Morgunblaðið - 23.10.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1969, Blaðsíða 4
4 MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 11969 RAUÐARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. ÍV1AGIMÚSAR SK1PH»LT»21 símar 21190 effirlokun sJmi 40381 að BEZT er að auglýsa í Morgunblaðinu FÉLAGSLÍF Glímufélegíð Armann, handknattleiksdeild Æfingatímar verða fyrst um 9inn: R éttaií i o It s skó H Mfl. og 1. fl. karla þriðjudaga kt. 9.30—10.20. 2. fl. karla þriðjudaga kl. 10.20—11.10. Iþróttahöllín Laugarda'l MfL og 1. fl. karla fimmtu- daga kl. 8—9.20. Iþróttahús Sehjatnamess 2. fl. karla föstudaga kl. 7.50—8 40. Hálogaland 3. fl. karla sunrrudaga kl. 1.20—2.10. 3. fl. karla fimmtudaga kl. 6.50—7.40. 4. fl. karla miðvikudaga W. 6.00—6.50. 0 Hvernig á að þynna mjólkina? Mjótkurfræðingur skrifar: „Að uindanföm.u hefur mikið verið rætt og ritað um það úr- ræði Mjólkursamsölunnar að hefja blöndun á mjólk til að koma í veg fyrir mjólkurskort á kom- andi vetri. Ýmsir hafa lagt þar orð í belg, og ætla ég að leyfa mér að bæt- ast í hóp þeirra. Mikils misskilnings hefur gætt í sambandi við þetta, og mun ég með eftirfarandi línum leitast við að skýra frá„ í hverju þessi blöndun er fólgin, svo og ýmsum taeknilegum atriðum í þessu sam- bandi. Iængi hefur þess konar fram- leiðsla mjólkur átt sér stað víða um heim, svo sem i Bandaríkj- unum og ýmsum löndum Evrópu. í heitari löndum hefur verið kom ið á fót mjólkurbúum sem ein- göngu framleiða þessa mjólk, þar sem nautgripir eru af skornum skammti. Er þá hráefni flutt um langan veg og fer blönctun síðan fram ’ i mjólkurbúunum. Dan.ir eiga t.d. tvö slík mjólkurbú, ann að í Kuwait og hitt í Bahrain. Þar er þessi mjólk notuð ein- göngu, eða án blöndunar við ný- mjólk. 0 Undanrennuduft og vatn Framleiðslan fer fram í stór- um dráttum á þessa leið: Undan- rennudufti og vatni er blandað saman í ákveðnum hlutföllum. Þessi blanda er látin standa í fjóra tíma, og má hitinn ekki yf- irstíga 10 stig. Eftir upphitun í 60—65 stig, er undanrennan til- búin að blandast smjörinu, sem einnig hefur verið hitað upp í 60- 65 stig. Nú er þessari blöndu dælt í gegnum fitusprecgjara (homo- genisator), sem fitusprengir mjólkina við 150—200 atm. þrýst- ing. Strax á eftir er mjólkin ger- ilsneydd á venjulegan hátt, sem er upphitun í 74 stig í 15 sek. Eða þannig, að fosfatase efnakljúf- ur eyðileggist en peroxydase- efnakljúfur ekki (Storchs próf- un). 0 Fræðilegar útskýringar Til þess að mjólk þessi verði jafngóð og nýmjólk, þurfa hrá- efnin að sjálfsögðu að verafyrsta flokks. Því gallar x hrávöru munu koma fram í mjólkinni tilbúinni. Undanrenruiduftið þarf að vera sem næst lOOprs. uppleysanlegt, þar kemur úðaþurrkað duft að- eins til greina, því valsaþurrkað duft hefur m.un takmarkaðri upp leysanleika, eða ekki nema 70— 80prs. Úðaþurrkun á xmdanrennu dufti fer fram á þessa leið í stór- um dráttum: Mjólk sem áður hef ur verið losuð við nokkum hluta vatnsins, er leidd ofan frá inn í þurrkara sem er keilulaga með mjórri endann niður. Mjólkinni er úðað með þar til gerðum úð- ara sem snýst 80—150 m. sek. Upp á móti mjólkinni er svo blás ið 150—170 stiga heitu lofti sem leiðir til þess að vatnið sem guf- ar upp fer út að ofan en þurr- efnin falla niður í botn þurrkar- ans. Upphitumin tekur aðeins fá- ar sekúndiur. Nú fáum við mjög fín duftkorn sem eru aðeins 0.05 mm í þvermál, í duftinu er að- eins 2—3prs. vatn. Þetta lága vatnsinnihald gerir okkur mögu- legt að geyma duftið um langan tíma, því gerlar geta ekki náð að fjölga sér í þetta litlu vatnsmagni Hér á landi er smjör notað til fraruleiðslu þessarar, en einnig sem er um 99.9prs fita. Til smjörs ins eru gerðar mjög strangarkröf ur, það verður að vera ósaltað, laus raki má ekki fyrirfinnast, peroxydtala skal vera 0.8. Heiid- argerlafjöldi má ekki yfirstíga 1000 pr.gramm. Þá er komið að vatninu, en það er afar veigamikill hluti mjólk- urinnar eða um 85—87prs. Það þarf að vera bragð og lyktar- laust, og einnig eru mjög strang- ar kröfur gagnvart gerlafjölda. Oft er vatm sem nota á til slíkrar framleiðslu gerilsneytt. Endursamsett mjólk er fylli- lega sambærileg við nýmjólk hvað hollustu snertdr, en um einhvem bragðmun getur þó verið að ræða eftir geymslu, en þarf þó ekki að vera. Bragðmunur ætti enginn að vera þegar þessari mjólk er blandað við nýmjólk í svo litlu magn-i aðeins 20prs. Fitumagm er það sama og í nýmjólk og einnig prótein. Að lokum vonast ég til að lest- ur þessara lina megi verða ein- hverjum til gagns. Mjólkurfræðingur.". 0 Stofnum kattavinafélag ! Ein umhyggjusöm skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég óska þess, að þetta bréf verði birt. Mér finmst sumir borg arbúar hræðilega vondir við ketti! Nú er lögreglan búin að drepa flesta ketti hér í nágrenninu, og allir Rvarta um rottugang. Því getur fólkið ekki stofnað katta- vinafélag? Þessi spurning er erf- ið. Sum börn eins og börnin min geta ekki lifað án dýra. Ég vildi óska þess, að þetta fólk vildi stofna félag fyrir þessd fallegu, mjúku dýr. Ein umhyggjusöm." 0 Engin strætisvagnaleið að Lækjarbotnum? Reykjavik 20.10 ,69 „Kæri Velvakandi! Ég var að lesa um nýja leiða- kerfi S.V.R. Ég get hvergi fxmd- ið leið upp að „Lögbergi" (Lækj- arbotn.um), Ég finn bara leið upp í Hraunbæ. Eiga þeir sem búa fyrir ofan Rauðavatn, leiðina upp að Lögbergi emgan strætis- vagn að fá? Eru þeir ekki íbúar Reykja- víkur? Ef svo er. Hvers vegna engan vagn fyrir þá sem búa lengst frá miðborginni? Ég vil fá svar ef hægt er. Kveðja Strætisvagnafarþegi." Velvakanda þykir þetta ótrúlegt en annars er hann ekkert farinn að átta sig á nýja kerfinu — blöðin hafa birt sundurlausar upplýsingar án korta. 0 Höfum skipti á Dubcek og ritstjóra málgagns Sovétríkjanna á íslandi „Kæri Velvakandi! Þá er loks búið að snúa málum- um við í Tékkóslóvakíu og þing- ið búið að samþykkja, að innrás Rússa hafi verið sönn guðsbless- un fyrir þjóðina og Dubcek kom- in.n í frí. Nú strax er farið að launa memnina, sem tóku að sér Júdasarverkið. Nú eru þeir í boði hjá valdhöfunum í Rússlandi og þeim sýnd herlegheitim þar eftir 52 ára blessainarlega Stalinisma- sitjórn. Vonandi gefst þeism kostur á að sjá barnaheimili, sem hefur vatns salerni og frárennsli, en það hef- ur vantað í þau bamaheimili, sem íslenzkum húsmæðrum hefur ver- ið sýnd til þessa, í þessu sam- bandi datt mér i hug, hvort ekki væri hægt fyrir Alþimgi íslend- inga að fá að skipta á mönnum. Á Alþingi er maður, sem aldrei þreytist á að lofa Stalínismann. í Tékkóslóvakíu er aftur á móti maður, sem þekkir Stalínismann í framkvæmd, og ég vil, að ís- lendingum sé sagt frómt frá þess ari stefnu, því að við heyrum aldrei nema lofið um hana. Magnús Kjartanssom væri miklu betur settur að fá að syngja sinn lofsöng í Prag, en að tala fyrir diauðum eyrum alþingismannanna hér í Reykjavik. Það yrði líka fróðlegt fyrir Alþingi Islendinga að í staðinn fyrir lofsömg Magn- úsar kæmi sannleikurinn. Þetta ætti alls ekki að skaða kjósend- ur Magnúsar, því að þegar Dub- cek kæmi þá gæti hann sagt þeim sannleikann um Stalinismamn, og það er auðvitað hamn sem við kjósendur viljum og þurfum að vita, svo að við vitum hvað við eigum að kjósa. Aima Jónsdóttir.“. Pípufittings Nýkomin, mikið úrval. J. Þorláksson & Norömann hk Plötusmiðir og aðrir járniðnaðarmenn óskast. STÁLSMIÐJAN Sími 24406. AÖalfundur Verzlunarráðs Islands verður haldinn að Hótel Sögu, föstu- daginn 24. október og hefst kl. 10.00. Viðskiptamálaráðherra. dr. Gylfi Þ. Gíslason, mun flytja erindi á fundinum. STJÓRNIN. Athugið vöruverðið HAFRAMJÖL 25 kg. kr. 320 pr. kg. 12.80. HVIETI 25 kg. 354 pr. kg. 14.16. STRAIJSYKUR 50 kg. kr. 677 pr. kg. 13.54. STRAUSYKUR 14 kg. kr. 186 pr. kg. 13.28. HRÍSGRJÓN 3 kg. 110 pr. kg. 36.67. DIXAN 3 kg. kr. 319. C 11 3 kg. kr. 204. Ný sending af EPLUM og APPELSÍNUM. Opið til kl. 10 í kvöld Vinningor í getrnunum 12. leikvika — 18. október. Úrslitaröðin: 11X — 21X — XXX — 11X. Fram kom einn seðill með 11 réttum: Nr. 8088 (Siglufjörður) vinningsupphæð kr. 179.100,00. Kærufrestur er til 11. nóvember. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 12. leikviku verða greiddir út 12. nóvember. Getraunir P O Box 864 — Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.