Morgunblaðið - 01.05.1970, Blaðsíða 13
MORGUNÐLAÐIÐ, FOSTUDAGUR .. MAÍ 1070
13
•v* ■ . H wftj
1. maí — hátíðisdagur verkalýösins
ið þegar okkur hefur lánast að
halda pólitík utan við málið.
Almennur verkamaður á erf-
itt í dag og stjórn Verkamanna
ist leitast við að halda okkur
óánægðum, þvi meðan við er-
um það eru þeir vissir um að
halda völdum í félaginu. Und-
ir pólitísku flaggi er fé félags
inis, í stónum stíl varið tii póli-
tískra aðgerða og í okkarnafni
eru samúðarkveðjur sendar til
manna sem vinna hseði þjóð-
inni í heild og sjálfum sér
ógagn og skömm. Hitt er ann-
að mál að allir sem í landinu
búa eiga að búa við sem bezt
kjör, en við eigum ekki að láta
sóa stórum fúlgum í pólitíslc-
an málstað, heldur styðja þá
sem vilja vinna og læra til þess
að gera þjóðinni gagn.
Um borgarmálin segir Karl,
að við vitum hvað við höfum,
en ekki hvað við fáum, er
sundruð öfl ná þar meirihluta.
— í þessu sambandi langar
mig til að koma á framfæri
þeirri skoðun minni að mjög
væri athugandi fyrir borgina
að kaupa svo sem tvö skip,
sem yrðu síðan notuð til þess
að gefa unglingspiltum kost á
að kynnast þeirri atvinnugrein,
sem er aðaltekjulind þjóðarinn
ar.
Að lokum vil ég segja að ég
tel að öll þjónusta í borginni sé
svo góð að allir megi vel við
una og gjöld til borgarinnar
miðað við veitta þjónustu mjög
sanngjörn.
Ágúst Geirsson, formaður
félags íslenzkra símamanna;
Opinberum starf smönn
um ber leiðrétting mála
Magnús Guðmundss. form. Mat-
sveinafél. Sjóm.samb. Islands:
Kaup verður að hækka
„Við verðum að gera okkur
ljóst, að eitthvert raunhæft
átak verður nú að koma til —
nú þegar dýrtíðin er eins og
hún er, og all flest félagasam-
tök launþega hafa sagt
upp samningum," segir Magnús
Guðmimdsson, formaður Mat-
Magnús Guðmundsson.
sveinafélags sjómannasam-
bands íslands. „Enginn vafi
leikur á því, að kaupgjald verð
ur að hækka, eða þá að verð-
lagi verði haldið niðri í sam-
ræmi við raunhæfar kjarabæt-
ur, til að bæta hag vinnandi
fólks.
Annars lít ég björtum aug-
um á framtíðina; það gerir
blessaður þorskurinn. Afla-
brögðin undanfarið - hljóta að
skapa jafnvægi í þessum mál-
um. Nú getur allt vinnufært
fólk, sem á annað borð vill
vinna, fengið næga atvinnu og
tryggj a þarf áframhald á þvL
Auðvitað er æskilegast, að við
getum lifað á lágmarkslaunum
okkar, og þurfum ekki að taka
að okkur svo og svo mikla eft-
irvinnu til að eiga fyrir brýn-
ustu nauðsynjum. Með tilliti til
þessa verður að endurskipu-
leggja vinnulöggjöfina og
skattakerfið. Það getur ekki
talizt sanngjarnt, að hið opin-
bera gangi milli bols og höf-
uðs á því fólki, sem nennir að
vinna eftirvinnu.
Ég vil álíta, að nú séum við
komin yfir örðugasta hjallann
í efnahagslífinu, þ.e. ef boginn
verður ekki spenntur um of í
kaupgjaldsmálunum að nýju.
Þetta má þakka góðri sam-
vinnu við stjómvöld landsins
og ekki síðUr því, að forsjón-
in skyldi gefa okkur góða ver-
tíð. En við verðum að læra af
reynslu síðustu ára. Hið opin-
bera verður að hlutast til um,
að fiskveiðar okkar verði
skipulagðar þannig, að í fram-
tíðinni sé ekki hætta á að geng-
ið verði of mikið á einn fiski-
stofn, eins og átti sér t.d. stað
með síldveiðarnar.
Á hátíðisdegi verkalýðsins á
ég þvi þá ósk heitasta, að
nægileg atvinna verði fyrir
alla vinnufæra menn í landinu
í framtíðinni, og að kaupgjald
og verðlag haldist svo í hend-
ur, að ekki sé hætta á nýrri
óðaverðbólgu. Ég vona, að
verkalýðssamtökunum megi
takast að skapa aukið jafnvægi
í efnahagsmálum þjóðarinnar.“
Gústaf Kristiansen, formaður
Sveinafél. pípulagningamanna:
*
Oska samkomulags
Á B ARÁTTUDEGI verkailýðs-
hjreyfingiarkuntar 1. miaí hafa
kjanabætur ag atvinmuiöryggi
verið aða lmiá lið.
Til þ©s8 aið kjanajbætu'r niáiisit
að þeetsu siimnii þarf samtiajkia
átaik allrar verkial ýðihreyfinig -
ariniruair. — Óstoa ég að aaim-
komiulaig verði som fyrst málli
aitviraniuirefaein'da ag laiunlþeiga
áin veukfalla.
Vil ég óstoa öllum laiuinþeg-
um til hiamimgju mietð daginin.
Gústaf Kristiansen.
— Það sem mér er efst í hug
nú, er að á næstunni hljóti
launþegar að fá verulegar
kjarabætur og réttláta hlutdeild
í þeim mikla bata, sem hefur
orðið í efnahagslífi þjóðarinn-
ar undanfama mánuði, en laun
þegar hafa fyrst og fremst orð
ið að ber.a byrðarnar af áföll-
um imdanfarinna ára. Einnig
vil ég undirstrika að ég tel að
opihberum starfsmönnum beri
ekki síður en öðrum launþeg-
um að fá leiðréttingu mála sinna,
en þeir höfðu dregizit aftur úr
áður en erfiðleika tímabilið
hyrjaði og því ástæða til
að leiðrétta þeirra hlut sérstak
lega.
— Það sem nú er efst á baugi
innan BSRB er starfsmat það,
sem unnið hefur verið að á
undanförnum árum og eru
margir orðnir nokkuð langeygir
eftir árangri. Em því margir
sem binda vonir við að það
gefi réttlátari mynd af röðun
starfsheita í launaflokka en
verið hefur, en töluverðrar
óánægju hefur gætt meðal
starfshópa vegna flokka-
röðunarinnar. Ákveðið hefur
verið að næsta bandalagsþing
fari fram í júní og starfsmat-
ið verður aðalmál þingsins og
kemur það til með að marka
stefnu og framhaldið í þeim
málum.
í framhaldi af þessu vil ég
leggja áherzlu á þá kröfu
B.S.R.B. að endurskoðun fari
fram á samningsrétti opinberra
starfsmanna þannig að þeim sé
veittur fullur samningsréttur.
Jafnframt tel ég eðlilegt að
hinum einstöku félögum þeirra
sé veitt meiri sjálfstæð hlut-
deild í samningsréttinum en
nú er.
Vinnutímavandamálið er of-
Sigurður G. Sigurðsson, múrari:
Hagsmunir og
réttur launþega
Hagsmunir og réttur launþega
Þegar íslenzkir launþegar —
að þessu sinni — safnast sam-
an til hátíðahalda 1. maí, er
bj-artar yfir í atvinnu- og efna
hagsmálum en verið hefur síð-
ustu árin. Atvinnuleysið er víð
ast á undanhaldi, verðlag út-
flutnings farið hækkandi og
gjaldeyrisstaðan er orðin hag-
stæð. Allir fögnum við batn-
andi efnahag og vonum að sá
bati verði varanlegur. Útflutn
ingsframleiðslan er líka orðin
fjölbreyttari með nýrri iðju og
með EFTA aðild, má vænta út-
flutnings á framleiðslu smærri
iðngreina.
Þótt fjölþættari útflutningur
sé efnahagsleg nauðsyn verð-
ur sj ávarútvegurinn áreiðan
lega lengst af sá atvinnuvegur-
inn, sem mestan gjaldeyrir gef-
ur og verður hagvöxtur þjóð-
arinnar ekki sízt háður því að
þeim atvinnuvegi vegni vel.
Þess er að minnast er nær
allur sjávaraflinn var fluttur
úr landi sem hráefni og því
verðminni en ella hefði orðið.
Það hefur að vísu breyzt síð-
ustu áratugina, en takmarkið á
að vera að fullvinna allan afl-
ann til meira verðmætis og
aukinnar atvinnu í landinu,
enda mun fiskiðnaðurinn lengst
af verða sú stóriðja sem hentar
fslendingum bezt og með hon-
um á að myndast fjölbreyttari
og verðmeiri framleiðsla sjáv-
arafurða, sem ef til vill gæti
vegið á móti aflabresti og verð
falli.
Byggingariðnaðurinn var sú
atvinnugrein, sem einna mestur
samdráttur varð í síðustu árin
og mun þar hafa valdið að
mestu lánsfjárskortur. Veðlána-
kerfið hefur ekki fullnægt
þeirri lánsfjárþörf, sem hús-
byggingar nú þurfa vegna auk
ins kostnaðar og hins háa verð-
lags.
Með frumvarpi til nýrrar lög
gjafar um Húsnæðismálastofn-
un ríkisins á að bæta að
nokkru úr þeim lánsfjárskorti.
Enda þótt þar sé ákveðin veru
leg hækkun á lánum, sem síð-
ar verði í samræmi við breyt-
ingar á vísitölu byggingar-
kostnaðar, munu mörg atkvæði
hinnar væntanlegu löggjafar
verða umdeild og ekki sízt þau
sem skylda lífeyrissjóði til þess
að kaupa íbúðarlánabréf Hús-
Sigurður G. Signrðsson.
næðismálastjórnarinnar fyrir
25% af ráðstöfunarfé sínu.
Hér er ekki um aukningu á
lánsfé að ræða heldur er ráð-
stöfunarrétturinn tekinn af
hinum einstöku lífeyrissjóðum
og færður til Húsnæðismála-
stjórnarinnar, enda hafa lífeyr
issjóðir til þessa veitt allt sitt
ráðstöfunarfé, sem lán til hús-
bygginga.
Stofnun lífeyrissjóða er veru
leg kjarabót fyrir launþega.
Með þeim er ekki aðeins verið
að tryggja öryggi hinna eldri
heldur og greitt fyrir þeim
sjóðsfélögum, sem byggja sér
eigið húsnæði. Má líka full-
yrða að allur þorri launþega
sem lagt hafa út í bygginga-
framkvæmdir síðustu árin hafi
gert það vegna lífeyrissjóðs-
lánanna. Þótt þau nægðu oft
skammt til greiðslu byggingar-
Ágúst Geirstson.
arlega á haugi í dag og þeir
starfsmenn, sem lengstan
vinnutíma hafa eru mjög
óánægðir. Ég tel að leggjaberi
ríka áherzlu á það í komandi
samningum milli BSRB og rík-
isins að vinnutími þeirra verði
styttur til samræmis við aðra
opinbera starfsmenn.
Að lokum vil ég nota tæki-
færið og senda öllum launþeg-
um beztu kveðjur í tilefni dags
ins.
kostnaðar. Með því að binda
25% af ráðstöfunarfé sjóðanna
er skertur hlutur fjölda laun-
þega, því hver lífeyrissjóður á
að hafa fullan ráðstöfunarrétt
á sínu fé til sjóðsfélaga sinna.
Kröfur og kröfuspjöld setja
sinn svip á hátíðarhöld verka-
lýðsins 1. maí. Þær kröfur mót
ast af kjarabaráttu líðandi
stundar og eru oft breytilegar
frá ári til árs. í dag krefjast
íslenzkir launþegar fyrst og
fremst atvinnuöryggis og kjara
bóta miðað við aukinn hag-
vöxt þjóðarinnar, en þeir krefj
ast líka að réttur þeirra verði
ekki skertur með afskiptum lög-
gjafans og mótmæla því allri
skerðingu á ráðstöfunarfé líf-
eyrissjóða sinna.
Launþegar eiga líka kröfur
til forystumanna sinna ogkrefj
ast þess, að þeir hagi verka-
lýðsbaráttu sinni á raunhæfan
hátt, án stjórnmálalegra áhrifa
og misnoti ekki verkfallsrétt-
inn, því þótt hann sé talinn
helgasti réttur verkalýðsins og
stundum þrautaleiðin til kjara-
bóta enu verkfall oftaBt gkað-
valdur fyrir atvinnulífið og
þeir, sem í verkföllum lenda
bíða fjárhagslegt tjón, sem
seint verður bætt, þrátt fyrir
augnabliks kauphækkun.
Verkföll og verkbönn eru
líka orðnar úreltar aðgerðir til
kaupbreytinga, sem heyra orð
ið fortíðinni til, því þær sam-
rýmast ekki hagsmunum nútím-
ans, enda hefur efnahags-
þróun þeirra landa, sem búið
hafa við varanlegan vinnufrið
orðið meiri en annarra þjóða,
og launþegar þar búið við betri
lífskj ör.
í íslenzku atvinnulífi vantar
samstarfsnefndir atvinnurek-
enda og launþega í hinum ýmsu
starfsgreinum til þess að fylgj
ast með rekstri og hag ásamt
sanngjörnum launagreiðslum.
Störf þeirra gætu orðið marg-
þætt og ætti að skapa gagn-
kvæman skilning á þörfum
beggja aðila. En tillögur þeirra
um réttlátar launagreiðslur
gætu orðið grundvöllur að
k j arasamn in gum.
Það samstarf gæti skapað
varanlegan vinnufrið.
Framhald á bls. 14