Morgunblaðið - 27.09.1970, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.09.1970, Qupperneq 16
16 MORGUJSTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. LÆRDÓMSRIT HINS ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAGS T¥ið íslenzka bókmennta- félag hefur nú hafið út- gáfu á öndvegisritum eftir ýmsa heimsþekkta erlenda höfunda. Bækur þessar koma út í bókaflokki, sem ber heit- ið Lærdómsrit Bókmennta- félagsins; í þessari fyrstu syrpu bókaflokksins koma út fimm þýddar bækur. Sigurð- ur Líndal, forseti Hins ís- lenzka bókmenntafélags, hef- ur skýrt svo frá, að megin- tilgangurinn með útgáfu þess ara bóka sé só að leggja grundvöll að allri þekkingu á íslenzku. Hið íslenzka bók- menntafélag hefur nú starfað í rúmlega hálfa aðra öld og á þessum langa tíma gefið út mikinn fjölda rita um hin margvíslegustu efni. En því er ekki að leyna, að á síðari árum hefur Hið íslenzka bók- menntafélag ef til vill ekki verið eins aðsópsmikið eins og áður, er þjóðfélagið allt var mun fábreyttara. Af þessum sökum er það sérstaklega ánægjulegt, að Bókmenntafélagið skuli nú hafa ráðizt í útgáfu Lær- dómsrita, sem vafalaust verða fjölmörgum kærkomið lestr- arefni. En um langt skeið hef ur enginn hafizt handa um útgáfu bókaflokks af þessu tagi. Þessi fyrstu fimm Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins eiga öll brýnt erindi til nú- tímamannsins, enda kennir þar margra grasa. Þarna er afstæðiskenningin eftir Ein- stein, Frelsið eftir Stuart Mill, Um sálgreiningu eftir Freud. Þá eru tvær bækur yngri höfunda: önnur um valdstjórn og vísindi og hin um iðnríki okkar daga. Allt eru þetta bækur, sem vert er að kynnast. í þessum efnum hefur Hið íslenzka bókmenntafélag nú brotið ísinn á nýjan leik. Það sýnir, að enn gegnir Bók- menntafélagið þýðingarmiklu hlutverki í íslenzku þjóð- félagi. Útkoma Lærdómsrita er þannig gleðilegur vottur um aukið starf Bókmennta- félagsins auk þess, sem þau munu vafalaust auka og efla þekkingu og skilning íslend- inga á hinum margvíslegu og flóknu viðfangsefnum, sem mannskepnan verður að glíma við á þessum tímum. Heimsókn forsætisráðherra Búlgaríu T Tndanfarna daga hefur Tod- or Zhivkov, forsætisráð- herra Búlgaríu og formaður búlgarska Kommúnistaflokks ins, dvalizt hér á landi í op- inberri heimsókn. Todor Zhivkov er fyrsti forsætis- ráðherra og flokksleiðtogi kommúnistaríkis austan jám- tjaldsins, sem kemur í opin- bera heimsókn til íslands. Að sínu leyti er þessi heimsókn Todors Zhivkovs þannig tákn ræn fyrir þau vinsamlegu og friðsamlegu viðskipti, sem þjóðir, er búa við ólík stjórn- kerfi, geta átt sín á milli. Þó að st j órnm álaágre in i n gu r skilji á milli og afstaða til fjölmargra mála sé af þeim sökum ólík, þá er raunveru- lega ekkert því til fyrirstöðu, að samskipti geti átt sér stað á ýmsum sviðum. Slík sam- skipti geta oft verið til gagns; aukið gagnkvæman skilning á viðhorfum og afstöðu beggja ríkjanna. íslendingar hafa ávallt kappkostað að eiga góð við- skipti við aðrar þjóðir án til- lits til stjómarfars eða af- stöðu til einstakra mála. Raunar hafa íslendingar ekki haft mikil samskipti við Búlgaríu, þó að þau hafi nokkuð aukizt á síðustu ár- um. Todor Zhivkov sagði einnig á fundi, er hann hélt með blaðamönnum, að hann væri hingað kominn í góðum tilgangi og fullur áhuga að efla samskipti landanna og lagði ennfremur á það áherzlu, að lönd með ólík stjómkerfi gætu haldið uppi góðu sambandi sín á milli. En á þessum runrædda fundi, er forsætisráðherra Búlgaríu hélt með íslenzkum blaða- mönnum, kom einnig skýrt fram það djúp, sem raunveru lega skilur á milli þessara tveggja þjóða í stjórnmála- legu tilliti. Todor Zhivkov komst m.a. svo að orði: „Við leyfum aldrei, að land, sem fengið hefur sósíalíska stjórn, snúi aftur og taki upp aðra stjómarhætti. Á þetta við um öll lönd, hvar sem er í heim- inum.“ Þessi ummæli forsæt- isráðherrans staðfesta stjórn- málalegan ágreining þjóð- anna á einkar augljósan hátt. í fyrsta lagi er það afstað- an til frelsis einstaklinganna, sem er fótum troðið í komm- únistaríkj unum; frelsisskerð- ingin er raunar forsenda þess, að það stjómarform geti viðgengizt. Á hinn bóg- VŒJ UTAN ÚR HEIMI Menn dagsins í gær „Ég hef verið atvinnnlaus í 6 mánuði, og á þeim tíma hef ég sótt árangurslaust um vinnu á 45 stöðum. Er þetta því að kenna að ég er orðinn 42 ára gamall? Væri reyn- andi fyrir mig að setja á um- sóknareyðublöðin að ég væri ekki nema 39 ára?“ Þannig hljóðaði bréf til dag blaðs eins í London frá at- vinnulausum verzlunarmanni. I svari frá blaðinu segir að við rannsókn sem gerð var, hafi komið í ljós, að undir venjulegum kringumstæðum geti maður um þrítugt fengið vinnu innan tveggja mánaða, 10 árum siðar tekur það 6 mánuði að fá sér nýja vinnu og þegar menn eru komnir í kringum fimmtugt tekur það allt upp í 18 mánuði að ná sér í vinnu. „Þe.ssar stað- reyndir gætu hvatt þig til að segjast vera 39 ára, en við getum ekki ráðlagt þér það.“ Þessi atvinnulausi maður er aðeins einn af þeim fjölmörgu Bretum, sem hafa hlotið sam- heitið „þarflausa kynslóðin", og eru flestir miðaldra menn. Þetta eru menn sem hafa misst atvinnu sína vegna breytinga á starfsfyrirkomulagi, sam- dráttar í fyrirtækjum, vegna gjaldþrots hjá fyrirtækinu o. s.frv. Það hefur verið áætlað að nú séu um 50.000. manns yfir fimmtugt í þessari að stöðu og næstum því jafn margir eru atvinnulausir á aldrinum milli fertugs og fimmtugs. En því eldri sem þeir eru, þeim mun erfiðara er fyrir þá að fá vinnu þar sem sífellt byggist meira og meira á yngra fólki í atvinnu lífinu. Fagblað nokkurt í Bret landi birti ekki alls fyrir löngu 90 auglýsingar um laus ar stöður. 68 af þessum auglýsingum tiltóku ákveðið aldurstakmark umsækjenda. Þrjár þeirra náðu upp til fimmtugs. Aldurstakmörk 10 þeirra voru 45 ár, 18 voru miðaðar við 40 ára hámarks- aldur, 15 við 35 ára aldur, 15 við 30 ára aldur. og 7 voru takmárkaðar við hrausta menn innan við 25 ára aldur. Þetta þýðir að 55 af þessum 68 auglýsingum voru takmark aðar við fertugsaldur eða þar fyrir neðan. Hvers vegna er æskan svona vinsæl og af hverju stafar hin litla eftirspurn eft- ir eldri mönnum á vinnumark aðinum? John Marsh, yfirmað ur brezku stjórnunarstofnun- arinnar, segir að menn á aldr inum 40—60 ára lifi í endur- minningum um þægilega daga. Þeir tilheyra kynslóð, sem hef ur orðið að víkja fyrir vís- indalegri, tæknilegri og rekstrarfyrirkomulagslegri byltingu. Miðaldramenn í dag hafa í mörgum tilfellum ekki jafn- góða menntun og hinir yngri og standa því ver að vígi í heimi sem gerir sífellt meira með embættispróf og titla. Hann er sá sem sízt væri lík- legur til þess að valda nokkr um straumhvörfum og hann er oft á móti breytingum og tækni sem eykst frá ári til árs. Hvernig er sú tilfinning að uppgötva að maður er orðinn maður gærdagsins? Hér á eftir kemur frásögn 51 árs gamals manns, sem vann sem forstjóri hjá stóru brezku fyr irtæki. Hann segir: „Þegar ég byrjaði í róleg- heitum að athuga atvinnuaug lýsingar í blöðunum áleit ég að ég yrði ekki í nokkrum vandræðum með að fá vinnu. Ég, með mína starfsreynslu gæti valið um. Ég fyllti út ein föld umsóknareyðublöð og margbrotin eyðublöð, en allt án árangurs. Sannleikurinn fór að renna upp fyrir mér þegar ég hringdi í ráðningarstjóra eins fyrirtækisins og spurði hann hvort það hefði einhverja þýð ingu að sækja um stöðu þá sem laus væri hjá þeim: Svar ið sem ég fékk var þetta: Nei, kunningi, ég tel það alveg til gangslaust því þú ert orðinn heldur gamall". „Það tók mig um þrjá mán uði að viðurkenna þessa stað reynd fyrir sjálfum mér. Fyrst getur maður alls ekki trúað þessu og síðan fyllist maður biturleika. Þegar ég hringi i fyrirtækin og spyr um lausa stöðu, er tuldrað í simann að því miður sé ekki hægt að veita mér hana þar sem mjög erfitt sé að koma mér inn í eftirlaunakerfi fyrirtækisins. Þeir segja þér ekki að þú sért ekki hæfur til starfsins. Þáð eina sem skiptir máli fyr ir þá er aldur þinn i tölum. Þeim kemur hvorki við hvort þú ert líkamlega og andlega hraustur og jafnvel betur hæf ur til starfsins, en margur yngri maðurinn. Eftir að þessi sami maður hafði verið atvinnulaus í nokkra mánuði ákvað hann að stofna sjálfur ráðlegginga- skrifstofu og grundvallaði ráð leggingar sínar á þessari kenn ingu: Ef þú ert orðinn þritug ur eða fertugur skaltu í ró- legheitum byrja á því að end urmennta þig, jafnvel þó þér finnist þú aldrei hafa verið betur hæfur til starfsins en einmitt nú. Hann segir einnig: Haltu þér eins vel hæfum til starfs ins og mogulegt er og vertu áhugasamur. Staðnaðu ekki andlega. Vertu viss um að þú sért að bjóða góða vöru, þeg ar sá tími kemur að þú þarft að selja sjálfan þig á ný á vinnumarkaðinum. Þessi að- ferð er mun heillavænlegri en sú, sem margir feimnir menn nota, sem þora 'ekki að segja konum sínum að þeir hafi misst atvinnuna. Þeir halda áfram að fara á venjulegum vinnutíma að heiman og sitja síðan á klúbbnum sínum og eyða tímanum í að lesa eða skrifa bréf og vona að eftir- launin sem þeir fá frá fyrir- tækinu sem þeir unnu hjá áð- ur nægi til þess að sjá heim- ilinu farborða og halda þann- ig sannleikanum leyndum. En hins vegar blasir enn við óleyst vandamál. Hvar maður fær vinnu þegar kom- ið er yfir fimmtugt þar sem enginn vill líta við manni á þeim aldri? Lausnin fyrir marga gæti verið að setja á fót eigið fyrir tæki og hagnýta sér þar fyrri reynslu eða byggja upp á þeirri þekkingu sem þei- hafa aflað sér með námi á sið ari árum. Forum World Features. Miklir eldar í Kaliforníu — 140 hús eyðileggjast — Heitir eyðimerkurvinaar breiða eldana. út Los Angeles, 26. sept. AP ELDAR, sem svonefndir „djöfla- vindar“ kynda undir, ioguðu víða í skráþurru grasi og runnum í sunnanverðu Kaliforníuríki í dag. Eldarnir hafa lagt lúxushús í rúst og orðið til þess að þúsund- ir manna hafa orðið að flýja heimili sín. Eldarnir kviknuðu á föstudag, en fyrrgreindir vindar, sem eru heitir og þurrir og koma frá eyðimörkinni, kyntu svo undir að við ekkert varð ráðið. Slökkviliðsmenn segja að það kunni að taka marga daga að ráða niðurlögum eldanna. Meira en 86.000 ekrur lands eru nú sviðnar af völdum eld- anna. Talið er að um 140 þús. hafi eyðilagzt, og um 400 til við- bótar skemmzt. Hús Dale Robertson, kvik- myndaleikara, brann til ösku og skemmdir urðu á búgarði Ron- ald Reagans, ríkisstjóra Kaliforn iu. Margir hafa brennzt og slasazt, en enginn hefur beðið bana að því er slökkviliðsmenn segja. Mestur er eldurinn í svo- nefndu Malibu-gili um 50 km frá miðborg Los Angeles. Sá eldur sameinast á einum stað öðrum, sem geisar I vesturhluta San Fernandodals, en þar er þéttbýlt mjög. inn er það afstaðan til sjálfs- ákvörðunarréttar einstakra þjóða. En kammúnistaríkin telja sig hafa íhlutunarrétt, í nafni friðarins, um innan- ríkismál annarra kommúnista ríkja, ef málum er ekki skip- að á þann veg, sem leiðtogarn ir telja eðlilegan. En þó að slíkt stjórnmála- legt djúp skilji að þessar tvaer þjóðír, þá geta þær hins veg- ar eflt samskipti sín á öðr- um sviðum báðum til nokk- urs gagns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.