Morgunblaðið - 25.01.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1970, Blaðsíða 4
4 MORG-UIÍBLASIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1970 \mam BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SendiferÖabifreiÖ-VW 5 manna-VW svefnvagn YW 9 manna - Landrover 7 manna eiLA LEI6A MAGIMÚSAR 5kipmolti21 simab21190 effir lokun slml 40381 Fal ALEIGAK un LYSTADÚN Lystadúndýnur e-ru endingargóð- ar og ódýrustu rúmdýmfmar á markaðnum. Lystadúndýnur eru framteiddar eftir máfi. Halldór Jónsson hf. Hafnarstræti 18, sími 22170. Eigum fyrirliggjandi PLÖTUR: Hampplötur, 9 mm. Spónaplötur, 10 og 13 mm. Birkikrossviður, 3. 4 og 6J mm. Limba- og gaboonkrossviður, 5 mm. Panelkrossviður (guiálmur og paNsander). Royalcote (ptasthúð, harðtex). WIRU-plast (pfcasthúð, spóna- ptötur 16 og 19 mm). WIRU-tex (eik og fura). Harðplast (printplast). HARÐVIÐUR: Abachi 1i, 1i °9 2". Brenni, þurrkað og óþurrkað 1, 1i og 2". Ramin H”- Bubinga, þurrkað 14 og 2". Iroko-Teak, 2 og 24" Mahogni, 24". Teak, 2Jx5 og 6" Spónn: eik, palisander, guttálm- ur, brenmi, maghogni. Einoig 2.8 mm spóno. Páll Þorgeirsson & Co Ármúla 27. Símar 16412 og 34000. 0 Þrengsli í danshúsi Bjarni Sverrisson skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að byrja þetta bréfkorn mitt með því að þakka þér fyrir margvíslega skemmt- un á liðnum árum .Það sem mér liggur á hjarta um þessar mund ir er reyndar ýmisl-egt. En mig hefur lengi furðað á þvf hve lengi eitt af danshúsum borgar- innar ætlar að komast upp með að þverbrjóta reglur, sem öonur veitingahús telja sér skylt að hlíta .Þetta veitingahús, sem hér um ræðir, er svo til eingöngu sótt af unglingum, svo að ef til vill skáka forráðamenn hússins í því skjólinu að bjóða megi þess um gestum, sem fá margir hverj ir sín fyrstu kynni af skemmtana lífinu á þessum stað, það sem þeim bóknasL Forráðamenn hússins hafa það fyrir fasta reglu að hleypa fólki inn í húsið, þangað til ekki er unnt að komast leiðar sinnar inn an dyra, nema beita ýtrustu líkamskröftum. Vart þarf að nefna að dansmennt gestanna verður með allra frumstæðasta móti við þessar aðstæður. Ég hef margoft orðið var við það að dyraverðir hleypa fólki inn í hús ið eftir kl. 11.30 en þá á að loka ef farið væri eftir settum reglum. Augljóst er, að forráðamenn hússins bera því fremur sinn eig- in hag fyrir brjósti heldur en að þeir séu að þessu gestanna vegna. Enda tel ég að mörgum sé gerður bjarnargreiði með því að hleypa þeim inn í húsið löngu eftir að það er orðið fullt. Ég hef stundum látið mér detta í hug hverjar afleiðingar eldsvoði í húsinu hefði í för með sér. Ef- laust mundu margir sleppa út, en þó hygg ég, að vafalaust mundi einhver verða eldinum að bráð. Og svo að vitnað sé í alkunnan málshátt þá er of seint að byrgja brunninn eftir að barn ið er dottið ofan í hann. Þetta bréf mitt er ekki til þess ætlað að koma óorði á einm vin- sælasta skemmtistað reykvískra Aímælishófíð Flugfreyjuiélags íslunds I tilefni 15 ÁRA AFMÆLIS F.F.I. verður haldinn dansleikur í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 6. febrúar n.k. og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 19.00. Þess er vænzt að flygfreyjur eldri og yngri fjölmenni SKEMMTIATRIÐI OG DANS. Aðgöngumiðasala í afgreiðslu Hótel Loftleiða 1. og 2. febrúar. STJÓRNIN. 5 herb. íbúð — Vesturbær Til sölu nýleg glæsileg 5 herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er tvær stofur, 3 svernherb., eldhús og bað, harðviðarinn- réttingar, parket og teppi á gólfum. ÍBÚÐA- SALAN GÍSLI ÓLAFSS. ARNAR SIGURÐSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMAStMAR 83974. 36349. unglinga, heldur þvert á móti, sem vel meint ábending um þafl sem ég tel að betur mætti fara. Undirritaður skemmtir sér raun ar hvergi betur en I umræddu veitingahúsi, þegar mátulega hef ur verið hleypt inn. Reyndar sýna vinsældir þessa staðar betur en orð fá lýst, hve mikil þörf er fyrir slíkan stað. Með þökkum fyrir birtinguna. Reykjavík 6. jan. 1970. Bjarni Sverrisson, Efstasundi 52“. 0 Málspjöll Jakob Jónasson skrifar: „Velvakandi góður! Gleðilegt ár og þökk fyrir það liðna. Það mun reynast erfitt að losna við prentvillupúkann, enda oft þægilegt að bregða honum fyrir sig, þegar illa tekst til. Víst er hann hvimleiður, þessi gamli draugur, öllu verri eru þó hugs- anavillurnar, þegar orð og setn ingar þýða allt annað en viðkom- andi ætlar að segja. 0 Sagnirnar og drúpa og drjúpa Það er allt of algengt að sjá það á prenti, að þessum sögnum sé ruglað saman. í einu af dag- blöðunum stóð nýlega: — f dag drjúpom við höfði. Þa<rna átti réttilega að standa. — f dag drúpum viS höfði. Við drúpum höfði, en aftur á móti sjáum við vatn drjúpa af ufsum og hús- þökum. 0 Mönnum flogið Það er ekki óalgengt að heyra það í fjölmiðlurum og sjá það á prenti, að mönnum sé flogið frá A til B-staðar. Þetta er vitam- lega alrangt. Það er flugvéliruni, sem er flogið, það er hún, sem flýgur, en farmur hennar, lif- andi eða dauður, er fluttur. Rétt er því að segja, að menn hafi verið fluttir loftleiðis frá A til B, eða flogið með þá frá A til B. Ef hægt væri að fljúga mönnum, væru flugvélarnar næsta óþarfar. 0 Moka heiðamar í guðanna bænum látið ykkur nægja að moka veginn yfir heið- ina, en ekki heiðina alla, það yrði óbærilegur kostnaður fyrir vegamálast j óra. 0 Staíabrengl Oft sér maður stafabrengl í blöðunum, sem sjáanlega stafar af vankunnáttu þess, er skrifar textamn. Áberandi er þetta td.. með lg og gl. Fyrir nókkru las ég frásögn, þar sem sagt var frá þvi, að maður hefði verið brúna- ylgdur. Rétt er, brúna-yggldur. Athugið þessa gömlu vísu, sem hljóðar þannig: Hann var að tegla horn í högld hagleiks mennt var burtu sigld. Illugi deyddi tröllið Tögld trú’ eg hún væri brúna-yggld. Þakka birtinguna, Jakob Jónasson". 0 Umvandanir enn Nemi skrifar (m.a.): „Marga vitleysu má sjá og heyra í blöðum, tímaritum, sjón varpi og hljóðvarpL Nú er það nýjast að skrifa alls konar hluti með stórum staf (upphafsstaf>, Mkiega af því að orðin yfir þá hafa stundum stóran staf £ upp- hafi £ blöðum erlendis (einkum enskum). Einhver skrifaði þér um þá of rausn, sem felst í því að skrifa orðið ,,piíla“ með sitórum staf, ef það táknar getnaðarvarnatöflu. Ég get huggað hann með því, að blöðin hafa jafnað metin með þvi að fara að skrifa höfuðand- stæðing hennar, páfann, með stór um staf upp á síðkastið. Ein- hverjir embættismenm I kommún istaflokknum I Tékkóslóvakíu eru kallaðir „Fyrsti ritari" og „Anmar ritari" (með sitórum upp hafsstaf, þótt í miðri setningu sé). Jafnvel er farið að skrifa dýra- heiti og fugla með stórum staí (Ld. Kría). I ensku (og lélegri blaða- dönsku) er bamdstrik l£tt notað, og virðast sum blöðin hér ætla að taka þann sið upp, sbr. Uli flugvöllur, Apolló áætlunin, Brez hnev kenningin. Sjálfur Arnold Toynbee er lát- inn tala bjagað barnamál: „Því var s£fellt reynt að halda I aur- inn“. Bílar eru látnir „hafna“ úti í skurði, og boltar „hafna“ íneti þótt þesai tilsögn þýði aðeins — að neita í ísl'enzku. Undir mynd stendur: Benóný leikur fyrsta leiknum. Það er aðeins hægt að leika leik, en hins vegar er hægt að leika peði, sbr. visuna gömlu: Sátu tvö að tafli þar, tafls óvön í sókn<um. Aft’r og fram og áfram var einum þar leikið hróknum". Bréf „Nema“ var lenigra, en nú þykir Velvakanda nóg komið að sinni . 0 Málfegrun hjá Dönum Velvakandi las í dönsku blaðL að nú væri loks til lykta leidd deila skipsjómfrúnna hjá Sameinaða gufuskipafélaginu (DFDS) við stjórn félagsins. Rétt indabarátta þeirra fólst £ þvi, að þær vildu láta hætta að kalla sig „kahytjomfruer", en taka þess £ sbað upp hið fagra heiti „steward- esser“. Skipsþermurnar unnu, en það fylgdi fréttinni, að danskar flugfreyjur væru öskuillar, en þær þykjast hafa ein-karétt á nafninu. IBffiSHI Í5 ö C J 'O « Q. •« V) o —— • —. VI *D i 0 Si e íerðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 PÁSKAFERÐIRNAR VINSÆLU travel 17 dagar. Brottför 25. marz. — Verð frá kr. 16.500.— V) 01 E *o • V. o u. o k *o ‘O v. « *o o a Vinsælustu páskaferðirnar í meira en áratug. Hægt er að velja um tveggja vikna dvöl á hótelum eða lúxusíbúðum á Mall- orka — eða á Tenerife, Kanaríeyjum. Mallorka er fjölsóttasti ferðamannastaður Evrópu. Þar er sjórinn, sólskinið og veðráttan eins og fólk vill hafa það. Eilíft sumar er á Mallorka, þar falla appelsínur fullþroskaðar af trjánum í janúar. Sumar- paradís árið um kring. Fjölþreytt skemmtanalíf. — Kanaríeyjar eru víðfrægar fyrir náttúrufegurð og milda veðráttu. Þegar er búið að panta um þriðjung af lausum sætum. Pantið strax og notið tækifærið til að fá ódýran sumarauka meðan páskahretið gengur yfir á Islandi. Fararstjórn: Skrifstofa SUNNU í Pálma og Jón Helgason á Kanaríeyjum. Reglulegar Mallorkaferðir hefjast um páskana. Brottför hálfsmánaðarlega. Bl íerðirnar sem folkið velur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.