Morgunblaðið - 19.02.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBiLAf>IÐ, FIMMTUDAGUR 1S. FEBRÚAR 1970 7 Á jólatrésskemmtun í Gautaborg t sænska blaðinu Gautaborgarpóst inum, birtist i s.l. janúar, myndin, sem þessum línum fylgir, og fylgdi myndinni texti, þar sem talað er um, að margir íslendingar hafi komið til Gautaborgar upp á síð- kastið til að vinna, og koma þeirra hafi blásið nýju lifi i sænsk-ís- lenzka félagið á staðnum. Hafi þa*ð meðal annars haldið jólatrés- skemmtun, þar sem komið hafi um 100 manns. Þar hafi verið sýnd kvikmynd, og síðan dansað kring- um jólaéréð. Á myndinni eru talið frá vinstri Gunnhildur Ingvarsdótt ir og Sólveig Þorsteinsdóttir, en þær tóku þátt í jólatrésskemmtun- inni. VÍSUKORN Getraun Morgunblaðsins ögur, Hagi, Oddi, Borg eru frægir staðir, getið bæði í gleði og sorg gegnum alda raðir. Eiríkur frá Réttarholti. Hvað eru tölur? Tölur eru táknmynd sjóða. Tölur vekja stundum gaman. Tölur sýna tap og gróða. Tölur halda fötum saman. Eiríkur frá Réttarholti. Spakmæli dagsins Ekki getur djöfullinn harðlæst svo neinum dyrum, að Kristur megni ekki að sprengja þær upp. — Rauch, þýzkur myndhöggvari uppi á árunum 1777—1857. Ég samfagna fátækum, -ungum mönnum með að hafa fæðzt í þeim fornu og heiðvirðu sporum að vera tilneyddir að neyta krafta sinna til þess ýtrasta. — A. Carnegie. Blöð og tímarit EINING, 1. tbl, 28. árgangs, jan- úar-febrúar 1970 er nýkcnmið út og hefur borizt blaðinu. Á forsíðu er sálmurinn „Friðarims guð“ eftir Guðmund skólaskáld ásamt mynd af skáldinu. Heilbrigðis- og ham- ingjutengsl eftir Bjarna Bjarna- son lækni, gnein að mestu úr Frétta bréfi Krabbameinsfélags íslands. Gissur Pálsson sextugur. Blaðsíða un.gtemplara. Höll templara á Skólaivörðuhæð, pistill úr bók Jón asar Jónssonar: Dásvefn og vaka. Aðalfundur BKS. Góðtemplararegl FÉLAGSLÍF Tilkynningar um félagslíf eru á blaðsíðu 20 an i Svíþjóð 90 ára. Hverju miðl- um við? eftir Pétur Sigurðsson. Einar Hannesson skrifar um Við- horf í bindindismálum. Leiðari, sem heitir 1970. Sagt er frá full- trúafundi landssambandsins. Efl- ing bindindisstarfs þjóðarnauðsyn eftir séra Kristin Stefánsson. Sjö- tugur Þorsteinn Þ. Víglundsson. Norræn ráðstefna um bindindis- fræðslu eftir Sigurð Gunnarsson. Minninigarorð um Guðjón Magnús- son. Umdæmisstúkuþing. Minning- arorð um Guðmund Bjarna Sveins son. Barnablaðið Æskan 70 ára. Upp ég keppi, sálmur í þýðingu Péturs Sigurðssonar. Eining er prýdd fjölmörgum myndum. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Pétur Sigurðsson. ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM Morðið í Vestmannaeyjum Einhverntíma, er prestur nokkur í Vestmannaeyjum var búinn að skíra barn hjá sér, sem hét Gísli, var hann sóttur til að skíra barn hjá öðr- um sem var látið heita Ingi- björg. Er hann fór heimleiðis, garg- aði fugl nokkur mjög mikið framan x hann. Þótti honum 'það undarlegt og spurði fylgdar- mann sinn, hvað það mundi merkja. Maðurinn kvað fugl- inn vera að segja honum það, að börn þessi, sem hann hefði skírt, mundu giftasí saman, og Gísli mundi bíða bama af völd- um hennar. Er ekki getið um, hvað prest ur hafi sagt Liðu svo fram tímar og þroskuðust börnin vel. Er Gísli var orðinn fullvaxinn, gekk hann að eiga Ingibjörgu. Var þá faðir hans dauður. Er ekki getið um samkomu- lag þeirra hjóna, en einu sinni er Gísli var drukkinn, gengur hann til Ingibjargar og leggur höfuðið í kjöltu henni og sofn- aði þegar. Sat Ingibjörg þá I borg nokkurri, hlaðinni úr grjóti og kölluð vatr Króna. Og er Gísli var sofnaður losar Ingi björg sig undan höfði honum og fer út, og fleygði borginni ofan á hann. Varð það bani Gísla. Huldist hann allur i grjóti og sást ekki í hann. Eftir þetta níðingsverk þorði Ingibjörg ekki að vera í Eyj- unum og fór hún til lands með amnan kvenmann með sér. Klæddust þær báðar í karl- mannabúning, og fóru svo leið ar sinnar. Er ekki getið um ferðir þeirra, fyrr en þær komu aust- ur að Hoffelli og beiddust gist- ingar. Var þeim veitt hún og létu ekki á öðru bera en þær væru karlmenn, og sögðu um nöfn sín það, sem þeim sýnd- ist. Nú er að segja frá því, að menn sakna Gísla og veit eng- inn hvað af honum var orðið. Fréttist það, að Ingibjörg hafði farið í land, en ekki Gísli. Var þá farið að leita hams þar í Eyjunum. Komu leitarmenn að Krónborginni og sáu ekki ann- að en grjóthrúgu, nema einn kom auga á þvengenda. Var þá farið að leita og fannst Gísli þar dauður, allur marinm og beinbrotinru En er sýslumaður heyrir þetta, þykir honum líkast, að Ingibjörg hafi þessu ollið, því auðsjáanlegt þótti að borginni hefði verið fleygt viljaindi. Bregður hann nú við og fer til lands. Fær hann sér fylgdar- mann og ríður dag og nótt. Spyr hann eftir Ingibjörgu og vissi enginn um hana, en það frétti hann víða, að tveir karl- menn hefðu fyrir skemmstu far ið þar um, sem hefðu þótzt langt að komnir. Vill hann vita, hvort þetta er ekki Ingibjörg, og heldur nú áfram ferðinni, þar til hann kemur austur að Hoffelli. Var það sama kvöld og Ingibjörg hafði komið, en litlu seinna. Þar bjó þá sýslumaðurinn fyrir Vestur-Skaftafellssýslu. Bauð hann embættisbróður sínum þar að vera og þáðihinm það. Var honum vísað til stofu, og sátu þau þar, Ingibjörg og fylgdarmaður hennar. Gekk sýslumeður litla stund um gólf. Eftir það snýr hann sér að Ingibjörgu og segir: „Mikla mæðu hefur þú gjöx-t mér, Ingibjörg.“ Hiín svaraði: „Kvenkennir þú mig, maður?“ Sýslumaður segir: „Já, eins og ég er sýslumaður í Vestmanma- eyjum, svo ert þú líka sú Ingi- björg, sem ég leita að, og hef- ur þú vissulega drepið bónda þinn. Ætla ég að biðja sýslu- manninn hérna að ranmsaka, hvort þú hefur ei brjóst." Ingibjörg roðnaði við, en gat fáu svarað, er hún heyrði þetta, en sýslumaðurinn, sem heima var, gjörði sem hinn beiddi, og varð Ingibjörg að meðgamga, að hún hefði fyrirkomið manni sínum. Var hún þá tekin föst, flutt til Danmerkur og látin þar út- taka sín forþéntu laun. TVÆR STÚLKUR 20—23 ána ósikaist á heimiiN í Baindairíikijuinium. Erasiku- kunnátta nauósynileg. Uppl. í siíma 38989 eftiir kl. 4. BROTAMÁLMUR Kaupi alten brotamákn teng- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. ÚTSAUMUR — FÖNDUR Hvu't-svairt og h©npiis0iumiut, ta'uiméliun., simeltli. Dag- og kvötidnáms'kieið í Rvík og Haifraairf. Laust á fiimmitudaig. Símii 52628. VOLVO 142-4 '67 TIL '68 óskaist keypfur. Milkill út- bongum.. Aðal-bilasalan, Skúliaigötiu 40, sterai 15 0 14. UNGUR ÞJÖÐVERJI um 20 ára villl eyða' sumarteyfi sírau á Iste'radli og óskeir eftjr bréfa- Skriftum við jafnaMra s'iiran. Bernd Moerscihel, 714 Lud- vigisb'umg,, Sailto-nBiftee 8, Deutsöhteind. HÚSEIGENDUR Erum umboðsmenn fyrim beimsþekkt jarðefrvi tíl þétt- ingar á ste'iirast'eyptum þöik- um og þaiknenmum. Leit'ið ti'l- boða, sími 40258. Verktaka- félagið Aðstoð sf. MYNDFLOSNAMSKEIÐIN með a'ted«n-nól og Irtlu fk>s- nélimmii hefjast aiftur I næstu viku. Inmiriitum diagtega í Handiaviminubúðiiiranii,' Lauga- veg 63. STÚLKA ÓSKAST NÚ ÞEGAR á gott heiim'iilii í N-EngillandiÍL Þamf að vera orðin 19 ána. Mikiiíl frítím'i. Viirasaml. skrifið og sendið mynd tik Mns. Royle, 64, Hat'haway road, Sunny Bamlk, Bury, LaincaiSh'ime, Engiliamd. GLER Tvöfalt ,,SECURE" einangrunargler A-gceðaflokkur Samverk h.f., glerverksmiðja Hellu, sími 99-5888. LITAVER Vinyl og plast VECCFÓÐUR Verð frá kr. 219 pr. rúlla. Þýzkar kuldahúfur CLUCGINN LAUGAVEGI 49 Matreiðslan er auðveld og bragðið ljúffengt R0YAL SKYNDIBÚDINGUR M œ 11 ð 1/2 llter al kaldrl mjólk og hellið I skál Blandið mnihaldl pakk- ans saman við og þeyt- / ‘■® l eina mínútu — Æ Bragðtegundir — Súkkulaði Karamellu Æ|p Vanillu larðarberia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.