Morgunblaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAOUR 30. JIJNÍ 1970 — Læknls- þjónusta Framtaald af tals. 17 þjónustu á spítalanum. Full- trúi borgarstjóra í þeirri nefnd var Haukur Benediktsson, nú- verandi daggjaldanefndarmað- ur, fulltrúi Sjúkrasamlags Reylíjavikur var Guðjón Han- sen, og er engin ástæða til að ætla að hann hafi ekki túlkað rétt viðhorf Sjúkrasamlagsins, en forstjóri þess er meðilrmur daggjaldanefndar. Systurnar áttu fulltrúá í þessari nefnd, svo og Læknafélag Reykja- vikur. í nefndarálitinu segir svo: „Fulltrúar borgarstjóra og S.R. eru sammála um að eðliiegast sé að allir læknar, sem starfa við spítalann, taki laun aín þar, hvort sem um er að ræða íöst laun, eða greiðslur eftir gjaldskrá." (Leturbreyting min). Meðal röksemda fyrir þessu áliti er Skráð: „Spítal- inn er eini aðilinn, sem á raun- hæfan hátt getur fylgzt með starfstima eða metið reikninga fyrir læknisstörf, og staðfest réttmæti þeirra.“ Bæði fulltrú- ar Læknafélagsins og systr- anna voru mótfallnir þessari breytingu, systurnar þó með þeim fyrirvara, að þeim yrði tryggður rökstrargrundvöliu r. Sjúkxasamlagi Reykjavikur var í mun að losna við þessar greiðslur til lækna, og kom skiu máli fram. Nú eru þessir daggjaldanefndarmenn óánægð ir með að systurnar borgi lækn unum og telja sennilega ekki lengur, að spítalinn sé eini aðilinn, sem geti metið læknis kostnaðinn á raunhæfan hátt. „Þess vegna má því halda íram, að samningur lækna spít alans við spítalann sé eitt fyrir sitt leyti orsök í hallarekstri hans,“ segir formaður dag- gjaldanefndar fyrir hönd allra nefndanmanna. Mætti ekki segja það samna um allt starfsfólik, seim þiggur laun hjá stofnunum, sem ekki eru reknar í gróðaskyni? Eiga þá ekki hjúlkrunarbonur og gangastúlkur á spítölum, sína orsök í hallarekstri þeirra allra? Eða starfsfólk 6júkra- saanlagsins í hallarekstri þess? En eruginn læknir á 6pitalan um hefir neinn samning við spítalann. Svo sem kemur fram að ofan, er um tvenns konar greiðslufyrirkomulag að ræða í gjaldskrá Læknafélags Reykjavikur fyrir spítalastörf. Annans vegar svokaliað eykta- kerfi, sem samið er um á Land- spítala og Borgarspítala, hins vegar greiðslur fyrir unnin verk, eins og samið er um á Landaikotsspítala. Það greiðslu form var valið, vegna þess að hver læknir stundar sinn eigin sjúkling, og systurnar hafa engan áhuga á, að greiða fyrir vinnu, sem ekki er unnin. Dag- gjaldanefnd hefir ekkert með þetta að gera. Landakotslækn- ar sáralítið, þar sem þeir eiga ekki einu sinni mann í samn- inganefndinni. Læknir á Landa koti fær því ákveðið gjald á dag fyrir hvern sjúkling, og auk þess er greitt fyrir aðgerð, ef einhver er. Hann fær engar greiðslur frá spítalanum, þeg- ar hann hefur þar engan sjúkl ing. Lyflæknir fé(kk sl. ár 284 eða 316 krónur fyrir fyrsta legu- dag sjúklings, og síðan 63 eða 71 krónu fyrir hvern dag úr þvi. (Taxti L.R. 1968 mínus 21% og 29%). DaggjaWanefnd og aðrir þeir er vilja, geta fengið gjaldskrá L.R. og kom- izt að raun um hvað greitt er fyrir aðgerðir. Úr öllum þeim langa lista um mismunandi skurðaðgerðir, treysti ég mér H. BENEDI KTS SON, H F. Suðurlandsbraut 4 Slmi 38300 Matvœli - pökkun Eigum á lager, þessa þekktu CROYOVAC-filmu til pökkunar á t.d. kjöti, fisk, brauði, ávöxtum og fleira, filman er nú á sérstaklega hagstæðu verði, vegna erlendrar lækkunar og EFTA samnings, einnig fyrirlíggjandi pökkunarvélar. GlSLI JÓNSSON & CO. H.F. Skúlagötu 36 — Smi 11740. Elías Benediktsson — Minning ekki að nefna dæmi, og verða sakaður um að hafa sleppt öðr- um dæmum. Daggjaldanefnd veit vel, að læknir, sem meðhöndlar krans æðastiflu eða höfuðslys um miðja nótt, fær ekki eyri meira fyrir það heldur en að degi tiL Þar gildir ekkert 100% álag á taxta. Það eru engar eérstakar greiðislur fyrir útköll. Það eru engar sérstakar eftirvinnu-, næturvinnu- eða heigidagagreiðslur. Það eru engir styhkir, hvorki utanfararstyrkur, námsstyrk- ur, bílastyrkur, eða símastyrk- ur. Og það eru engar lifeyris- sjóðsgreiðslur eða eftirlaun. Og engin greidd sumarfrí. Meira að segja yfirlæknar spítalans fá eragin laun fyrir að vera yfirlæknar. Eru ÖR hlunnindi reiknuð með í lækniskostnaðinum á opiniberum spítöium? Þá má geta þess, að enginn læknir á Landakoti er „á“ neinn ákveðinn rúmafjölda. Enginn getur þannig tryggt sér neinar tekjur á ko&tnað annarra. Skrif stofa spítalans kallar inn sjúkl- inga til læknanna, eftir því sem fjöldi beiðna liggur fyrir og eftir því hve mikið virðist liSgja við. Hefir enginn læknir heyrzt kvarta undan órétti í því sambandi. Ef einhver, sem þetta les tel ur sig hafa orðið einhvers vis- ari, þá er von að sá sami spyrji, hvers vegna daggjalda- nefnd hafi ekki verið sagt allt þetta. Svarið er auðvitað að daggjaldanefnd veit allt þetta, og hefir vitað. Þessar upplýsingar eru skrif aðar til þeirra, sem að eigin ósk eða fyrir slys eða bráð veik indi verða lagðir inn á Landa- kotS'Spítala. Ég hef þá trú, að viðlkomandi læknir — eins og kollega hans á opinberu spítöl- unum — reyni að sjá um, að „magni'ð" af læknisþjónustu verði rétt, og ég hef þá trú, að hann hiki eklki við að sækja aðistoð kollega sinna innan spítala eða utan, ef þess reyn- ist þörf, eða jafnvel senda sjúklinginn á annan spítala eða erlendis, ef það er talið betra. Sama er ég viss um að læknar opinberu spítalanna halda áfram að gera. Traust sjúklinga á lækni er atriði, sem skiptir miklu máli. Undan því hefir opinber nefnd reynt að grafa á opinberum vett- vangi, með dylgjum um ákveð- inn hóp lækna. Þessu vil ég mótmæla, sem óverðskulduðu, og er nefndarmönnum til iítils sóma. ÞANN 18. maí 1970 andaðist Elías Beniedikitsson Hlíðangötu 26 Sandgerði. Elias var fæddur á Brúará í Kaldrananeshreppi 29. júlí 1921 og var því tæplega 49 ára þegar hann dó. Foreldrar hans voru Guðríður Áskeisdóttir Pálssonar og Guðríðar Jóns- dóttur Bassastöðum og Beruedikt Siguxðsson Sfcefánssonar og Sig- rílðar Jónisdóttur Brúará. Guðríðux og Benedikt eignuð- uat 9 böm. Guðríðux féll frá á bezta aldri og stóð þá Benedikt einn uppi með baxnahópinn, þá réðst til hans unig stúlka. Hjálm- fríðux Jóhanniesdóttir, sem varð seinni kona hans. Þau Benedikt og Hjálmfríður eignuðust 13 börn. Það voru kynsælix og traustir stofniar sem stóðu að Elíasi í báð- ar ættir. Við Elías ólumst upp sinn á hvorum bæ og höfðum þvi náin kynni ‘hvor af öðrum, síðan átt- uim við eftir að tengjaet fastari böndum því við giftumst sinni systurinni hvor og vax því mikii viniátta á milli heimilanna. Þax af leiðandi þekkti ég hann manna bezt og vissi að það var maður sem hafði bæði prúðmanniega fnamkomu og trúmennáku yfir að ráða, enda vel látinn af vinnu félögum hvort sem var á sjó eða landi. Elíais vax giftur Vigdísi Gísla- dóttux frá Gjögri og eignuðust þau 4 dætux: Guðxíði gifta Sig- varði Halldórssyni Álafossi, Steinunni gifta Níelsi Haukssyni Helgafel.li,, Sigríði 13 ára og Signýju 5 ára Elías og Vigdis voru búin að koma upp mjög fallegu heimili að Hlíðargötu 26 í Sand'gexði og brosti framtiðin við þeim, en þá kom kailið sem emginn getur umflúið. Kæri vinur, ég og fjöi'skylda mín þökbum þér fyrir samfylgd- ina og biðjum guð að varðveita þig og gefa þér sinn himneska frið. Vigga min, algóður guð styxki þig og dætux þínar, tenigdaeyná og afabörnin og stóra systkina- hópinn hans. Horfinn ertu vinur heim í sækilönd. Himnieskir englar tenigja kærleiksbönd. Algóðux faðir Ijúfux leiði þig i ljóssins dýrð um fxiðaxbjartan stig. Blessuð sé minnintg þín vinux minn. Halldór Jónsson frá Asparvík. KVEÐJA FRÁ EIGINKONU OG BÖRNUM. Á kveðjustund er sorgin beizk og sór af sjónum falla þu.ng og höfuig táx það hljóðnar allt við dauðams þuniga dóm í djúpi hryggðar föilna lífsins bióm. Við helfregn vinax hjartans blæðir und svo haxmafuill og bitux sérhver stund ex orðlaus hyldjúp sorgin mæðir myrk ó, mildí drottinn veittu þrótt og styrk. Ó, vinux kæri þakka vil ég þér þína ást og tryggð er veittir mér. Svo Ijúf og björt er minndng himirtheið af hjarta þakka liðið æviskeið, Ó, elsku pabbi sárt við söknum þín í sorgarheimi náðaxgeisTi skín um góðan föðux geymd er minning kær og guðleg vissa að sértu okkux rræx. Nú ext þú vin/ur faxinn ok'kux frá til fegri landa drottins vegum á þax unaðsblítt um eilifð hvílix rótt ó, elsku pabbi góða góða nótt. Ó, kæri vin ég kveðja h’ýt um stund í klökkri bæn og vissu um enduxfund til sólaxlanda sál þín horfin ex í sæludýrð og vakir yfir méx. X-10. HAFSTEINN HAFSTEINSSON HÉflAÐSDÓMSLÖGMAÐUR Bankastræti 11 Slmar 25325 og 25425 VIÐTALSTlMI 2-4 * Akvæðum um þunga- skattsmælafrestað SAMGÖN GUMÁLARÁÐUNE YT IÐ og fjármálaráðuneytið hafa undanfarið auglýst að ákveðið sé að innheimta þumgaskatt af bifreiðum, sem knúðar eru öðru öðru eldsneyti en bensíni ag eru meira en 5 lestir að eigin þyngd. Nú hefur reyr.zt óhjá- kvæmnilegt að firesta gildistöku ákvæða um þetta efni, vegna verkfalls bifvélavirkja víðs veg- ar um land, en ákveðnum viður kenndum verkstæðum hefur ver ið falin ísetning ökumæla. Verið er nú að dreifa öku- mælunum út um land til þeirra aðila sem pantað hafa. HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstrætí 14 símar 10332 og 35673 K.R.R. ÞRÓTTUR K.S.f. Speldorf — Suðvesturlands-úrval leika á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 19.00. Knattspyrnufélagið ÞRÓTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.