Morgunblaðið - 27.09.1970, Qupperneq 28
28
MORG'UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970
— Já, þér finnið það í síma-
skránni.
— Þakka yður fyrir.
— En munið, að ég fullyrði
ekki neitt.
— Þakka yður samt. Aftur
tók Raeburn til við símaskrána.
Hann fann nafnið og valdi núm
erið.
— Leon-fatagerðin.
— Hr. Turner Roberts, þakka
yður fyrir. Hann beið ofurlítið
og þá kom önnur rödd í sím-
ann.
— Einkaritari hr. Turner Ro-
berts.
— Gæti ég talað við hann
sjálfan?
— Hvaða nafn?
— Raeburn. Mark Raeburn.
Enn þögn.
LENGI..AJ 26.
hvað og láta þá hinn aðilann
mótmæla því.
— Viljið þér biða andartak.
Ég ætla að líta I skrána fyrn úti
búin okkar. Löng þögn.
— Nei, hér er enginn Turner
Roberts á skrá. Við höfum hér
J.R. Roberts, Llewellyn Roberts
og Sam Roberts.
— Nei, það á áreiðanlega að
vera Tumer Roberts.
— Ég skal hringja í starfs-
mannaskrána. Já, bíðið þér and
artak hver veit nema hann hr.
Gardner geti hjálpað yður. Svo
kom karlmannsrödd í simann.
— Þér viljið ná í Turner Ro-
berts?
— Stendur heima.
— Hann hefur aldrei verið
hjá okkur. Hann var einu sinni
hjá Pollards, en það var áður
en Pollards rann inn i Assec.
Ég býst við, að það sé hann, sem
þér eigið við. Röddin var íbygg
in.
— Já, ég býst við því. Poll-
ards var gamla fyrirtækið hans
Ricks.
— Ég hugsa, að hann sé núna
hjá Leon-fatagerðinni.
— Er það í London ?
— Hr. Turner Roberts er á
fundi. Gætuð þér sagt mér er-
indið?
— Nei, það get ég ekki.
— Ef svo er, þá. ..
— En þér getið sagt, að ég
hafi verið hjá hr. Riek. Eftir
sekúndubrot var hann farinn að
tala við Turner Roberts.
— Halló, hr. Raeburn! Hvern
ig líður Harry kallinum?
Röddin var mjúk eins og jóla
terta.
— Ekki sérlega vel, er ég
hræddur um.
— Það er leiðinlegt. Svo virt-
ist sem Turner Roberts stæði
ekki lengur í mjög nánu sam-
bandi við Harry Rick. Hann
kom með nokkrar spurningar,
sem Raebum leysti úr. Þá sagði
Mark:
— Ég veit ekki, hvort ég mætti
koma og tala við yður, hr. Ro-
berts?
— Jú, auðvitað. Allir vinir
Harrys. . . ég er nú mikið upp-
tekinn en líklega gæti ég skot-
ið yður einhvers staðar inn. Get
ið þér gefið mér nokkra hug-
mynd um. . . Það var sýnilegt,
að maðurinn viðraði einhvern
gróða af endurnýjuðu sambandi
við Rick, jafnvel með millilið-
um.
— Það get ég ekki almenni-
lega í síma.
— Nei, vitanlega. Hvað segið
þér þá um klukkan þrjú í dag?
— Þá skal ég koma. Raeburn
leit á úrið sitt. Hálftólf. Hann
greip aftur símann og valdi núm
erið hjá Pete Loder.
— Ég ætla að hitta hann
klukkan þrjú, sagði Raebum. —
Og lengri er sagan ekki, upp
til þessarar stundar. Hann
smakkaði á rjómais. Hann var í
svefnherbergi Loders og Loder
sat uppi í rúminu. Hann var föl
ur, en tekinn að hressast, og ætl
aði — þrátt fyrir þrábeiðni kon
unnar sinnar — að fara í vinnu
daginn eftir. Meðan þeir voru
að borða, hafði Mark sagt hon-
um allt, sem gerzt hafði í Des-
mondmálinu. Pete smakkaði
líka á matnum, en lagði svo frá
sér diskinn og hallaði sér aftur
á koddann.
— Þið verðið að ganga i þetta
Underwoodsjálfsmorð og upp-
lýsa það, sagði Mark lágt.
— Þegar ég segi Werner
þessa sögu, rífur hann mig í tætl
ur.
— Vitleysa. — Þetta er hval-
reki fyrir Wemer. Hann fær all
an árangurinn minn fyrir ekki
neitt.
— Ég býst ekki við, að hann
kæri sig um neinn hvalreka,
sagði Pete ólundarlega og tók
aftur til við matinn.
— Hver hefði getað skrifað
þetta ábendingarbréf ? sagði
hann.
— Einhver, sem hefur vitað,
að ég var að fást við Desmond
málið. Og þar af leiðandi ein-
hver, sem vissi, að þetta morð
var ekki allt sem það sýndist.
— Þar getur nú ekki verið
um marga að ræða.
— Nei, og kannski ennþá
færri en við höldum. Þetta hef-
ur verið einhver, sem vissi, að
ég hafði heimsótt Rick.
— Hve margir vissu það?
— Auðvitað hann Alec Des-
mond. Og svo sagði ég Sally
VAKK
tSX
KRISTJÁNSSON h.f. Ingólfsstrœti 12 Simar: 12800 - 14878
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Farðu snemma á fætur og farðu í kirkju. Að öðru leyti rólegur
sunnudagur.
Nautið, 20. apríl — 20. maj.
Sýndu ástvinunum hinar raunverulegu tilfinningar þínar. Tóm-
stundastörfin taka mestan tíma í dag.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Bjóddu vinum þínum í veizlu og skemmtu þér vel í kvöld.
Krabbinn, 21. júni — 22. júlí.
Þér gengur allt að óskum í dag. Farðu í kirkju, heimsæktu gamla
vini og lestu blöðin.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Haltu þig heima og þjónaðu ástvinum þínum.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Reyndu að halda góða skapinu við í allan dag.
Vogin, 23. september — 22. október.
Hafðu ekki einkamál pín í flimtingum. Gcrðu enga lilraun tii að
leiðrétta misskilning.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Haltu áfram að vinna.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Skilaðu þvi, sem þli hefur fengið að láni, og gerðu allt, scm í
þínu valdi stendur, fyrir vini þína.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Láttu aðra sjá um aUar áætlanagerðir, þó ekki sé nema í þetta
eina skipti. Skemmtilegur dagur og þú getur orðið margs vísari.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Hvíldu þig frá félagsstörfunum af og til í dag og hugleiddu
málln.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Þú færð tækifæri til að kynnast nýju fólki. Þú færð eitthvert til-
efni til að halda upp á í kvöld.
Evans frá því. Hvort þeirra fyr
ir sig hefði getað sagt það öðru
fólki. Og svo er það þjónustu-
fólkið hjá Rick. En þá er líka
hér um bil upptalið.
— Hér þarf ekki að vera um
svo fáa að ræða. Bæði Desmond
og frú Evans hefðu getað sagt
frá þvi.
— Ég skal spyrja þau. Rae-
bum hellti í báða tebollana.
— Hlustaðu nú á, Mark. Ef
þetta bréf er að marka, er það
bending um, að Rick hafi myrt
frú Desmond. Raeburn setti syk
ur I bollana og rétti annan að
Pete.
— Vitanlega, sagði hann.
— Við skulum fara yfir þetta.
Ég skal sækja og þú verja.
— Mín vöm er fjarverusönn-
unin. Alec Desmond sá Rick í
sjúkrahúsinu, tveim dögum
seinna, svo veikan, að hann gat
ekki hreyft sig.
— Gat hann ekki hafa gert
sér upp þetta veikindakast?
— Hjartslátt, hita og blóð-
rannsókn? 1 St. Stefánssjúkra-
húsinu? Gætir þú gert þér upp
svo mikið sa*»j flensu við kon-
una þína, auk heldur við heil-
an her af læknum og hjúkrunar
konum? Pete hugsaði sig um,
stundarkorn.
— Nei, það væri óhugsandi.
En erum við vissir um, að hann
hafi verið kominn í sjúkrahúsið
fyrir morðið ?
— Nei, ekki vissir. En það
er alltaf hægt að komast að því.
Hann gekk fram í ganginn og
hringdi í sjúkrahúsið.
— Ég ætlaði að spyrja um
hr. Harry Rick.
— Er hann sjúklingur?
— Já. 1 einkaálmunni. Þögn
og svo kom önnur rödd. —
Einkaálman. Voruð þér að
spyrja um hr. Rick?
— Já.
■— Hann er hér ekki lengur.
Það var skozkur hreimur í rödd
inni — Glasgowhreimur. Rae-
TERMIIMAL
QUICK
Hámæringavökuinn