Morgunblaðið - 06.01.1970, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.01.1970, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐ'IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1970 Siglaugur Brynleifsson: ERLENDAR BÆKUR The Illuminated Book Its Hi- story and Production. David Dir- inger. Faber and Faber 1967. The Chinese Theory of Art. Translationis from the Masters of Chinese Art. Lin Yutang. Heine- mann 1967. Style and Civilization: — Gothic George Henderson. Pre-Classical. From Crete to Archaic Greece. John Boardman. Mannerism. John Sherman. Penguin Books 1967. Impressionism. Phoebe Pool. Th ames and Hudson 1967. Lýsing bóka „illumination", hefst sem listgrein um það leyti, sem fornöld er að kveðja ogkveð ur með prentlistinni. Þessi list- grein er bundin miðöldum. „111- mination" (enluminure á frönsku og illuminare á latínu) táknar lýsingu upphafsstafa og skreyt- inga í skinnhandritum miðalda, með gullþynnum. „Miniature" er dregið af latneska orðinu mini- are (að lita rauðu) og merkti upphaflega, að lita upphafsistafi og titla bóka með minium, sem var skærrautt litarefni. Síðar var tekið að nefna hinar einstöku myndir skinnritanna „miniatur- es“ hvort sem þær voru lýstar með gullþynnum eða ekki. Orð- ið miniature er einnig notað yfir smámyndir, sem mjög voru í tízku frá 16. fram á 19. öld. í þeirri notkun er orðið dregið af latn- eska orðinu minus, þ.e. lítill. Tilgangur lýsingar var, að fegra blaðsíðuna og leggja áherzlu á þýðingarmikil atriði. Hin eigin- lega lýsing, illumination var bund in málm og litanotkun. Mynd- skreyting bóka hefst snemma með Egyptum og Grikkjum, þeir síðar nefndu skreyttu einkanlega út- gáfur Hómerskviða, stundum svo mjög að textinn varð í sumum þáttanna nokkurs konar útskýr- ing myndanna. Lýsingin hefst eins og áður segir í lok forn- aldar í samruna stíls barbaranna og hins grísk-rómverska og um þá lýsingu og myndskreytingu fjallar meginhluti þessarar bók- ar. í fyrri köflum bókarinnar ræð ir höfundur myndskreytingu bóka til forna og uppkomu lýs- ingar bóka á Ítalíu og í byzan- tíska ríkinu, lýsingar bóka í ara- bíska heiminum og meðal Gyð- inga. Höfundur ræðir uppkomu írsk- saxneskra skreytistílsins á 7. og 8. öld og áhrif hans á meginlandi Evrópu. Síðan rekur hann hinar ýmsu stílgerðir, áhrifin frá Kon- stantínópel og annars staðar frá. í þessu riti er samankominn mik- M fróðleikiur, ágætlega flokk- aður auk myndasafns, sem er prýðilega beng.t textanum. Ýtar- legar bókaskrár fylgja. Þetta rit er nú eitt vandaðasta rit um þessa listgrein svo viðamikið, að kalla mætti alfræðirit þessarar greinar. Þetta er önnur útgáfa aukin og endurbætt, sú fyrsta kom út 1958. Lin Yutang hefur kynnt land eitt og þjóð flestum Kínverjum betur. í þessari bók kynnir hann skoðanir Kínverja um myndlist. Hann hefur safnað saman hug- myndum Kínverja um myndlist gegnum aldirnar og þróun þeirra. Höfundarnir eru ýmist listamenn eða listgagnrýnmdur. Þeir lýsa hver á sinn hátt, tækni, stíls- máta og smekk. Útgefandi hefur ejálfur þýtt greinastúfana ogauk ið við skýringum þegar hann tel- ur þess þörf. Nokkuð hefur verið þýtt af kínversku um myndlist, en það er allt á dreif, því er þetta úrval kærkomið, hér er greiður aðgang ur að kenningum Kínverja um myndlist öld eftir öld í túlkun manns, sem hefur til að bera meiri þekkingu á viðfangsefninu heldur en útlendingar. Það eru til ýmis rit um kínverska mynd- list, og er þá helzt að nefna verk Alexander Sopers. Bók Osvalds Siréns telur Lin Yutang ófull- nægjandi sökum klúðurslegra þýð inga á hugtökum, sem hann telur vera skýr og vafalaus, en þesei bók Siréns er sú eina, sem fjallar um efni á svipaðan hátt og þess- ari bók er ætlað. Style and Civilization er nýr bókaflokkur Penguin útgáfunnar. Ritstjórinn segir í formála, að „bókaflokknum sé ætlað að vera lista og stílsaga Evrópu gegnum aldirnar og meiri áherzla verði lögð á tengsl lista við aðrar and- legar hræringar en oft tíðkast... Ritunuim er ætlað að ná til l'eik- manna og einnig til fræðimanna" Fyrstu þrjár bækur þessa bóka- flokks hafa nú komið út og fjall- ar sú fyrsta um gotneska stíl- inn, sem markaði listir Evrópu frá því á 12. öld og fram á þá 16. Höfundurinn er fyrirlesari við háskólann í Edinborg. Orðið „gotneskur“ kemur fyrir snemma á miðöldum í sambandi við kirkju byggingar „constructa artificibus Gothis“ og átti það að merkja að kirkjan væri byggð af inn- fæddum verkmönnum en ekki Rómverjum. Þegar kemur fram á endurreisnartímana taka menn að líta á miðaldir og gothikina sem tímabil andlegs svartnættis. Vas- ari talar um Gota, sem upphafs- menn og reisendur hryllilegra og villimannlegra bygginga, sem ein kennist af formleysi og óskapn- aði, þar skorti alla reglu og kennd fyrir réttum hlutföllum, sem sé algjör andstæða hins forna grísk rómverska byggingarmáta. Bar- bararnir þ.e. gotarnir hafi flutt þennan viðbjóð með sér inn í Rómaveldi. í bréfi til Júlíusar páfa II skrifar einn samstarfs- manna Rafaels að „hinn nýi stíll“ eða „þýzki byggingarstíll" sé upp runninn í myrkviðum Norður-Ev rópu, þar sem hinir innfæddu hafi bundið saman trjágreinar og trjátoppa og gert sér með því skýli, þar er þeir hafi ekkert kunnað til smíða og ekki einu sinni kunnað að fella tré. Þar sé að leita uppruna oddbogans. Það er ekki fyrr en á 18. öld, að farið er að meta gotn- eska stílinn að verðleikum á Englandi og í Frakklandi. Og upp úr aldamótunum fyrir á- hrif rómamtísku stefnunnar. — Reyndar hafði tekið að örla á þessu fyrr á Englandi. Höfundur rekur alla þessa sögu Hann reynir að skilgreina hug- takið, rekja forsendurnar að stíln um og þróunarsögu hans um ald- ir. í kaflanum „Art and Mystic- ism" ræðir hann þá trúarlegu undirstöðu, sem var svo mikill þáttur í mótun þessa stíls. Hann hefst á Norður-Frakklandi og breiðist þaðan um Evrópu, mót- ast víða af séreinkennum, sem rekja má til þjóðlegs menningar- arfs, en heldur alltaf höfuð ein- ' kennum sínum. 115 myndir eru í texta og góð bókaskrá fylgir, Það verða eingin skörp skil y milli grískrar listar og þeirrar, p sem skapaðist á Krít og megin- • landinu gríska fyrir komu Hell- ena. Þessi skipting er notuð til y hægðarauka eða viðmiðunar. í < upphafi 5. aldar fyrir Krist hafa Hellenar nýtt það af fornri menn ingu og aðlagað list sinni forna y listerfð, sem ríkti umhverfis Eyja < haf fyrrum. Höfundur leggur mikla áherzlu á þá menningar- leifð sem lifði þrátt fyrir allt , innrás Hellena og frjóvgaði tveim < til þremur öldum síðar gríska list. Höfundur rekur þessi tengsl og leitast við að sýna hve mikill y þáttur hin foma list var í < list Grikkja. Hér er einnig kom- ið inn á etrúska og skýþíska list, en sú síðastnefnda skaut frjóöng y um sínum upp meðal Engilsaxa < á 7. og 8. öld og það glittir ef til vill í sama fyrirbrigði hér á landi á miðöldum. Þessi bók rek- y ur menningarlega forsögu Evrópu í stuttu máli, gloppurnar eru mikl L-Z ar, og þær verða seint fylltar, en höfundur dregur fram það, sem þekking hans hrekkur til i stuttu og skýru máli. Þriðja bókin í þessum bóka- flokki er „Mannerism", (ít: mani- era) stíll, háttur, stundum notað í merkingunni tilgerð. Þessi stíll hefst í lok endurreisnartímabils- ins og hverfur inn í Barokkina. Þetta er still 16. aldar á Ítalíu og víðar í Evrópu. Lengi vel var því haldið fram að þetta væri afturfararskeið, leifarnar af end- urreisnartímunum eða list vegna listarinnar, án tengsla við nauð- syn tímanna. Þetta mat hefur breytzt mjög hin síðari ár. Menn viðurkenna að vísu að þetta sé stíll yfirstéttar, sem hneigðist að epíkúrisma, en smekkur hennar var vandfýsinn og formkennd hennar óbrigðul. Phoebe Pool hefur sett saman bækur um Picasso, Degas og Con stable. Umhverfið og uppruninn veita henni oft svör við ástæð- unum til listsköpunar ákveðinna listamanna og í þessari bók leit- ar hún róta impressionismans í þeim miklu breytingum, er verða í vísindum, tækni og þjóðfélags- hugmyndum á seinni hluta 19. aldar. Impressionisminn var stefna fárra listamanna og tíma- bil það, sem er kennt við hann er stutt en fáir hópar listamanna hafa haft slík áhrif á þróun mál- aralistarinnar og þeir, sem hófu uppreisn gegn hefðbundinini mál- fcralist og tróðu nýjar bra.utir milli 1860 og 1870. Pissarro, Renoir, Monet, Bazille, Manet og Deg- as gáfu allir heiminum meiri og skærari birtu liti og yl með verk um sinum. =í) Pistilinn skrif ar SÚ TILFINNING hefur leitað á mig undanfarið að ég gangi með stein í mag anum. Ég veit vel ég hef ekki borðað stein. Og hvers vegna skyldi ég yfir- leit gera það? En tilfinning blýfur. í málinu liggur eitt fyrir: frá því á aðfangadag og fram á miðjan annan í jólum hef ég þyngzt um fjögur kíló- grömm mæld á ólygna vigt. Svo rætt sé um þær helztu jólagjafir, sem átta ára gamall bróðir minn fékk, þá hef ég unnið eina keppni á raf- magnsbílabrautinni, haft nokkuð jafn- an gróða og tap í rúllettunni en stað- ið mig í lakara meðallagi í fótbolta- spilinu. Ég er gefinn fyrir intelektúel- ar nautnir. Á jóladag fór ung systir mín til og trúlofaði sig. Hún heitir Elsa og kær- astinn hennar Jón. Trúlofunarhringir gerast breiðir nú á dögum. Mér kom fleira en margt í hug, sem gera mætti fyrir allt það gull, sem þar var saman komið. Því svo er nú komið fyrir mér, að ég umbreyti ósjálfrátt öllu, sem ég sé í aura. En hvað um það; alltaf verð- ur mér á að glotta út í annað, þegar ég sé ungt og bjartsýnt fólk með þessi litlu og ofur sakleysislegu handjárn. Eftir nokkur ár er farið að rykkja í þau, en þá sýnir sig að þau sitja furðu þétt og eina ráðið er að saga af sér aðra höndina og kannsiki báðar. Utan úr heimi er það að frétta, að vinur minn einn og kona hans bjuggu í franskri sturtu í þrjá mánuði. Konan ætlar að verða þjóðfélagsfræðingur. Það leiðir af þessari framangreindu að- búð, að hún hlýtur að verða hálf bit- ur út í Kerfið og má þá kapítalisminn sjálfum sér um kenna. Annar kunningi minn fer ákaflega hörðum orðum um Frakka. Fyrsta mán uðinn fékk hann ekkert að éta á stúdentagarðinum. Brytar vildu sjá skírteini, en hann hafði ekki stúdents- próf. Það eitt var þó að mínu viti ástæða til að gefa manninum tvöfald- an. Skamimt. Að öðru leyti halhnælir hann frönsku þjóðinni ákaflega og kveður erfitt að komast í samband við hana. Það tel ég kunni stafa af því að hann skilur ekki frönsku og talar það mál ekki heldur. Frakkar sjálfir telja ekki ástæðu til að tala öðrum tungum, þar eð franska er eina al- mennilega kúltíveraða málið og því hlaut fyrr eða síðar að koma til alvax- legrar misiklíðar milli kunningja míns og frönsku þjóðarinnar. Þetta er því verra fyrir Frakka, sem hann hefur áhuga á þjóðfélagsvísindum. Maðurinn kemst í andstöðu við Kerfið og enginn veit hvar það endar. í síðasta pistli varð mér á að sleppa lausri setningu, sem hljóðaði svo: Um daginn var kunningi minn handtekinn og yfirheyrður; hann hafði pissað á got um úti. Ég hefði átt að vita betur. Þeg- ar ég les setninguna yfir blaðinu er hún á þessa leið: Um daginn var kunningi minn handtekinn og yfirheyrður; hann hafði verið á götum úti. Þetta las ég tvisvar og geri því skóna, að lesendur hafi ekki gert það sjaldnar. Hafi ein- hver lesenda þegar í stað getið sér þess til, að þarna ætti að standa pissað í stað verið ætti hann að gera vart við sig. Sá maður er áreiðanlega á rangri hillu í lífinu. Eins og komið er gefur hin framan- greinda setning næsta ískyggilegar hugmyndir um kunningja minn. Það lít ur sterklega út fyrir, að hann þurfi ekki nema sýna sig á götu til þess að verða tekinn fastur. Það eru nú dálitl- ar ýkjur. Þá bendir allt til þess, að ekki sé alt með felldu eða sem vera skyldi í höfðinu á sjálfum mér — eða a.m.k. séu málkennd mín og hugmyndir um stíl sérstæðar í meira lagi. Þegar svona nokkuð kemur fyrir hyllast greinahöfundar til þess að gruna annan hvom — setjara eða próf arkalesara. Og það ætla ég að gera. Nú þarf ekki arniarauga til að sjá, að þeir bókstafir, sem þarf til að rita öessi tvö orð — pissað og verið eru hremt ekki hverjir í grennd við aðra á vél- inni og liggur jafnvel allt leturborðið á milli sumra þeirra. Prentvilla er því nokkuð fátæklegt orð yfir allt þetta. Skammhlaup í setjaraheila kemur til greina. En þessi er sú skýring, sem einna fastast hefur leitað á sjálfan mig: að villan stafi af afar sterkri siðgæðis- vitund setjara-prófarkalesara. Satt er það: það er ekki pemt orð — pissa. Ég mun trúa því, að siðgæðisverðir blaðsins leynist annað hvort í prent- smiðjunni eða prófarkaherberginu nema annað komi í ljós. HUGSJÓNAFLOKKUNARVÉL Eitt er það, sem íslenzka Ríkisút- og sjónvarpið vantar nú mest og það er þar til gerð vél að telja með nokkurri nákvæmni dúfunnar á þeim friðarfund- um, sem kunna að verða haldnir í þess- ari borg í framtíðinni. Vera má, að slík vél hafi ekki verið fundin upp en þá er að drífa sig í það. Hún starfar þannig: þegar telja skal er vélin trekkt upp, henni beint að þeim sem vilja láta telja sig, líkt og ljósmyndavél og hún sett í gang. A henni er fjöldi takka. Hver þeirra stjórnar ákveðnum teljara í vélinni. Hver teljari teluir eina tegund fólks. Er fólkið þá flokkað eftir ástæðunum til þess að það kom á fundinn. Til að teygja ykkur lengra tek ég strax fram, að vélin er hugsuð sem gagnger endur- bót á íslenzkum fréttaflutningi, en þau mál eru ekki sem vera skyldi þessa dag- ana eins og Jónas segir. Jæja. Einn teljarinn telur þá, sem komu af því þeir vildu frið í Víet-nam, annar telur þá, sem vilja Bandaríkjamenn burt úr því landi, hinn þriðji þá, sem vilja þetta hvort tveggja. Hinn fjórði telur þá, sem vildu að alls staðar væri friður, fimmti þá, sem komu til að hlusta á trúbrot, sjötti þá, sem voru undir áhrifum og komu vegna þess að ekki var í önnur hús að venda (á miðvikudagskvöldi). Hinn sjöundi teldi þá, sem komu að hlýða á Jónas Árnason syngja, áttundi utanbæjar- menn, sem hefðu villzt og þannig enda- laust. Þetta kerfi mundu vandaðir menn bræða með sér; ég gef aðeins dæmin. Þegar gengur þó fram, að vélin ætti að fullnægja ströngustu kröfum um fréttaflutning, sem nú eru uppi. En gott eftirlit yrði að hafa með smíði hennar; hvergi mætti vera laus ró aða skrúfa, þannig að vélin færi t.d. að taka afstöðu til málanna. Enginn veit hvar það endaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.