Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1070
• •
JPérsmörk og Qræfi:
Vel heppnaðar
páskaferðir
— heldur færra fólk í ferð-
unum en venjulega
ÞRÁTT fyrir rysjótt veður og
heldur erfiða færð heppnuðust
páskaferðimar í Öræfin og Þórs-
mörk með miklum ágætum. —
Ferðafélag fslands gekkst fyrir
ferð í Þórsmörk og Guðmundur
Jónasson og Úlfar Jakobsen fóru
í Öræfin, að venju. Heldur færra
fólk tók þátt í ferðunum en
venjulega, en ferðafólkið var allt
ánægt með ferðirnar og engin
meiri háttar óhöpp eða tafir
urðu.
TNGSTI ÞÓRSMERKUR-
FARINN 4 ÁRA
Hjá Ferðafélagi fslands fékk
Morgunblaðið þær upplýsingar,
að það hefði gengizt fyrir tveim
ur ferðum í Þórsmörk. Hófst sú
fyrri á skírdagsmorgun og hin
síðari á laugardagseftirmiðdag.
Alls tóku þátt í ferðunum 30
manns, eða heldur færra en ver-
ið hefur undanfarin ár. Getur
verið að eitthvað hafi dregið úr,
að búið var að segja að ófært
væri inn í Þórsmörk. Þeir Ferða
félagsmenn sögðu hins vegar að
leiðin hefði verið mjög greið-
fær, og t.d. var bifreiðin sem fór
á laugardaginn aðeins 4 tíma á
leiðinni, og er þá dvöl á áfanga
stöðum meðtalin. Lítið vatn var
í Krossá og engar skarir, þann-
ig að mjög greiðlega gekk að
kornast yfir hana. Yngsti ferða-
langurinn í Ferðafélagsferðinni
var aðeins 4 ára. Hann brá sér
á skíði, eins og sumir aðrir, en
einnig hafði fólkið með sér
skauta, eða fór í gönguferðir.
Veðrið var yfirleitt ágætt.
SMÁBÍLL FASTUR
Á MÝRDALSSANDI
— Það má segja að ferðin hafi
heppnazt með miklum ágætum,
sagði Úlfar Jakobsen, en hann
fór með 30 manna hóp í Öræfin
og er það svipaður fjöldi og í
Öræfaferðum hans undanfarin
ár. Úlfar sagði að ekki hefði
verið farið nema að Hofi, og
hefði veðrið verið ágætt á aust-
urleiðinni og meðan dvalizt var
í Öræfunum, en hins vegar mik
il skafhríð á leiðinni til baka.
— Mestu tafirnar hjá okkur
voru við aðstoð smábíla á Mýr-
dalssandinum og varð ég undr-
andi að sjá þar lítinn fólksbíl á
ferðinni. Sat hann algjörlega
fastur þegar við komum að, og
varð að ráði að við tókum hann
aftan í og drógurn til Víkur í
Mýrdal. í bifreiðinni voru brúð-
hjón, er höfðu farið austur að
Prestbakka til að láta gifta sig.
Þá var einnig nokkuð um að
jeppabifreiðir festu sig á sand-
inum og reyndum við að hjálpa
þeim, eftir föngum.
— Fólkið var náttúrlega orðið
dálítið þreytt, þegar við komum
I bæinn kl. 11 á mánudagskvöld-
ið, sagði Úlfar, — en allir voru
ánægðir og höfðu a orði að fara
í aðra Öræfaferð næsta ár.
FARIÐ TIL HORNAFJARÐAR
Bílar Guðmundar Jónassonar
fóru alla leið til Hornafjarðar.
Með þeim voru 65 manns, og
sagði Guðmundur að það væri
færra, en í undanfömum Öræfa-
ferðum hans um páskana.
— Þetta gekk allt saman vel
hjá okkur, með hjálp góðra
manna, sagði Guðmundur og
bætti því við, að veðrið hefði
Framhald á bls. 14
Prófessor Hanh.
Bandarískur prófessor flytur:
Fyrirlestur um
kennslutækni
— í Hagaskóla í kvöld
PRÓFESSOR Walter Hanh
frá háskólanum í Utah í
Bandaríkjunum, flytur fyrir-
lestur um kennslufyrirkomu-
lag í Hagaskóla í kvöld (mið-
vikudag) kl. 20.30. A ensku
heita atriði þau, er hann f jall-
ar um, „Team teaching“ og
„Flexible sceduling“. Fyrir-
lesturinn er haldinn á vegum
Kennslutækni og er öllum
heimill aðgangur.
Walter Hanh er prófessor
í menntamálum við Utah-há-
skólann og hcfur sérhæft sig
í samanburði á menntakerfum
(Comparative education).
Hann hlaut doktorsgráðu í
þeirri grein árið 1950.
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins átti strutt samtal við próf-
©ssor Hamh, og sagði hann að
nafn sérgreinar hans lýsti
nokkuð nákvæmlega í hverju
hún væri fólgin, en út frá
henni hefðu sprottið ýmsar
aðrar greánar, þaniniig að hún
næði yfir rnjög stórt svið. Sam
anbufðarfræðinigur, ef nota
má það orí>, kynn.ir sér mjög
nákvæmlega menntafcerfi ým-
issa landa, sér hvaða atriði
þeirra eru heppileg og kynmir
þau. Prófessor Hanh nefndi
sem dæmi um áranigur samam-
burðarfræðinnar smábama-
skóliamia í Bamdairílkjumjum,
sem þar eru nefndir „Kinder-
garten" og eru þýzkir að upp-
runa eins og nafnið ber með
sér. Hér er þó mjög stiklað á
stóru og starfssviðinu hvergi
nærri gerð tæmandi skil.
Prófessor Hamh hefur flutt
fjölmarga fyrirles'tra í Banda-
ríkjunum, Þýzkalandi og
Frakklandi. Hamm hefur einn-
ig skrifað margar greinar í
menntamálatímarit í þessum
löndum, og hlutar tveggja
bóka, sem hanm hefur skrifað
um menntamál, hafa fjallað
um samanburðarfræði.
Á afladegi í Eyjum.
Ljósm.: Sigurgeir.
Hilmar á Sæbjörgu
1300 tonn á land bezta
vertíðardaginn í Eyjum
1300 tonnum. Aðra undan-
gengna daga hefur aflinn ver
ið þaðan af minni. — Mikil
vinna var þó í frystihúsun-
uim í Eyjum um páskana og
unnið fram undir morgun að
faranótt föstudagsins langa
og páskadags.
Flestir Eyjabáta eru á net-
um og hefur mikil tröð verið
á sumum veiðisvæðum og
kapp oft meira en forsjá í
lagningu neta, en það er eins
og einn Eyjaskipstjórinn
sagði: „Það kastast ef til vill
í kekki í baráttunni á miðun-
um, en 'um síðiir er það laiðieiinis
til þess að akerpa kærleik-
ann“.
páskarnir óvenju snemma og
þorskurinn efcki genginn á
grunnmið vegna skorts á æti
að því er margir skipstjórar
telja, enda hefur svo að segja
hver loðnutittur verið ausinn
upp á austurmiðunum og eng-
inn loðna sést við Eyjar úr
þeim loðnugöngum sem kom
ið hafa að Suðurlandinu. Hins
vegar hefur þorskafli togara
verið mjög góður í djúpkant
inum út af Suðurlandi.
Bezti afladagurinn á vertíð
inni í Eyjum var á skírdag,
en þá var landað þar tæplega
AFLI Eyjabáta hefur verið
misjafn að undanfömu og
frekar tregur. Þó hefur komið
dagur og dagur þar sem bátar
hafa sett í ’ann. Það var dá-
góður afli, sem aflaklóin og
aflakóngurinn Hilmar Rós-
mundsson á Sæbjörgu VE
fékk á skírdag, en hann varð
að tvísækja um daginn á báti
sínum, sem ber 66 tonn «g
aflinn í netin eftir daginn var
alls 95 tonn.
Ekki varð mikið úr páska-
hrotu við Eyjar um þessa
páska miðað við oft áður, enda
Bíóin
halda
áfram
SVO SEM fram hefur komið í
blöðum sögðu kvikmyndahús, er
í einkaeign em, upp öllu starfs-
fólki sínu frá og með 1. apríl
1970.
Uppsögn þessi var vegna erfið
leifca bíóanna eftir gengislækk-
anáimiar 1967 og 1968, miiamkamidi
aðsóknar eftir tilkomu sjónvarps
og óeðflilega hárra beinna skatta,
skemmtanasikatts og sætagjalds.
Forsvarsmenn bíóanna hafa á
undanförnum mánuðum rætt við
forráðamenn ríkis og borgar um
mðurfellingu eða verulega lækk
un ofangreindra skatta, og hef-
ur nú verið tjáð að frumvarp
þessu að lútandi verði lagt fyrir
Alþingi í þessari viku.
í trausti þess að frumvarp
þetta nái samþykki hæstv. Al-
þingis þegar í þessum mánuði,
og að borgaryfirvöld fallist á nið
urfellingu sætagjalds eða veru-
lega lækkun þess, hafa bíóin
ákveðið að halda áfram rekstri
sínium aprílimániuð. Austiurbæj-
arbíó, — Gamla bíó, — Hafnar-
bíó, — Nýja bíó, — Stjörnubíó.
— Kambódía
Framhald af bls. 1
35.000 manna hea- Kambódíu-
stjórrnar mundi reynasit erfitt að
standast 40.000 manna her Norð-
ur-Víetnama snúninig, en benti á
að her Kambódíu yrði efldur og
að ekki mætti gleyma því að í
Kambódíu byggju sjö milljónir
manma sem væru víð öllu búnir.
Mikil óvissa hefur ríkt í
Kambódíu undanfama daga
vegna þess að herlið Norðuir-
Víetnama og Viet Cong hiafa hiaft
sig töluvert í frammi og ekki
sízt stuðninigsmenn Sihanouks
fursita, sem hafa efnt til óeirða.
Að sögin ferðamaimna hafa hundr-
uð manina beðið bana eða særzt
í óeirðumum, og er nú sitjómar-
herlið á verði á órólegaista staðn-
um, í Konpong Cham, 80 km
nor'ðaustan við höfuðbongiima, þar
sem minnst 50 mannis munu
hafa beðdð bama.
Að sögn ríkisstjórnariinnar hef-
ur herlið Norður-Víetnaimig ráð-
izt á sitjómarstöðvar í sex héruð-
um undiamfarma fjóra sólarhringa.
1 tilkynnámgu frá stjórninni segir
að hierliðið sæki fram í tveimur
fylkingum um héraðið Stung
Treng fré Laos og auk þeiss siæki
fram 3'00 manna sveit í héruðun-
um á lamdamærum Víetnam. 1
gær voru fremstu framvarða-
sveitirniar kominar a@ bæoum
Neak Lyong við Mekong-fljót
Fullyrt var í stjómartilkymnimg-
unni að hersveitir Viet Cong
væru í innan við 50 km fjarlægð
frá höfudlborgimni og að ástandið
væri alvarlegt, ein hins vegar ef-
a®t útlendingar um að stjómin
sé í hætitu. Þeir búasit aðeinis við
sikipulögðum uppþotum og óeirð-
um í sveitaihéruðu.m til stuðmings
þeim öflum er fylgja Sihanouk
að málum og vilja fylgja áskor-
uinium furstans u:m að gera upp-
reisn gegn 3tjórninni.
Sihanouk fursti réðst harðlega
á nýju valdhafana í dag í bréfi
er haran sendi kambódiískum stúd
eratum í Moskvu og sagði, að
'sósíálíakiir og fraimfarasinniaðir
þjóðernisisinnar rnuindu bráðlega
frelsa þjóðina með vopnum und-
an yfirráðum svikara og mála-
liða þeirra. Hann saigði, að harka-
legri meðferð er stuðninigsmenn
hans hefðu sætt, yrði hefnt.
í New York sagði Kosalak,
hinn nýji siendiherra Kambódíu
hjá Sameinuðu þjóðunum, að
hann mundi fara þesis á leit við
Öryggisráðið að það stuðlaði að
því að Kamibódía yrði frelsuð
undam hemámisliði Norður-Víet-
nama og Viet Cong. Hanin sagði
hins vegar að Kambódíuistjóm
rnumdi ekki að svo stöddu fara
þess á leit að Öryggisrá'ðið kiæmi
saimain til að fjalla um málið.
Hamn sagði, að fráfarandi sendi-
herra, Huot Sambatlh, hefði ver-
ið leystur frá störfum og kivaðst
mundiu leggja fyrir U Thant
skýrslu um ástandið á laradamær
um Kambódíu, þar sem hann
sagði að herlið Norðuir- og Suð-
ur-Víetnama hefðu gert nokkrar
árásir á kambódískar stö’ðvar.
Haran nieitaði að svara því hvort
hierlið Suður-Víetraama og Bamda
ríkjamanina hetfði að undanförmu
veitt Kambódíumönnrum aðBtoð
í baráttunni gegn Norður-Víet-
nömum, og haiin kvaðst ekki vita
til þess að Suður-Víetraamar eða
Bandaríkjamenn hetfðu sótt iran
í Kambódíu siðan valdiaskiptin
udðu í Kamoódíu 18. marz.
Innbrot
um
páskana
ALLMIKIÐ var um innbrot um
páskahátíðina, en þó mun hvergi
hafa verið um neitt stórvægi-
legt að ræða. Brotin var m.a.
rúða í Heimilismarkaðinum við
Suðurlandsbraut og voru smá-
böm, sem það gerðu til þess að
nálgast páskaegg í glugganum.
Svo lágir voru hnokkarnir í loft-
inu að þeir urðu að fá sér stærri
stráka til aðstoðar við að ná í
eggin — og þá komst allt upp.
Á föstudaginn langa var brot-
Framhald á bls. 19