Morgunblaðið - 23.10.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1969, Blaðsíða 15
MORGU NT3LA-ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBBR 106© 15 Hvert stefnir skáldsagan ? — Um skáldsagnargerð seinusfu ára VITUR maður hefur sagt, að epískar skáldsögur þróist helst í litluim þjóðfélögiuim; þeir ritlhöf- undar smáþjóða, sem fram úr Skari, séu yfirleitt sagnaimeist- arar af gamla skólaruum, leggi mesta rækrt við breiða frásögu. Hvað íslendinga varðar, er auð- velt að benda á dæmi, sem styðja þessa skoðun. Fáein nöfn frá þessari öld: Gunnar Gunn- ansson, Guðmundur Kamban, Þórbergur Þórðarson, Guðmund uir Gíslason Hagalín, Halldór Laxness, Kristmann Guðmunds- son, Guðmundur Daníelsson, Ól- afur Jóhann Sigurðsson. Að sjálf sögðu ber að geta þess, að ekki eru allar skáldsögur þessara höfunda epískar í þröngustu merkingu orðsins, nægir að nefna skáldsögur Gunnars Gunnarssonar Vikivaka og Sæl- ir eru einfaldir, en þessi verk standa bæði nálægt þeirri skil- greiningu, sem höfð er um nú- tímaskáldsöigu. Á seinustu áratugum hefur það aftur á móti gerst, að hin epísfca skáldsaga og aðrar teg- undiir hefðbundinnar skáldsögu, eins og til að mynda hin frá- sagnarkennda raunsæisskáld- saga, hafa að nokkru horfið í skuggann fyrir nýstárlegri sagnagerð. Af þeim skáldsagna- höfundum, sem ekki hafa farið troðnar slóðir gnæfir Indriði G. Þorsteinsson hæst með lýsingum sínum á átökum sveitar og borg- ar; hanin fjiaililar um sjiállfa Mlfs- kviku þjóðar, sem með miklum erfiðismunum er að verða borg- araleg í hugsun óg háttum, en var fyrir skömmu í sporum draum huga náttúrubarns undir háum fjöllum. Það er athyglisvert, að Indriði líkist um margt hinum epísku höfundum, byggir á sömu arfleifð og þeir, þrátt fyriir annað yfirbragð. Viðamesta skáldverki hans til þessa, er enn ekki að fullu lokið: annars vegar sögunni um leigubílstjór- ann, sem hverfur á brott frá spillingu borgarlífsins, og hins vegar sögunni um sveitamann- inn, sem er á leið til borgarinn- ar. Best heppnaða skáldverk Indriða: Þjófur í Paradís, sem gerist í friðsælli sveit, hefur yf- ir sér þá rósemd og kyrrð, sem líkist epískiri sögu. Þess vegna getur hugsast, að hægt verði í framtíðinni að skipa Indriða G. Þorsteinssynii í hóp epísku höf- undanna, en úr því mun hann skera sjálfur. Jón Dan vinnuir í Mkum anda og Indriði G. Þorsteinsson, en frásagnarmáti hans er ekki jafn lafgerandi nútímalegur og hjá Indriða. Indriði hefur í fyrstu bókum síinum tileinkað sér hinn hairða og hraða stíl bandarískra irithöfunda, en Jón Dan er all- ur í sálarlífslýsingum, sem á köflum eru mjög vel gerðar. Jón Dan er einn þeirra, sem skrifað hafa hvað bestar smásögur eftir stíð, og skáldsögur hans Sjáv- arföll og Tvær bandingjasögur, sýndust vera byrjun á alvarleg- um átökum hans við mannlífið og samtíðina, en í níu ár hefur ekkert heyrst frá honum sem skáldsagnahöfundi. Thor Vilhjálmsson gengur lengst íslenskra skáldsagnahöf- unda í utmiburnuin. stfls og sögu- efnis. Bækur hans eru myndir úr veröld nútímamanns, sem á heima í Reykjavík, París, Róm eða einlhvierB staðar á hnettinum; á þær þarf sjaldan að líta sem staðbundnar lýsingar. Sumir les endur myndu kannski freistast til að kalla bók eins og Fljótt fljótt sagði fuglinn, nýjasta skáldverk Thors, eitthvað ann- að en skáldsögu. Fljótt fljótt sagði fuglinn, er samt líkust skáldsögu að byggingu af verk- um Thors, og kemur greinilega í Ijós í henni sá lærdómur, sem Thor hefur dregið af nýju frönsku skáldsögunni: nouveau roman, svo dæmi sé nefnt. Thor Vilhjálmsson minnir óneitanlega á kvikmyndaskáld, en þess er líka að gæta, að ýmsir helstu forvígismenn nouveau roman, eins og Alain Robbe-Grillet, hafa jafnframt fengist við kvik- myndagerð. Guðbergur Bergsson, sem vakti fyrst athygli á hæfileik- um sínum með hefðbundinni þorpslýsingu: Músinini sem læð- ist, hefur aftur á móti sokkið í — Eftir Jóhann H jálmarsson botnlausan absúrdisma í Tómasi Jónssyni, metsölubók, Ástum samlyndra hjóna og Önnu. En það vekur eftirtekt, að á víð og dreif í þessum bókum, er að fiinna raunsæj ar myndir, hag lega geirðar smásögur í allri þeirri ringulreið, sem Guðberg- ur stefnir vísvitandi að. Það hvairflar að lesandanum, að Guð berguir hafi hlaupið yfir merki- legt tímabil í skáldsagnagerð sinni, sem hófst með Músinni, sam læðiist, og átti sér hlið- stæðu í smásagnasafninu Leik- föng leiðans. í ofurkappi sínu, að sleppa fram af sér beisli hins hefðbundna, snúa við hugmynd um manna um skáldsöguna og byggingu hennar, hefur eitthvað farið forgörðum hjá Guðbergi, sem gerði hann trúverðugan höf und áður en Tómas Jónsson tók af honum völdin. Með smásagnasafni sínu, Veizlu undir grjótvegg, kom Svava Jakobsdóttir á óvart. Hún er rithöfundur, sem hefur eins og Guðbergur lært mikið af absúrdisma, en vinnubrögð hennar eru markvissari og hóf- samari. Svava lýsir borgaralegu lífi, vandamálum nútímafólks, og eir ekki laust við að móralskur keimur sé af sögum hennar. Dæimigerð nútilmaskáldsa'ga er Hjartað í borði, eftir Agnar Þórðarson. Agnar mimnir einis og Thor tölu'viert á höfunda nýju skáldsögunnar frönsku. Hann segir frá því, sem gerist innra með persónunum, en leggur minni áherslu en Frakkarnir á umgjörðima. Þær breytingar, sem orðið hafa á skáldsögunmi úti í heimi, hafa ekki látið Halldór Laxness ósnortinn. Djörf og vel heppnuð tilraun var Kristnihald undir Jökli, skáldsaga, sem er óhugs- andi án absúrdismiainis, en er sprottin beint út úr glímu skálds ins við leikritagerðina. Með Kristnihaldi undir Jökli, sann- aði Halldór enn á ný þann end- urnýjunarkraft, sem hefur löng- um einkennt hann sem rithöf- und. Guðmundur Gíslason Haga lín sýndi aftur á móti firam á það með Márusi á Valshamri og meistara Jóini, að hin hefð- bundna skáldsaga lifir góðu lífi og þarf ekki að vera áhrifaminni en nútímaskáldsagan. Guðmundur Daníelsson er trúr epískri hefð í bókum eins og Hrafnhettu og Sonur minn Sinfjötli, en hann hefur líka lagt sitt af mörkum til endumýj- unar skáldsögunnar, og er Blind ingsleikur skýrasta dæmið. Krist mann Guðmundsson hefur í skáldsögum sínum seinustu áxin sótt efni til Reykjavíkur, og sama er að segja um Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Ef nefna ætti höfund, sem leitar á gömul mið í skáldsagnagerð, er Jón Björns son gott dæmi. Saga hans Jóm- frú Þórdís er epísk skáldsaga, sem leiðir hugann að Jóni TraustcL Fleiri skáldsagnahöfunda mætti nefna; til dæmis er for- vitnilegt að lesa hinar róman- tísku ásta og örlagasögur úr ís- lenskri sveit, sem flæða yfir landið. En erfitt er að vinsa úr þessum straumi skáldsagnahöf- unda rmeð áberandi sérkeinni; þeir eiga það flestir sameiginlegt að lifa í heimi fjarri nútíman- um í tvennum skilningi: lýsa ekki veruleik, sem nærtækur er, og sækja áhrif til ritlhöfunda, sem skrifuðu bækur sínar í frum bemsku íslenskrar nútímaskáld sögu. Þessir höfundar, eins og til dæmis Guðrún Arnadóttir frá Lundi, eru mikið lesnir og bend ir það til þess að þeirra sé þörf, ekki síður en hinna, sem fara nýjar leiðir. Nokkrir ungir rithöfundar leggja fyrir sig þjóðfélagsádeilu eins og nú tíðkast víða. Jóhann- es Helgi, Ingimar Erlendur Sig- urðsson og Njörður P. Njarð- vík, hafa allir samið ádeiluverk, en furðu lítið fer fyrir nýstár- legum tökum á viðfangsefninu í bókum þeirra. Skáldsögur þeirra verða því að flokkast undir hefð bundna sagnagerð. Jakobína Sig urðardóttdr reynir að segja hug sinn með óvæntum hætti í skáld- sögu eins og Snörunmi, en hún fellur í sömu gröf og þeir Jó- hannes Helgi og Ingimar Erlend ur: allt virðist of einfalt og sjálf sagt, menn eru annað hvort góð- ir eða vondir. Það vantar alla dýpt í þessi verk; reiðin stýrir pennanum. íslensk núbímasikál'disagnagerð er ósáinn akur að mestu. Fáeim- iir rithöfundar hafa forystu og helstu verkin koma frá sömu höfundunum. Við íslenskum skáldsagnahöfundi blasir þjóð- félag í mótun, þjóðfélag, sem er að breytast með hverjum degi sem líður. Engu að síður er það staðreynd, að heilsteyptustu skáldsögurnar eru, með nokkr- um undantekningum, samdar af rithöfundum, sem ekki virðast mikið smortnir af öllum þeim um skiptum, sem orðið hafa í lífi og list. Því má halda fram með full- um rétti, að íslensk skáldsagna- gerð sé í aðdáunarverðu jafn- vægi. Hún hefur sloppið við mestu öfgarnar, sem skáldsagna- höfundar stærri þjóða hafa lent í. En hún hefði ábyggilega haft gott af að fylgjast betur með, ekki endilega til að veirða alþjóð legri, heldur til þess að átta sig á sérkennum sínum. Gaman er til dæmis að velta því fyrir sér hvernig skáldsagnagerð íslend- inga liti nú út, hefði Halldór Laxness haldið áfram á þeirri braut, sem hann hætti sér út á unigur með Vefaramum milklia fciá Kasmír. Oft er bent á, að íslensk skáldsagnagerð sé nú að hefjast til nýrrar virðingar, ungir menn komi fram með ný viðfangsefni og nýjar aðferðir. Að minnsta kosti verður því ekki neitað, að rithöfundar eins og Guðbergur Bergsson, Steinar Sigurjónsson, Svava Jakobsdóttir og Guð- mundur Halldórsson frá Bergs- stöðum, hafa gert menn bjart- sýna á framtíð íslenskrar skáld- sagnagerðar. En þarf ekki ís- lensk skáldsagnagerð fyrst og fremst á nýjum skáldsagnahöf- undum að halda? Þær spumingar hafa vaknað hvort skáldsagan sé lifandi bók- menntagrein. Ég held að fáir ís- lendingar efist um að skáld- sagan á líf fyrir höndum. Víða erlendis, til dæmis í Skandi- navíu, er hún í heiðri höfð. Hún hefur að vissu leyti lifað endur- reisn sina á Norðurlöndum með hinni svokölluðu heimildaskáld- sögu; raunsæisstefna og epísk hefð með dálitlum skammti af nouveau roman, virðast hafa runnið saman í endingargóða hieild. Heimildaskáldsagan minnir um margt á bókmenntagrein, sem fslendingar hafa lengi stundað með góðum ánangri. Ég á við alls kyns þjóðlegan fróð- leik og minningaskáldsögur. Staðreynd er, að þessar bækur eru oft betur skrifaðar og með skemmtilegri efnistökum en miðl ungsskáldsögur, og skaga stund um upp í það besta, sem eftir íslendinga liggur í skáldsagna- gerð. Gamlir alþýðumenn, sem grípa til pennans í því skyini að festa á blað slitur úr ævi sinni, eiga það til að skjóta æfðum rithöfundum ref fyrir rass með lifandi frásögnum, sönnum og áleitnum myndum úr lífi þjóðar- innar. Að þetta skuli stundum eiga sér stað héniemidiiis, er sterk- asta iröksemdin fyrir því, að fs- lendingair geti kallast bók- menntaþjóð. f upphafi þessa máls var tal- að um epíska skáldsögu. Þjóð- legi fróðleikurinn svonefndi, er grein af þeim meiði. Enn verður því ekki mótmælt, að verðmæt- ustu skáldsögurmair, sem hér hafa komið út, eru epískar í eðli sínu, og er þá orðið epík notað í víðtækri mierkinigu. Þeir ungu skáldsiagnahlöfundar, sam eru sér meðvitandi um hinn epíska grundvöll skáld sögunnar, ná líka lengst þegar þeir bregða út af vananum, og er Indriði G. Þorsteinsson ljós- asta dæmið um það. Árið 1957 svairaði Halldór Laxnieiss fyrirspurn bamdariísks tímarits um það hvort komið væri að seinustu dögum skáld- sögunnar, með þessum orðum: „Ég tel mig sagnaskáld (epic- writer) og hef einnig verið kall- aður svo af öðrum, — ég vona að þér skiljið orðið. Ég hygg að mönnum sé imnborin hvöt til að segja frá stórmerkjum sem orðið f tilefni rithöfunda þings hafa í heiminum, og muni sú til- hneigíng seint komast úr tísku.” Um obbann af nútímaskáldsög- um, farast Halldóri orð á þá leið, að hann sé „útboð af slapp tauguðum æsíngi, móðursýki, drykkjuröfli, brókarsótt o.s.frv. sem í þessari taugabiluðu kyn- slóð er oft látið koma í stað þess að segja sögu.”. Vegna þess m.a. hve Halldór er „vant við bundinn” í Feneyj- um þegar hainn svarar bréfinu, er hann að vísu einum of hvatvís, en það, sem hann segir um hlut- verk sagnaskáldsins, er þess virði að því sé gaumur gefinn. Halldór endar bréf sitt þaninig: „En hin episka aðferð í því að fara með söguefni mun enn leingi verða möninum jafnfreist- andi og hún er torveld.” Varla er það tilviljun, að af þremur frægustu núlifandi rithöfundum á Norðurlöndum í hinum epíska frásagnarstíl, skuli tveir vera frá íslandi og einn frá Færeyj- um: Gunmar Gunnarsson, HaM.- dór Laxness og William Heine- sen. Nú á tímum gerir myndin sitt til að taka völdin £if rituðu orði. Fjölmiðlunartækin, einkum sjón varpið, draga til sín æ fleiri les- endur, gera þá lata og væru- kæra. Memn heimta mynd. Það gæti alveg eins orðið hlutverk skáldsagnahöfunda framtíðarinn air að semja texta við myndir eins og myndilistanmenn hafa lömg um álitið það sjálfsagt að skreyta skáldsögur. Þetta er far ið að 'gerast sums staðar erlend- is, en á vonandi langt í land hjá bókmenntaþjóðirini. Mest er uim viert að gera sér grein fyrir, að skáldsagan er enn í dag meira lesin en aðrar greinar bók meninta, að ævisögum slepptum, og leitast við að stuðla af öll- uim mætti að viðgainigii hieinniar. Það skiptir engu máli hvort hún er epísk, iraunsæ, nouveau roman, absúrd, heimildaskáldsaga, sál- fræðileg skáldsaga, eða hvað menn vilja kalla hana; til benn- ar verða fyrst og fnernst gerðar þær kröflur, að hún sé samin af íþrótt. „Dásamligt fræði" KVÆÐIÐ Divina Komedia eftir Dante hef ég því miður efclki séð í þýðingu Guðimundar Böðvars- sonar, en þó heyri ég nofckuð misjafnt af þeirri þýðingu l'átið. Kann ég vitanlega ékki að dæima um venlk sem ég hef efcki litið á, en séu þar gal'lar á, þá geta þeir ékki stafað af því að Guðimuindur kurmi ekki að yrkja, sé efcki akáld, því það er hann viisisu- lega. Lílklegra þætti mér hitt, að ráðandi hugairtfar haifi gert góðu s'káldi erfitt fyrir að enduirikveða hina merikilegu miðaldavitirun þannig að hún nyti siín til fulls. Ráðandi hugarifar gelfur ekki rúm neinu viti um það hvers konar verlk Divina Coimedia er, og sést það bezt á því að enginn slkuli hafa minmzt á Sólarljóð í sambandi við þessa þýðingu. En Sólarltjóð eiru meðal ainnars lýis- ingar á ýmsum sóluim, mistmun- andi að stærð, birtu og lit, sem slkáldið sá í vitrun sinni, og á staðháttuim öðruim í því um- hverfi. Þetta var áður en vitað var hér á jörð, að til eru aðrax sólir. Sólarljóð eru elklki minna sniUdarverlk en Divina Comedia, og eru verlkin mjög Wliðstæð. Svo hliðstæð eru þau, að heita má að Sólarljóð gefi hinu ítalsfca fcvæði nafn, því, að divina comedia þýð ir eiginlega hið dásamlega fræðL Það er ekki nauðsynlegt að þýða divina með oiðinu guðdómlegur, og comedia hefur vist á þeisisuim tíma efcki verið tfjarri því að þýða fróðleilkur eða fræðL En í eimu ihandriti Sólarljóða standa þessi orð, sem ort eru til höfund arins af einhverjum öðrum: „Dásamligt fræði var þér í drauimi kveðið, en þú sátt hið sanna. Firða engi var svo tfróðr of akapaðlr > áðr 'heyrði Sólarljóðls sögu“. Þorsteinn Guðjónsson. 4. þing Verkn- mnnnasam- , bands íslandis verður haldið í Reyfcja- vík dagana 25. og 26. oktióber njk. Þingið verður haldið í Lind arbæ og hefct kl. 14 á laugar- dag. Rétt til þingsetu hafa um 80 fuiUtrúar frá 38 ve r'ka'lýðsfélög- ulm, sem í Verkamanniasaimband inu eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.