Morgunblaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLA£>IÐ, ÞRIÐJUIDAGUR »0. JÚNI 1970 19 * 40 ARA AFMÆLI S.U.S. I heimsókn hjá Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra. Köllum ungt f ólk til starf s og sam- stöðu (Myndirnar tók Kr. Ben.) Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fiytur ávarp í kvöldverði sus. Á LAUGARDAGINN var þess minnzt, að 40 ár eru liðin frá stofnun Sambands ungra Sjálf stæðismanna. Af þessu tilefni kom stjóm SUS og fulltrúar ýmissa aðildarfélaga þess sam an til fundar á Þingvöllum, en sambandið var stofnað þar 27. júní 1930. A fundinum var rætt um starfsemi SUS frá því að síðasta þing þess var haldið á Blönduósi sl. haust og lögð drög að starfsskrá þess næstu mánuði, auk þess sem meðfylgjandi ávarp var gef ið út í nafni sambandsins. Að loknum þessum fundi hittu fundarmenn dr. Bjarna Benediktsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, miðstjórnar- menn flokksins og fyrrverandi formenn SUS að máli. Var snæddur sameiginlegur kvöld- verður í Valhöll. Þar fluttu þeir ávörp Ellert B. Schram, form. SUS, dr. Bjarni Bene- diktsson og dr. Gunnar Thor- oddsen, sem var aldursforset! fyrrverandi formanna SUS. — Sambandinu bárust skeyti og gjafir. Ragnheiður Guðmunds dóttir, formaður Landssam- bands Sjálfstæðiskvenna færði SUS bókagjöf frá þeim sam- tökum. Pétur Sveinbjarnarson, formaður Heimdallar, færði SUS fundarhamar að gjöf frá félaginu, og frá Eyverjum, fé- lagi ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, barst SUS vandað pennasett. — segir Samband ungra Sjálfstæðismanna í ávarpi í tilefni af 40 ára afmæli STJÓRNARFUNDUR Sambands ungra Sjálfstæðismanna -— SUS — haldinn að Valhöll, Þingvöilum, 27. júní sl. í til- efni af fjörutíu ára afmæli sambandsins vill vekja athygli á þeirri staðreynd, að landssamtök ungra Sjálfstæðismanna eru og hafa verið stærstu og öflugustu stjórnmálasamtök ungs fólks í landinu allt það fjörutíu ára tímabil, sem þau hafa stairfað. Samtökin hafa sem slík haft veruieg og víð- tæk áhrif á íslenzk stjórnmál. Á þessum tímamótum beinist hugurinn hins vegar til framtíðarinnar. Eru ungir Sjálfstæðismenn þess albúnir að takast á við þau verkefni, sem hún ber í skauti sér. Nærtækustu og brýnustu verkefnin eru raunhæfar að- gerðir í húsnæðis- og félagsmálum, umbætur í menntamál- um, ný sókn í atvinnumálum þjóðarinnar og raunhæfri byggðaþróun, reist á þeirri grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins, að frumkvæði og framtak einstaklinganna séu máttarstoðir þjóðfélagsins. Fundurinn bendir sérstaklega á, að í heimi vaxandi fólks-. fjölda og vélvæðingar má aldrei gleymast, að ein-staklingur- inn er og verður verðmætasta eign þjóðfélagsins. Það er í anda sj álfstæðisstefnunnar að varðveita þau réttindi, það svigrúm -— þá mannhelgi, sem sérhver þe-gn þjóðfélagsins á tilkall til. Sjálfstæðisiflokkurinn e-r eina aflið, eini stjórn- málaflokkurinn, sem heill o-g óskiptur berst fyrir fre-lsi ein- staklingsins, gegn ríkisforsjá og opinberri íhlutun. Þe-ssum staðreyn-d-um er ekki sízt b-eint ti-1 u-n-gs fól-ks, sem hefur í seinni tíð í vaxandi mæli sett fram kröfur um bætt þjóðféla-g og breytta þjóðfélags-hætti. Við þetta unga fó-lk viljum við ungi-r Sjálfstæð-ismenn segja: Við lýsum ands-töðu okkar gegn hvers ko-n-ar öfgaö-flum og aðgerðum, sem runnar eru undan rótum niðurrifs- og jafnv-el byltingarafla. Við fögn-um hins vegar jákvæðri gagn- rýni, skoðunum og viðhorfum, se-m fela í sér tilra-unir til að bæta og styrkja hið lýðræðisle-ga þjóðskipulagi sem við bú- um við. Við be-rjums-t gegn úreltum kennisietningum, he-ntistefnu og fyrirg-reiðslupólitík — fyrir raunverulegu lýðræði, dreif- inigu valds og fjárm-agn-s, andlegu og efn-ahagsilegu fre-lsi. Við köllum ti'l starfa og samstöðu a-llt ungt fólk, sem vill ta-ka ábyrgan þátt í uppbyggingu íslenzks þjóðfélags. Stjórnarmenn SUS og þeir fulltrúar affildarfélaganna, sem sóttu hátíffarfundinn á Þingvöllum Fyrrverandi formenn SUS, sem komu til Þingvalla, ásamt núverandi formanni: dr. Gunnar Thor oddsen, Jóhann Hafstein, Ásgeir Pétursson, Geir Hallgrímsson, Þór Vilhjálmsson, Ámi Grétar Finnsson, Birgir Isl. Gunnarsson og Ellert B. Schram. — A myndina vantar af núlifandi formönn um SUS: Torfa Hjartarson, Kristján Gufflaugsson og Magnús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.