Morgunblaðið - 23.04.1970, Page 1
BLAÐ II
23. apríl 1970
í grennd við gufunnar afl
Staður — þar safnast nú Grind víkingar til feðra sinna.
Næsti nágranni Staðarklerks
í Bergskoti, var einbúi, öldung-
urinn Sturlaugur Jónsson, ekkju
maður 73 ára. Síra Þorvaldur
letrar lífsstöðu hans á latínu:
Sui juris (sjálfs sín). Honum er
farin að förlast sýn, sér ekki á
bók, en hann er „við veg að sér‘“,
„ekki óráðvandur.“
G. Br. skrifar
Staðarhverfið stendur autt —
Staðhverfingar dansa.
Nei, nei — þetta er ekki upp-
haf kveðskapar þrátt fyrir þess
ar stuðluðu setningar. í
óbundnu máli verður hér sagt
frá einföldum staðreyndum. Það
verður sagt frá örlitlum hluta af
íslandi og íslendingum, eins og
þetta tvennt kemur fyrir sjónir
á yfirstandandi atom-öld. — Og
okoðandi þessar staðreyndir
skulum við:
1. Horfa til baka eins og eina
öld aftur í tímann.
2. Líta í kringum okkur í dag.
3. Reynia að Skyggnast eitt-
hvað inn í óvissu framtiðar-
innar.
—O—
Staðarhverfið liggur vestast
þeirra þriggja bæjarhverfa, sem
mynduðu aðalbyggðina í Grinda
vík. Meðan lífið í Staðarhverf-
inu hefur fjarað út og það
eyðzt af fólki fyrir fullt og allt,
hefur byggðin í hinum hverf-
unum tveim, sem kennd eru við
þær heiðurskvinnur Þórkötlu og
Járngerði eflzt og blómgazt svo
að þar er nú orðin ein þrótt-
mesta útróðrarstöð landsmanna.
Ekki skal hér gerð tilraun til
að rekja orsakir þessarar „þró-
unar“. En við skulum aka rak-
leiðis gegnum byggðina, þar sem
lífið fossar í sínum mörgu far-
vegum og halda áleiðis út með
sjónum þar sem lífið hefur svo
að segja sagt stopp, engin hrær
ing sést nema soltinn hrafn
uppi á hrauni, nokkrar kindur á
beit, fáeinir sjófugiair í leit að
æti út með ströndinni. Hér skul-
um við nema staðar.
Við tökum okkur gönguferð
um þetta mannauða hverfi. Þá er
ekki úr vegi að láta hugann
reika eins og rúm hundrað ár
til baka og sjá hvernig hér var
umhorfs þá. fbúarnir voru að
vísu ekki nema um hálft hundr-
að en talsvert fleiri yfir vertíð-
ina þegar útróðrarmennirnir
voru allir komnir í sín rúm. Hér
eru þá 7 heimili, jarðir ogþurra-
búðir. —
Á stað munu búa prestshjón-
in síra Þorvaldur Böðvarsson
Þorvaldssonar sálmaskálds í
Holti og maddama Sigríður Snæ
bjarnardóttir prests að Ofanleiti.
Þau voru afi og amma Haralds
Böðvarssonar á Akranesi. Síra
Þorvaldi er svo lýst, að hann
hafi verið höfðinglegur maður.
Fór þar saman sjón og reynd.
Hann var framfaramaður í and-
legum efnum, einnig á hinu
verklega sviði. Hann var maður
kröfur til þess opinbera. Þá
gerði hið opinbera kröfur til
hennar og þær ekki billegar.
Góðan vitnisburð gefur síra
Þorvaldur sóknarbörnum sínum
í Staðarhverfi. Þau eru öll
„sæmilega" eða „dável“ lesandi
og í hegðan sinni eru þau „skikk
anleg“, „siðferðisgóð" og ráð-
vönd.
í Móakoti bjó Kristrún Jóns-
dóttir með tvö börn sín, ekkja
eftir Pétur Vigfússon, sem dó úr
holdsveiki innan við fertugt,
viku fyrir jól 1859. Hjá Margréti
eru 4 börn hennar 13—18 ára.
Hún hafði vinnumann og hús-
konu.
f þurrabúðinni Litla-Gerði bjó
Jón Jónsson með konu sinni Vil-
borgu Einarsdóttur og tveim son
um þeirra, Jóni og JóhannesiVil
hjálmi. Niður við sjóinn í þurra
búðinni Kvíadal bjuggu barn-
laus hjón bæði 54ra ára, Árni
Árnason og Guðrún Guðmunds-
dóttir.
Á staðhverfingamóti — heiffursfélagarnir Guðsteinn frá Húsa-
tóftum og Magnús frá Móakoti.
Á Húsatóftum voru 15 manns
í heimili. Þar réð fyrir búi Val-
gerður Guðmundsdóttir, ekkja
Jóns Sæmundssonar, sem dó úr
taksótt vorið 1863. Valgerður
var seinni kona Jóns. Synir hans
af fyrra hjónabandi voru Einar
í Garðhúsum og Sæmundur á
Járngerðarstöðum faðir dr.
Bjarna fiskifræðings og Mar-
grétar konu Tómasar á Járn-
gerðarstöðum. Þau Valgerður
og Jón voru gefin saman í
heimahúsum 6. desember 1856.
Þá var hann 58 ára en brúður
inn 32, en hún fékk líka hálfar
Húsatóftir í morgungjöf. Börn
hjálpfús og gestrisinn, rausnar-
legur og gaf fátækum stórgjafir.
Þorvaldur prestur var ræðu-
maður í meðallagi, framburður-
inn skýr og snjall, stundaði öll
sín störf af alúð og skyldu-
rækni, lét sér annt um sjúka og
vanheila. Hann var vinur bama
og unglinga og framkvæmdi
aldrei fermingar óklökkur. Síra
Þorvaldur var skrifari ágætur
og öll færsla embættisbóka til
mikillar fyrirmyndar.
Síra Þorvaldur Böðvarsson
byggði upp Staðarkirkju. Var
hún fyrsta timburkirkjan í
Grindavík, hið stæðilegasta hús
„með tvöföldu timburþaki sett á
staðgóðum grunnmúr og í alla
staði rammbyggilegt. í öllu til-
liti er frá þessari kirkju, sem þó
er bláfátæk, vandlega gengið fyr
ir hvað Beneficiarius (staðarhald
arinn, sr. Þorvaldur) á mestu
þakkir skilið,“ segir í vísitazíu-
gerð árið eftir að kirkjan var
byggð. Átta árum síðar fluttist
síra Þorvaldur frá Stað að
Saurbæ á Hvalfj arðarströnd.
Þá skuldaði kirkjan honum 472
ríkisdali, ,,sem eftir lögunum
burt falla“ segir í úttektargerð-
inni. Þá var embættismannastétt
in ekki farin að gera sínar „skil
yrðislausu,“ „ófrávíkj anlegu"
steinisótt 36 ára gaamailil sumaa'ið
1857. Hjá henni er vinnumaður
og húskona, Neríður Hafliðadótt
ir með unga dóttur sína.
í Stóra-Gerffi bjó önnur ekkja,
Margrét Jónsdóttir. Maður henn
ar, Björn Vernharðsson, lézt úr
Gamli bærinn á Staff.
Jóns og Valgerðar voru að
minnsta kosti 3, sem upp kom-
ust: Guðjón varð úti á Strandar
heiði, Jósef, ætlaði að læra en
varð ekki af og Guðbjörg kona
Árna á Grund. — Ekki giftist
Valgerður aftur eftir lát Jóns,
þótt hún væri þá innan við fer
tugt. Hún bjó ætíð á Húsa-
tóftum og hafði jafnan mann-
margt. Síðasta árið, sem hún
lifði voru þar 12 manns. Valgerð
ur andaðist 12. desember 1885
— þá orðin blind og limafalls-
sjúk — svo ekki fór hún var-
hluta af andstreymi lífsins — og
var grafin í Staðarkirkjugarði
þrem dögum fyrir jól.
Eyffihýli í Staffarhverfi.
Merki. Of langt mál væri það
að telja hér upp alla þá, sem
komið hafa við stjórn og for-
ustu félagsins. Um formann hef-
ur verið skipt árlega en þau
Anna og Einar hafa setið í
stjórn alla tíð. Af starfi félags-
ins er það helzt að segja, að ár-
lega hafa verið haldin þorra-
blót með fjölbreyttri skemmti-
skrá sem félagsmenn hafa sjálf
ir samið og séð um að mestu.
Síðan hefur verið dansað af
miklu fjöri fram eftir nóttu.
Stundum eru haldnir skemmti-
fundir á haustin. Var þá aldurs
forseti hvers fundar heiðraður,
honum færð blóm og hugheilar
heillaóskir um fagurt og bjart
ævikvöld. Skemmtiferðir hefur
félagið farið flest sumur, stund
um austur fyrir Fjall, en oftast
hefur leiðin legið suður í Staðar
hverfið til að líta á fornar stöðv-
ar og rifja upp kærar minning-
ar frá bernsku- og æskuárum.
Ekki er ótrúlegt að þá hafi
jafnan vaknað í brjósti þær til-
Framhald á bls. 15
Þá er lokið þessu manntali í
Staðarhverfi fyrir einni öld. Eft
ir það fjölgaði býlum þar nokk-
uð, t.d. var um tíma þríbýli í
Bergskoti. Guðsteinn frá Húsa-
tóftum segir að 1915—16 hafi
heimilin í Staðarhverfi verið
einna flest, en fór verulega að
fækka upp úr 1920ö Raituweiriu-
legur flótti hófst samt ekki fyrr
en á 4. áratugnum og hélt áfram
Síðustu prestshjónin á Staff, Þór unn Þórffardóttir og sr. Brynj- þar til Gamalíel Jónsson á Stað
ólfur Magnússson d. 1947. fannst látinn heima hjá sér
þann 4. marz 1964. Með honum
féll síðasti íbúi Stðarhverfisins
í valinn.
—O—
En þótt sögu byggðarinnar í
Staðarhverfinu væri lokið að
minnsta kosti í bili hélt saga
Staðhverfinganna áfram. —
Tveim árum áður en síðasti
íbúi Staðarhverfisins lézt, höfðu
þeir myndað með sér félag. Fé-
lagið þeirra, sem hlaut nafnið
Átthagafélag Staðhverfinga var
stofnað á þorrafagnaði í Aðal-
veri i Keflavík 10. febrúar 1962.
Fyrsti formaður þess varKrist-
inn Reyr en aðrir í stjórn þess
voru Anna Vilmundardóttir frá
Löndum og Einar Einarsson frá