Morgunblaðið - 26.08.1970, Side 3
MORGUNBLAÐ'IÐ, MIÐVKKUDAGUR 26. ÁGÚOT 1970
3
þingi
í SÍÐUSTU viku minntust Þing-
e.yingar 11 alda byggðar í Þing-
eyjar’þingi með hátíðahöldum á
Húsavík og að Laugum. Margt að
komumanna heimsótti Húsavík í
sambandi við hátíðahöldin, enda
var veðurblíða alveg sérstök —
logn, sólskin og hiti. Hátíðahöldin
tókust mjög vel, og dagskráin hin
fjölbreyttasta, eins og áður hefur
verið getið um í blaðinu.
íþróttaæskan setti svip sinn á hátiðahöldin og hér er skrúðganga hennar að leggja af stað á Húsavík
Bæjarins bezta og
mesta úrval af
borðstofuhúsgögnum
Meðon birgðir endast getum við selt ofantalin
húsgögn á gamla verðinu.
W°/o AFSLÁTTUR VIÐ STADGREIÐSLU
Afborgunarsk.il málar:
Jafnar greiðslur á 20 mánuðum.
BORÐSTOFUSKÁPAR úr eik og teak.
Lengd 122 cm verð kr. 6.150.00
— 160 — — — 10.500.00
— 160 — — — 11.350.00
— 170 — — — 11.500,00
— 170 — — — 12.765,00
— 170 — — — 15.960,00
— 185 — — — 14.000,00
— 205 — — — 15.200,00
— 210 — — — 16.315,00
— 215 — — — 16.900,00
— 216 — — — 18.400,00
— 228 — — — 17.610,00
Háir skápar lengd 106 cm
hæð 117 cm — 14.260,00
12 gerðir af borðstofuborðum, hringlaga
og aflöngum.
Stólar i mjög fjölbreyttu úrvali.
SKEIFAN
Sími 16975 - 18S80
Kjörgarði
Svo sem kunnugt er líta
kommúnistar á sig sem samvizku
alheims, og kynflokkur kommún-
ista hér á íslandi er þeirrar skoð-
unar, að íslendingar hljóti að
hafa veruleg afskipti af heims-
málunum, sérstaklega þar sem
Bandaríkjamenn láta að sér
kveða, svo sem í Víetnam og ann-
ars staðar í þeim heimshluta. Til
þess að leggja áherzlu á þessar
kröfur flytja þingmenn kommún-
ista maraþonræður um heims-
vandamálin á Alþingi, ásamt
ýmiss konar tillöguflutningi, og
allur málflutningur þeirra er
byggður á því, að íslendingar
megi ekki einangra sig frá slík-
um vandamálum. Þau komi okk-
ur við, ekki síður en öðrum.
Þessi áhugi kommúnista á lausn
alvarlegra heimsvandamála er
góðra gjalda verður, en því mið-
ur er ekki sama hver í hlut á.
í Þjóðviljanum 21. ágúst birtist
t.d. stutt forystugrein um Tékkó-
slóvakíu, augsýnilega skrifuð af
þeim hvötum einum, að leiðara-
höfundurinn hefur talið það
óhjákvæmilegt. í forystugrein
þessari er innrásin i Tékkósló-
vakíu skýrð með því að hér sé
um að ræða „valdstefnu stórveld-
anna“ og viðleitni þeirra til þess
að tryggja „áhrifasvæði" sín.
Síðan segir: „Það er smáþjóð-
unum lífsnauðsyn að kveða niður
þessa valdstefnu stórveldanna
og kenninguna um áhrifasvæði.
Þá baráttu verður hver þjóð að
heyja á sínum vettvangi." Á
venjulegri íslenzku þýðir þetta,
að íslendingar eigi ekki að skipta
sér af Tékkóslóvakíu og því, sem
þar gerist. Þeir eigi að halda sér
að sínu, þegar ódæðisverk
kommúnista eru annars vegar.
Kommúnistar segja með öðrum
orðum: Það kemur engum við
hvaða glæpaverk við fremjum,
en við höfum rétt til þeirra af-
skipta, sem okkur þóknast af
málefnum annarra. Þetta heitir
tvöfeldni.
STAKSTEINAR
Hræddir við
kosningar
Þingeyjar
Tvöfeldni
kommúnista
Að Laugum við upphaf hátíðahaldanna. Samband þingeyskra kvenna hafði sögusýningu, og komu konumar fram í búningum frá
ýmsum tímum liðinna alda, eins og sjá má á myndinni
11 alda
byggð í
Ein athyglisverðasta staðreynd-
in, sem við blasir í þeim umræð-
um, sem fram hafa farið um
haustkosningar, ekki sízt siðustu
daga eftir að ákveðið var að þær
færu ekki fram, er sú, að allir
stjómmálaflokkar nema Sjálf-
stæðisflokkurinn vildu komast
hjá haustkosningum. Alþýðu-
flokkurinn tók á sinar herðar þá
ábyrgð að koma í veg fyrir kosn-
ingar í haust þrátt fyrir eindreg-
in vilja almennings í landinu um
það gagnstæða. Bæði Framsókn-
armenn og kommúnistar hafa
sýnt það síðustu daga að þeir
fagna því af alhug, að ekki verð-
ur af kosningum nú í haust. Þenn
an fögnuð hefur berlega mátt sjá
á siðum blaða þeirra dag eftir
dag og heyrist nú annað hljóð úr
þeim herbúðum en á undanföm-
um árum, er stjórnarandstöðu-
flokkamir hafa hvað eftir annað
krafizt þess að ríkisstjómin segði
af sér og efnt yrði til kosninga.
Ástæðan fyrir þessum ótta ann-
arra stjómmálaflokka en Sjálf-
stæðisflokksins við' kosningar í
haust getur ekki verið önnur en
sú, að þeir telja sig ekki hafa hag
af því að leggja mál sín undir
dóm kjósenda. Meiri vantraus|s-
yfirlýsingu geta stjórnmálamenn
og flokkar þeirra varla kvcðið
upp yfir sjálfum sér. Þetta er
staðreynd, sem almenningur í
landinu á að veita eftirtekt. Allir
stjórnmálaflokkar nema Sjálf-
stæðisflokkurinn vildu koma í
veg fyrir kosningar. Það segir
sína sögu.