Morgunblaðið - 03.01.1970, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUE 3. JANÚAR 1970
€) Að kaupa jólin
Velvakandi hefir fengið ágætt
bréf frá G.G. og biður höfund-
ur um það i upphafi bréfs síns að
fá að segja nokkur orð. Vissu-
lega er jafn hógværum bréfrit-
ara velkomið að leggja orð í
belg. Hann segir:
„Um nokkurra ára bil, hef ég
hlustað á hluta hinnar islenzku
klerkastéttar, og reyndar marga
aðra, sem komnir eru yfir miðj-
an aldur, og halda því fram, að
við, sem alizt höfum upp við raf-
ljós og góð húsakynni, aetlum okk
ur „að kaupa jólin“ (sbr. þátt sr.
Sveins Víkings, Um daginn og
veginn, 22. des. s.l.).
Að mínu áliti gerir þetta fólk
okkur rangt til. Við, sem lifum
við velmegun hinnar líðandi
stundar, fögnum jólun-um engu
síður en þeir, sem fyrr bjuggu
við fátækt.
Ein af röksemdunum fyrir hin
um góðu gömlu jólum er sú, að
ekki hafi verið til jólagjafir,
ekki kótilettur eða svínasteik,
em var það ekki vegna þess, að
hin íslenzka þjóð var fátæk og
gat þess vegna ekki veitt sér
þeitta? Jú vissulega, því er
ástæðulaust hjá mönnum að
henda þetta á lofti, enda lítil rök
fyrir hátíðleik jóLanna.
Þá er því gjarnan haldið fram,
að allir á bænum hafi farið til
kirkju eða hlustað í baðstofunni
MAGMUSAR
iKiPHom21 simar21190
eftir lokun >Ími 40381
25555
{^14444
mmim
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreíð-VW 5 manna-VW svefnragn
VW 9 manna - Landrorei 7 manna
á jólaguðspjallið. Ekki dreg ég i
efa, að svo hafi verið, en er það
ekki gert emn f dag? Jú vissu-
lega. Ég, sem þetta rita, hef
ástæðu til að halda, að flestir
menn, fyrr og nú, er kirkju
sækja, flytji bæn sína, er þeir
hafa í guðshús gengið. Ekki vil
ég heldur gleyma þeim mörgu,
sem af hinum ýmsu ástæðum geta
ekki komið þangað. Ég er sann-
færður um það, að þeir flytja
bæn sína, upphátt eða í hljóði
um dýrð guðs og frið með mönn
um, þótt þeir séu fjarverandi.
Þá vil ég minna á allt það
fólk, sem starfar I hinum ýmsu
líknar og menningarfélögum. Það
starfar ekki eingöngu fyrir jól
til þess að kaupa sér friðþæg-
ingu. Nei, það er að starfa flesta
daga ársins til þess að reyna að
skapa birtu og yl.
Þess vegna er ástæðulaust að
klifa á því, að fólk sé að kaupa
jólin, eins og hverja aðra óþarfa
vöru. Maðurinm verður sjálfur að
leita jólanna. Þau koma ekki
sjálf. Ég held, að þetta hafi fyrr
verið gert og sé nú gert.
G.G.“
Velvakamdi vill taka undir
þessi orð G.G. Þetta sífellda
karla- og kerlingavæl um ókristi
legt jólahald nú á dögum er orð-
ið ósköp þreytandi. Hitt er svo
annað mál að jólin hafa orðið
sumum erfið fjárhagslega vegna
mikillar kröfugerðar um voldugt
jólahald. En það þarf ekki nein
jól til að lifa um efni fram.
Aðalatriðið er að taka með
bljúgu hjaxta móti jólunum og
það geta menn engu síður þótt
þeir hafi til hnífs og skeiðar.
Mig grunar jafnvel að þeir, sem
það hafa, þakki ekki síður en
aðrir fyrir þá guðs gjöf að hafa
nóg að bíta og brenna. Ég hygg
að það kunni að vera svo fyrir
sumum okkar vandlæturum, að
þeir séu að afsaka að þeir eiga
nú málungi matar, það hafi held-
ur verið munur á jólumum þegar
sultardropinn lak úr nefi þeirra.
Við skulum hins vegar líta til
okkar gömlu fræðara með þolin-
mæði þótt þeir kunni ögn að
þusa. Takmark okkar á hins veg
ar að vera það, að berjast fyrir
því að allir geti fagnað jólum og
helgað þau fæðingarhátíð frelsar-
ans og hafi jafnframt nóg fyrir
sig að leggja. Velmegun og
bljúgt hjarta fara vel samam.
Hin gamla saga, að enginn
geti verið lítillátur nema sá sem
á ekki málungi matar er löngu
úrelt plata.
0 Ótætis hymumar
Aldrei finna húsmæður sárar
til þess hve óhentugar mjólkur-
hyrnurnar eru heldur en um stór-
hátíðar, þegar mikið þarf að
kaupa af mjólk í eimu. Húsmóðir
bað Velvakanda að koma þvi á
framfæri við Mjólkursamsöluma
að hún færi nú að manna sig til
þess að hafa ferhyrmur á boðstól
um svo ekki sé beðið um meira.
Hún lét þess getið að það væri
ekki vamsalaust fyrir Mjólkur-
samsöluna að hún skuli ekkivera
búin að leysa þetta sjálfsagða
réttlætismál neytendanna hér í
höfuðborginni, þar sem þetta er
víðast í miklu betra lagi í öllum
stærri kaupstöðum landsins.
Hvers eigum við að gjalda hér I
höfuðstaðnum? Og þar sem ís-
lenzkar ferhyrnur eru á boðstól-
um! Af hverju má ekki nota
þær.
Húsmóðirin sagði að lokum:
„Ég vil í lengstu lög reyna að
fara bónarveg að forystumömn
um Mjólkursamsölunnar. En
hvað eigum við reykvískar hús-
mæður að þurfa að biðja
lengi?“
Velvakandi beinir þessari
frómu ósk til þeirra, sem ber að
bæta úr.
% Flugeldar og áramótin
Það er ákaflega fallegt að sjá
flugelda yfir höfuðstaðnum á ára
mótum. Fyrir allmörgum árum
tíðkaðist að skjóta flugeldunum
á loft sem næst sjálfum áraskipt-
unum. Nú er þetta breytt og
finnst mörgum sem það dragi úr
fegurð og skrauti flugeldanna.
Þetta skilja þeir sennilega bezt,
sem hafa verið i Tivoli-garðin-
um í Kaupmanmahöfn, þegar
degi lýkur þax og flugeldahafið
lýsir upp garðinn. Það yrði lít-
ið um dýrðir þar ef verið væri
að mjatla upp einum og einum
flugeldi allt kvöldið. Velvakandi
vill beina til allra þeim óskum,
sem honum hafa borizt, um að
sem flestir skjóti flugeldum sín-
um á loft sem næst miðnættinu
svo borgarbúar geti femgið að
njóta þeirrar dýrðar, sem þeir
veita.
Vinna
Maður óskast til að veita forstöðu litlu iðnfyrirtæki — getur
hentað sem hálfsdagsvinna. — Tilboð óskast fyrir 7. janúar
merkt: „vinna 8059".
blaðbíírdarfolk
/
OSKAST í eltirtolin hverfi:
Lönguhlíð — Lynghaga — Sjafnargötu
Laugarnesveg I nr. 34-85 — Ránargötu
Eskihlíð frá nr. 14-35 — Þinghcltsstrœti
Ásvaflagötu frá 52 — Laugarásveg
Flókagöfu neðri — Eiríksgötu
Crettisgöfu frá 2 — 35
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100
••••••••••••••••••••
Skrifstofustarf
Heildverzlun óskar eftir manni, sem getur unnið sjálfstætt að
almennum skrifstofu- og bókhaldsstörfum. Þarf að geta byrjað
fljótlega. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist
blaðinu merkt: „Fulltrúi 8236" fyrir 10. janúar.
Jólafrésskemmtun
verður í Templarahöllinni Eiríksgötu 5, sunnudaginn 4. janúar
kl. 3. — Jólasveinar koma í heimsókn. Veitingar, Miðasala
laugardaginn 3. janúar kl. 5—7 og sunnudag frá kl. 1.
Allir velkomnir.
Bamastúkurnar og U.T.F.
Útgerðormenn — shipstjórnr
Munið að fá ykkur sjálfvirku fiskþvottakerin, áður en
vertíð hefst, þau skila fiskinum hreinum í lest.
VÉLAVERKSTÆÐI
J. Hinrikssonar.
Skúlatúni 6. — Sími 23520.
biláleigan
AKBRA UT
Lækkuð leigugjöld.
8-23-47
scnctum
2ja og 3ja herbergja íbúðir í Breiðholti
2ja og 3ja herb. íbúðir við Leirubakka í Breiðholti sem seljast tilbúnar undir tréverk og málningu og sameign frágengin,
þvottahús og geymsla á hverri hæð og að auki sér geymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús, vestursvalir.
íbúðirnar verða tilbúnar í júní í sumar, og sumar í nóvember ’70.
2ja herb. íbúðirnar kosta 750 þús. — 3ja herb. íbúðirnar 850 þús., beðið er eftir öllu húsnæðismálaláni, 440 þús., útb. 100 þús.
við samning. — Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri.
Tryggingar og fasteignir til kl. 5 í dag