar íslendinga eru með nokfcuð öðrum hætti en annarra Norðurlandabúa. Þessar rannsóknir mínar geta komið til með að hafa talsvert gildi. Mér datt svona, í hug, að þú ætlaðir að spyrja að því! — Hvernig hagnýtt gildi? — Jú — til þesisa hafa lang- reyðar merktar hér við land ekki veiðzt annars staðar, t.d. við Nor eg eða Nýfundnalamid. Tafciist mér að sanna, að þessir þrír hópar æxlist saman og útbreiðslusvæð ið sé þannig eitt en ekki skipt, má reikna með, að efcfci þurfi svo fljótt að kippa að sér hendinni við veiðar, þó lægð komi í þær á einhverju svæðanna. Þá mætti frefcar gera ráð fyrir, að ástæðan væri fæðugkortur eða einhver önnur gkilyrðisbreyting á þessu ákveðna svæði en að uim ofveiði væri að ræða. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.