Morgunblaðið - 23.11.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNÐLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓV. 196® Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuHtrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsia Auglýsingar Áskriftargjaid kr. 165.00 1 Iausasöiu H.f. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 10-100. Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. á mánuði innaniands. kr. .10.00 eintakið. BYGGING GEÐSJÚKRAHÚSS ¥ fyrirspumartíma á Alþingi í síðustu viku gerði Jó- hann Hafstein, heilbrigðis- málaráðherra, grein fyrir þeim úrbótum, sem fyrirhug- aðar eru í málefnum geðsjúkl inga. Næstu framkvæmdir á þessu sviði eru bygging sjúkradeildar með 90—100 rúmum á lóð Landspítalans. En í því sambandi benti ráð- herrann á, að framtíðarskipu- lag Reykjavíkurborgar gerir ekki ráð fyrir, að sjúkrahús- ið á Kleppi verði til frambúð ar á þeim stað. Af þeim sökum er nauðsyn- legt að taka ákvörðun um, hvort ráðizt verður í viða- meiri sjúkrahúsbyggingu fyr- ir geðsjúklinga á Landspítala lóðinni en sjúkradeild þá, sem að ofan greinir, og taldi Jóhann Hafstein það koma sterklega til greina. Jafnhliða þessum framkvæmdum má búast við, að geðdeildin í Borgarspítalanum verði stækkuð, þegar B-álma sjúkra hússins verður byggð. Heil- brigðismálaráðherra benti á, að Kleppsspítalinn mundi enn verða starfræktur um langa hríð og þess vegna væri langt komið undirbún- ingi að viðbótarbyggingu þar, sem fyrst og fremst væri ætl- uð sem vinnustofur fyrir lækna, sálfræðinga og félags- fræðinga, og mundi þessi bygging bæta mjög aðstöðu til meðferðar sjúklinga, sem ekki dveljast í sjúkrahúsinu. í sambandi við endurhæf- ingu geðsjúklinga kvaðst heil brigðismálaráðherra vilja minna á, að á undanförnum árum hefur staðið yfir bygg- ing á vinnustofum fyrir sjúklinga á Kleppi, en þar stunda nú vinnu að staðaldri 56 sjúklingar. Svipuð starf- semi er nú rekin á Reykja- lundi fyrir forgöngu Geð- vemdarfélags íslands. Þá benti ráðherrann á, að Reykjavíkurborg mun á næst unni hefja starfrækslu á deild fyrir tauga- og geðsjúklinga í húsnæði Hvítabandsins, en skortur á hjúkrunarliði hefur tafið fyrir því, að starfræksl- an kæmist í gang. Loks minnti ráðherrann á, að í undirbúningi er að koma upp geðdeild fyrir böm í vist- heimili Reykjavíkurborgar við Dalbraut. Þessar upplýsingar Jóhanns Hafsteins, heiibrigðismálaráð herra, á Alþingi sýna glögg- lega, að heilbrigðisstjómin í landinu er vakandi fyrir nauðsyn þess að gera stórt átak í byggingu sjúkrahúsa fyrir geðsjúklinga og bæta alla starfsaðstöðu til lækn- inga á þeim. Það er nú mest aðkallandi verkefni í heil- brigðismálum hér á landi. Ráðstefnuland HUvær erlendar heimsóknir •* hafa síðustu daga vakið athygli manna á því, að ís- land getur orðið eftirsótt ráðstefnuland. Fulltrúar Sheraton-hótelsamsteypunn- ar hafa verið hér á ferð til þess að kanna möguleika á hótelbyggingu á fslandi, en fyrirtæki þeirra hyggst byggja hótel á hinum Norð- urlöndunum. Kváðust þeir sérstaklega hafa í huga bygg- ingu hótels til ráðstefnuhalds. Nú er fyrirhugað að hingað komi næsta haust 1500 full- trúar frá Ford-fyrirtækinu í Bretlandi, forstjórar, sölu- menn og umboðsmenn. Hyggj ast þeir halda árlegan fund sinn hér á landi. Þetta tvennt sýnir, að ís- land hefur mikla möguleika til þess að fá hingað fjöl- mennar ráðstefnur, ef önnur skilyrði eru fyrir hendi, svo sem hótelrými, fundarsalir og annað. En til þess að þau tækifæri nýtist, sem þama eru fyrir hendi, þarf að hefj- ast handa um markvisst starf á næstu árum. Væntanlega taka þeir aðilar, sem að ferða málum starfa, þetta til ræki- legrar athugunar í ljósi síð- ustu viðburða á þessu sviði. „Skemmiiegt uppátæki” T¥¥orgunblaðið hefur ekki hug á að gera hlut Guð- mundar skálds Böðvarssonar verri en hann er í grein þeirri, er hann ritaði í Þjóð- viljann í fyrradag um innrás- ina í Tékkóslóvakíu og fleira. í forystugrein blaðsins í gær var sagt, að Guðmundur Böðvarsson hefði lýst innrás Sovétríkjanna í Tékkósló- vakíu sem „skemmtilegu uppátæki". Hér var um mis- tök að ræða. Skáldið talaði um „skemmilegt uppátæki" í þessu sambandi, en á þessu tvennu er að sjálfsögðu meg- inmunur og leiðréttist þetta hér með. Hins vegar breytir þessi mislestur í engu efni málsins, sem er að Guðmundur Böðv- arsson tók sér fyrir hendur að verja athaefi Sovétríkj- anna í Tékkóslóvakíu sem og önnur glæpaverk þeiira á undanfömum áratugum svo sem innrásina í Finnland, sáttmála Stalíns og Hitlers og blóðbaðið í Ungverjalandi 1956. DÓNSK LJOÐ DANSKI RITHÖFUNDURINN og gagn rýnandinn Jens Kruuse kom nýlega hingað til lands á vegum Norrsena húss- ins. Kruuse flutti m.a. fyrirlestur um danska ljóðlist, sem hann kallaði Bros- ið og dauðann. 1 upphafi máils sínis benti Jeans Kruuse á það, að skáildiskiapur allra þjóða fjallaði meira og minna um ástina og dauðamm, en í dönskum skáld- skap væri rétfcara að tala um brosið og dauðann; Danir væru brosandi þjóð, dainisik'ur húimior um miairigt séansitæðuir. I danskri Ijóðagarð, sagði Jens Kruuse, er brosið jafnan á farð með dauðanum: þegar önvæntingin er mest, þá er brosið ekki langt undam, og þegair gleðin er háværust eir dauðinn á næsta leiti. Máli sínu til sönnunar las Kruuse dönsk ljóð, bæði ný og gömul, og fræddi þess á milli hlustendur um ýmislegt, sem varp- aði ljósi á tilgamg skáldanna og til- efni ljóðanma. Kruuse flutti erindi sitt blaðalaust, nema hann studdist við bæk ur, þegar hann fór með ljóðin, og með þessum hætti tókst honum að fá fólk til að gerast þátttakendur þessarar dönsku menningarstundar í Norræna húsinu. Jens Kruuse er ritstjóri Jyllands Post- en og aðalbókmenntagagnrýnandi þess blaðs. Honum eir gefinn sá dýrmæti hæfileiki, að kunma að skrifa um bók- menntir og listir á þann hátt að les- andinn verður menntaðri eftir að hafa kynnst skoðunum hans og um leið for- dómalausari, því Kruuse leggur lítið upp úr, að slá sig til riddara á kostnað ann- arra. f erimdi sínu um brosið og dauðann í danskri ljóðagerð, kom þetta skýrt fram; hér var leiðbeinandi að starfi, ekki vargur í véum. NORRÆNA HÚSIP Bókasafn Nonræma hússins tók ný- Iega til starfa. í safninu eru auk margra góðra bóka töluvert úrval af tímaritum, auk þess, sem dagblöð liggja frammi í kaffistofu hússins. Norræna húsið er ómetanlegt þeim, sem fylgjast vilja með því, sem gerist í menningarlífi á Norð- urlöndum, og þeir eru margir, ef dæma má eftir aðsókm fólks að fyrirlestrum. Salirnir eru vistlegir, en of litlir, því algengt er að menn verði að sætta sig við að stamda firammi í gangi þegar merkir gestir koma til að lesa upp eða ræða um athyglisverð efni. Reyndar hef ur því verið haldið fram, að það sé ekki skandinavískt, sem ekki beri einhver merki kotungsháttar. Aðalatriðið er þó að starf Nonræna hússins er í þeim anda, að þrengslin gleymast. íslending- ar ættu að vita það manna best, að menningin spyr ekki um húsrými; alþýðu menningin, sem við erum alltaf að stæra okkur af, dugði vel, enda þótt hún 'hireykiti sór eikki í viðhafmiairmátoluim sifcof- um, þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja. Við tölum oft með lítilsvirðingu um norræna samvinnu, og satt er það, að hún reynist stundum bágborin. En okk- ur ber að þakka það, sem vel eir gert. Hingað til hefur starfsemi Noriræna húss- ins verið okkur ávinningur og ég sé ekki befcuir, en það, sem er á daigstorá þests í vetur lofi góðu. Við eigum t.d. von á fleiri rithöfundum, ekki síðri þeim, sem áður hafa kynnt verk sín hér; meðal þeirra, sem koma, eru Johan Borgen frá Nonegi og Per Olof Sundman frá Sví- þjóð. ÍSLENZKAR BÆKUR í SKANPÍNAVÍU Fyrir milligöngu Narðurlandaráðs eru þýddar tvær íslenskar bækur árlega á norsku, dönsku eða sænsku. Þetta er nauðsynlegt til að dómmefndarmemn bók- menntaverðlaima ráðsins, geti áttað sig á því hvað í þeim bókum stendur, sem fulltrúar okkar leggja fram. Sumar þessara bóka hafa verið gefnar út I Skandínavíu, aðirar fara í glatkistuna. Vegna málsins er íslenskum bókum ekki greið gangan inn á martoaði í ná- grainimailiönidum oktoair, aið ég tali eklki um fjarlægari þjóðlönd. En það ætti ekki að vera ofverk Norðurlandaráðs, að sjá um að fjórar íslenskar bækur komi árlega út í Danmörku, Noregi eða Sví- þjóð. Það er að vísu skortur á hæfum þýðendum, en íslenskum stjórnvöldum ber að greiða úr þeim vanda, sjá um að þeir skandínavísku bókmenntamenn, sem áhuga hafa á að læra íslensku í þvi skyni að stunda þýðingar úr mál- inu, fái tækifæri til að læria það, kynn- ast þjóðinni og bókmenntum hennar. Bent hefur verið á, að mjög fáar skandínavískar bækur komi hér út í þýðingum, og er það rétt. Við ættum að geta bætt úr því, ef áhugi er fyrix hendi annars staðar á Norðurlöndum til að kynna íslenskar bókmenntir. Ég man í svipinn ekki eftir öðrum skandínavískum bókum, sem væntanleg ar eru á ísilenztoan miartaað í vetur en Heimeyingum Augusts Strindbergs í þýðingu séra Sveirxs Víkings. Sennilega er það að þakka hinum ágætu sjón- varpsþáttum, sem gerðir voru eftir þess- ari skáldsögu og sýndir hér, að hún kemur út á íslensku. Nú virðist aftur á móti hafa dregið úr því, að íslenskir lesendur eigi kost á að kynnast skandí- navískum bókmenntum í afbragðsþýðing um. Á sínum tíma vann Almenna bóka- félagið virðingarvert starf í þá átt að viðhalda hinum norrænu tengslum. Á vegum forlagsins hafa komið út ekki færri en ellefu þýdd skáldverk eftir skandínavístoa höfunda. Ég á erfitt með að trúa, að áhugi íslenskra lesenda hafi skyndilega dofnað, einmitt nú þegar skáldsagan er í óvenju miklum blóma á Norðurlöndum. Það er beinlínis hættu- legt nonrænni samvinnu, ef hinn^ bók- menmtalegi þráður slitnar. Margir íslend ingar skilja og lesa skandínavískar tungur, en hinir eru enn fleiri, sem ekki lesa skáldverk nema í þýðingum. Þess vegna held ég að Norðurlanda- ráð hafi hér verk að vinna. Það á að greiða fyrir íslenskum bókmenntum í Skandínavíu, og sjá jafnframt um að við eignumst merk skandínavísk verk í þýðingum. í sfcaðinn mætti til dæmis spara hin tíðu fundarhöld og dýru veislur. SJÓNVARP Af mörgu er Ijóst, að íslenska sjón- varpið er að sækja i sig veðrið. Ástæða er til að þakka því fyrir að koma á framfæri við íslenska áhorfendur leik- ritum norska sjónvarpsins. Fyrir skömmu gafst fólki kostur á að sjá leik- rit unnið upp úr sögu Alexanders Kiel- lands: Skipper Worse, og nú síðast Föð- urinn, eftir August Strindberg. Ég hef heyrt marga tala um, að slíkt sjón- varpsefni réttlætti það að eiga sjón- varp. Faðirinn var fyrir nokkrum árum sýndur í Þjóðleikhúsinu og vann þá Val- ur Gíslason eftirminnilegan leiksigur. Þetta magnaða leitorit um ofurvald hinn- ar slóttugu konu, fær okkur til að hug- leiða yfirburði rithöfunda eins og Strindbergs, enda þótt margt í verkinu orki allt að því hjákátlega á nútíma- fólk. Það er til dæmis erfitt að verjast brosi þegar gamla konan færir riddara- iilðsifioriinigj'anin í sipeminitneyjiuinia, en edn- mitt þá nær harmleikur Strindbergs há- marki. En það er sameiginlegt öllum miklum listaverkum, að hver tími skil- ur þau á sinn hátt. Þýðingair sjónvarpsleikrita þarf að vanda umfiram annan þýddan texta í sjónvairpi. Því miður virðist sumt fara forgörðum í þýðingum, án þess að bein- línis s é algengt að um rangþýðingar sé að ræða. Því ber ekki að leyna, að þýð- enidiur eru í m/itoiuim vanda mieð að kioima öllu, sem sagt er, á skerminn. Textinn má til dæmis ekki vara svo fyrirferðair- mikill, að hann skyggi á sviðsmyndina. En niauðsyniliegt er, aið mieiiniinigáin toomist til skila, að ekkert sem máli skiptir fari framhjá þeim, sem verða að byggja á textanum til að hafa gagn af því, sem firam fer. Vonandi fáum við í firamtiðinni að njóta norsktra sjónvarpsleikrita. Um leið og sú ósk er borin fram, sakar ekki að geta þess að sjónvarpið hefur skyldum að gegna við íslenska leiklist. Þau íslensku leikrit, sem sýnd hafa ver- ið í sjónvarpinu, hafa tekist vel. Sjón- vairpið þa/rf að stefna að því, að gera íslenskar leiksýningar að föstum lið í dagskrá sinini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.