Morgunblaðið - 29.09.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. S'EOPT. 1970 7 99 Ég er aðeins ferðamaður með ljósmyndavél “ rætt við Gunnar Hannesson jöklafara og ljósmyndara „Ég held persónulega, að Vatnajökull sé einhver dýr- asta perla, sem við eigum í is- lenzkri náttúru, og liklega verður það íslenzka veðrátt- an, sem forðar honum frá því að verða erlendum „túristum" að bráð a.m.k. fyrsta kast- ið,“ sagði Gunnar Hannesson, jöklafari og ljósmyndari, þeg ar við hittum hann á förnum vegi inni á Hverfisgötu í síð- ustu viku, en við höfðum þá nýverið blaðað í hinu merka riti og fagurlega útgefna „At- lantica og Iceland Keview“, en það rit hefur verið gefið út á ensku í nokkur ár við vaxandi vinsældir. í þessu ný útkomna hefti er grein um Vatnajökul eftir dr. Sigurð Þórarinsson, en Gunnar Hann esson hefur prýtt greinina með gullfallegum myndum frá Vatnajökli, og Gimnar — sem margir Beykvíkingar muna eftír úr Marteinsbúð á Lauga vegi hér áður fyrri, — ætti að þekkja Vatnajökul, því að 6 sinnum hefur hann ferðazt nm hann þveran og endilang- an. „Já, síðasta ferð mín á jök ulinn var í vor með Guð- mundi Jónassyni; það var í maí, og var þá farin fyrsta ferðin á" Vatnajökul með er- lenda ferðamenn. Við fengum hið versta veður, eins og þau gerast þar verst, en það virt- ust allir ánægðir að lokum. Annars er það svo undar- legt, að um þessar mundir berjast um mig annars vegar lifandi rósir eins og þær, sem maður gefur stúlkum og hins vegar frostrósir. Það togar í mig tvennt. Garðurinn minn við Miklu- braut er enn í blóma, með gladiólum, liljum og rósum, og þær eiga mikið eftir, og ég vil þær standi sem lengst, — en þó brenn ég í skinninu eftir að það komi frost, svo að ég komist á jökla.“ „Hvernig byrjaði þessi jökla áhugi þinn, Gunnar?“ „Ég byrjaði ungur að ferð- ast í óbyggðum með góðum vinum, en svo var það fyrir nokkrum árum, að við, nokkr ir félagar fylltumst ofsaleg- um áhuga á Vatnajökulsferð- um, keyptum okkur gamlan snjóbil, sem við skírðum Nagg, eftir bergtindi i Grims vötnum. Við höfum samt sam flot með þeim í Jökla- rannsóknafélaginu, enda geng um við i það, og við erum þakklátir þeim félögum fyrir samfylgdina, með dr. Sigurð Þórarinsson í broddi fylking ar. Hann Sigurður er stórkost legur maður, undraverður.“ ars, á ég ekki að sýna þér lit- skuggamyndir frá einni Vatna jökulsferð, en ég hef tekið saman svona kjarnann úr slikri ferð, hef oft sýnt þetta útlendingum, og þeir verða nánast agndofa." Og það er ekki að orð- lengja, að við göngum inn í rúmgóðan sýningarsal, sem Gunnar hefur við Hverfis- götu, og eftir skamma stund renna upp á tjaldinu undur- fagrar myndir frá Vatnajök- ulsleiðangri, og Gunnar skýr- ir frá ferðalaginu jafnóðum, og maður finnur í orðum hans ástina, sem hann ber til þess- arar stórbrotnu íslenzku nátt- úru Vatnajökuls. Þegar leiðin Gunnar Hannesson blaðar í (Ljósm.: „Þú ert orðinn þekktur fyr ir myndir þínar frá jöklinum, Gunnar. Ekki ertu samt ljós- myndari að atvinnu?" „Nei, það er ég ekki, en ég er þakklátur fyrir þá viður- kenningu, sem ég hef hlotið, m.a. erlendis frá, t.d. frá for- ráðamönnum Kodakfyrirtæk- isins, sem hafa komið hingað til að heimsækja mig. Ég er eiginlega ekki Ijósmyndari á ferðalagi, heldur maður með ljósmyndavél, — og ég tel jafnvel verra að verða filmu laus á ferðalagi, en brenni- vínslaus á fylleríi. Annars finnst mér allt of lítið gert af því að kynna landið okkar fyr ir ungu fólki. Við verðum að sýna því landið, þá fer það ekki til útlanda. Heyrðu ann VISUKORN Sofnar út af sumarjurt, sverfur haust að stráum. Vindar feykja bráðum burt bjarkarlaufum smáum. Ó.H.H. Spakmæli dagsins Maður nokkur, (sumir segja Napoleon) sagði, er hann hafði átt tal við móður Goethe: „Nú skil ég, hvernig Goethe gat orð- ið slíkur maður!“ Sjálfur sagði Goethe um móður sina: „Hún var lífsins verð." — Þýzkt. Lífsins draumur Horfi ég yfir svarta sanda, sé í anda liðna tíð. Glæstar flatir gróðurlanda grónar skógi, fjallahlið. Vötn og eldur yfir flæddu, eyddu fögrum blómareit. Ljótum söndum landið klæddu, lögðu i eyði fagra sveit. Vekjum líf og verndum gróður, vinnum kraft úr elfar straum. Fegrun vorrar fósturmóður, er fullkomnun á lífsins draum. Giinnlaugtir Giinnlaugsson. Atlantica og Iceland Beview Sv. Þorni.) liggur til Kverkfjalla, og hverirnir bulla og krauma við jökulröndina, andstæðurnar eru stórkostlegar og Gunnar hrópar í hrifningu: „Hvaða land í heimi getur boðið upp á svona landslag? Boðið upp á svona stórkostlegar andstæð- ur? Ekkert, áreiðanlega ekk- ert.“ Þegar sýningunni er lokið, leiðum við talið að hinum fræga blómagarði hans við Miklubraut, en þaðan á hann margar fallegar myndir. „Ég hef haldið dagbók yfir garð- inn minn í 20 ár, ég hef reynt við 600 tegundir af rós- um, en auk þess við gladíól- ur, túlipana, daliur og ane- mónur. Þetta er indæl iðja, og hefur gert mér mikið gott.“ „Þú ert náttúrlega alltaf að ferðast, þótt ekki sé á jökl um?“ „Já, það má heita svo. Um s.l. helgi ók ég báðar Fjalla- baksleiðirnar, og núna um helgina ætla ég í Grænalón, ef vel viðrar. 1 sumar höfum við unnið við að setja upp staðarmerki á hálendinu." „Segðu mér, Gunnar, ætl- arðu ekki að fara að gefa út bók um Vatnajökul?" „Hún kemur, hún kemur, vertu viss,“ sagði Gunnar að lokum, um leið og við kvödd- um hann og þökkuðum hon- um mjög vel fyrir skemmti- lega myndasýningu. — Fr.S. VOLKSWAGEN brotamAlmur '66—'68 ósikest. Volvo kœmi tiil greina. Staðgreiðsla. Uppl. S síma 41919 eftir k1. 5. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 2-58-91. PlANÓKENNSLA 17 ARA STÚLKA Byrja aftur að kenna 1. oikt. • Laufey Sveimbjörnsson, sim i 82526. ósikar eftir vinnu. Eir vön af- greiðslustörfum. Er laus strax. Símii 34033. KENNSLU 1 PlANÓSPILI ELDHÚSSTÚLKA byrja ég 1. öktóber. Katrín Viðar Laufásvegi 35, sími 13704. óskast. Nánari upplýsingar i síma 66200 í kvöld og arnnað kvöld. TÆKNIFRÆÐINEMA STÚLKA ÓSKAST vantar 3ja—4ra herberg'ja íbúð strax. Uppl. í síma 38437 frá kl. 12. Fyriirfnaim- greiðsla. tíl heimili'ssta>rfa, fœði og ihúsmæði á staðnuim. Upplýs- ingar ! síma 15320 í dag miiii 'kl. 4 og 6. TIL SÖLU TIL LEIGU ÓSKAST Ford Consuil '62, þvottavél, barnastóll, göngugrind og burðarrúm. Sími 51661 eftir kfl. 7 á kvöldin. 3ja—4ra heriberg'ja fbúð í nokkra mánuði í Kópavogi eða Reykjavík. Upplýsingar í síma 25870. KLÆÐI OG GERI VIÐ bólstruð húsgögn. Húsgagnabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar tvars. Heimasími í í hádeg'inu og á kvöldin 14213. TÖKUM AÐ OKKUR SMlÐI á eidh'úsin'nrétt'ingum, klœða- skápum o. fl. Gerum föst verðtilfooð. T résmiðaverk- stæði Þorvaldar Bjömssonar, simi 35148, 'kvötdsímii 84618. MÚRARAR Vantar tvo múrara, góð viinna. Upplýsingar í síma 51306 eftir kl. 7 á kvöldin og í hádeginu. RAÐSKONUSTARF - HÚSNÆÐI Vel menntuð, reglusöm kona óskar eftir sta'rfi hijá eldri hjón'um eða eimih'leyping'um í góðu húsnæði í vetur. Tilfo'oð merkt „Ráðvönd 4440" send- ist afgr. Mbl. Bókhald Tek að mér bókhald, launaútreikning og reikningsuppgjör, fyrir verktaka og smærri fyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa á þjónustu þessari, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Bókhald 4436". Tóboks- og sælgætisverzlun með kvöldsöluleyfi óskast til kaups nú þegar eða síðar, á góðum stað í borginni. Tilboð með nafni og símanúmeri leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Verzlun — 4128" fyrir föstudag. Fjallomenn - Verktoknr Þessi frambyggði Willys jeppi er til sölu eða í skiptum fyrir fólksbíl eða minni jeppa. Uppl. í síma 15434 á dag- inn, eftir kl. 5 í síma 37416. Einnig er til sölu Rambler Classic '67 mjög fallegur bífl. Uppl. í síma 19779. Skipti á ódýrari bíl möguleg. ROCKWOOL Rockwool Batts112 (steinull). Nýkomið Rockwool f stærð- unum 60 x 90 cm. Þykktir 50, 75 og 100 mm. Mikil verðlækkun.' ROCKWOOL er rétta ein- angrunin. Hannes Þorsteinsson Hallveigarstíg 10, sími 24459.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.