Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 16
16 MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1370 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttasljóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. VERÐLAGSHÖFTIN NEYTENDUM ÓHAGSTÆÐ ¥ ræðu, sem Einar Ágústs- son, varaformaður Fram- sóknarflokksins, flutti á Al- þingi skömmu fyrir jól, gerði hann einkar glögga grein fyrir því, hvernig verðlags- ákvæði geta beinlínis valdið hærra vöruverði til neytenda en ella. Þingmaðurinn nefndi sem dæmi sölu á ákveðinni mjöltegund og sýndi fram á, að kaupmaður, sem gerir hag stæð innkaup með því að kaupa verulegt magn í einu og vigta það sjálfur í smærri einingar, fær minna í sinn híut en kaupmaður, sem kaupir vöruna pakkaða. í fyrrnefnda tilvikinu kostar ákveðin eining af mjöl- inu kr. 20.60 til neytandans og af þeirri upphæð fær kaupmaðurinn í sinn hlut kr. 3,68. í síðara tilvikinu verður neytandinn að greiða kr. 28.70 fyrir sömu einingu af mjöli þessu og kaupmaður- inn fær í sinn hlut kr. 4.80. Þetta dæmi sýnir hvemig kaupmanni, sem vill gera hagstæð innkaup og láta við- „ skiptavininn njóta hagstæð- ara vöruverðs er beinlínis refsað. Verðlagsákvæðin stuðla að því, að kaupmað- urinn hefur á boðstólum þá vöru, sem gefur honum meira í sinn hlut og minni fyrir- höfn, en kostar viðskiptavin- inn mun meira. Auðvelt er að nefna fjöl- mörg önnur dæmi, sem sýna, að neytandinn er beinlínis hlunnfarinn vegna þeirra verðlagsákvæða, sem í gildi eru. Þau leiða til þess, að verzlunin fær lægri álagn- ingu, ef hún gerir hagstæð innkaup og þegar svo er í pottinn búið er skiljanlegt, að verzlunin leggi sig ekki fram um að gera slík innkaup, sem oft kosta mikla fyrirhöfn. Þrátt fyrir þá staðreynd, að núgildandi verðlagsákvæði eru neytendum óhagstæð eru ákveðnir hópar í okkar þjóð- félagi, sem ríghalda enn í verðlagsákvæðin sem ein- hverja vörn fyrir almenning gagnvart of háu verðlagi. Þetta er úrelt afstaða og á al- gjörum misskilningi byggð, enda hafa t.d. jafnaðarmenn á hinum Norðurlöndunum hafnað verðlagshöftum. Það er helber blekkingar- starfsemi að halda því fram, að neytendum á íslandi hafi verið greiði gerður með því að fella verðgæzlufrv., sem lagt var fyrir Alþingi skömmu fyrir jól. Með því að fella það frv. er stuðlað að áframhaldandi óhagstæðum innkaupum, hærra vöruverði fyrir neytendur og lakari af- komu verzlunarinnar. Þeir menn, sem að slíku standa, hafa annað hvort gerzt sekir um tækifærismeonsku eða argasta afturhald. Allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins voru fylgjandi verðgæzlu- frumvarpinu í trausti þess, að það mundi bæta hag verzlun- arinnar og tryggja neytend- um hagstæðara vöruverð. Framsóknarmenn voru hins vegar staðnir að hreinni tæki- færismennsku og því miður kom í ljós, að einstakir for- ystumenn Alþýðuflokksins halda enn fast við úrelt sjón- armið í þessum efnum. VR vill frjálsa verðmyndun ¥ aunþegar í verzlunarstétt eru einn stærsti starfs- hópurinn innan verkalýðs- siamtakanna og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur er eitt stærsta verkalýðBfélag landsins. Það gefur auga leið, að launþegar í verzlunarstétt hafa náin kvnni af starfsað- stöðu verzlunarinnar og af- komu hennar. Jafnframt eru hagsmunir þeirra hinir sömu og annarra launþega í land- inu og neytenda yfirleitt. í ljósi þessa er fróðlegt að kynnast því, hver af- staða V erzlunarmannaf élags Reykjavíkur er til verðlags- málanna. Á fimdi, sem Kaup- mannasamtök íslands efndu til snemma í marzmánuði sl., flutti Guðmundur H. Garð- arsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og miðstjórnarmaður í Alþýðu- sambandi íslands, ræðu, þar sem hann lýsti afstöðu laun- þega í verzlunarstétt til verð- lagsmálanna. Formaður VR lýsti því yfir, að hann hefði greitt atkvæði með stuðningi við verðgæzlu- frumvarpið, er það kom til umræðu í miðstjórn ASÍ, og hann tók það jafnframt af- dráttarlaust fram, að Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur væri fylgjandi frjálsri verð- myndun í landinu. Þessi af- staða launþega í verzlunar- stétt er afar athyglisverð. Þeir hafa sömu hagsmuna að gaeta og aðrir launþegar í landinu, en þeir hafa jafn- framt þá sérstöðu að þekkja betur starfshætti verzlunar- innar en flestir aðrir. Á grundvelli þeirrar sérþekk- ingar og með hliðsjón af eig- in hagsmunum lýsa þeir stuðningi við frjálsa verð- myndun. ■cser ÞAÐ ERI mu MARGT r ; \ L. A v. VOPNIN KVÖDD? EFTIR OLA TYNES AFVOPNUNARVIÐRÆÐUR milli Rússa og Bandarílkjamanna hafa vakið verð- skuldaða athygli víðast hvar, en kannski minni en efni standa til íhér á íslandi. Flestum er þó kunnugt um að með við- ræðunum vilja stórveldin leitast við að takmarka kjarnorkuvígbúnaðarkapp- hlaupið, sem er komið á ótrúlegt stig. I>að er sjálfsagt að eimhverju leyti friðarvilji þessara aðila, sem gert hefur þessar löngu tímabæru viðræður að veruleika, en lí'klega er það nú buddan, sem hefur hvað mest áhrif. Þessi lönd ráða yfir nægum kjarnorkuvopnum til að eyða hvort öðru, ekki bara einu sinni heldur margsinnis. Og fram- leiðsla þessara vopna hefur að vomum kostað lygilegar fjár'hæðir. Þegar nú kapphlaupið er að komast á nýtt stig, sem talið er að geti kostað jafn mikið og öll hergagnaframleiðsla frá stríðslok- um, finnst báðum aðilum kominn tími til að reyna að sernja. Það hefur verið svo frá upphafi að í kjölfar uppfinningar nýs vopns hefur fylgt vörn gegn þessu vopni, samanber þegar skjöldurinn var tekinn upp gegn bareflinu. Munurinn er sá að skildir nú- tímans kosta heldur meira en til forna. Um langt skeið voru langdrægar eld- flaugar helztu vopn stórveldanna, hinir svonefndu ICBM (Intercontinental Ball- istic Missiles), en þekn má skjóta af milkilli nálkvæmni milli heimsálfa. Þá voru fundnar upp gagneldflaugar, ABM (Anti Ballistic Missiles), sem áttu að eyða heimisálfuflaugunum áður en þær hittu skotmark sitt. Það er m.a. kerfi slíkra eldflauga, sem stórveldin tvö vilja komast hjá að smiða, því þau munu kosta ofboðslegar fjárihæðir. Bæði eru þau þó byrjuð, en í mjög smáum stíl miðað við það, sem gæti orðið, ef ekki næst samkomulag. En það var ekki fyrr búið að finna upp gagneldflaugarnar en þær voru orðnar úreltar að miklu leyti og það var enn nýtt vopnakerfi, sem olli því, hið svonefnda MIRV (Multiple Inde- pendently Targeted Re-entry Vehicle). Þetta nafn er nokkuð erfitt að þýða á íslenzku og ég læt mér því nægja að lýsa því í stórum dráttum. Hugmyndin er í rauninni einföld. í staðinn fyrir eina vetnissprengju er komið fyrir möngum, allt að tuttugu, í einni og sömu burðarflauginmi. Ef gera skal árás, er burðarflauginni skotið út fyrir gufuhvolf jarðar, og á hálf- gerðri braut umhverfis jörðu, stefnir hún að skotmarki sínu á ofsahraða. Löngu áður en ihún kemur að skotmark- inu, opnast hún og vetnissprengjurnar tuttugu halda hver sína leið, að mis- munandi skotmörkum. Ef um stórt og mikilvægt sikotmark er að ræða, er auð- vitað hægt að senda þær allar á eitt og um leið fara af stað alls konar trufl- unarkerfi, sem eiga að rugla ratsjár óvinanna. Fjöldi sprengjanna og trufl- unarkerfið gera það að verkum að ólík- legt er að gagneldflaugunum takist að ráða niðurlögum allra sprengjanna. Bæði Rússar og Bandarílkjamenn vi-nna nú að endurbótum á eldri heimsálfu- flaugum, í því skyni að fjölga sprengj- unurn sem þær geta borið. En því fer fjarri að þarna sé allt upp- talið. Enn nýrra vopnakerfi gengur und- ir nafninu FOBS (Fractional Orbiting Bombardment System), og er jafnvel enn ægilegra en þau, sem að framari er lýst. Það er hálfgerð geimstöð — mannlaus að vísu — sem skotið er á braut um- hverfis jörðu, og látin vera þar unz stríð brýzt út, þá er hægt að beina henni að óvinalandinu og sikjóta að því tugum eldflauga, sem allar flytja með sér tíu til tuttugu vetnissprengjur. Einn „kosturinn“ við þetta kerfi er, að braut þess yrði lægri en braut ICBM-flaug- anna, og því yrði viðvörunartíminn skemmri, ef það væri notað til skyndi- árásar. Hér er ekki talið nema örlítið brot af þeim gjöreyðingarvopnum, sem stór- veldin tvö annað hvort eiga þegar, eða eru að gera tilraunir með. Því hljóta menm um allan heim að fylgjast af áhuga með afvopnunarviðræðum þeirra, og vona að samkomulag náist sem allra fyrst. Aðalfimdur kjördæmisráðs — í Reykjaneskjördæmi AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes kjördæmi var haldinn í Aðalveri í Keflavík sl. laugardag. Fundurinn hófst kl. 10 f.h. með því að formaður, Oddur Andrés- son, á Hálsi kvaddi til fundar- stjóra Alfreð Gíslason, bæjar- fógeta og Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóra og fundarritara, þá Zakarias Hjartarson og Ellert Eiríksson báða úr Keflavík. Síðan minntist formaður þeirra Ólafs Bjarnasonar bónda í Brautarholti, Guðmundar Guð muinids'somsir igpair'iigjóiðisstljióiria i Keflavík og Péturs Benedikts- sonar alþingismanns er var þriðji þingmaður Reykjaneskjördæmis. Fundarfólk heiðraði minningu þessara mætu manna með því að rísa úr sætum. Að því loknu hélt formaður setningarræðu sinni áfram og kom víða við í glöggu miáli. Hófust síðan aðalfundarstörf með ítarlegri s'kýrslu ritara kjör dæmisráðsstjórnar, Kristj áns Guðlaugssonar bæjarfuílltrúa. ■— Reikninga flutti frú Sigríður Gísladóttir í Kópavogi, gjald- keri kjördæmisráðs. Síðan fóru fram umræður um skýrslur stjórnar, en kl. 11,45 héldu fulltrúar á Málverkasýn- ingu þá er kjördæmisráð gekkst fyrir á verkum Helga S. Jónsson ar. Fundarstjóri Alfreð Gíslason, bæjarfógeti opnaði sýninguna, en síðan ávörpuðu alþingismenn irnir Mattihías Á. Mathiesen og Sverrir Júlíusson, Helga S. Jóns son og þökkuðu stjórn kjördæm isráðs fyrir að efna til sýningar á verkuim þessa fjöllhæfa bar- áttumanns flokksins. Nutu kjördæmisráðsfulltrúar sýningarinnar vel og þöikkuðu Helga S. Jónssyni með því að hylla hann með ferföldu húrra- hrópi. Að loknu matarhléi hélt fundurinn síðan áfram. Ólafur G. Einarsson, sveitar- stjóri lýsti tillögum laga og sikipu lagsnefndar og Atli Kristjánsson tillögum til lagabreytinga er hann og Benedikt Guðbjartsson stóðu að. Fjölmargir tóklu til máls og verður nú unnið úr margs konár tiilögum til lagabreytinga og skipulags, er síðar verður sent hinum ýmsu deildum flokks- skipulagsins í kjördæminu, til frekari athugunar. Mattlhias Sveinsson, sveitar- stjóri hélt ítarlegt erindi uim kosningarnar í vor og undirbún- ing þeirra. Að loknum kosning- um á stjórn, varastjórn og floklks ráðsmönnuim, héldu uimræður enn áfram og tóku þátt í þeim alþingismenn kjördæmisins og fjölmargir aðrir fulltrúar. Formaður var endurkosinn Oddur Andrésson. Meðstjórnend ur, Sigríður Gísladóttir, Jóhann Petersen, Jósep Borgarsson og Steinþór Júlíusson. I variaislltjórn vomu kiosim, Jak- obína Mathiesen, Sesselja Magn úsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Pétur Jónsson, Atli Kristjáns- son. í flokksráð voru kosnir, Egg- ert fsaksson, Sigurður Helgason, Árni Þorgrímsson, Snæbjörn Ás- geirsson og Finnbogi Björnsson, sem jafnframt eru formenn fuíll trúaráðanna í kjördæminu. Frú Jóhanna Sigurðardóttir í Grindavík og Kristján Guðlaugs son í Keflavík er setið hafa í stjórn Kjördæimisráðs, báðust eindregið undan endurkosningu og voru þeim þöklkuð framúr- skarandi vel unnin störf í stjórn inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.