Morgunblaðið - 31.10.1969, Side 7

Morgunblaðið - 31.10.1969, Side 7
MORGUNÍBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1009 7 Þetta er mjög menntandi starf" Segir Lil Diamond, sem skemmtir í Víkingasal „Mér finnst þetta nijög menntandi starf. Maður kynnist fjölda fólks af öllum þjóðem- um, og hver þjóð hefur sín sér- einkenni, það er hver með sínu lagi.“ Þannig fórust Lii Dia- mond, ameriskri söng- konu, orð, þegar við hittum hana i Vikingasal á dög unum, þar sem hún var að æf- ingum með hljómsveit Karls Lilliendals, en Lil Diamond mun skemmta gestum hótelsins næstu 2 vikumar. Við hlustuð- um á hana syngja gamlan jazz, ei»gin popmúsík var á ferð- inni, enda eru gestir Víkinga- salsins ráðsett fólk, sem frekar vill þessa músik, en eintómt pop og læti. „Hvenær hófuð þér söngferil yðar?“ spyrjum við. „Það var meðan á Kóreustríð inu stóð. Maðurinn minn féll í því stríði, og eftir fráfall hans hóf ég að syngja. Áður hafði ég sýnt dans, allt frá æskudög- um. Ég syng alls ekki popmús- ík. Ég syng „blues“-Iög, dixie- land, jazz og lög, sem kennd eru við New Orleans. Ég byrj- aði að syngja í Suður-Kaliforn iu, með ýmsum hljómsveitum, sem sumar hafa orðið mjög frægar. Sjálf er ég fædd í Kali- forniu, í Pasadena. Undaníarin ár hef ég ferðazt milli her- stöðva Bandaríkjanna og skemmt hermönnum með söng. / Undanfarnar 3 vikur hef ég J skemmt á Keflavíkurflugvelli, \ en ég hef 4 sinnum farið milli Lil Diamond æfir með hljómsv eit Karls Lilliendals. Sveinn Þormóðsson) (Ljosm.: allra herstöðvanna í Suðaustur- Asíu, m.a. til S-Víetnam, og 3 sininum hef ég, farið til allra herstöðva í Evrópu, og þegar ég fer héðan til Kaliforniu, hef ég farið þrisvar sinnum kring- um jörðina. Ég hef kyninzt mörgum þjóðum, og kynning við þær finnst mér mjög mennt- andi. Þær eru svo ótrúlega mis- munandi og hver með sín,u lagi.“ „Þér, sem komið frá Ka-li- forniu, finnst yður ekki veðrið kalt og óyndislegt hér um þess ar mundir?" „Ekkert frekar. Ég er öllu vön, og börnin mín tvö eiga heima í norðurríkjum Banda- rikjanna. Ég á dótbur í Montana og þar er iðulega 23 gráðu frost. Sonur minn er i Oregorn, í flughernum." „Er það dónaskapur að spyrja um aldur?" „Nei, nei, ég er orðin amma, en það verða raumar konur mjög ungar nú til dags,“ svar- ar Lil Diamond brosandi „Ég hlaikka til að skemmta ís- lendingum, og ég vona að þeim falli við mig,“ sagði hún að lok um. Og um leið og við yfirgáfum salinn, hljómuðu lögin frá suð- urhluta villta vestursins í eyr- um okkar, eitthvað i anda Lou- is Armstrongs og A1 Jolsons, og viðkunnanlegt var að heyra þau, miðað við árams popið. — Fr. S. A FÖRNUM VECI Á morgun 1. nóv. verða gefin saman í hjónaband í Langholts- kirkju af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Erla Höskuldsdóttir og Tryggvi Kristvinsson, aðstoðaryfir lögregluþjónn. Heimili þeirra verð ur Hringbraut 79, Keflavík. Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Seyðisfjairða'rkirkju ungfrú Elín Óskarsdóttir og Bjarni B. Halldórsson loftskeytamaður. Nr. 142 — 23. okt. 1969. Kaup Sala J Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterllngspund 210,30 210,80 1 Kanadadoliar 81,50 81,70 100 Danskar kr. 1.169.04 1.171,70 100 Norskar kr. 1.229,80 1.232.60 100 Sænskar kr. 1.703,40 1.707,26 100 Finnsk mörk 2.089,85 2.094,63 100 Franskir ír. 1.572,60 1.576,20 100 Belg. frankar 176,15 176,55 100 Svissn. fr. 2.038,94 2.043,60 100 Gyllini 2.440,00 2.445,50 100 Tékkn. krónur 1.220,70 1.223,70 V-þýzk mörk óskráS óskráð 100 Lírur 13,97 14,01 100 Austurr. sch. 340.52 341,30 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur — V öruskiptalönd 99,86 100,14 1 Reikningsdollar — Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund Vöruskiptalönd 210.95 211,45 FRÉTTIR Basar Ljósmæðrafélags islands verður 30. nóvember. Þær sem hafa hugsað sér að gefa muni á basar félagsins komi þeim til ein- hverra eftirtalinna fyrir 25. nóv. ember. Hjördísar, Ásgarði 38. Sól- veigax Stigahlíð 28. s. 36861. Sig- rúnar Reynimel 72 s. 11308, Soffíu Freyjugötu 15 Hallfríðar Miklu- braut 44. Unnar Jónu Hrauntungu 39 Kópavogi s. 50642, Unnar Hring braut 19. Haf. 50642 eða á Fæð- ingardeild Landspítalans. Kvenfélag Lágafellssóknar Félagskonur eru minntar á basar inn, sem verður í Hlégarði sunnu- daginn 16. nóv. íslenzka dýrasafnið er opið á sunnudögum frá kl. 10 árdegis til 10 síðdegis í Miðbæjar- skólanum, ekki í gamla Iðnskólan- um, eins og stóð í Mbl. I gær. Sjódýrasafnið í Hafnarfirði Opið daglega kl. 2—7. Bókasafn Norræna hússins er opið alla daga frá kl. 2—7. Landsbókasafn íslands, Safnhús inu við Hverfisgötu Lestrarsalir eru opnir alla virka daga kl. 9-19. Útlánssalur kl. 13-15. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn ar. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk á fimmtudögum frá 9—12 í Kven- skátaheimilinu Hallveigarstöðum (Gengið inn frá öldugötu) Pantan- ir teknar í síma 16168 árdegis. Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins hefur hafið að nýju fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í söfnuðinum í félagsheimili Langholtssóknar á miðvikudögum milli 2—5 Sima- uppl. 36799 og 12924. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju hefur hafið fótaaðgerðir að nýju fyrir eldra fólk í söfnuðinum I húsi Sparisjóðs Hafnarfjarðar, mánudaga kl. 2—5. Símauppl. i s. 50534 eftir hádegi. Húsmæðrafélag Rcykjavikur Basarinn verður 8. nóvember. Fé- lagskonur og velunnarar félagsins eru vinsamlega beðnir að koma bas armunum í félagsheimilið að Hall veigarstöðum á mánudögum milli 2—6. Nánari uppl. í símum 14740 (Jónína), 16272 (Þurlður), 12683 (Þórdís). Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju hefur hafið fótaaðgerðir að nýju fyrir eldra fólk í söfnuðinum í húsi Sparisjóðs Hafnarfjarðar, mánu- daga milli 2—5 sími 50534 eftir hádegi. Félag austfirzkra kvenna Basar félagsins verður laugar- daginn 1. nóv. kl. 2 að Hallveig- arstöðum. Þeir, sem vilja styrkja basarinn vinsamlegast komi gjöf- um til Guðbjargar, Nesvegi 50, önnu, Freyjuvogi 17, Laufeyjar, Alfheimum 70, Fanneyjar, Braga- götu 22, Valborgar, Langagerði 22 Halldóru, Melabraut 74, Seltjarnár nesi, Sigríðar, Básenda 14, Herm- ínu, Njálsgötu 87, verzl. Höfn, Vesturgötu 12. Slysavamadeildin Hraunprýði, Hafnarfirði Basar félagsins verður föstu- daginn 7. nóv. kl. 8.30 1 Sjálfstæðis húsinu. Konur, sem ætla að gefa muni eru vinsamlegast beðnar að k°ma þeim í Sjálfstæðishúsið 5 nóv. kl. 3—7. Kvcnnadeild Flugbjörgunarsveitarinnar hefur sína árlegu kaffisölu sunnu daginn 2 .nóv. að Hótel Loftleið- um. Velunnarar deildarinnar, sem gefa vildu kökur, hafi samband við Ástu, s. 32060 og Auði i s. 37392. Aðalfundur U.M.F. Drengs I Kjós verður haldinn laugardaginn 1. nóv. kl. 9 í Félagsgarði. Umf. Afturelding, Mosfellssveit Aðalfundurinn verður haldinn í Hlégarði laugardaginn 1. nóv. kl. 3, en ekki 30. okt. eins og áður hef ur verið auglýst. Kvenfélagið Seltjöm Seltjarnarnesi efnir til vetrarfagnaðar föstudag inn 31. okt. í Miðbæ (húsnæði Her- manns Ragnars) kl. 9. Skemmtiat riði og dans. Aðgöngumiðar imjólk urbúðinni á Melabraut. Kvenfélag Frfkirkjusafnaðarins 1 Reykjavik heldur BASAR þriðju- daginn 4. nóvember kl. 2 í Iðnó. Félagskonur og aðrir velunnarar Fríkirkjunnar, sem gefa vilja á basarinn eru vinsamlega beðnir að koma gjöfum til Bryndísar Þórar- insdóttur, Melhaga 3, Lóu Kristjáns dóttur, Hjarðarhaga 19, Kristjönu Árnadóttur, Laugavegi 39, Margrét ar Þorsteinsdóttur, Laugavegi 52, Elísabetar Helgadóttur, Efstasundi 68, og Elínar Þorkelsdóttur, Freyju götu 46. Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar mánudaginn 3. nóv. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, gengið inn frá Ingólfsstræti. Þeir sem ætla að gefa muni á basar- inn vinsamlegast skili þeim til Sig ríðar Benónýsdóttur, Stigahlíð 49, s. 82959, Vilhelmínu Vilhelmsd. Stigahl. 4, s. 34114, Maríu Hálfdán- ard.. Barmahl. 36, s. 16070, Unnar Jensen, Háteigsv. 17, s. 14558 og Ragnheiðar Ásgeirs, Flókag. 55, s. 17365. Foreldra- og styrktarfélag heyrn- ardanfra auglýsir: Félagið heldur sinn árlega basar i Hallveigarstöðum, sunnúd. 2. nóv. n.k. Þeir velunnarar félagsins, sem vildu gefa muni, á basarinn eru góðfús'ega beðnir að hafa sam- band við einhverja af eftirtöld'im konum: Jónu, s.33553, Báru s.41478, Sólveigu, s.84995. Unni. s.37903,og Sigrúnu, s.31430. Basar kvenfélags Langholtssóknar verður haldinn laugardaginn 8. nóv. kl. 2 í Safnaðarheimilinu. All- ir, sem vildu gefa á basarinn, eru vmsamlega Leðnir að láta vita í símum 32913, 33580, 83191 og 36207. Frá kvennanefnd Barðstrendinga- félagsins. Basar félagsins verður haldinn föstud. 31. okt. ’69. Þæi sem vildu gefa muni, vinsamlega látið þessar konur vita: Helgu, sími 31370, Guðrúnu s. 37248, Margréti s. 37751, Jóhönnu s. 41786 og Valgerði s. 36258. broatamAlmur Kaupi aílan brotamákn teng- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. BÍLSKÚR ÚSKAST helzt í Kteppsiholti eða Laug- amestiverPi. Tíllboð sendist afgr. Mbl. merkt „8490". NÝ 3JA HERBERGJA IBÚÐ til le'igu stnax. Uppfýsingar í síma 34082. TIL LEIGU 5 berlbengja íbúð við Skafta - •hlíð til leigiu, latis stnax. — Upplýsimgar S síma 35075. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA 20—40 fm hús, sem nota mætti sem sumambúsitiað og hægt væri að flytja. Uppl. í sfíma 20070 og 32161 í diag og nœstu daiga. SÍLD Við kaupum síld, stærð 4—8 I kílóið, fyriir 1 kr. hvert kiló, afgreitt í Fuglafirði. P/f. Handils & Frystivirkið SF, Fuglafjörður — Fþroyar, sími 125- 126 - 44. KEFLAVllK -— NJARÐVlK Ung hjón með eitt bam óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð sem fyrsit. Upplýsiogar i síma 1748. KEFLAVlK — SUÐURNES Vil kauipa notað mótatimbuir. Uppfýsingair f síma 1302, Keflavfk eftiir ki 7 e. h. 5 HERBERGJA IBÚÐ við Skaftaihlfð tiil söiu. Upp- lýsingar í siíma 33055 TAPAÐ — FUNDIÐ Kvenúr af gerðimni Ginsbo tapaði'St í Miðbaenum 15. október si F'innandi vinsam- legia hringi í síma 34117. FundarlB'un. PRJÓNAKONUR -— heimavinna. Óska eftrr nokkrum konum til áð prjóna úr lopa. Þurfa að eiga prjóna vél nr. 5. Upplýsing®r í síma 10220 mi'IHii kl. 6—8 e.h. i dag. FISH & CHIPS Bjóð'Um Fish & Chips afian dag- inn. Einni'g 10 tegundir af sild- arréttum, lítið inn og reynið viðskiptin. SMÁRAKAFFI, Laugavegi 178 - Sími 34780. Fjaðrir, fjaðrablöð. hlinðki>tar, í margar gerðir bifreiða. r-'—trnr og fleiri varahlutir tíila>'*'ubúðin FJOÐRIN Laugavegi 16C. - Simi 24180 ALLT MEÐ EIMSKIP A næstunni ferma skip vor til Islands, sem hér segir: ANTWERPEN: Reykjafoss 10. nóv. * Tungufoss 20. nóv. Askja 26. nóvember * ROTTERDAM: Skógafoss 5. nóvember Reykjafoss 12. nóv. * FjaHfoss 19. nóv. Skógefoss 25. nóv. Reykjafoss 3. desember * HAMBORG: Skógafoss 3. nóvember Legarfoss 12. nóv. Reykjafoss 17. nóv. * Fjafffoss 22. nóv. Skógafoss 28. nóv. Reykjafoss 6. des. * LONDON / FELIXSTOWE: Askja 6. nóvember Reykjafoss 14. nóvember Fjattfoss 20. nóv. Skógafoss 26. nóvember Reykjafoss 4. desember HULL: Askja 4. nóv. Tungufoss 22. nóv. Askja 28. nóv. * LEITH: Tur.gufoss 30. október Tungufoss 24. nóv. * KAUPMANNAHÖFN: Gulffoss 5. rróv. Katrima 7. nóvember skip 15. nóvember Gulffoss 19. rtóvember Ljósafoss 24. nóvember GlIHoss 3. desember GAUTArORG: Bakkafoss 5. nóv. * Ljósafoss 25. nóvember KRISTIANSAND: Bakkafoss 6. nóv. * Ljósafoss 26. nóvember NORFOLK: Brúarfoss 31. október Seff.oss 17. nóvember Hofsjökufl 29. nóvember Brúarfoss 12. desember GDYNIA / GDANSK: Laxfoss 18. nóv. KOTKA: Fjafffoss 3. nóvember * Laxfoss 15. nóvem^er VENTSPILS: Laxfoss 17 •'^vember * Skipið losar I Reykjavik, Isafirði, Akureyri og Húsa- vík Skip, sem ekki sru merkt með stjörnú losa aðeiois í Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.