Morgunblaðið - 30.05.1970, Síða 15
r
MOROUNBLAÐIÐ, UAUGARDAOUR 3fl. MAÍ 1OT0
15
Hvað eru .rauðsokkar6?
Margir veittu athygli hópi
kvenna, sem gekk á eftir 1. maí
göngunni í ár, og báru þær
Styttu af V'aniusi í broddi fylk-
inigar með áletruninni: „Mann-
eskja, ekki markaðsvara." Flest
ar voru í rauðum sokkum og
báru spjöld, sem á var letrað:
„Vaknaðu kona“ og „Kona, nýttu
mannréttindin." >ar sem ég hef
orðið þess vör, að margir Vissu
ekki, hver tilgangurinn var með
göngu þessari, langar mig til
að kynrna rauðsokkahreyfinguna
með nokkrum orðum. Rauðu
sokkarnir eru tákn, sem konur
víða um lönd nota til að vekja
athygli á réttindabaráttu sinni.
Hreyfing þessi (rauðsokkar)
mun vera hvað öflugust í
Bandaríkjunum og einnig t.d. í
Bretlandi og Danmörku. í Banda
ríkjunum hafa konur gripið til
nokkuð róttækra aðgerða í þess
um efnum. Þær hafa mótmælt
sýningum á kvenfólki, öðru
nafni fegurðarsamkeppnum.
Einnig hafa þær farið í mót-
mælagöngur o.fl. Konur í Dan-
mörku hafa líka notað svipaðar
aðferðir til að vekja athygli á
málstað sínum. f Bretlandi er
litið á rauðsokka sem arftaka
„3uffragettanna“ gömlu, sem
hrundu af stað kvenfrelsisbar-
áttunni í byrjun aldarinnar.
Nú mætti ætla, að konur á ís
landi þyrffcu ekki að fara í
göngu á rauðum sokkum og með
styttu í fararbroddi til þess að
vekja athygli á stöðu sinni í
þjóðfélaginu. Þær hafa sam-
kvæmt íslenzkum lögum öll rétt
indi á við karla og rétt til hvaða
náms og embætta sem er. En
aldagömlum venjum siðum og
kreddum verður ekki breytt eða
útrýmt með lagasetningu einni
saman, og það er þar sem skór-
inn kreppir. Til þess að konur
geti í reynd notað réttindi sín
þarf að breyta almenningsálit-
inu. Það þarf að miða uppeldi
barna við þarfir nútímaþjóðfé-
lags. Það þarf að efla sjálfs-
traust ungra kvenna, því að það
er staðreynd, að konur almennt
hafa minnimáttarkennd gagnvart
karlmönnum. Ganga okkar 1.
maií var því fyrst og fremst hugs
uð sem hvatning og uppörvun
fyrir konur, allar konur á ís-
landi, ungar og gamlar og þó
sérstaklega ungu stúlkurnar,
sem nú þurfa að taka ákvörð-
un um framtíð sína.
Enn þann dag í dag hugsa
margar stúlkur sér að gera
hjónaband að sínu ævistarfi.
Þeirn finnst oft þægilegt að geta
varpað öllum áhyggjum og erf
iði sem stöðuvali og langri skóla
göngu fylgir yfir á karlþjóðina.
Allir þekkja söguna um ungu
stúlkuna, sem hættir snemma í
skóla, vinnur í búð, á skrif-
stofu eða í banka (í lægsta
launaflokki) í nokkur ár, gift-
ir sig síðan, eignast börn og
heimili og allt, sem því fylgir.
En tómleikanum sem oftast gríp
ur þessa ungu konu að nokkr-
um árum liðnum er ekki svo
mjög á loft haldið. Hún er al-
in upp í þeirri trú, að innan
veggja heimíilisins fái hún allri
sinni starfsorku fullnægt, og
þar fái heimilishaldið allan
hennar tíma, þykir sjálfsagt, að
hún setjist við að sauma og
prjóna, því að annars konar
tómstundaiðja er fágæt meðal
kvenna. Sé hún ekki ánægð með
þetta, fær hún sektarkennd,
henni finnst hún vera ófullkom-
in og óeðlileg eða jafnvel van-
þakklát. Hún reynir að bæla
niður þessa óánægju sina og af-
leiðingin verður taugaveiklun. f
stuttu máli: Konur, sem eru
helmingur mannkyna, eru fædd
ar inn í eina og sömu stétt,
Þessi mynd, sem hér hefur ver
ið dregin upp, samræmist alls
ekki nútímaþjóðfélagi. Það er
staðreynd, að vinnan á heimil-
unum hefur minnkað að mun
með tilkomu véla og ýmiss kon-
ar þjónustu og þar með ættu
konur að hafa möguleika á að
velja sér það starf, sem hugur
þeirra stendur til. Hér er það,
sem samfélagið og almennings-
álitið þurfa að grípa inn í. Það
þarf að viðurkenna konuna sem
fullgildan þjóðfélagsþegn með
öllum réttindum og skyldum. Til
þess að svo megi verða, þarf að
byrja á byrjuninni, þ.e. uppeldi
barnanna. Flestir foreldrar segj
ast ala börn sín upp á sama
hátt, án tillits til kyns, en reynd
in er alls ekki sú. Strax á
fyrsta ári eru í uppeldinu lögð
drög að verkaskiptingu eftir
kynjum síðar á ævinni. Drengj
um og stúlkum eru ekki gefin
sama konar leikföng. Stelpur fá
brúður en strákarnir bíla. í
barnasögunum er drengurinn
ávallt sá, sem ekki grætur, þeg-
ar hætta steðjar að, heldur er
hann sá, sem hughreystir hina
úrræðalausu, grátandi systur
sína.
Börnin byrja í skóla sjö ára
gömul. Þá sitja stelpur saman
og strákar saman og jafnvel
tíðkast stráka- og sfcel'puraðir.
Það er á þessum aldri, að dreng
ir og telpur, sem alizt hafa upp
hlið við hlið í sömu götu hætta
oftaist að leika sér saman, vegna
þess, að þau taka eldri skóla-
börn sér til fyrirmyndar. í níu
ára bekk- hefst svo handavinnu
kennslan, og hafi telpum fram
að þeim tíma ekki skilizt til
hvens sé æfclazt af þeim í frarn-
tíðinni, vefst það ekki fyrir
þeim lengur. Þær læra að sauma
prjóna og hekla. Þær skulu
siauma svun.fcur og prjóna vettl-
inga og sokka. Drengir læra aft-
ur á móti smíðar ýmiss konar,
blikksmíði, leðurvinnu, smelti,
beinvinnu o.fl.
Og svo er sagt í skýrslu frá
Sameinuðu þjóðunum, að á ís-
landi sé enginn munur eftir kynj
um á námsefni íslenzkra ung-
menn.a á skyldunáimsstigi. Af
þessu sést, að skólarnir eiga
beinlínis þátt í að viðhalda
óeðlilegri verkaskiptingu eftir
kynjum. Þessu þarf að breyta
strax. Skólarnir verða að fylgj
ast með tímanum og taka upp
sams konar verklega kennslu
fyrir bæði kynin, enda ætti
handavinnukennsla í iðmvæddu
þjóðfélagi að miðast við, að
veifca, almenna sköpun.argleði
og að þroska verksvit nemenda,
jafnt pilta sem stúlkna. Annað
mál var hér áður fyrr, þegar
HITATÆKI hf.kynnir*NH40^t«rrkskápinn
I NIMO þurrkskápnum hangir þvotturinn og þom-
ar jafnt og vel við lofthita, laus við snúning og slit.
NIMO þurrkskápurinn tekur jafn mikinn þvott og
20 metrar af þvottasnúrum.
NIMO þurrkskápurinn tekur um 5 kg. til þurrk-
unar i einu.
Þvottahengi í skáp má leggja upp, og hengi eru
einnig í skáphurðinni.
Hitastillir frá 0—70° veUjr rétt hitastig fyrir mis-
tnunandi þvott. — Tímarofi slekkur að þurrkun
lokinni.
NIMO þurrkskápurinn er rúmgóður en þarf lítið
gólfrými.
NIMO þurrkskápurinn er úr ryðfríu stáli, gljá-
brenndur með hvitu lakki.
Hæð: 196 cm
Breidd: 59,5 cm
Dýpt: 62,8 cm
HITATÆKI HF
hvert heimili þurfti helzt að geta
framleitt allan fatnað fyrir fjöl
skylduna og auk þess að vera
bæði smíða- og viðgerðarverk-
stæði a.m.k. í sveitum. Ég álít,
að þegar skólarnir hafa stigið
þetta skref, þ.e. að sams konar
handavinna verði kennd drengj
um og stúlkum, þá sé merkum
áÆanlga náð. Þá verður ekki
lengur „stelpulegt" að prjóna
og „strákalegt“ að smíða og það
er trúa mín, að þá muni stúlk-
ur velja sér fjölbreyttári störf
en þær gera nú.
Enginn skyldi halda, að hér sé
um eitthvert smámál að ræða.
Þjóðfélagið hlýtur að breytast,
þannig að félagsleg aðstoð auk
ist. Leikskólar þurfa að verða
jafn algengir o.g barnasfcólar. Þá
gætu bæði hjónin unnið úti, og
þá gjarnan hálfan vinnudag
hvort um sig, og skipt síðan
með »ér störfum á heimilinu.
Þá yrðu feður líka annað og
meira en fj áröflunartæki, held-
ur fengju þeir að taka virkari
þátt í göfugasta starfi, sem um
getur, þ.e. uppeldi og umönnun
barna sinna, og ég efast ekki
um, að bæði börnin og feðurn-
ir yrðu ánægð með þá skipan
mála.
Vaknaðu kona, var letrað á
spjöld okkar 1. maí. Það eru
sannarlega orð í tíma töluð. Kon.
ur á íslandi virðast sofa Þyrni-
rósarsvefni, en nú er hann orð-
inn nógu langur og mád er að
vakna.
í ráði er að áhugafólk um
ofangreind mál, bæði konur og
kariar stofni með sér samtök og
verða þessi samtök, eiras og gef-
ur að skilja, algjörlega ópóli-
tísk.
Helga Sigurjónsdóttir.
B1 F R El [£>] T\ Á .n. KJÖRDAG
ID-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs frá hinum ýmsu
bifreiðastöðvum D-listans á kjördag.
Frambióðendur heita á stuðningsmenn listans að bregðast
vel við og leggja listanum lið m.a. með því að skrá sig til
akstur á kjördag.
Vinsamlegast hringið í síma 15411, Valhöll.
Skráning fer einnig fram á skrifstofum hverfasamtakanna.
JD) - LISTINN
HVERFISskrifstofur
* - ^ —
í Reykjavik
smmnhhsmbmhmnnmmhhhmnmhhhhnrmmhhhhrhhhhhi
Starfandi eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
og hverfissamtaka Sjálfstæðismanna i Reykjavík eftir-
taldar hverfisskrifstofur. Eru skrifstofumar opnar frá kl. 4
og fram á kvöld. Að jafnaði verða einhverjir af frambjóð-
endum Sjálfstæðisflokksins við borgarstjómarkosningamar
til viðtals á hverri skrifstofu daglega milli kl. 6 og 7 síð-
degis eða á öðrum tíma. sem sérstaklega kann að verða
óskað eftir.
- 4
Vesturtoæjar- og Miðbæjarhverfi:
Vesturgata 17 A (bakhús) símar: 26598—26789.
(Að auki opið alla virka daga frá 9—12 f.h.)
Nes- og Melahverfi: \
Reynimel 22 (bílskúr), sími 26736.
Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi:
Freyjugötu 15 (jarðhæð) sími: 26597.
Hliða- og Holtahverfi:
Laugavegi 170—172 (Hekluhúsið) II. hæð
sími: 26436.
Laugarneshverfi:
Sundtaugavegi 12 sími: 81249.
Langholts- Voga- og Heimahverfi:
Langholtsvegur 111, sími: 817000—81894—81724.
Háaleitishverfi:
Háaleitisbraut 58—60 (h/Hermanni Ragnars) sími: 83684.
lilIÍ
Sméíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi:
Háaleitisbraut 58—60 (h/Hermanni Ragnars) simi: 84449.
Arbæjarhverfi:
Hraunoær 102 (v/verzlunarmiðstöð Halla Þórarins)
sími: 83936.
Breiðholtshverfi:
Vikurbakka 12, sími: 84637.
Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfis-
skrifstofanna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta
kcmið í kosningunum, svo sem upplýsingar um fólk sem
er eoa verður fiarverandi á kjördag o.s.frv.
I 'í
Sýningardeild 77.
Skipholti 70 — Reykjavík — Sími 30200.