Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1370 5 Fréttabréf úr Miklaholtshreppi: Búfjárhöld allgóð - f>orrablót - Menning- ar- og menntasetur Borg, Miklaholtshreppi, 15. marz. Þegar þessar línur eru skrifað ar, er að byrja síðasta vika góu. Eflaust er óþarft að skrifa eftir- mæli góunnar, en ekki er úr vegi þó að minnast lítillega á þann tíma, sem liðinn er af þess um vetri. Margur er sá, sem hefur lífs- afkomu sína á gjöfulleika hinn- ar gróandi jarðar, kveið fyrir þeim vetri, sem í hönd fór s.l. haust. Sumarið, sem á að vera upp- skerutími bóndans og þeirra, sem jörðina yrkja, gleymdi al- veg að koma á stórum hluta landsins. í stað þess komu flest- ir dagar sumarsins með ligningu og rosa og samfara því tíðarfari varð uppskera frá sumrinu víð- ast hvar hér á vestur- og suður- hluta landsins lítil og léleg. Var því ekki að undra þótt kvíða og ótta setti að mörgum, sem allt sitt áttu undir sól og regni. Vet- urinn kom alveg á réttum tíma, samkvæmt almanaki. Hór fennti dag og nótt í byrjun nóvember og víða urðu algjör hagbönn öll um skepnum. í byrjun desember bötnuðu veður, snjó tók að nokkru upp, en svellalög urðu mikil. Síðan hefur tíð mátt heita allsæmileg, þegar miðað er við árstíma. Frost og stormar hafa rokið upp, en sjaldan staðið lengi. í dag er þýðvindi og all- uir snjór á láglendi horfinn. Sam göngur hafa mátt heita ótruflað ar í vetur. Höld búfjár mátt heita allgóð. þrátt fyrir misjafn lega verkað fóður, kjarnfóður- gjöf að vísu verið með mesta móti. Enn er ekki tímabært að spá um endalok vetrar, því eitt sinn var sagt að marz- og ein- mánuðir kæmu oft illa saman, þá gæti blásið köldu frá báðum. Heilsufar mannfólksins hefur mátt heita sæmilega gott í vet- ur. Innflúensa kom hér í hérað- ið um áramót, sumir létu sprauta sig gegn henni og hefur það vissulega heft útbreiðslu. Mik- ið af fólki er nú héðan úr sveit- unum í fiskvinnu í frystihúsum sjávarþorpanna. Hefur þar ver- ið um mikla og stöðuga vinnu að ræða. Þann 28. febr. s.l. bauð Kven- félagið „Eyjan“ í Eyjahreppi öll um íbúum Eyja-, Kolbeinsstað.i- og Miklaholtsbrepps til þorra- blóts að Lindartungu. Var þar hinn ánægjulegasti mannfagnað- ur, rausnarlegar veitingar og fjölbreytt skemmtiatriði. Það er stundum verið að tala um fá- menni sveitanna, sem er vissu- lega sumum sveitum fjötur um fót. En þeir, sem nutu gleðinnar og gestrisni Eyhreppinga í Lind artungu þann 28. f.m. sáu þa8 aS þar sem fólkið leggur saman til að skemmta sér og öðrum og hug ur og hönd leggjast á eitt, þá er margt hægt að gjöra. Sýndir voru tveir leikþættir, glúntasöng ur, spurningakeppni, heimilisiðn aður og fleira. Margrét Guðjóns dóttir í Söðulholti flutti, og 1»4 ljóð, sem frú Rósa Þorbjarnar- dóttir í Stöðulsholti flutti, og læt ég það fylgja hér með. Var það ávarp til blótsgesta. Velkomnir til Eyhreppinga okkar góðU grannar, gleðjizt nú og skemmtið ykkur þetta enginn bannar. Þótt nóg sé til af reglum og boðum til að brjóta, burt skal reka áhyggjur og stundarinnar njóta. Gleyma amstri og önnum, því maður manns er gaman, og margt er hægt að gera, ef allir leggja saman, gera vægar kröfur en vilja aðra gleðja Þá verðum við ein fyrirmyndar- óslítandi keðja. Látum aldrei bugast, þótt margt á móti gangi og megum ekki gefast upp þótt einhver til þess langi. Á ýmsu þó að velti og dynji regn og rosi, reynum við að taka því með karl mannlegu brosi. Þó sumarið gleymdi að koma, við geymum sól í sinni, svo seiglumst við í þeirri trú að harðindunum linni. Búskapinn \úð verðum að taka réttum tökum, treysta á eigið raunsæi og snúa saman bökum. íslenzk mold er gjöful, ef á hana við trúum og endurgreiðir marg falt, ef vel að henni hlúum. Okkur vantar þekkingu, en höfum reynslu ramma, það er rauna- legt að hafa engan sérstakan að skamma, en okkur finnst nú satt að segja gamanið fari að grána, ef við getum ekki í framtíðinni treyst á veðurspána. Því tæknin ætti að leggja okkur lið í öllum vanda og leitt er þegar falsspárnar verðmætunum granda. Vélamenning sveitanna veldur breyttum högum og vitanlega léttir hún stritið nú á dögum. Gráir fyrir járnum menn glíma í dagsins önnum. í gamla daga í sveitinni var kvenfólkið í hrönnum. Þá áttu ungu mennirnir um ýmsa kosti að velja og indælt var við heyskapinn með stúlk unum að dvelja. þegar regnið streymir eða allt í frosti hélar þá eru kaupakonur miklu skemmtilegri en vélar. Votheysgerð er þjóðráð, sem búskap bjargað getur og betra fóður tæplega fæst um harðan vetur. Mörgum finnst það furðulegt, hve fáir hana vilja, þegar flest annað er vonlaust það erfitt er að skilja. Þó að Agnar Guðnason og ýmsir séu að reyna með áróðri, er slíkt 9em þeir töluðu við steina. Votheysgerðin hættuleg er sveitarinnar sonum, því súrheyslyktin fellur illa mörgum yngri konum, en kvenmannsleysi sveitanna er víða mikill vandi og vafalaust það verði þeim allramest að grandi, og þó að Agnar Guðnason því ekki vilji trúa, er afskaplega leiðinlegt konu- laus að búa. Votheysgerð er bezt fyrir gamla menn og gifta, sem geta látið kvenhyllina litlu máli skipta. Þeim kvensömu er vorkunn, þótt vothey vilji ei gefa, það virðist alveg tilgangslaust að vera um slíkt að þrefa. Nú geysast menn í tunglflaugum og grundir mánans kanna, sú gífurlega tækni mun breyta lífi manna. Þá á nú við íslendinginn afrek stór að dreyma og okkar mörgu glópar í skýjaborgum sveima. Vort happadrættiseðli þar eygir nýjar srnugur óskastundir, töfrasprota og slikar dægurflugur. Ef sþilin eru töpuð og gengið veldur glýju getur verið reynandi að stokka upp að nýju. Erlent fjármagn, auðhringar og Efta allt mun laga, og efalaust má betri spil úr nýja stokknum draga. Ekki raskar rósemi okkar Eyhreppinga æsingur í þeim, sem um menninguna þinga, kröfugöngur unglinga þótt áróður sé sterkur og ekki eru kosningarnar margra höfuðverkur. Ópera og kvennaskóli engri truflun veldur, og ekki rætin blaðaskrif né sjónvarpsþættir heldur. Við hristum bara höfuðið, hver í sínum kotum, en kannski valda styrjaldir og manndráp heilabrotum. Nú skulum við snúa allri alvöru í gaman og aðeins reyna að skemmta okkur og drekka kaffið saman. Lífið er yndislegt ef að því rétt er farið og ennþá betra í vændum sé því skynsamlega varið. Eftir kaffið látum við svo villtan dansinn duna, döðrum, hlæjum, syngjum og glæðum lífsins funa. Dansað var af miklu fjöri og fólk kom heim með góðar endur minningar frá ánægjulegu og vel heppnuðu kvöldi. Þann 24. febr. s.l. vair hald- inn foreldrafundur í Laugar- gerðisskóla. Var það vel sóttur fundur og í alla staði hinn ánægjulegasti. Þorleifur Bjarna- son, námsstjóri, var mættur þar, og veitti hann margar góðar upp lýsingar. Umfræðuefni fundarins var fyrst og fremst um fram- tíð skólans, miðað við fræðslu- lög og skólaskyldu. Var það ein dreginn vilji fundarmanna að auka þyrfti einum bekk við skól ann, landsprófsdeild. En til þess að svo geti orðið, þarf aukið húsnæði, stækkun á skólanum, bæði kennslustofum og kennara íbúðir. Eflaust tekur það nokk- ur ár, að koma því í fram- kvæmd, þar eð margir skólar víðsvegar á landinu eru í bygg- ingu og þær framkvæmdir látn ar sitja fyrir sem þegar eru hafnar. Nú er Laugagerðisskóli á Fíot 600T sendiierðobíll Árgerð 1966/67 til sölu eða í skiptum fyrir nýlegan stærri sendiferðabíl (rúgbrauð). mnmr, . . cMnterióka “ Pósthóíf 139 ■ Kegkjautk - Stmt M080 fimmta starfsár-i, og um skólann vil ég segja þetta. Með stofnun Laugagerðisskóla er brotið stórt blað í mennta- og menningar- starfi þessa héraðs. Þau sveitar félög, sem að stofnun þessari hafa staðið, hafa um langan tíma reist sér óbrotgjarnan minnis- varða, sem ber vitni um stór- hug og víðsýni þeirra manna eða þeirrar kynslóðar, sem greypt hefur þessa hugsjón í mót. Hér var mikið verk að vinna, verk sem verið hefur aflgjafi mann- legrar víðsýni, hugsjón- ar og stórhugar, sem boðaði nýtt tímabil og þáttaskil í menntun og manndómssögu hér aðsins. Með byggingu Laugar gerðisskóla hefur verið reist það Helgafell manndóms og mann- helgi, sem um ókomna framtíð verður hyrningarsteinn menn- ingarmiðstöð og andleg mennta höll um ókomna framtíð. í dag var árshátíð Laugar- gerðisskóla. Var hún fjölbreytt að vanda. Mikill fjöldi fólks sótti samkomuna úr öllum hrepp um, sem að skólanum standa. Var almenn ánægja með vel heppnaða skemmtun, þar sem nemendur komu eingöngu fram og skemmtu fólki með margvís legum skemmtiatriðum. Allur ágóði af þessari árshátíð rennur í ferðasjóð nemenda. NYTT ÍShampoo uri • Balsam * Sct lotion "tMcfyinsriákei “ PÓtthðl/ 129 - RegJcJavtk «'Stmt 22080 Páll Pálsson. Framtíðarafvinna Óskum eftir að ráða ungan mann til afgreiðslustarfa í herra- verzlun í miðborginni. Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast sent afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „2730". Ungur maður með verzlunarmenntun óskast að stóru fyrirtæki í Reykjavík. Tilboð sendist Mbl. merkt: „2935". i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.