Morgunblaðið - 21.08.1970, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.08.1970, Qupperneq 16
16 MOBGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1970 Lítið verzlnnarhusnæði óskast tí) leigu, betzt í Miðbænum. THboð sendist afgreíðslu Morgunbtaðsms, sem fyrst, merkt „4010". Ævar Kvaran hefur olmennt fromsagnarnómsbeið í septembermánuði. Raddbeiting, framburður, framsögn og uppfestur óbundins máis og bundins. Upplýsingar í síma 34710. SÚLÚ-HÚSGðGN s terk og stílhrein Seljum stálhúsgögn frá verkstæði. Margar gerðir af borðum og stólum, Mikið úrval af leðurlíki ©g harðplasti. Getum enn útvegað borð ©g stóla á gamla verðinu. Látið Sóló-Húsgögn prýða heimilið. SOLO HUSGÖGN HF. Hringbraut 121, simi 21832. — Á slóðum F.Í. Framhald af bls. 15 mishseðótt, klif og Weífar miUi voga og víkurbotna. Vegurinn liggur hærra en byggðin og sést sums staðar ekki til bæja fyrr en nærri er komið. 1 Hveravík, skammt utan við Kieifar, eru heitar lindir við sjó inn. í>ar var áður sundlaug en lagðist af vegna þess að bergið umhverfis klöppina, sem laugin stóð á rifnaði hér og þar svo vatnið hætti að stíga. Á kleifunum utan Hveravíkur víkkar sjónarsviðið. f>á sést lengra út og suður frá mynni Steingrímsfjarðar, og þegar kem ur út að Hafnarhólmi og Gauts hamri er undírlendi nokkru breiðara. Sá sem þaðan leggur leið sína upp á fellabrúnir sér margt, sem augað gleður. Frá flestum bæjum á Selströnd var, og er ennþá þar sem byggð stendur, stundað útræði. Frá Hafnarhólmi og úr Hamarsbæli, verstöð við sjóinn á Gautshamri, var um skeið umtalsverð útgerð og fiskverzlun. Á björtum vor- og sumardög- um brosir Selströnd blítt móti sólu, og þótt klettariðin séu sums staðar grályndisleg, býður hún ferðamanninum víða skjól- sælt tjaldstæði undir blóma- brekku við biátæran bunulæk. Sunnan undir Bæjarfelli er Drangsnesþorp. Voru þar mikil umsvif meðan sjór var gjöfuU um innanverðan Húnaflóa og Steingrímsfjörð. Úr þeim hefur nokkuð dregið hin síðari ár, þó er þar ennþá nokkur útgerð, einnig frystihús og verzlun. Utsala — útsala Mikil verðlœkkun GLUGGINN, Laugaveg 49 Opinber stofnun ósksr eftir því að ráða mann sem fyrst tíl afgreiðslu, aksturs og fieiri starfa. Einhver tungutnálakunnátta æskileg. Tilboð leggist inn á afgreiöslu blaðsins fyrir mánudagskvöld 24. ágúst merkt „Rikisstofnun — 4662". Reyðarvatn Veiði fyrir landi Þverfells. Veiðileyfi, báta- leiga og tjaldstæði, afgreidd í Selvik við Reyðarvatn. Frekari upplýsingar í símum 41210 og 19181. Lokað 1. september. Útboð Tilboð óskast í að ganga frá fodóð húsaona nr. 128—144 við KJeppsveg. Verkið skiptist í þrjá áfanga og á að vinna fyrsta áfangann nú í haust, en það eru jarðvegsskipti og lagning niður- fallsræsa. Annar áfangi er malbikun, en sá þriðji lagning stíga, kanta, lýsingar og fleira. Heimilt er að bjóða í hvem áfanga fyrir sig eða allt verktð. Útboðsgögn fást afhent hjá Jakobi Hálfdánarsyni, tæknifræð- ingí, KSeppsvegi 144, 3. hæð, t_ v., eða Bergt Þorleifssyni. endurskoðanda, c/o Hagtryggíngu, Etriksgötu 5. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 31. ágúst kl. 17.30 hjá Jóni Ólafssyni, hdl., að Tryggvagötu 4, Reykjavík. að viðstöddum bjóðendum. Utan við Drangsnes gengur þverhníptur berghamar í sjó fram, heitir sá Malarhom. í vest anstormi, þegar lending var ill heima á Drangsnesi, var leitað skjóls undir Horninu. Nokkru utar er svo stórbýlið Bær á Sel- strönd og um 1% km þar undan landi ris Grímsey úr sjó nær mynni Steingrímsfjarðar. Eyjan er grösug, enda var þar býli fram eftir öldum og einnig útræðL Síðan það lagðist niður hefur eyjan verið nytjuð frá Bæ og fé gengið þar fram eftir vetr um eða vetrarlangt. Á tímabiil var þar einnig mikið refaeldi. Sagt er að eyjan dragi nafn af Grími Ingjaidssyni, er kom til Is iands snemma á landnámstið og dvaldist á eyjunni hinn fyrsta vetur. Bergdís hét kona hans en Þórir sonur. Grimur reri til fiskjar með hús karla sína um haustið, en sveinn inn Þóiir lá í selsbeig í stafni. Grímur dró marbendii og bað hann spá. Marbendill svarar: „Eigi þarf að spá yður, en sveininum, sem liggur í selsbelgnum. Hann skal þar byggja og land nema, sem Skáim, merr yðar, leggst undir klyfjum." Síðar um veturinn týndist Grímur og húskarlar hans í fiskiróðri. Um vorið fóru þau mæðgin, Bergdís og Þórir, suður um heiði til Breiðafj arðar. Síðar nam Þórir land að Rauða- mel hinum ytri og gerðist mikill böfðingi. Hann var kállaður Sel- Þórir. Bragi frá Hoftúnum kveður: „Framan við Steingrimsfjörðinn fögur og giæst að sjá, Grímsey úr græðisdjúpi gnæfir svo tignarhá. Grímur þar fyrstur gisti gleypti svo Ægir þann. Síðan um aliar aldir eyjan er kennd við hann. Sel-Þórir suður um heiðar sótti, og farnaðist veL Skáim þar til lúin lagðist loksins — við RauðaméL" Norðurbrúnin á Bjarnarfjarð- arhálsi er miklu stórskornari en sú syðri, sérstaklega utan til upp frá Kaldrananesi og Nesströnd. Eru þar háir berghamrar í brún um og niður frá þeim brattar hlíð ar með stórgrýttum klettaurðum við fjallsrætur. Brúnir þessar ber hátt yfir um hverfið og eru ákjósanlegar sjón arhæðir. Innar á brúnunum, sunnan Bjamarfjarðar, eru Miðaftans- högg, Urriðaborg, Bakkaborg og Skarðsfell. Fremst, vestan við mynni Sunnudais er svo Sunnu- dalsbunga. Upp af Selároddum, nær syðri brúnum á Bjamar- fjarðarhálsi, er Valborg um 200 m há. Sé numið staðar á hæðum þeim, sem hér hafa verið nefnd- ar og þaðan litið yfir land, kem- ur bezt í ijós hve umhverfið er fagurt og fjölbreytilegt. Hæð ir og ásar, móar og mýrasund, iækir, vötn og tjamir, ailt hef- ur sín sérkennL Grösug engL lyngmóar, biágresisbrekkur, blómabalar og nakin holt, móta svipdrætti landsins og spegla þá í björtum iindum og biátær- um vötnum iðandi af lífi. Víða hallar frá brúnunum inn til landsins og þar ríkir heiðaró og friður, þótt í fárra fótrnála fjariægð sé kliðurinn frá ólg- andi lífsstraumi byggðarinnar. SPECLAR TÆKIFÆRISGJAFIR Komið og veljið gjöfina. Fjölbreytt úrval. Verð og gæði við allra hæfi. LUDVIG STORR SPEGLA8ÚÐIN, Laugavegi 15. Sánar 1-96-35 og 1-33-33.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.