Morgunblaðið - 09.09.1970, Side 12
12
MOMJUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SfflPT. 1970
Costa del Sol næstbezt
— Spjallað við
íslendinga undir
suðrænni sól
Sagan segir að þegar guð
hafi skapað Spán, hafi hann
gefið íbúunnm þrjár óskir.
Spánverjarnir óskuðu sér góðr
ar veðráttu, gnótt ávaxta og
góðra vína. Þeir fengu svo
sannariega óskir sínar upp-
fylltar, en þá komu þeir til
Guðs og vildu fá að óska sér
einu sinni til viðbótar — góðr-
ar stjórnar. En þá fannst guði
koniið nóg og því er blómaskeið
í stjórnmálasögu Spánar frem-
ur stutt og sagan kannski dap-
urleg. Islendingar, sem gista
Spán, verða þó harla lítið var-
ir við að þar er einræðisstjórn.
íbúarnir liafa að mestu gefið
frá sér pólitískar vangaveltur
og erlendir ferðamenn lifa vel
á Spáni.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti nýlega nokkra Islendinga
suður á Costa del Sol, en þar
er unnt að sleikja sólskinið í
320 daga á ári hverju að jafn-
aði. 1 ágústmánuði er að jafn-
aði einn sólarlaus dagur og bar
hann nú upp á 27. — alla hina
13 dagana skein sól svo að
segja í hvirfilpunkti og litaði
hið ijósa hörund Islendinganna,
sem óspart notuðu tækifærið.
dAsamlegur
SUMARAUKI
Meðal þeirra fyrstu, sem við
bittum í Fuengirola — litlu
fiskimannaþorpi, sem á síðustu
árum hefur verið breytt í ný-
tízku ferðamannabæ — var
Ivar Guðmundsson upplýsinga-
stjóri Sameinuðu þjóðanna
ásamt konu sinni Barböru og
syninum Pétri, sem er 6 ára.
— Þetta er i fyrsta skipti,
sem við gistum Spán — segir
Ivar. Það má segja að það sé
fyrir íslenzk áhrif að við ákváð
um Spánardvöl. Nokkrir dagar
voru eftir af sumarleyfinu —
við sáum auglýsingu I blaði og
að allir heima voru á hraðri
leið til Spánar. Við komum ekki
hingað vegna sólarinnar, því að
við höfum hana i ríkum mæli,
þar sem við búum. En hér er
dásamlegt að vera og eins að
íslendingar geti og hafi tæki-
færi til þess að njóta þessa
sumarauka, sagði Ivar að lok-
um.
• LEIÐSÖGUMAÐUR í
2« ÁR.
Ottó Jónsson, menntaskóla-
kennari er annar fararstjóra
Ferðaskrifstofunnar Útsýnar á
Costa del Sol. Ríki Ottós er í
Torremolinos, en i Fuengirola
hefur Guðmundur Steinsson, rit
höfundur veg og vanda af vel
ferð Islendinganna. Ottó kom
einn daginn i heimsókn til Fu-
engirola, sem er 15 km vestar
á ströndinni. Við tókum Ottó
tali. Hann sagði:
— Við komum hingað 31. júlr
og verðum út september. Mér
likar þetta líf vel. Það er
skemmtilega erilsamt, ég kann
Leifur Eiríksson, þjónn og fjölskylda á svölum íhiiiVar þeirra í Fuengirola Playa. Frá vinstri:
Eiríkur Stefánsson með sonardótturina Kristrúnu, frú Kristrún Þorleifsdóttir, frú Guðrún Michel-
sen og Leifur með soninn Atla Stefán.
A ströndinni, frá vinstri Halla Olafsdóttir, Jóhanna Cortes,
Hörður Einarsson, tannlæknir, Þóra Björk Ólafsdóttir og Þór
Bjarkar.
ívar Guðmundsson ásamt konu sinni Barböru og syninum Pétri.
vel við veðráttuna og umhverf-
ið. íslendingar eru líka ánægju
legt fólk að dvelja með og ákaf
lega samtaka um að skemmta
sér og vera í góðu skapi. Það
er alltaf gaman að vera innan
um slíkt fólk.
— Við höfum skipulagða dag-
skrá fyrir hvern hálfan mánuð,
þ.e. milli hvers leiguflugs.
Reynt er að dreifa ferðunum
niður, með hvíldum i milli. Fólk
hefur og heldur rýmri tíma síð-
ustu dagana og getur það þá
notað sólina, enda þá fai/ið að
venjast henni. Fyrstu 8 dagana
eru ferðir til Granada, Malaga,
í hellana við Nerja og 2ja daga
ferð til Afríku, sem er mjög
lærdómsrík þeim, sem ekki
hafa kynnzt áður veröld þess
fólks sem þar býr.
-— Jú, ég er búinn að vera
leiðsögumaður ferðafólks í æði
mörg ár — jafnlegi og hús-
bóndi minn Ingólfur Guð-
brandsson, segir Ottó og bros-
ir. Ég var fararstjóri i Norður-
landaferðum Heklu og þar áð-
ur í Skotlandsferðum eða í hart
nær 20 ár. Öll sumarfríin min
frá menntaskólanum hafa farið
í þetta, sem er góð tilbreyting
frá vetrarstarfinu. Þessar ferð
ir hingað hófust í fyrra og tók-
ust þá þegar mjög vel — áður
var farið í gegnum erlendar
ferðaskrifstofur, einkum brezk
ar.
— í sumar eru ráðgerðar 7
ferðir hingað. Hver hópur er
115 til 120 manns, en að auki
koma alltaf einhverjir um Lond
on, þ.e.a.s. 3ja vikna fólkið.
— Eins og ég sagði áðan fell-
ur mér mjög vel við þetta starf.
Islendingar eru skemmtilegir
og kunna betur en aðrar þjóðir
að skemmta sér i hópi og sem
betur fer finnst mér þessi mikli
verzlunaráhugi landans fara
minnkandi til mikilla muna,
sagði Ottó að lokum.
• PARADÍS NÚMER TVÖ
Arnór Karlsson eigandi
blómaverzlunarinnar Laufáss á
Akureyri gisti Costa del Sol í
annað sinn í sumar. Við hitt-
um Arnór á ströndinni. Hann
sagði:
— Ég var hér í fyrra i októ-
ber og líkaði þá mjög vel, sem
sjá má af því að ég er nú kom-
inn aftur. Mér finnst nú allt
miklu stórkostlegra og er þess
fullviss að þessi tími hentar
mér bezt. Hér á jörðu er para-
dís nr. 2.
— Þú spyrð hvar paradís nr.
1 sé? Það er auðvitað Norður-
land og Þingeyjarsýsla — jafn
vel þetta slær ekki hana út.
— Ég hef farið í allar ferð-
irnar, nema Afríkuferðina.
Hana ætla ég að eiga til góða.
Mér finnst þjónusta öll hér til
fyrirmyndar, hótelið gott og er
mjög ánægður með að fá í mig
kraft og heilbrigði með þvi að
njóta hér sólar og sumars.
• BARNFÓ.STRA UNDIR
SUÐRÆNNI SÓL.
Kristínu Guðmundsdóttur,
nemanda í Verzlunarskóla Is-
lands hittum við við sundlaug
Hotel Las Piramides. Kristín
hélt einmitt upp á 17 ára af-
mælisdag sinn við sundlaugina
hinn 27. ágúst. I vor réðst hún
til brezkrar fjölskyldu, skipti
síðan um vist og var svo hepp
in að ráðast til fólks, sem tók
hana síðan með til Spánar.
—■ Mér líkar þetta líf ágæt-
lega. Ég er barnfóstra hjá
frú og gæti þriggja barna, 9
ára stráks og tveggja telpna, 7
og 4ra ára. Ég bjóst svo sannar
lega ekki við því að lenda hér
þegar ég fór utan i vor og heim
kem ég 12. september. — Nei,
starfið er alls ekkert erfitt. Að
eins yngsta telpan er ósynd,
svo að ég þarf litlar áhyggjur
að hafa af eldri krökkunum.
Ég veit satt að segja ekki,
hvernig ég færi að ef þau
væru öll ósynd, segir Kristín
og stingur sér í laugina.
• SPÁNSKT KVEF EKKI
BETRA EN ÍSLENZKT
Hrókur alls fagnaðar meðal
íslendinganna á Costa del Sol
er Sigtryggur Benedikz, skip-
stjóri á Eskey SF 54 frá Horna-
firði.
SistryeKur Benedikz,
skipstjóri.
— Ja, það má nú segja að
þetta sé áhyggjulaust líf. Ég
var satt að segja dálitla stund
að vejast staðháttum. Maturinn
er margbreytilegur, maður er
lengi að borða hann og aðbún-
aður allur góður og til fyrir-
myndar miðað við verð.
— Ferðalögin hafa mér fund
izt skemmtileg — sérstaklega
ferðin til Tanger. Satt að segja
hafði ég ekki gert mér grein
fyrir aðstæðum fólks þar og að