Morgunblaðið - 26.08.1970, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970
Frú Sigríðu
— Minning
F. 24.12.1889.
D. 12.8. 1970.
Miðvikudaginn 12. ágúst s.l.
lézt frú Sigríður Einarsson. Er
þar gengin fyrsta borgarstjóra-
frú Reykjavíkur og síðasta barn
þeirra hjóna Franz sýslumanns
Siemsens og konu hans í>órunn-
ar dóttur Árna landfógeta
Thorsteinson.
Ekki er ætlun mín að rekja
hér æviferil hennar að öðru en
því, að hún var fædd i Hafnar-
firði 24. desember, aðfangadag
jóla, 1889. Hún giftist Páli Ein-
arssyni þá borgarstjóra í Reykja
vík, árið 1911. Þau hjón bjuggu
43 ár í farsælu hjónabandi, þótt
þau yrðu fyrir sorgum og trega
við missi tveggja dætra. Eftir
lifa böm þeirra: Einar Pálsson
verkfræðingur, Franz Pálsson
verzlunarfulltrúi, Ólafur Páls-
son verkfræðingur og Þórunn
húsmóðir; öll búsett í Reykja-
vík.
Við fráfall elskulegrar móður
systur minnar koma ýmsar minn
ingar fram i hugskotið, ekki sizt
vegna þess, hversu móðir min
t
Eigwkoma min og móðir
okkar
Elín Magnúsdótiir
Suðureyri, Súgandafirði,
andaðist í Sjúkrahúsinw á ísa-
firði laiu@ardaigirm 22. þ. m.
Útförin fer fram frá Suður-
eyrarkirkju fimmtudaginn 26.
ágúst kl. 14.
Guðmundur Kr. Guðnason
og böm.
Jafnframt fer fram útför
litlu dóttur okkar,
Elínar Láru,
er aindaðist í sjúkraihúsinu á
Isafirði 15. þ. m.
Fanney Guðmundsdóttir,
Friðjón Guðmundsson.
t
Móðir okkar,
Elsa Frieda Wiencke,
Miklubraut 11,
lézt í Landspítalanum 20. þ.m.
Útförin fer fram frá Laugar-
neiskirkju fimmtud,aginin 27.
ágúst kL 13.30.
Fyrir hömd tengdaibama og
bamabarna.
Karin Faber,
Pétur Wiencke,
Ragnar Wiencke.
t
Útför eigianmjamnts míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
Þorvarðar G. Þormar,
fyrrum prests í Laufási,
sam lézt í Landspítalanum 22.
þ.m., fer fram frá Dómkirkj-
umni laugardaginn 29. ágúst
kl. 10,30. Þeim, sem vildu
miranast hams, er benit á Miinin
ingargtjafasjóð Landspítaalns.
Ólína Þormar,
Guttormur Þormar,
Doris Þormar,
Halldór Þormar,
Lil.ja Þormar,
Hörður Þormar
og bamaböm.
r Einarsson
og hún voru samrýmdar, eins og
raunar öll þau Siemsenssystkin-
in, og voru kynni mín af henni
því e.t.v. nánari, en oft gengur
og gerist um frændfólk af mis-
munandi kynslóðum.
Það fyrsta, sem mig rekur
minni til Sísíar, en svo nefndum
við ættingjamir hana, er þeg-
ar hún kom til Reykjavikur og
þau hjón fluttu hingað búferl-
um. Það var árið 1920. Og þótt
ég hafi þá aðeins verið fjögurra
ára man ég þetta næsta glöggt,
því að mikil var tilhlökkunin að
kynnast frændfólkinu. Þau
komu að norðan, því Páll hafði
veríð bæjarfógeti á Akureyri ár
in 1914—1919, en átti nú að taka
við störfum hæstaréttardómara.
Fyrstu mánuðina bjuggu þau
hjá afa og ömmu í Ingólfsstræti
5, en fluttu fljótlega að Héðins-
höfða og bjuggu þar um þriggja
ára skeið ásamt Theódóri
Jakobssyni, tengdasyni Páls, og
Kristínu dóttur hans af fyrra
hjónabandi, miklu ágætisfólki.
Héðinshöfði var í mínum
bamsaugum hálfgerð höll, sem
yfir hvíldi ævintýraljómi. Enda
komst ég síðar að þvi, að það
var ekki svo fjarri lagi, þvi
Höfði mun upphaflega verið
reistur af Frökkum, á árunum
1908—9, efni til hans að mestu
flutt tilhöggvið frá Frakklandi
°g byggður í frönskum „pavilli-
on“-stíl, enda bjó þar fyrstur
manna fyrsti franski aðalkon-
súllinn hérlendis, Brillouin að
nafni. í byrjun fyrri heimsstyrj-
aldar keypti Einar skáld Bene-
diktsson húsið og bjó þar um
hríð og mun Valgerður kona
hans hafa gefið húsinu nafnið.
Á bemskuárum mínum stóð
t
Þöikkum aulðteýnda samúð og
viiraar'hjuig við aindlát og jarð-
arfÖr,
Stefáns Jóns
Sigurjónssonar
frá Skuggabjörgum.
Vandamenn.
t
Við þökikium imnilega auð-
srýndia samúð og vkváttu við
aradlát og jarðarför eigin-
mamns mjíns, föðúr, tenigda-
föður og afa,
Bjöms Guðmundssonar,
Njálsgötu 56.
Evlalía Ólafsdóttir,
börn, tengdaböm og
bamaböm.
t
Okikar iininilegiuisitiu þakkir fyr-
ir aulðsýnda siamúð og vináttu
við andlát ag jarðarför mióð-
ur okkar, tengdamóður og
ömmiu,
Halldóru Gunnlaugsdóttur
frá Æriæk.
Sérstakar þakkir til Kvenfé-
iaigs öxarfjarðar fyrir auð-
sýnda virðingiu við himia látniu.
Böm, tengdaböm og
bamaböm.
Héðinshöfði að kalla mætti ut-
an Reykjavíkur, og manni fannst
nánast að farið væri upp í sveit
þegar þangað var haldið, sem oft
var gert á þeim árum. Var það
jafnan mikið tilhlökkunarefni að
fá að gista þar hjá Sísí og Páli,
leika sér í fjörunni með frænd-
systkinunum og skoða allar
skipamyndimar, sem Einar hafði
teiknað af togurum og flutninga
skipum. Margar góðar minningar
geymast frá þeim dögum. Stað-
ir verða oft minnisstæðir og
merkir vegna manna og mann-
virkja. Ég held að Héðinshöfði
sé einn þeirra.
Páll Einarsson var fæddur og
uppalinn á stórjörðinni Hraun-
um í Fljótum og bar alla tíð i
brjósti hneigð til búskapar.
Mun það hafa ráðið nokkru um,
að árið 1927 leigði hann sér að-
stöðu að Búðum á Snæfellsnesi.
Það sumar fór ég þangað í heim-
sókn til frændfólksins ásamt
móður minni. Þar var gott að
vera, því gestrisni móðursystur
minnar var mikil og þar kenndi
Einar frændi mér fyrst skil á ís-
lenzkum jurtum, enda Búða-
hraun hrein Paradís á því sviði.
Hann kenndi mér að greina þær,
pressa og þurrka og líma upp.
Þarna held ég, að fyrst hafi
vaknað áhugi minn á ís-
lenzkri náttúru; sjá sjóbirting-
t
Kærar þakkir til þeirra, sem
miiranituist,
Kristjáns Sigurðssonar
frá Brúsastöðiun í Vatnsdal.
Börn, tengdaböm og
barnaböm.
t
Þökkum hjartamleiga aiuð-
sýndia saimúð við amidlát og
jaxðarför komiummar minnar,
móðlur okkar, temigdamóður og
ömmiu,
Huldu Lúðvíksdóttur.
Sérstaikar þaikkir flytjum við
starfsfólki Landspdtalans, sem
anmiaðist hama af alúð.
Jónas J. Hagan,
Lúðvik Jónasson,
Steinunn Jónasdóttir,
Sólveig Jónasdóttir,
Sigurður Haraldsson
og bamaböra.
inn skvampa í ósnum, skoða stór
burknann í gjótunum, sóla sig í
gulum sandinum, arka um hraun
in, læra ótal örnefni, liggja í
túnfætinum og hlusta á Bjarna
á Búðum segja frá svaðiiförum
og ævintýrum og njóta svo góðs
atlætis móðursystur minnar. Á
þvi sumri tók ég ástfóstri við
Snæfellsnes, og síðan hafa þær
kenndir fremur vaxið en dofnað.
Ekkert af þessu á trúlega
heima í eftirmælagrein, en þetta
allt og margt fleira rifjast upp
og sækir að við fráfáll móður-
systur minnar — allar þess-
ar ánægjustundir í návist henn-
ar — og raunar ótalmargt fleira.
Sigríður Einarsson var hlé-
dræg kona. Hennar heimur var
heimili hennar. Þó átti hún sín
hugðarefni, var trúhneigð kona
í víðtækum skilningi. Hafði rri.a.
áhuga á guðspeki og sálar-
rannsóknum. Þó held ég að hún
hafi verið öfgalaus i þeim efn-
um og vel getað unnað hverjum
og einum að verða sáluhólpinn
á sína vísu. Ekki má heldur
gleyma því að hún var mikill
Reykvíklngur enda þótt hún
væri fædd I Hafnarfirði, — og
ekki hvað sízt Vesturbæingur
því að lengst af bjó hún að
Vesturgötu 38. Með brottför
hennar fækkar því miður þeim,
sem settu svip á gamla Vestur-
bæinn.
Einhver spekingurinn hefur
sagt, að góðar konur eldist ekki.
Þetta held ég vera ofmælt, en
svo hefur mér virzt, sem góðar
konur eldist oft vel og þannig
var um Sigríði farið. Á áttræð-
isafmæli sínu um síðustu jól var
hún em og enn hress og kát í
fjölmennum hópi niðja sinna, ætt
ingja og vina. 1 vor tók hún las-
leika, sem leiddi til andláts
hennar. Sem betur fer átti hún
ekki við langvarandi legu og
miklar þjáningar að stríða,
og mér er nær að halda, að það
hafi verið henni styrkur, að
hún trúði á framhald tilverunn-
ar.
Okkur ættingjum hennar skil-
ur hún eftir góðar minningar.
Hennar nánustu vil ég votta
hjartanlega samúð okkar syst-
kina og fjölskyldna okkar.
Birgir Kjaran.
NOKKUB MINNIN GA RORÐ
Nýlátin er hér í bænum frú
Sigríður Einarsson, f. Siemsen,
og verður útför hennar gerð í
dag. Hún var síðari kona móð-
urbróður míns, Páls Einarsson-
ar, en hann gegndi margvísleg-
um embættisstörfum. Var sýslu-
maður á Patreksfirði, og þá
kvæntur Sigríði Thorsteinsson,
dóttur Árna landfógeta og frú
Soffíu Johnsen, en hún var af
ætt Hannesar Finnssonar bisk-
ups. Páli missti fyrri konu sína
eftir stutta sambúð, og áttu þau
tvö böm, Árna verkfræðing og
Kristínu er giftist Theódór Ja-
kobssyni, og er löngu látin. Síð-
ar varð Páll sýslumaður í Gull-
bringu og Kjósarsýslu og bæj-
arfógeti í Hafnarfirði, en var
kjörinn fyrsti borgarstjóri
Reykjavíkur árið 1908, og
gegndi því starfi til 1914. Árið
1911 gekk hann að eiga Sigríði
f. Siemsen, sem ég mæli hér eft-
ir og varð hún þannig fyrsta
borgarstjórafrú Reykjavíkur.
Hún var dóttir hjónanna Franz
Siemsen sýslumanns og bæjar-
fógeta i Hafnarfirði og konu
hans Þórunnar, dóttur Áma
landfógeta, og því systurdóttir
fyrri konu Páls. Síðar tók Páll
við embætti bæjarfógeta á Akur
t
Hugheilar þakkir viljum við flytja þeim mörgu, sem með
blómum, skeytum, aðstoð og hvers kyns vináttu vottuðu
samúð sína vegna andláts og jarðarfarar
JÓNASAR MAGNÚSSONAR
Stardal.
Kristrún Eyvindsdóttir,
böm og aðrir vandamenn.
eyri og sýslumanns Eyjafjarðar-
sýslu, en árið 1920 var hann
skipaður hæstaréttardómari, og
gegndi því embætti meðan emb-
ættisaldur leyfði.
Þau Sigríður og Páll lifðu í
óvenju farsælu hjónabandi unz
Páll lézt þá orðinn 86 ára. Börn
þeirra sem á lífi eru: Einar B.
Pálsson verkfræðingur, FranzE.
Pálsson skrifstofumaður, Ólafur
Pálsson verkfræðingur og Þór-
unn. Öll eru þessi systkini gift
og búsett hér í bæ, og afkom-
endur þeirra Sigríðar og Páls
orðnir mjög margir. Tvær dætur
misstu þau, Þórunni á æsku-
skeiði og Sigríði, gifta þýzkum
manni og búsetta i Þýzkalandi
eftir það.
Yfír heimili Páls og Sigríðar
var mikill menningarbragur. Þar
var rætt frjálsmannlega um
margt milli himins og jarðar;
menning og lístir í hávegum
hafðar. Sigríður var jafnan hin
virðulega og hjartahlýja húsmóð
ir, er tók með alúð á móti gest-
um og gangandi. Ég get um þetta
borið af eigin reynslu. Meðal
annars var ég sumar eitt á sið-
ustu skólaárum mínum gestur
þeirra á Akureyri um skeið, og
var boðinn með þeim í ferðaiag
til Raufarhafnar, og mig minn-
ir að tvennt annað af yngra ætt-
fólki hafi verið með í ferðinni.
Á Raufarhöfn sátum við 2—3
daga hjá frændfólki í miklu yf-
irlæti. Farið var á hestum báðar
leiðir, og margar dásemdir Norð
urlands skoðaðar, syo sem Mý-
vatnssveit, Dettifoss, Hólmatung
ur, Hljóðaklettar og Ásbyrgi. Ég
kynntist Sigríði þvi bæði í dags-
ins önn, og í sumarfrii þeirra
hjóna, en þau léku þá á als
oddi, og nutu hvers dags í rík-
um mæli. Alls staðar var hópn-
um vel fagnað sem aufúsugest-
um, og fann ég vel að orð
stír þeirra sýslumannshjónanna
hafði víða borizt.
Mjög innilegt samband var
ávallt milli Sigríðar og hinnar
stóru fjölskyldu, barna, barna-
barna, tengda- og stjúpbarna.
Má nefna það til dæmis að fyrr-
verandi tengdasonur hennar,
þýzkur verkfræðingur, kom
hingað á síðastliðnum jólum
gagngert til að heimsækja hana
og ættingja konu sinnar, sem er
löngu látin, en Sigríður varð þá
áttræð.
Hún var ákaflega trygg vin-
um sínum, og hélt við gömlum
kynnum og vináttu við þá til
hins síðasta. Systkini hennar
eru nú öll látin, en þau voru
Árni Siemsen ræðismaður, frú
Soffía Kjaran og Theódór Siem-
sen kaupmaður. Það er óhætt að
segja að í og frá þessum ætt-
boga sé margt fólk sem varð
landsþekkt, og þó fyrst og
fremst meðal þeirra „sem settu
svip á bæinn,“ Reykjavík, sem
svo hefir verið orðað.
Á yngri árum mínum þótti eng
um ráðum ráðið í fjölskyldu
minni nema leitað vasri fyrst til
Páls. Heimili þeirra stóð okkur
systkinunum opið, og var jafn-
an svipað því að við kæmum til
elskulegra foreldra. Sigríður er
nú horfin sjónum okkar, en
minningin um þessa mætu konu
er geymd. Að leiðarlokum henn-
ar hér þakka ég allt þetta
gamla og góða fyrir hönd mina
og míns nánasta ættfólks, um
leið og við vottum ástvinum
hennar samúð okkar.
Óskar Norðmann.
Innáleigia þafeka ég ölluim
þeim, viniuim og vamdlamiönin-
um, siem sýndiu mér marg-
hátta’ðia vimisiemd í tilefoi af
75 ára afmiæli miímiu 19. ágúsit
sl. — Guð blessi yktour öll!
Þorvaldur M. Magnússon,
Laugamesvegi 88.