Morgunblaðið - 27.09.1970, Side 10
10
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970
'VÍW
Nýbyg gingrar.
Hótel Víkurröst.
Frá
Dalvík
Helgi
Þorsteinsson
fréttaritari
Mbl. segir frá
HELGI Þorsteinsson, frétta-
ritari blaðsins á Dalvík, var
á ferðiruni í höfuðstaðnum
nýlega. Við notuðum tæki-
færið til að leita frétta úr
hans heimiabæ, og byrjuð-
um á að spyrja um sjávarút-
veginn.
— Sæmilegur afli hefur
verið hjá togbátum, en frek-
ar slakur afli í dragnót, sagði
Helgi. Útgerðarfélag Dalvík-
inga hefur gert út tvo báta,
Björgúlf og Björgvin, sem
báðir leggja upp hjá Hrað-
fryistihúsi KEA á Dalvík. Frá
áramótum hafa þeir lagt upp
samtala um 2500 leata afla.
Auk þeas eru gerðir út þrír
minni bátar með dragnót og
leggja þeir líka upp hjá frysti
húsinu. Auk þess eru nokkrar
trillur, sem menn hafa frem-
ur sér til gamans.
— Hvernig gengur hjá
frystihúsinu ykkar?
— Frystihúsið er búið að
vinna um 2600 lestir frá ára-
mótum. Það er töluvert minna
en í fyrra, sem stafar fyrst Og
fremst af því að verkfallið
eyðilagði bezta tímann. Til að
glöggva sig á því, má gera
aamanburð við árin 1968 og
1969 en á þeim tirna sem verk
fallið stóð í ár, höfðu aflazt
á þessum árum fimmti hluti
og sjötti hluti af ársaflanum.
— Nokkuð verið að vinna
að hafnarframkvæmdum?
— í fyrra voru töluverðar
Dalvík.
Hitaveita um áramót
Fyrsta landspróf sdeildin í vetur
framkvæmdir við höfnina. Þá
var aukið viðleguplássið við
syðri hafanrgarðinn, þannig
að ágætt rými er nú fyrir
báta. En í sumar hefur ekk-
ert verið unnið þar. Og síld-
arplönin standa auðyitað auð
og tóm, og sömuleiðis síldar-
verksmiðjan.
— Er mikið byggt hjá ykk-
ur?
— Jú, eftir hlé á bygging-
um í 3—4 ár, eru nú í bygg-
ingu 15 hús. Á sumum var
byrjað nú í vor, en önnur
hafa verið í smíðum í eitt eða
tvö ár. Þessi húis eiga heima-
menn, ungir Dalvíkingar, sem
hafa verið að stofna heimili
á undanförnum árum en ekki
farið út í að byggja eigin hús
fyrr.
— Og nú er í fyrsta skipti
verið að byggja hús, sem sér-
staklega eru ætluð með sölu
fyrir augum, bætir Helgi við.
Hallgrímur Antonsison, bygg-
ingameistari, er að byggja
fjögurra húsa raðhúslengju,
sem hann ætlar að selja. Að
því er ég bezt veit, er hann
þegar búinn að selja tvö hús-
anna.
— Eru einhverjar fram-
kvæmdir á vegum hreppsfé-
lagsins?
— Já, miklar framkvæmd-
ir hafa verið á vegum Dal-
víkurhrepps. í fyrsta lagi er
það hitaveitan, sem byrjað
var á í fyrna. Síðan hefur
verið haldið áfram að leggja
dreifikerfið í sumar og búið
að leggja það í allan suður-
hluta kerfisinis. Munu vera
Helgi Þorsteinsson
eftir um 60 hús. Ekki er búið
að tengja þetta allt, en vonir
standa til að því verði lokið
fyrir áramót.
— Verður þá hleypt á kerf-
ið?
— Já, við vonum að allt
verði tilbúið þá. Á einhverj-
um næstu dögum á að koma
norður bor frá Jarðborunum
ríkisins til að bora eina holu
í viðbót, eftir tilvísun jarð-
fræðinga. Áður var búið að
bora fjórar holur, en aðeins
ein gaf verulegt vatnismagn.
Því er talið öruggara að bæta
einni við. Þá ætti þetta að
duga vel, en vatnið sem upp
kemur er 58—59 gráðu heitt.
— í sambandi við þetta
hafa farið fram gatnafram-
kvæmdir, heldur Helgi áfram.
Búið er að byggja upp eina
nýjia göitu otg verið að viimna
að annarri. Allar nýjiar götur
hjá okkur eru þannig byggð-
ar, að leggja má á þær varan-
legt slitlag undirbúnings-
laust, þó ekki sé það gert nú.
Auk þeiss hefur víða verið
dkipt um skiolplieiiðs'lur og
vatnslögn endumýjuð.
—- Atvinnuástandið, hvem-
ig er það?
— Það hefur verið hörgull
á mönnum í sumar, t.d. í
byggingarvinnu.
— Og skólarnir?
— Við erum sæmilega sett-
ir með þá. Á næstia ári er ætl-
unin að reiisa heimavistarhús
við Gagnfræðaskólann fyrir
50—60 nemendur. Leyfi hef-
ur verið fengið hjá ráðuneyt-
inu fyrir byggingunni og ætl-
unin að vinma að teikningum
í vetur, þannig að þær verði
allar tilbúnar í vor og hægt
að byrja á byggingunni þá.
Skólahúsnæði er nofckuð gott,
að segja má, og er um það bil
að verðá fullnýtt. Fjögurra
vetra gagnfræðaskóli hefur
starfað í 3 ár og á næsta
vetri verður þriðja bekk gagn
fræðaiskólams þrískipt. Þann-
ið verða landsprófsnemendur
í sérdeild í fyrsta skipti.
— Nokkur kennaraskortur,
eins og víða?
— Fram að þessu höfum
við ekki verið í vandræðum
með kennara. En nú er óráð-
ið í eina stöðu. Tvær stöður
losnuðu, og er íþróttakennari
óráðinn.
— Hvernig gekk heyskap-
urinn í sumar í Svarfaðar-
dalnum?
— Heyskapur hafur í
sjálfu sér gengið vel, það sem
var til að hirða. En víða var
geysimikið kal og að auki var
lítil spretta. Mér skilst að
margir muni minnka mikið
bústofninn. Framan af sumri
var ákaflega balt. í júnknán-
uði kom góður kafli, en síðan
hefur aftur verið fremur kalt.
— Hafa berin þá ekki
sprottið i'lla? Þarna er mikið
berjaland.
— Ber hafa sprottið sæmi-
lega. Fólk hefur farið og tínt
yfir daginn 30—40 potta af
krækiberjum. Einnig mátti
fá reiting af bláberjum. Fólk
kom með 9—10 potta eftir að
hafa verið seinni hluta dags
við að tína. En bláberin eru
smærri og verr þrosfcuð en
verið hefur.
— Nú höfum við spurt um
framkvæmdir og sprettu, en
hvernig er með mannfólkið
sjálft. Er fjörugt félagslíf?
— Féiagsmál eru heldur í
daufaria lagi. Alltaf gerist þó
eitthvað á því sviði. Á laug-
ardag og sunnudag fyrir
rúmri viku hélt Æiskulýðs-
samband kirkjunnar fund
á Dalvík. Þar voru urn 40
fundarmenn, prestar og leik-
menn og margir skiptinemar
þjóðkirkjunnar.
Loftbremsukerfi
Pressur og varahlutir í þær,
Membrur,
Mebruhús,
Öryggisrofar,
Tengi fyrir aftanívagna,
Ventlar fyrir aftanívagna,
Viðgerðarsett í ventla,
Fittings.
öryggis- og handbremsusett sem koma má fyrir í öllum
bifreiðum með loftbremsukerfi.
BERGUR LARUSSON HF.,
Ármúla 32 — Simi 81050.
Hvað er
afstæíiskenningin:
eftir rússnesku pró-
fessorana Levlandau
og Juris Rumer.
I bókinni er afstæðis-
kenningin skýrð svo
að allir geta skilið. 25
skýringamyndir eru í
bókinni.
Verð með söluskatti
kr. 190,00.
STAFAFELL.
Dvalarleyfi Rudis
framlengt
London 25. september. AP.
Reginal Maudling, innanríkis-
ráðherra Bretlands hefur nú fram
lengt frestinn, sem hann gaf v-
þýzka stúdentaleiðtoganum fyrr-
verandi, Rudi Dutschke, til að
fara úr landi. Upphaflega átti
Rudi að fara með fjölskyldu sína
frá Bretlandi ekki siðar en 30.
september, en nú hefur innanrík
isráðherrann boðizt til að fram-
lengja frestinn, til að Rudi geti
betur gengið frá sinum málum.
Talið er að Rudi muni áfrýja
máli sínu, en brezku stúdenta-
saimtökin hiafa lýst yifir eindreigtn-
um stuðningi við hann.