Morgunblaðið - 19.02.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1070 — Ofriöarhætta Fraznhald af Ms. 13 beita þeim, mundu komast að raun um það að „þeir kölluðu yfir sig hættu á því að herafla þeirra yrði útrýmt." Því var enn fremur haldið fram, að milljónir ungra Kín- verja hefðu verið neyddir til þess að hætta námi og her- þjónustu og að þeir „hefðu því ekki nútímalega tækniþekk- ingu á valdi sínu.“ Að því var spurt f annarri útvarpssend- ingu, hvort kínverski herafl- inn hefði tök á því að halda uppi flóknu loftvarnakerfi eða manna hljóðfráar þotur. Hins vegar var því haldið fram, að Rússar hefðu fleygt „gamal- dags fallbyssum og hestvagna- vélbyssum" og í þess stað „vopnazt síðustu afrekum vís- indanna." Eins og Zorza bend- ir á telja haukamir að þessi afrek geri sovézka heraflanum kleift að greiða Kínverjum „snöggt og lamandi högg“, eins og það er orðað, en þó með því fororði að þeim takist að fá dúfumar á sitt band eins og þeim tókst að fá þær til að samþykkja innrásina í Tékkó- slóvakíu. 1 þessu sambandi er vert að hafa í huga, að Rússar óttast ekkert eins mikið og það að þurfa að berjast á tveimur víg- stöðvum samtímis. Þetta kom fram f bardögunum á Dam- ansky-eyju í fyrra, þegar Rúss ar áttu samtímis f útistöðum við Vesturveldin út af Berlín. Þá kölluðu Rússar yfirgang þann, sem þeir sökuðu Kín- verja um, „rýtingsstungu í bakið.“ Þá var á það minnt, að t Konan min Anna Bjarnadóttir Vitastíg 17, andaðist á heánaili sínu þriðju dagiran 17. febrúar. Jörgen Björnsson. t Haraldur Hjálmarsson frá Kambi, andaðist að heimili sínu Há- túini 4, Reykjavík, laugardag- inn 14. febrúar. Vandamenn. t Móðir mín Ragnheiður Magnúsdóttir aindaðist 17. febrúar á Elli- heknilinu Grund. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandienda. Magnea Bjarnadóttir. t Faðir okkar Valdimar Bjamason fiskimatsmaður, Kaplaskjólsvegi 9, andaðist 17. fébrúar í Borg- arsjúkrahúsinu. Sigríður Valdimarsdóttir Gíslína Valdimarsdóttir. I Kúbu-deilunni hefðu Kínverj ar notað tækifærið til þess að ráðast inn í Indland. Nú hafa Rússar tekið að nýju upp við- ræður við Bonn-stjómina, og þeir hafa brugðizt þannig við þeirri ákvörðun Kínverja að taka upp viðræður við Banda- ríkin að saka vestræna „heims valdasinna" um að notfæra sér kínversku hættuna til þess að hleypa „nýju blóði í herferð- ina gegn kommúnistum.“ Þetta sýnir, að ótti Rússa við „rýt- ingsstunguna í bakið“ er enn- þá mjög ríkur, og í einni af greinum sínum segir Zorza að Rússar telji að ein leiðin til þess að forðast slíka rýtings- stungu sé sú að verða fyrri til, að gera árás áður en þeir verða fyrir árás. Rússar telji, að það sem vaki jafnt fyrir Kínverjum sem Bandaríkja- mönnum í viðræðunum í Varsjá sé að tryggja gagnkvæmt hlut- leysi, ef til styrjaldar dregur milli Kínverja og Rússa. HÆTTAN EYKST Sovézka herráðið verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að Kínverjar hóti Rússum með kjarnorkustyrjöld. Bandaríkja- menn telja sig ekki þurfa að óttast kjarnorkumátt Kinverja næstu fimm árin eða svo, en Rússar standa andspænis miklu nærtækari og alvarlegri ógnun. Þeim er meðal annars ógnað með eldflaugum, sem draga miklu skemur en þær eldflaug- ar er Bandaríkjamönnum mun stafa hætta frá á næstu árum, og með miklu frumstæðari kjarnorkuvopnum, sem ef til vill verður hægt að flytja með flugvélum. Zorza segir: „Að sumu leyti er ástæða til að ætla að þessi hætta sé nú þeg- ar fyrir hendi. Rússar gætu að sjálfsögðu svarað kínverskri kjarnorkuárás, hversu lítil sem hún yrði, með öflugri gagnárás, sem mundi leggja allt landið í auðn. En jafnvel lftil kínversk kjamorkuárás er augljóslega t Jarðarför niaranisáns míns Sveins Bjamasonar frá Heykollsstöðum, fer fraam frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. þ.m. kL 3 e.h. Ingibjörg Halldórsdóttir. t Eiginmaður minn og fa'ðir trftkar Alexander Ámason frá Kjós í Ameshreppi verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju í dag, fimmtudag- inn 19. þ. m. kl. 13.30. Sveinsina Agústsdóttir og böra. t Kveðjuathöfn um Sigurjón Kjartansson, fyrrv. kaupfélagsstjóra, Vik í Mýrdal, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. febrúar kl. 10.30. Útförin verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Blóm vinsamlega afþökku'ð, en þeim, sem vildu minriast hins látna, er bent á minning- arsjóð Kjartans Sigurjónsson- ar. Guðbjörg Sigurjónsdottir Færch. meira en Rússar eru reiðubún- ir að sætta sig við, og stefna þeirra miðast við það að koma í veg fyrir slíka árás en ekki við það að svara með hefndar- árás . . . Ef ekki tekst að mynda sama óttajafnvægi og ríkir milli Bandaríkjamanna og Rússa gagnvart Kínverjum, þá verða valdhafarnir í Kreml að finna aðra leið til þess að tryggja öryggi. Haukarnir munu halda því fram, að heilla vænlegra sé að koma í veg fyrir kjarnorkuárás en að hræða Kínverja frá beitingu kjarnorkuvopna." Haukamir telja með öðrum orðum ráð- legast að eyðileggja kjarnorku ver Kínverja. í Peking er litið svo á, að viðræður Rússa og Bandaríkja manna um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar þjóni þeim til gangi að beita Kínverja „kjarn orkukúgun" eins og það er orð- að, það er að hóta þeim með kjarnorkuárás ef þeir hafi sig ekki hæga. Sú ákvörðun Kin- verja að hefja að nýju viðræð- ur við Bandaríkjamenn er lið- ur í viðleitni til þess að bægja frá þessari hættu að einhverju leyti. Þótt fjarstæðukennt hljóti að þykja líta Rússar sennilega svo á að Kínverjar rói að því að Vesturveldin sölsi Austur-Þýzkaland undir sig á sama tíma og Kínverjar binda fjölmennt sovézkt herlið í Austur-Asíu, því að Rússar fá ekki séð hvað Kínverjar geta boðið Vesturveldunum, sem þau sjái sér hag í. Þetta segir Zorza koma heim við skrif sovézkra blaða um „rýt- ingsstunguna í bakið". Eina leið Rússa til þess að bægja frá þessari hættu virðist vera sú að tryggja ró á landamær- unum í Evrópu, en forsenda þess er lausn Þýzkalandsmálo- ins, og samningar við Banda- ríkin um takmörkun kjam- orkuvígbúnaðar mundi draga úr hættunni á kjaraorkustyrj- öld við þá. Hugsanlegt er að slíkur samningur verði gerð- ur, þar sem báðir aðilar sjá sér hag í honum. Engin trygging er hins veg- ar fyrír því, að viðræður Rússa og Kínverja geti tryggt varanlegt öryggi, jafnvel þótt viðræðurnar beri árangur. „Kína er einfaldlega of fjöl- t Útför mannsms mins Sverris Þorbjörnssonar verður gerð frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 20. febrú- ar kl. 13.30. Ragnheiður Ásgeirs. t Innilegar þakkir fyrir aiuð- sýnda samúð ag vináttu við andlát föðoir okkar Hreiðars E. Geirdal. Guðný Hreiðarsdóttir Karen og Matthías Hreiðarsson og fjölskyldur. t Þökkum hjartanlega auð- sýnda hlutbekmámigu og vimar- hug vegna dóttur oifckar Maju Weatherlake, sem lézt 9. þ.m. Fyrir hönd fjarstadds eigin- mamns, barna þeirra og ann- arra ættimigja. Clara og Kjartan Örvar. mennit ríki, of nálægt og getur orðið of voldugt, bæði í hern- aðarlegu og efnahagslegu til- liti, til þess að Sovétríkin geti talið sig óhult,“ segir Zorza. Ef Kínverjar ná valdi á nútíma- tækni geta Rússar horfið í skugga þeirra. Ef þeir ná jafn framt pólitískum þroska, sem er ekki óhugsandi, gæti sambúð in orðið þolanleg, en valdhaf- arnir í Kreml geta ekki grund vallað stefnu sína á slíkum möguleika, sem virðist fjarlæg- ur. „Þeir vilja hefjast handa áður en það verður um sein- an.“ Minnugur þess að hafa spáð innráisinni í Tékkósló- vakíu fyrir daufum eyrum, seg ir Zorza að valdamenn í Was- hington neiti ennþá einu sinni að trúa því að Rússar láti til skarar skríða gegn Kínverjum á sama hátt og gegn Tékkum og Slóvökum, og hann vitmar í þessu sambandi í ummæli Lairds varnarmálaráðherra þess efnis, að meðan á landa- mæraviðræðunum standi séu meiriháttar átök milli Kínverja og Rússa fjarlægur möguleikL Zorza segir á hinn bóginn: „En það er nú deginum ljósara að því fer víðs fjarri að áfram hafi miðað í samkomulagsátt í landamæraviðræðunum og að þær hafa þvert á móti orðið til þess að auka viðsjár landanna enn á ný og þannig gert hætt- una á styrjöld raunverulegri." Alda Valdimars- dóttir - Kveðja F. 1/7. 1911. D. 2/2. 1978. Kveðja frá mágkonu. Þéir kæra vinia klökk í hug eg kveðju mínia sendi, lánið vont og lifið allt, liiggur í Drottinis hendL Hanm einn ræður stumd og stað, hvað við stöðvumst len'gi hér þegar hairun kailQiar komið nú, kvíðiaiauet hlýðum vér. Þú árttir góða glaða kmd og gott var þér að kynmast, ljúft er hér á hljóðri stund hlýrra fuind.a aið minmiaist. Móðir varst þú mild og hlý og mafcame tramsti armur, aldrei brást lifsine önnum í þimm ylríki kærleilks bairmiur. Svo að leiðarloktnn hér, þér líkmi Drottims hemdi, til hams, sem ölluim blesgum ber og bæmir míniar sendi, hamm Mfsims méðaríjósið bjart, þér láti um eiMfð sdrína, þitt bölið jarðar bæti a®t, og blessa mimmimig þíraa. Sigurunn Konráðsdóttir. SVAR MITT (3) EFTIR BILLY GRAHAM i 1 HVERNIG er unnt að Iifa sem kristinn maður í samkeppnis þjóðfélagi, án þess að sökkva? Ég er þakklátur fyrir, að við eigum Krist að og fyrirgefningu syndanna. KRISTINDÖMURINN hefur alltaf þrifizt í „samkeppn- is-þjóðfélagi“. Samkeppni var engu minni en nú í þjóð- félaginu, þegar lærisveinamir dreifðust á hvítasunnunni út um heim þann, er þá þekktist. Grikkir, Rómverjar og semitískir þjóðflokkar tókust á um yfirráðin — rétt eins og nú á dögum. En lærisveinamir, sem voru fylltir anda Guðs, sýndu fram á, hvemig Kristur mætti vanda- málum þeirra tíma. „Vegur krossins“ er í algerri and- stöðu við hinn eigingjama samkeppnis-anda heimsins, og því hefur hann reynzt fullnægjandi svar öllum þeim, sem hafa reynt hann í rás aldanna. Siðfræði hans felur í sér sjálfs-afneitun í stað sjálfs-hyggju hinnar náttúr- legu siðfræði og hefur hjálpað mönnum til þess að beina huga þeirra frá þeim sjálfum og sýna öðrum kærleika og umhyggju. Heimur nútímans þarfnast óeigingjarnrar, kristinnar umhyggjusemi. I stað hugsjónarinnar, „hver maður sjálfum sér“, kenndi Kristur, að okkur bæri að „elska náungann eins og okkur sjálf“. Margir álíta, að svo hátt mark sé ofar seilingarhæð og óraunverulegt. Samt hafa margir komizt að raun um, að hann gerir það mögulegt, sem náttúrlegum manni er ómögulegt, nefnilega þegar Kristur lifir í okkur fyrir trúna: Hann gefur okkur ein- lægan kærleika til Guðs og náungans, óháð kynflokki, lit eða trú. I mínum augum er aðeins eitt æskilegt svar við hinum ógnarlegu vandamálum heimsins: Kristur í okkur. Við þörfnumst ekki meiri „kristindóms“. Við þörfnumst persónu Jesú Krists. Hann einn er vegurinn sannleikurinn og lífið. i8 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.