Morgunblaðið - 21.08.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.08.1970, Blaðsíða 15
MORGUNÐLABIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1970 15 ÞORSTEINN MATTHIASSON: ÚT STRANDIR Frá Hólmavík. Flestir, sem lesið hafa almenna landafræði, kunna nokkur skil á legu og landsháttum hinna ýmsu héraða, þar á meðal Stranda- sýslu. Ýmislegt skortir þó á, að í þessum nytsömu fræðum komi fram allt það, sem ferðamanni má til fróðleiks verða og hann gjarnan vill vita áður en hann ræður sinn heimabúnað og ákveð ur hvert halda skuli. Ekki er ólíklegt að minna sé vitað um þær slóðir, sem hér verður minnzt á en flestar aðrar, þvi að tiltölulega skammt er síð- an að sæmilega akfær vegur náði aðeins til Hólmavikur, eða mun skemmri tími en sá, sem liðinn er frá þvi, að skuggi bifreiðar- innar féll yfir færleik hestsins og fótgangandi manns. Hér verður reynt að bregða upp ofurlitilli svipmynd af norð urhluta Strandasýslu, ef verða mætti einhverjum, sem þangað vill leggja leið sína til leiðbein- ingar og aukinnar vitneskju um héraðið, þó auðvitað sé þar margt undanskilið, sem athyglisvert má kalla. Hólmavíkurþorp stendur und- ir Kálfanesborgum innarlega við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Þar hafa búsetu um fjögur hundruð manns og lifir fólkið mest á sjávargagni og þeirri at- vinnu, sem verzlunarmiðstöð hér aðsins, Kaupfélag Steingríms- fjarðar, veitir. Sé gengið upp í borgirnar of- an við þorpið, sést vel til byggð- arinnar báðum megin Steingríms fjarðar, þeirrar er utar liggur, einnig austur yfir Húnaflóa. Út- sýnis getur fólk því betur notið, sem oft eru á Hólmavík blíðari veður en viða annars staðar á þessum slóðum. Á háu klifi miðsvæðis í þorp- inu stendur kirkjan, veglegt og stílhreint guðshús, sem vert er fyrir ferðamenn að gefa gaum að. Leiðin inn frá Hólmavík liggur að baki Kálfanesborga. Innan við þær nær mjó láglendisræma út að sjó. Um hana fellur Ósá, lítil og lygn. Norðan árinnar standa bæirnir Ytri- og Innri-Ós, undir bröttum fellum, sem þar ganga fram að fjöru, og er láglendið meðfram ströndinni örmjótt og sums staðar því sem næst ekkert. Áfram liggur vegurinn um fellabök og hæðahryggi inn á brúnir Bröttugötu. Af þeim sést inn í botn Steingrímsfjarðar, norður um Bjarnarfjarðarháls, til Trékyllisheiðar og fjallanna norður þar. Innan við brekkuna er ofurlít ið ögur í ströndina og upp frá því sléttar malargrundir að há- um fellabrúnum. Þar fram fellur Grjótá eftir niðurgröfnum far- vegi i djúpum gljúfrum. Þótt hún sýnist ósköp sakleysisleg á sum- ardegi, verður hún í vatnavöxt- um fremur ófriðleg álitum og þótti þá hið versta vatnsfall, með an hún var óbrúuð. Grjótá kemur úr Hrófbergs- vatni, sem liggur hátt frá sjó neðst í grösugum og sumarfögr- um fjalldal er Vatnadalur nefn- ist. Nokkru innar i dalnum er Fitjavatn og er rennsli milli vatn anna, sem kallað er Hrimi. Við vesturenda Fitjavatns er bærinn Fitjar, sem nú er í eyði. 1 vötn- unum er töluverður fiskur. Yfir auðri byggðinni hvílir friður og kyrrð. Hinn ljúfi vor- glaði hjarðmeyjarsöngur er horf inn úr dalnum. Búsmalinn er ekki lengur rekinn á stöðul að kveldi. I morgundögginni sjást ekki lengur slóðir eftir litla fæt ur barnanna, sem vöktu yfir vell inum. Allt þetta heyrir fortíðinni til. Dalafólkið er farið í gæfu- leit út að sjónum. Staðardalur gengur vestur frá botni Steingrímsfjarðar, en fjarð arbotninn er milli bæjanna Hróf bergs að sunnan og Grænaness að norðan. Suðurbrúnir dalsins eru víða ávalar og vel grónar, en norður brúnirnar hærri og svipmeiri, sérstaklega fremst móti bænum Kleppustöðum. Þar er hlíðin há og brött með klettabrúnum og gróðurlitlum skriðum allt að hlíð arfæti. Fram úr Staðardal liggur Stein grímsfjarðarheiði. Um hana var áður póstleið og alfaravegur milli byggðanna i Strandasýslu og við norðanvert Isafjarðar- djúp. Vegurinn upp úr dalnum ligg- ur um snarbratta hlíð, sem heitir Flókatunga i sneiðingum upp með Fiókatungugili, sem liggur norðan við tunguna. Að austan liggur svo Ófærugil. Bæði þessi gil eru með hrikagljúfrum og stórkostlegu umhverfi. Eftir að upp er komið er heiðin slétt og greiðfær, víða grösug og eru þar ágæt beitilönd, enda hafa bænd- ur í Staðardal alltaf átt vænt fé. Innst í dalnum eru Kleppustað ir. Meðan mest var umferð á þessum slóðum gat bóndinn þar átt gesta von jafnt á nóttu sem degi, því að vermenn af Ströndum voru harðsæknir, hvort sem leið þeirra lá heim eða heiman. Um heiðina mun nú fáförult orðið. En hjónin, sem búið hafa á Kleppustöðum um hálfrar ald- ar skeið, munu vera þar ennþá. Þegar utar dregur I dalnum eru norðurhlíðarnar grösugri, sér- staklega Staðarhlíð utan við hið forna prestsetur, Stað í Stein- grímsfirði, hún er að mestu sam- fellt graslendi. Á Stað hafa setið margir sóma klerkar og ágætir búhöldar, enda jörðin til þess fallin að veita olnbogarúm athafnasömum manni. Staðará mun vera ein með beztu laxveiðiám Strandarsýslu. Meðan hún var óbrúuð gat hún verið ill yfirferðar og talsverð ur farartálmi í vatnavöxtum, en þó oftast um fjöru, fær á Sjóár- vaði, sem liggur um ósana utar- lega. Nú er hljóðara yfir Staðardal en var á fyrri hluta þessarar aldar. Prestur situr ekki lengur á hinum fornhelga stað og flest býii önnur eru nú kuml ein. En náttúran, landið sjálft heldur svip. Og fjölbreytni í lögun þess og litum býr yfir mörgu því, sem laðar til sín náttúrunnandi ferðafólk, og ekki mun það óal- gengt, að gestkvæmt sé i Staðar- hlíð þegar líða tekur á sumar og þar mörgum veitt af rausn. Grænanesmúli, yzti endi Stað- arfjalls, gengur fram milli Stað- ardals og Selárdals en sá dalur liggur í norður og norð-vestur frá botni Steingrímsfjarðar og eftir honum rennur Selá, en hana telur Þorvaldur Thorodd- sen stærstu á Vestfjarða. Út til sjávar fellur áin í lygnum ósi og er dalurinn þar viður og sléttur. Selároddar úti við ósinn báðum megin eru sléttar sandeyrar nokkuð uppgrónar. Þar austan árinnar var áður skeiðvöllur Steingrimsfirðinga og Bjarnfirð- inga. Fjöllin norðan Selárdals eru gilskorin með bröttum hlíðum og háum klettabrúnum. Að vestan- verðu eru þau lægri og ekki eins rismikil, sums staðar aðeins hækkandi ávali upp að heiðinni að byggðarbaki. Frammi í daln- um er talsvert undirlendi vaxið þroskamiklu birki og víðikjarri, er umhverfið þarna fjölbreyti- legt og fagurt, enda var þar áður, að sumarlagi, samkomustað ur skemmtiferðafólks úr útsveit- um Steingrímsfjarðar. Vitað er um fimm býli, sem ver ið hafa í Selárdal. Tvö þeirra, Kolbjarnarstaðir að vestanverðu og Kópstaðir að austan, eru löngu fallin úr byggð. Á hinum þremur, Geirmundarstöðum og Gilstöðum vestan árinnar og Ból stað, neðarlega í dalnum undir austurhlíðinni, hefur verið rek- inn myndarbúskapur til skamms tíma. En nú hef ég heyrt að síð- asti bóndinn í dalnum muni flytja þaðan burt á þessu ári. Óhugn- anlegt tákn um framvindu hins íslenzka þjóðfélags. Milli Gilstaða og Kolbjarnar- staða eða Kotsins eins og kuml býlisins er venjulega kallað, er Þjóðbrókargil, djúpt gljúfur og vatnsmikið. Bjó þar fyrr á tím- um tröllkona sú er Þjóðbrók hét og dregur gilið nafn af henni. Á móti kotinu, að austanverðu í dalnum, er Heiðargötugil. Eftir neðri barmi þess lá áður leiðin úr Selárdal upp á Trékyllis- heiði. Til marks um það hvílíkur kjarnagi'óður vex í dalnum, má nefna það, að sagt er að í harð indakaflanum, sem gekk yfir landið á síðari hluta 19. aldar, hafi dalbændur nokkrum sinn- um bjargað búfé sínu frá felli með því að kurla viðiskóg til fóð urs. Skaginn milli Steingrímsfjarð ar og Bjarnarfjarðar heitir einu nafni Bjarnarfjarðarháls. 1 dag- legu tali eru þó sumir hlutar hans nefndir eftir bæjum þar sem áður lá alf araleið milli brúna, t.d. Bæjarháls, Helluháls o.s.frv. Ströndinni norðan Steingríms fjarðar, Selströndinni, hallar frá sjónum upp að suðurbrúnum á Bjarnarfjarðarhálsi. Þær eru víð ast lágar og línumildar en þó smá klettarið hér og þar. Hæst ber Bæjarfell, utarlega á hálsin um um 300 m yfir sjó. Af feli- inu er víðsýnt til allra átta og mun enginn, sem þangað leggur leið sína í björtu veðri, sjá eftir þeim sporum þó brattgengt sé. Innst á ströndinni skammt ut- an við fjarðarhornið er bærinn Bassastaðir. Litlu utar, við Háls götugil, eru vegamót. Liggja þar leiðir norður um Bjarnarfjarðar háls og suður með ströndinni, er góður akvegur tii beggja átta. Byggðin stendur víðast stutt frá sjó en þó nokkuð hátt frá fjörumáli. Hjallabríkur og börð hylja alla útsýn að byggðarbaki, en nærmyndin, víkur og vogar, nes og tangar og útsýni suður |im Steingrímsfjörð er munagjörn og mjúklynd en hvergi stórbrot- in. Næsti bær utan við vegamótin er Sandnes. Þar um lá áður þjóð braut Bjarnfirðinga og annarra norðanmanna, sem leita þurftu læknishjálpar og sækja verzlun til Hólmavíkur. Fyrri helming þessarar aldar bjó þar fræði- og merkismaðurinn Sigvaldi Guð- mundsson. Um hann kvað Benja mín Ólafsson: Sandnesbóndinn Sigvaldi sinnishýr og glaður. Fyrir greiða og gestrisni gerist þjóðlofaður. Stutt bæjarleið er frá Sand- nesi að Hellu og þaðan að Kleif- um. Á Hellu bjó Jón Guðmunds- son, þjóðkunnur maður á sinni tíð fyrir lækningar og eftir hann fóstri hans Ingimundur Guð- mundsson. Á Kleifum var Torfi Einarsson frá KollafjarðarnesL Hann var um skeið þingmaður Strandamanna. Þeir voru bræð- ur, hann og Ásgeir á Þingeyrum, sem reisti þar eitt virðulegasta guðshús á íslandi. Á þessari leið er ströndin mjög Framhald á bls. 1S Séð yfir Steingrímsfjörð af Bjar narfjarðarliálsl. J/ slóít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.