Morgunblaðið - 12.11.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.11.1969, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓV. 1909 %■ Á NÆSTIJ vikum má gera ráð fyrir, að miklar umræður fari fram hér á íslandi um EFTA — Fríverzlunarsamtök Evrópu — og hugsanlega að- ild ííslands að þeim. Þess hef- ur nokkuð orðið vart, að al- menningur gerir sér ekki nægilega grein fyrir því hvað EFTA er og hvert hlut- verk þess er, og verður það því rakið hér í stórum drátt- um. EFTA er fríverzlunarsam- tök 8 þjóða. Af þessum 8 þjóðum eru 7 fullgildir með-' limir, en hin áttunda hefur aukaaðild. Fullgildir meðlim- ir eru Austurríki, Danmörk, Noregur, Portúgal, Svíþjóð, Svissland og Bretland. Finn- land er aukaaðili. Hvers vegna var EFTA stofnað? Á árunum eftir heimsstyrj öldina síðari settu þjóðir Vest ur-Evrópu á sitofn hina svo- nefndu Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu, sem nú er þekkt undir heitinu OECD. Á vegum þessarar stofnunar tókst að afnema ýmis konar höft á viðskiptum milli aðild- arríkjanna. Á árinu 1957 mynduðu 6 af aðildarríkjum stofnunarinnar bandalag sín á milli, sem þekkt er hér á landi undir nafninu Efnahagsbandalag Evrópu. Þessi sex lönd eru: Frakk- land, V-Þýzkaland, Ítalía, Belgía, Holland og Luxem- borg. Tilraun var gerð til þess að mynda fríverzlimarsvæði milli þessara 6 ríkja og ann- arra aðildarríkja OECD en hún mistókst. Þetta varð til þess, að þau sjö ríki, sem að ofan greinir tóku ákvörðun um að koma á fríverzlunar- samtökum sín á milli og voru þau stofnuð í Stokkhólmi í maímánuði 1960. Finnland gerðist aukaaðili 1961. Þessi 8 ríki hafa síðan fellt niður verndartolla sín á milli. Þetta er EFTA, samkomulag milli 8 Evrópuþjóða um að fella niður verndartolla á ákveðn- um vörutegundum í því skyni að auka viðskipti milli þjóð- anna og efla efnahags- og at- vinnulíf þeirra. Hvað gerir FTA EFTA sameinar á einu frí- verzlunarsvæði 100 milljónir manna. Hlutverk þess er tví þætt. í fyrsta lagi að auka hagvöxt aðildarríkjanna, halda uppi fullri atvinnu og bæta lífskjör meðlimaþjóð- anna. í öðru lagi að stuðla að auknum viðskiptum milli þjóða heims og sérstaklega að vinna að því að eitt fríverzl- unarsvæði skapist í Evrópu. Til að ná þessum til- gangi hafa EFTA-ríkin eins og að ofan greinir náð sam- komulagi sín á milli um að fella niður alla vemdartolla á iðnaðarvörum og sjáv- arafurðum, þó ekki öllum. Hins vegar er það aðildarríkj- unum 1 sjálfsvald sett hvaða verndartolla þau hafa gagn- vart framleiðsluvörum ríkja, sem standa utan EFTA. í desember 1966 höfðu EFTA-ríkin fellt niður alla verndartolla sín á milli, og eftir það hafa samtökin ein- beitt sér að afnámi ýmis kon ar annarra hafta á viðskipt- um milli aðildarríkjanna. Þess skal þó getið, að Portúgal hefur undanþágu og fellir sína verndartolla niður smátt og smátt fram til 1980. Sum aðildarríkja EFTA byggja afkomu sína mjög á útflutningi landbúnaðar- afurða. EFTA-sáttmálinn nær ekki nema að tak- mörkuðu leyti til þessara af- urða. Hins vegar hefur EFTA leitazt við að auðvelda við- skipti með þessar afurðir milli aðildarríkja sinna. Þetta hefur verið gert með þrenn- um haetti. í fyrsta lagi með tvíhliða samningum þ.e. við- skiptasamningum milli tveggja aðildarríkja — um sölu og kaup á landbúnaðar- afurðum. í öðru lagi með ár- legri endurskoðun á viðskipt um milli aðildarríkjanna á þessu sviði og í þriðja lagi með því að fækka þeim vöru tegundum, sem falla undir hugtakið landbúnaðarafurðir. EFTA-ríkin eru misjafn- lega langt komin í iðnþróun. Það á sérstaklega við um Portúgal, sem hefur ekki náð sama marki í iðnþróun og önnur aðildarríki EFTA. — Einnig eru ákveðin svæði inn an hinna aðildarríkjanna, sem hafa dregizt aftur úr í þróuninni. Af þessum sökum hefur EFTA sett á stofn sér- staka nefnd, sem hefur það verkefni með höndum að stuðla að framförum 1 aðild- arríkjunum á sviði atvinnu- uppbyggingar. Þannig er sér- fræðileg þekking eins aðild arríkjanna notuð í þágu ann- ars. EFTA hefur haft mjög heillavænleg áhrif á inn- byrðis viðskipti aðildar- ríkjanna. Á árabilinu 1959 til 1967 jókst útflutning- ur allra aðildarríkjanna 8 um 69% og innflutningur hefur á sama tíma vax- ið um 77%. í heild hafa við- skipti innan fríverzlunar- svæðis EFTA aukizt um 136%, og viðskipti milli Norð urlandanna fjögurra hafa þre faldast á þessu tímabili. Það hefur einnig komið í Ijós, að niðurfelling verndartolla hef ur leitt til þess, að meira jafnvægi hefur skapazt í verð lagi en áður. EFTA og’ EBE - gjörólík samtök E F T A — Fríverzlunar- samtök Evrópu og E B E — Efnahagsbandalag Evrópu eru gjörólík samtök. Munur inn kemur kannski bezt fram í því, að í höfuðstöðvum EFTA í Genf starfa 100 manns en í höfuðstöðvum EBE í Brússel starfa 6000 manns. Eins og að framan greinir er EFTA í rauninni aðeins samkomulag milli aðildar- ríkjanna 8 um að fella niður vemdartolla sín á milli. Skrif stofa EFTA í Genf er einung- is framkvæmdaaðili, sem annast eftirlit og umsjón með því, að þetta samkomulag sé haldið. EBE leggur aðildarríkjum sínum mun þyngri skyldur á herðar. Yfirstjórn Efnahags bandalagsins í Brussel hefur mjög víðtækt vald og áhrif á stefnu aðildarríkjanna í efnahags- og atvinnumálum. Það hefur EFTA ekki. Sum af aðildarríkjum EFTA hafa á undanfömum árum haft áhuga á að gerast aðilar að Efnahagsbandalag- inu. Önnur hafa það ekki, en vilja tryggja hagsmuni sína gagnvart EBE. Bretland, Dan mörk og Noregur hafa sótt um fulla aðild að EBE. Bret- ar gerðu tilraun til þess að komast inn í EBE 1961, en sú tilraun fór út um þúfur 1963. Önnur tilraun var gerð 1967, en engin niðurstaða hef ur fengizt. Með falli De Gaulle í Frakklandi og valda töku jafnaðarmanna í Vestur- Þýzkalandi kunna viðhorfin innan Efnahagsbandalagsins að hafa breytzt. Samt sem áð- ur er ljóst, að mörg ár munu líða þar til samningar nást — ef þeir nást. Dr. Bjami Bene diktsson, forsætisráðherra, skýrði frá því eftir fund for- sætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi fyrir skömmu, að hin Norðurlöndin teldu það mjög þýðingarmikið fyrir ís- land að gerast aðili að EFTA áður en alvarlegar viðræður hefjast á ný milli einstakra EFTA-ríkja og Efnahags- bandalagsins. EFTA-ríkin hafa samþykkt sín á milli að í samningum við Efnahags- bandalagið verði ekkert EFTA-ríki skilið eftir utan- garðs. Það þýðir að leitast verður við að tryggja einnig hagsmimi þeirra EFTA-ríkja, sem ekki vilja gerast aðilar að EBE. Allir stjómmála- flokkar á íslandi hafa á und- anförnum ámm lýst því yfir, að ísland geti ekki gerzt að- ili að Efnahagsbandalaginu. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir ísland að tryggja við skiptahagsmuni sína gagn- vart Efnahagsbandalaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.