Morgunblaðið - 09.07.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1970, Blaðsíða 23
MOROUÍNIHLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ H970 23 gerð til móðurömmu sininar Mar- grétar Jónsdóttur, en hún dó þegar Guðbjörg var 16 ára. Af henni lærði hún margan sálminm og kvæðið, og skömmu áður en af henni dró svo, að hún mátti ekki mæla, söng hún til enda sálm er hún hafði heyrt þessa ömmu sína syngja skömmu fyrir amdlát sitt. Nærri má geta að ekki hefur Guðbjörg alltaf haft mikinn tíma til að sinna bóklestri á annasamri ævi en þó var ótrú- legt hvað hún komst yfir. Hún var meðlimur í Kvenfélagi Frí- kirkjusafnaðarins og Guðspeki- félaginu og fyllti þar sæti sitt með sóma. Og nú er komið að þeim þætti er sízt skyldi gleyma, þegar þessarar góðu konu er minnzt, en það er hlutdeild hennar í stofnun og uppbyggingu Styrkt arfélags vangefinna. Snemma á árinu 1958 boðuðu þau hjónin, Guðmundur og Guð- björg, heim til sín nokkuð af fólki í þeim tilgangi að ræða, hvað gera mætti af leikmönnum til aðstoðar vangefnu fólki hér- lendis. Þetta voru að mestu leyti aðstandendur og velunnarar bamanna á Skálatúnsheknilinu, en þar dvelur dótturdóttir þeirra hjóna, elzta barnabarnið. Aðrir frumkvöðlar að þessum viðræðuim voru Halldór Halldórs són arkitekt, er lézt s.l. sumar, og Sigurlaug kona hans. Guðbjörg sagði mér svo síðar, að oft hefði hún setið í stofu sinni og hugleitt, hvernig hún mætti stuðla að nánari tengslum aðstandenda og þó einkum mæðra vangefinna barna. Hún sá og skildi þörfina og efaðist ekki um samtaka máttinn. Þetta umgetna kvöld á notalegu heim- ilinu hennar í Sigtúni 23 voru draumar hennar að rætast, og í marz 1958 var Styrktarfélag vangefinna formlega stofnað. Ég bygg, að það sé flestra álit, að þar hafi verið stigið stærsta skrefið í áttina að bættum kjör- um þeirra, er fatlaðir eru af völdum vitsmunaskorts á landi hér. Félagið hefur frá stofnun verið frumkvöðull að flestum framkvæmdum í þágu vangef- inna og unnið þannig, að álit al- mennings á þessum málum hefur stórum breytzt til hins betra. Styrktarfélagið er óskabarn þeirra Guðmundar og Guðbjarg- ar. Allt frá stofnun þess hafa þau vakað yfir velferð þess og hvatt til meiri dáða, meiri fram- kvæmda og hefur þeirra stóra fjölskylda og vinahópur ekki leg ið þar á liði sínu heldur. Haustið 1959 var enn einn fundurinn heima hjá Guðbjörgu og þá til þess að undirbúa fundi Styrktarfélags kvenna í Reykja vík og nágrenni, þeir fundir hafa síðan verið haldnir mánað- arlega á vetrum og verið margri konu ómetanlegur styrkur til þess að horfast í augu við þá þungbæru staðreynd að eiga vangefið barn. Það er svo mikill léttir að deila geði við þá, sem eins eru settir, og svo mikil fórn að fá að leggja hönd á plóg til sameiginlegs átaks. Og vel meg- um við muna það Styrktarfélags konur, að Guðbjörg, sem nú er kvödd, var upphafsmaður þess- ara funda. „Hún var eins og móð ir okkar atlra,“ sagði ein félags- systir við mig í gær, og þau orð eru sönn. Hún leit einmitt á okk ur sem systur sínar og dætur og frá henni stafaði þessi hlýja og einlæga fjölskyldutilfinning, sem við þekkjum orðið svo vel frá félagsfundunum okkar, ferðalögunum og f j áröflunar- starfi. Guðbjörg var formaður í fyrstu bazarnefnd okkar. Ég sé hana enn fyrir mér þann bjarta maídag í Skátaheimilinu, fulla af starfsorku, sigurreifa, upp- örvandi og brosandi með spaugs yrði á vörum, eins og henni var svo lagið. Á þeim árum, sem liðin eru frá stofnun Styrktarfélagsins kynmt ist Guðbjörg náið heimilunum í Skálatúni, á Sólheimum, í Lyng- ási og síðast á Kópavogshælinu. Á þessum stöðum elskuðu hana allir. Drengirnir á Sólheiimum og í Kópavogi áttu sinm hlut í „ömmu Stebba“, börnin í Skála- túni áttu „ömmu Gauju“ með henni. Heilt sumar vann hún í Lyngási og uppfrá því „átti“ hún börnin þar og þau hana. Ég vil trúa því, að andi hemnar haldi áfram að vaka yfir þeinj, þótt hún komi ekki framar með „gott“ í poka og glaðvært hjal. Guðbjörg var mikil og einlæg trúkona. Hún trúði á hand- leiðslu guðs og forsjón, og þetta var sá brunnur, sem hún jafnan jós af þegar á móti blés, og henni var lagið að miðla öðrum af þess um gnægta brunni síns góða hjarta. Hún trúði á framhalds- líf, á það, að ekki væri öllu lok- ið með jarðvistimni, og þeirri trú deildi hún, sem öðru með sín um nánustu og léttir það harm- inn við að sjá hennii á bak, þessi vissa um, að hún sé þeim enn og verði nálæg um alla framtíð. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar félagssystranna þakka hemni allt það, sem hún var okk ur. Minningu hennar munum við geyma lengi í þakklátum huga, og kærar kveðjur sendum við eftirlifandi ástvinum hennar og þökkum þeim fyrir að leyfa okk ur að eiga hana með sér. Sigríður Ingimarsdóttir. Þa-ð eru sjaildan bæstu hljómar, sem hlýja vorum sálum bezt, — af sterkum glampa, er leiftrar, Ijómar, er ljósið sjaldan notamest: við lága hreima’ og ljósbrot mjúk fá lækning beztu hjörtun sjúk. Guðm. Guðmundsson. Slík er sú minning er í huga minn kemur þegar ég hugleiði kynni mín af Guðbjörgu Benediktsdóttur. Æviferil henn- ar ætla ég ekki að rekja, það hefur þegar verið gert. í lífi hennar skiptust á skin og skúr- ir, eins og svo margra annarra. Hve ólík eru ekki viðbrögð mannanna er þeir standa gagn- vart ýmsum erfiðleikum er mæta i lífinu. Oft og tíðum finnst hverjum og einum hann hafa nóg að bera. Þannig var Guðbjörg ekki. Hún reyndist stoð og styrkur svo ótal margra, ekki sízt þeirra, sem urðu að standa andspænis því sama og hún hafði orðið að gera. Hver voru viðbrögð almenn- ings almenmt fyrir rúmlega 30 ár um, þegar vangefið barn fædd- ist í þennan heim? Guðbjörg var ekki sú kona er lét bugast. Hún fann og skildi, að sá s©m öllu ræður hjá okkur mannanna börnum, hafði trúað henni fyrir stærra móðurhlutverki, en svo mörgum öðrum. Uppeldi og umönnun einstaklings, sem þrátt fyrir aldur sinn, verður oftlega barn ævina á enda, krefur móð- urina mikils. Guðbjörg skyldi einnig, að engir gætu orðið betri málssvarar þessara þjóðfélags þegna, en foreldrar þeirra. Hún og maður hennar, Guð- mundur St. Gíslason voru aðal- hvatamenn að stofnun Styrktar- félags Vangefinna. Á heimili þeirra var á undirbúningsfundi tekin ákvörðun um stofnun fé- lagsins. Frá þeim degi helguðu þaiu lfírf siitt og kratfba í þágu þessa málefnis. Um þetta leyti, eða fyrir rúml. 12 árum, hófust náin kynni okk- ar Guðbjargar. Á heimili þeirra hjóna var gott að koma. Þar mætti mér ætíð hlýhugur og glað værð. Guðbjörg var glaðvær kona og skemmtileg. Kímni henn ar oig græstkúlaus gleði, auk þeirrar hjartahlýju, sem hún átti í svo ríkum mæli, yljaði öllum sem kynntust henni. Undir hennar glaðværa yfir- braigði bjó Lífsspeki og alvara. Það duLdist engum sem kynnt- ust Guðbjörgu. Ekki er mér gruniaust um að oftiega hafi hún gripið til pennans og fest á blað hugsanir sínar og þanka. Mér eru minnisstæðar heimsókn ir hennar til dótturdóttur sinnar og nöfnu, sem hún unni ef til viliL me®t, sínu eigin stóra bairni. Hún var vinsæil gestur, ekki eingöngu sem gestur, heldur sem „amma Gauju", sem ailir á heim ilinu þekktu svo mæta vei. Hún hlýjaði þeim sálum sem einlæga hlýju kunna bezt að meta. Guðbjörg er sú kona sem ég mun ætíð minnast sem sér- staks vinar, minnast með þakk- læti og söknuði. Ég vil votta eiginmanni henn- ar og börnum mína dýpstu sam- úð, vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, góðrar móður, tengda móður og ömmu. Blessuð veri ætíð minning hennar. G. B. BRUNINUR iminninganna er djúpur og í honum rúmast allt það sem ekki gleymist í gegn uim liðin ár. Nú horfi ég í hann með hryggri lund, en sjá, þar er ekiki diimmt í ranni, aðeins heiðrikja himinsins speglast þar og það er sem geisl uim meriað vatn hans. Já raunar gat ekki annað verið, þegar minningar um kæra vinkonu 'koma fram í hugann. Hún sem var saman sett úr þátt um góðvildarinnar, glaðværðar- innar, fórnfýsinnar og gjafmild innar. Slik kona var Guðbjörg Bene diktsdóttir, sem þessi fátæklegu orð mín eru helguð hér á bl'aði. Ég man hana síkvika og glaða, þar sem hún sinnti hugðarefn- um sínum sem voru göfug og miöuðust við að gleðja aðra. Hún var stór og sterlk í raun- um sinum, ég sá hana aldrei æðrast. Þar kom hetjulundin skýrast í ljós. Ég minnist failega heimilisins hennar og manns hennar Guðm. St. Gíslasonar múrarameistara. Þar sátu gestrisnin og alúðleg- heitin við völd. Farsælla og betra hjónaband en þeirra mun tæpast hægt að finna. Svo opnuðust dyrnar sem að- skildu heimana og nú ertu geng in inn í alveldi vorsins og bíður endurfunda við ástrikan maka og ástvini aðra. Guðmundur, við þig og börn- in ykkar vil ég segja: Þótt sorg- in og missirinn sé sár þá er ör- ugg vissan um endurfundi og hugljúfu minningamar allar svo bjartar og elskuríkar. Þær lyfta grátnu geði til hæða og létta ykk ur byrðina. Sótin er að koma upp á ný, óska ég þess að hún skíni í al- veldi sínu yfir y'klkur og venmi öll ykkar gengin spor. Steinunn Jóhannsdóttir. Kært kveð þig frænlka min, kvödd ertu héðan burt. Lífið oss lánað var Lausnarinn ákvarðar. Svífa nú sorgarský, sumarsól horfin er. Ástvina tregatár trúin ein hjálpar hér. Þú áttir létta lund og löngun að bæta böl. Syrgir þig sonurinn, sem átti huga þinn. Blessar þig bamafjöld, bættirðu þeirra hag. Leidd burt að lífsins lind, lit.a munt nýjan dag. Ástríkan eiginmann óvænt nú kveður þú. Þú varst hans stykur, stoð, sæl var þér samfylgd hans. Dóttur nú drjúpa tár dapurt er hennar geð. Sorgbitnir synirnir standa við dánarbeð. Örstutt er æviskeið, enginn fær stöðvað það. Hún sem oss hugstæð var, horfin nú sjónum er. Mildum í minningum mynd hennar geymist oss. Drottinn minn sefa sorg, styrk veit frá lífsins kross. Systurdóttir. í DAG, 9. júlií, sem áður fyrr var nefndur sóimánuður, verð- ur Liögð ti£l hinztu hvíldar Guð- björg Benediktsdóttir, milkilhæf Ikona og vinisæl. Foreldrar hennar voru sæmdar hjónin Ingunn Bjömsdóttir og Benedikt Jóhannesson fyrrum bóndi á Reyni í Innri-Alkranes- hreppi. Þau hjón voru bæði kom in af þekktum borgfirzkum bændaættum. Um aldamótin síð ustu fluttu þau hjón til Reykja- víkur og byggðu sér vistlegt hús við Frakkastíg. Stundaði Bene- dikt almenna verkamannavinnu og var mjög eftirsóttur sökum trúimennsku og dugnaðar. Þau Inigunn og Benediikt eign uðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni. Yngst þeirra systk ina var Guðbjörg, fædd 20. júlí 1907. Guðbjörg ólst upp í föðurhús um og naut aimennrar menntun ar eins og þá tíðkaðist um ung ar stúlkur á fyrri hluta aldarinn ar og að auki nam hún sauma- skap, sem lék henni mjög í hendi. Hugur hennar beindist oft til dásemdar náttúrunnar. Hún var blómanna bam og dáði allt, sem fagurt var. Bókihneigð var hún og hafði yndi af góðum bókum og ekki sízt ijóðmælum. Árið 1929, 9. nóv., giftist Guð- björg eftirlifandi manni sínum, Guðmundi St. Gíslasyni, múrara meistara, sem um mörg ár var ‘einn umisvifamesti bygginga- meistari bæjarins og einn ötul- asti forustumaður stéttar sinn- ar. Öll þeirra sambýlisár stóð Guðbjörg traust og vakandi um hag heimilisins þeirra. Hún var óvenju starfsöm kona og vinsæi af öllum sem kynntust henni. Þeim hjónum varð fimim barna auðið. Þau eru: Brynhildur, gift Sigimundi Sigfússyni, Stefán Gísli, Ingvi Benedikt kvæntur Agnesi Kjartansdóttur, Pétur kvæntur Matthildi Jóhannesdótt ur og Björn Jóhannes, sem enn er í heimahúsum. Guðbjörg lét málefni Styrktar félags vangefinna mjög til sín taka, enda var hún ein af stofn endum þess og vann þeim félaga skap það sem hún mátti ásamt eiginmanni sínum. 'Hjartalag hennar var á þann veg, að öllum vildi hún gott gera. Var öllum góð, en börnum bezt. Um hvítasunnuleytið kenndi Guðbjörg sér þess sjúkdóma, sem dró til þess, sem verða vildi og andaðist ’hún á Landspítalan um 30. júní srl. þar sem hún hafði notið frábærrar umönnun ar hjúkrunarliðs og lækna. Þakk læti til allra var henmi ávalit efst í huiga. Ölium er búin sú ferð, að yfir gefa þennan heim þá kallið kem ur, en hitt er í tengslum við líf ið að safkna, sakna góðs föru- nautar og félaga. Þá streyma fram minningarnar, ein af ann- arri og minna okkur, sem eftir lifum á, að svo margt var ó- þakkað. Og nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til þessarar kæru mágkonu fyrir velvilja hennar og vinsemd um leið og ég kveð hana hinztu kveðju og bið henni Guðs blessunar. Innilega samúðarkveðju frá fjölskyldu minni sendi ég eigin manni hentnar, börnum hennar og öðrum vandamönnum. A. J. F. Ólöf Jakobsson skáld kona — Minning Hnigin er sól og nóttin hijóðllát líður, heyri ég berast óm af veiku fcvaki, meðan hún alein örliaiganna bíður örugg sem barnið undir hvítu laki. Hún, sem i kvöld var hrests með kátum rómi, fcunni af orðsins gnótt að miðla lýði, fcvödd var um morgun burt af æðra hijóm'i, endirinn bundinn nú á lífains stríði. Dóttir og vinir drúpa klökfc við rúmið, Drottinn er sá sem lífið gaf og tekur. Árin þín 'hérna enda bak við húmið eilífðarsælia þig af svefni vekur. Skáldfconain Ólöf, skylt er oss að þalkfca ákýran og tæran boðskap ljóða þinna, vita ákalt og að vinir aillir hlakka, veröld í stærri aftur þig að finma. Þinn bróðir, Þorsteinn Sveinsson. Girðingastaurar til sölu. — Upplýsingar í síma 24093. ISBJÖKNINN H/F. Til sölu teak verzlunarinnrétting HILLUR — BORÐ — SKÁPAR — PENINGAKASSI. Upplýsingar í síma 82598 eftir kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.