Morgunblaðið - 26.08.1970, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAf>IÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970
TÚNÞÖKUR
Vélskorrvar túnþökur til sölu.
Bjöm R. Einarsson.
Sími 20856.
ÍBÚÐ ÓSKAST A AKRANESI
3ja—4ra herbergja íbúð ósk-
ast til leigu eða kaups á
Akranesi. Uppl'ýsimgar í síma
93-2122.
SKRIFSTOFUSTÚLKA ÓSKAST
hálifan eða a'lten daginn. Góð
v é Imuna'nkunnátta nauðsyn -
ieg. Upplýsingar um mennt-
un og fynri störf sendist Mbl.
f. föstudag merkt „2899".
ÓSKA EFTIR
að taika á teiigu sælgætiis- og
tóiba'kswerztuin með kvöWsöliu
teyfi. Tillb. sendist Mibl. fyrir
28. þ. m. merkt: „Sælgœtiis-
verzlem 4024".
HÚSBYGGJENDUR
Byggingaimeiistairi getur bætt
við sig verkefmum. Geri fast
verðtil'boð.Uppl. send'ist aifgr.
blaðsims merkt: „4413".
HAFNARFJÖRÐUR
Óskum efti'r að taika á teigu
3ja—4ra herto. ílb'úð. Uppl. í
siíma 52048 eftir kl. 7 á kvöl'd
in.
3JA HERB. iBÚÐ
óskaist tii leigu. Uppl. í sírna
84929.
GJALDMÆLIR
fyriir leigutoil ós'ka'St. Sími
38630 á kvöldim.
SKIPSTJÓRI
utan af landi óskar eftir íbúð
frá og með 1. sept, Uppt. í
síma 81776.
1. OKT.
Vil taika á leigu góða itoiúð,
helzt í Háal'eiti'Shverfi. Uppl. í
síma 38069.
HÓTELKAFFIKANNA
eða kaffivél, griitofn og hit-
unarborð, óskast til kaups.
Uppl. í siíma 31269 eftir -kl. 6.
ÓSKA EFTIR
að kaupa góða múrsprautu.
Uppl. í siíma 50658.
IBÚÐ ÓSKAST
2ja—3ja herb. íbúð ósikaist í
Hafnairfirði. Uppl. í síma
50658.
ÚTGERÐARMENN
Ósika eftir að fá keyptan
fiskibát, 80—120 tonma. —
Uppl. veittar í síma 98-1859.
STÚLKA ÓSKAST
til beimiiliisisita'rfa í Bandaríkj-
unium. Konan ístenzk. Lág-
marksa'Id'ur 18 ár. Uppl. í
síma 36366.
Þer.si unga stúlka sólar sig undir heygalta úti í Viðey. Sv. Þorm.
rakst á hana á dögunum, og fannst endilega þetta minna sig á
skerjagarðsrómantík og dalalíf, þótt úti í eyju væri.
Hann sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann
fyrir oss alla, liví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með lionum.
(Róm. 8.31).
í dag er miðvikudagur 26. ágúst og er það 238. dagur ársins
1970. Eftir lifa 127 dagar. Árdegisháflæði kl. 1.49. (Úr fslands
almanakinu).
AA- samtökin.
'Tið!alstími er í Tjarnargötu 3c alla virka daga frá kl. 6—7 e.h. Siml
•o373.
Almomnar upplýsingar um læknlsþjónustu í borginní eru getfnar
símsvara Læknafélags Reykjavíkur, sima 18888. Iækningastofur eru
lokaðar á latigardöguan yfir sumarmánuðina. Tekið verður á mótl
beiðnum um lyfseðla og þess háttar að Gfyðastræti 13. sfmi 16195,
frá kl. 9-11 á laugardagsmorgnum
Tannlæknavaktin
er i Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 5—6.
Næturlæknir í Keflavík
26.8. 27.8. Guðjón Klemenzson.
28.8., 29.8. og 30.8. Kjartan
Ólafsson.
31.8. Arnbjörn Ólafsson.
Læknisþjónusta á stofu á laugar-
dögum sumarið 1970.
Suimarmániuðina (júní-júlí-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vík lokaðar á laugardögum, nema
læknzstofan í Garðastræti 14, sem
er oplin alla laugardaga í sumar
kl, 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabeiðnir hjá læknava.kti.nni
sími 21230, fyrir kvöld- nætur- og
helgidagabeiðnir.
Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið alla da.ga, nema laugar-
daga, frá kl. 1.30—4. Aðgangur
ókeypis.
VÍSUK0RN
Kalið veldur kvöl og neyð,
kvarta bændur sáran.
Byrgir askan bjargarleið,
beltið herðir nárann.
Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Spakmæli dagsins
Útþráin er ekki jafn-sár og
heimþráin. — Peter Egge.
Margt eitt kvöld o g margan dag
í dag kynnum við skáldið
Þorstein Erlingsson. Þor-
steinn var fæddur í Stóru-
mörk undir Eyjafjöllum 27.
september 1858, sonur Erlings
Pálssonar (b. á Árhranni á
Skeiðum) og konu hans I»u-
ríðiir Jónsdóttur, (bónda á
Stórumörk Guðmundssonar.)
Mánaðargamall fór hann í fóst
ur að Hlíðarendakoti í Fljóts-
hlíð og ólst þar upp hjá ömmu
sinni og seinni manni hennar.
18 ára gamall settist Þor-
steinn í lærða skólann í
Reykjavík fyrir atbeina skáld
anna Matthiasar Jochumsson-
ar og Steingríms Thorsteins-
sonar. Lauk Þorsteinn stúd-
entsprófi 1883, og sigldi sam-
sumars til laganáms við Kaup
mannahafnarháskóla. Varð
cand. phil. 1884. Hætti laga-
námi 1887. Samtals dvaldist
hann í Kaupmannahöfn í 13
ár, og lagði nokkra stund á
málfræði og bókmenntir, eink
um forníslenzkar. Fjárskort-
ur og heilsuleysi mun hafa
valdið því, að hann hvarf frá
námi, en á þessum árum orti
hann sum sín beztu kvæði.
Gekk þá m.a. frá handriti
sínu að ljóðabókinni Þyrnum,
sem skipaði honum strax á
bekk með öndvegisskáldum.
Var við fornminjarannsóknir
á sunnan og vestanverðu Is-
landi 1895. Fór snögga ferð
til Ameríku með dr. Valtý
Guðmundssyni 1896 i boði
Miss Cornelia Horsford til
rannsókna á fornminjum í
Massachusetts. Ritstjóri
Bjarka á Seyðisfirði 1896—
1900, 1901—02 ritstjóri Arn-
firðings á Bíldudal. Fluttist
til Reykjavíkur 1902 og
dvaldist þar upp frá því.
Kunnasta ljóðasafn hans eru
Þyrnar, sem út kom i fjórum
útgáfum, einnig Eiðurinn, um
Ragnheiði biskupsdóttur, þá
Málleysingjar. Einnig þýddi
hann sögur eftir ýmsa höf-
unda, skrifaði ritlinginn
„Meðan um semur", pólitísk-
ur bæklingur 1908, skrifaði
líka fjölda greina í Tímarit
Bókmenntafélagsins, Sunnan-
fara, Dýravininn og Eimreið-
ina. Hann kvæntist fyrst
danskri konu, en seinni kona
hans var Guðrún Jónsdóttir
(Guðrún J. Erlings). Giftust
þau 1901. Þorsteinn andaðist
28. september árið 1914. Við
veljum til kynningar kvæðum
hans:
JYo'Cii
cVu TncUCu. fó-ýP uam fUlw úv'i'H* icJci'j
erx ou£ OiJíz&MmiÍma. ,
Rithönd Þorsteins Erlingssonar.
í HLÍÐARENDAKOTI
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur,
þegar saman safnazt var
sumarkvöldin fögur.
Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.
Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim i gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.