Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1970 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1970 17 " ^v.v/53 ''■"swys**4* * #É v.'.vví? > <>< ^ >>**.* ******** " v,v,v*i ■v .V.V.VV'/ •.«' .* 'v.v,*,.V,V Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 165,00 kr. f lausasölu hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthía? Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanfands. 10,00 kr. eintaklð. LANDGRUNNIÐ OG RÉTTUR ÍSLANDS ¥ ræðu, sem Emil Jónsson, * utan r íkisr'á ðherra, flutti á Alls'herjar'þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrakvöld ræddi hann m.a. landgrunnsmálið og afstöðu ísLenzku ríkis- stjómiarinnar til þess hvort halda ætti þriðju ráðstefn- una um réttarreg'lur á hafinu og verksvið henniar. í þessu siambandi lagði ut- anríkisráðhetrra íslands á- herzlu á fimm atriði. í fyrsta lagi kvað hann ísienzku rfkisstj ómina vera samþykka því, að kvödd yrði saman al- þjóðaráðstefna varðandi rétt- arreglur á hafinu, enda verði verkefni hennar nægilega víð tækt til að fjalia um öll atriði er varða réttindi strandríkis á svæðum, sem liggja að ströndum þess. 1 öðru lagi sagði Emil Jónsson það skoðun íslenzku ríkis- stjómarinnar, að strandríki eigi rétt á að ákveða takmörk lögsögu sinnar innan sann- gjamra takmarka með hlið- sjón af landfræði'legum, jarð- fræðiiegum, efnahagsiegum og öðrum sjónarmiðum, er þýðingu hafa. í þriðja lagi sagði utianríkisiráðherra, að ríkisistjórnin hefði orðið þess áskynja, að mörg ríki teldu 12 mílna mörk fullnæigjandi til að tryggja hagsmuni þeirra, enda þótt lögsaga strandríkja væri í reynd allt frá þremur til 200 sjómílur. í fjórða lagi vakti Emil Jóns- Togarasmíði næsta verkefnið Að undanfömu hefur verið , unnið að samningum um smíði skuttogaranna, sem ákveðið hefur verið að byggja. íslenzk sendineifnd er fyrir nokkm komin frá Spáni, þar sem viðræður hafa farið fram við spæniska skipasmíðastöð og innan skamms mun Slippstöðin á Afeureyri gera endaniegt til- boð í smíði tveggja skuttog- ara, sem Útgerðarfélag Akur- eyrar og útgerðarmaður þar hafa hug á að láta smíða. Kaup skuttogaramna eru þýðingarmikil mái fyrir sjáv- arútveg okkar og raunar at- vinmulífið í heild. En það er ekki síður mikiiisvert, að ís- lenzk skipasmíðastöð fái tæfcifæri til þess að takast á við þetta verkefni. Slipp- stöðin á Akureyri hefur þeg- ar nobbra reynslu í smíði stórra skipa, þar sem eru sfcrandf'erðaskipin tvö. Annað iþeirra hefur þegar verið í notkun um sfceið og reynzt son athygli á því, að í sér- stökum tilvikum, þar sem þjóð byggir aifkomu sína á auðlindum undan ströndum sínum væru 12 mílna mörk ekki fullnægjandi. í fimmta lagi lagði utanríkisráðherra áherzlu á, að varðandi ísland væri lögsaga og umráð yfir landgrunninu og hafinu yfir því, sanngjöm og réttlát og verðskuidaði viðurkenningu samfélags þjóðanna. Emil Jónsson benti einnig á í ræðu sinni, að ytri mörk landgnmnsins hefðu enn ekki verið ákveðin en við lausn þess mális yrði að taka fullt tifl'lit til réttar strandríkja til þess að grípa til vemdar- ráðstafania, þegar hagsmun- ir þeirra við strendurnar væm í alvarlegri og bráðri hættu vegna starfBemi á hafs- botni utan lögsögu þeirra. Með ræðu sinni á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna hefur utanríkisráðherra enn undirstrikað rétt íslend- inga til yfirráða yfir land- grunninu og hafinu yfir því og auðlimdum þess. Ræða ut- anirí'kisráðherra er liður í þeirri viðleitni að kynna sjónarmið og lífshagsmuni ís- lendiniga í þessu efni en slík kynning og fræðsla er vafa- f laiuist vænlegasta ráðið til þess að afla viðurkemningar annarra þjóða á rétti íslands í þesisu mikilvæga máii. með ágætum en hitt verður sjósett eftir nokkra daga. Með smíði strandferða- skipanna hefur Slippstöðin á Akureyri aflað sér mikil- vægrar reynslu, .sem tví- mæ'lalaust kemur að góðum notum, þegar smíði skuttog- aranna hefst og takist það vel verður ekki annað séð en íslenzkur skipasmiðaiðnaður sé fær í flestan sjó. Þessi unga atvinnugrein hefur ver- ið byggð upp á ó-trúlega skömmum tíma og hefur að sjálfsögðu átt við margvísleg byrjunarvandamál að stríða en nú bendir allt tii þess að þeir erfiðleikar séu að baki og að skipasmíðar fyrir bæði innlenda og erlenda aðila verði æ þýðingarmeiri þátt- ur í atvmnulífi okkar. Skiln- ingur ríkisvaldsins og þá ekki sízt Jóhanns Hafsteins, iðn- aðarráðherra, hefur átt rík- an þátt í þessum jákvæða áraugri. HIRTSHALS „Islenzki síldarbærinn“ sumarið 1970 Lítill bær — á danskan mælikvarða Fiskimannabær- inn Hirtshals, sem er norðar- lega á hafnlausri vesturströnd inni hefur i sumar verið helzti „íslenzki síldarbærinn." Þetta hefði ekki þótt trúlegt fyrir fáum árum, en svona hefur nú síldin snúið hlutunum við. Það liggja ekki fyrir tölur um það magn síldar sem hér hefur ver- ið landað. Segja má að 40 síld- veiðiskip hafi lagt hér upp frá því á síðasta vori. Einnig hef- ur mikið síldarmagn borizt til útgerðarbæjarins Skagen, sem er á nyrzta odda Danmerkur og er frægari fiskimannabær, en frægastur fyrir mörg björg- unarafrek sem björgunar- sveitir þar hafa unnið á liðn- um timum. Hirtshals er miklu yngri bær. Ströndin þar er mjög hættuleg. Gömul kort sem hafa að geyma staðsetningu skipstranda á hinni sendnu strönd minna á sandana heima, og kortið með Skipakirkjugarð inum. Karlarnir í Skagen svara hiklaust ef spurt er hvort það sé rétt að Esbjerg sé stærsti útgerðarbær Dan- merkur: Nel það er ekki svo í dag. — Mestá útgerðairbærinn er Skagen og þeir l|æta við: Að visu hafa þeir fleiri skip í Es- bjerg en það eru mest minni fiskibátar — tréskip, Héðan eru gerð út stærri fiskiskip, stór stálskip sem einhver slag- ur er í. Skagen og Hirtshals eiga það sameiginlegt að þeir skapa meiri gjaldeyri fyrir þjóðarbúið en Esbjerg. 1 þess- um bæjum tveim er feiknamik ill útflutningur á ferskum fiski og síld og einnig mikil fiski- mjölsframleiðsla. Esbjerg aftur á móti annast einkum heima- markaðinn, og þar eru aðrar atvinnugreinar líka allumfangs miklar meðan Hirtshals og Skagen byggja sina afkomu á fisk- og síldveiðum. Það er ekki ólíkt þvi sem komið sé heim, þegar komið er til Hirtshals og Skagen. Spum ing dagsins er hin sama og heima. Hvernig fiskaðist sið- asta sólarhringinn? Háir reyk- háfar fiskimjölsverksmiðjanna spúa peningalykt og stemmn- ingin niður við höfnina minnir á góðviðrisdag í vetrarvertíð- arlok. Gamlar koparstungur frá Hirtshals sýna hina erfiðu og hættulegu strönd þar sem upp haflega tóku sér bólfestu nokkrir fiskimenn með fjöl- skyldur sínar. Á þessum mynd- um má sjá menn undir árum í brimskaflinum. Á kambinum stendur kona með barn sitt og fylgist með bátum og mönnum. Þannig var ströndin opin fyr- ir úthafsbárunni allt fram á vora daga, en árið 1920 var í það stórvirki ráðizt að gera fiskiskipahöfnina í Hirtshals, og er það meðal stórátaka i hafn- argerð í langri sögu Danmerk- ur. Verkfræðingúrinn sem tók að sér þetta vandasama verk hét Jþrgen Fibiger. Hann gegnir sama hlutverki i sögu Hirtshals og Skúli fógeti í sögu Reykjavíkur. Eitt af þvi sem hann lagði áherzlu á, með- an hann var að leysa hin marg þættu verkfræðilegu vandamál hafnargerðarinnar, vaT að hann var tíður gestur á ölstofu fiskimannanna og ræddi við þá um sjólag strauma og fékk upp lýsingar og ábendingar og hafði hliðsjón af upplýsingum sjó- manna við hafnargerðina. 1 þakklætisskyni hafa svo Hirts halsbúar reist minnisvarða af þessum föður bæjarins, í nám unda við ölkrána gömlu. Hirts- halshöfn var svo opnuð árið 1930. Síðan hefur þessi lífæð bæjarins verið stækkuð mikið og endurbætt. Síldveiðisjó- menn á ísl. skipunum sem hing- að hafa komið oft í misjöfnu veðri segja að höfnin sjálf sé góð, en það geti verið mjög erfitt að komast inn, sé hvasst með brimi fyrir utan. í sambandi við stöðuga stækkun hafnarinnar hefur verið gert innan hennar sér- stakt viðlegupláss fyrir norska ferju sem siglir daglega milli Kristiansand og Hirtshals. Ferj an er svo stór að hún tekur járnbrautarlest og bíla og fer umferð ferðamanna með þess- ari ferju stöðugt vaxandi ár frá ári. Hér hefur þróunin orð ið svipuð og heima: Minni tré- skipin að hverfa en stærri stál skip að taka við. Það er áber- andi á athafnasvæði fyrir fisk vinnslustöðvarnar, hve allt er með fádæmum hreinlegt. Þetta gæti eins verið allt saman kex- verksmiðjur eða jafnvel sokka- buxnaverksmiðjur. Það fer ekki miilli mála að af hreinlæti, sem Dönum er í blóð borið við all- an atvinnurekstur og iðnað, gætum við mikið lært. I sífellt vaxandi samkeppni og kröfum um hreinlæti, væri vissulega full þörf á að hafa starfandi leiðbeiningamiðstöð um þrifn- að. Forráðamennirnir þyrftu ekki að fara lengra en til Dan- merkur fá að ganga í gegnum nokkrar verksmiðjur til þess að sjá innan hvaða ramma slíkt leiðbeiningarstarf ætti að vera. Fiskvinnslustöðvarnar og annar atvinnurekstur við höfn ina í Hirtshals eru smekkleg- ar byggingar sem fyrr segir snyrtilega um allt gengið. Á sjálfu hafnarsvæðinu eru lík- lega 15 fiskvinnslustöðvar — stærri og smærri, sem ýmist vinna úr aflanum eða vinna afl ann til útflutnings. Þær vinnslustöðvar sem einkum vinna úr aflanum eru niður- suðuverksmiðjur og svo fiski- mjölsverksmiðjur. Vinnslu- stöðvarnar sem vinna aflann til útflutnings samdægurs eru t.d. fyrirtækin sem kaupa afla sildarbátanna. Hér í Hirtshals eru það Færeyingar og íslend- ingar sem aðeins annast síld- veiðarnar. Hirtshalsbátarnir eru eingöngu á „Skítfisksveið- um“. Þetta mjög svo óvirðu- lega nafn nota Danir yfir fisk- veiðar sem eingöngu eru stund aðar fyrir fiskimjölsverksmiðj- Hirtshals um arið 1900. Fiskflutningabilar með kælda vagna, ferðbúnir til Þýzkalands. islenzkir og færeyskir síldarbátar i Hirtshals. i húsunum á hafnargarðin- um er afiinn boðinn upp. Harpa RE nýkomin. Það þykir athyglisvert í bátnum hve skipshundar eru á mörgum síldarbátanna. Séð yfir verksmiðjuhverfið. Einn hinna stóru færeysku síldarbáta kemur að. Götumynd. — Á sðlbjörtum sumardegi í Hirtshals. Skipsverjar á Jóni Kjartanssyni. urnar. Hirtshalsbátarnir eru töluvert minni en íslenzku og færeysku síldarbátamir og eru ekki útbúnir með kraftblakkir. En skítfiskurinn er yfirleitt smár fiskur. Sögðu mér strák- ar af síldarbátum, sem séð hafa aflanum landað, að feikna magn af ýsu, oft aðeins fing- urstórri sé í aflanum. Það er sama fyrirkomulag á sölu síldarinnar hér og á bol- fiskinum í brezku hafnarbæj- unum Hull og Grimsby. — Allt er selt á uppboði, sem fram fer hér milli klukkan 6—7 árdeg- is í stórum fisk-uppboðsskálum. Öllum fiski og síld er landað í kössum og allt ísað. Skipshafn- ir landa afla sínum sjálfar. Á kvöldin og fram á rauða nótt, og stundum fram undir það að uppboðin hefjast, er verið að vinna að löndun á bryggjun- um. Stærstu aðilarnir sem Islend ingarnir skipta við, eru Skage- rak Fiskeeksport og Hirtshals Fiskeeksport. Það eru bræður sem reka þessi fyrirtæki af miklum dugnaði eftir því sem mér var sagt. Sámkeppnin er mikil milli þeirra, því hvor um sig hefur viðskipti við tugi fisk kaupmanna suður I Þýzkalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu og víðar. Áður en uppboðin hefjast, eru sölumenn þeirra sem hafa tekið fjarritunina í sína þjónustu búnir að hafa samband við kaupendurna til þess að kynna sér hve þörfin sé mikil hverju sinni. Hér gild- ir aðeins eitt lögmál. Framboð og eftirspurn. Síðan er rölt af stað út í fiskskálana og boðið i síldina. Þessi fyrirtæki vinna svo úr síldinni, sem einkum fer til flökunar og alltaf er nokk- urt magn saltað. Hér er rögun síldarinnar ekki framkvæmd í vélum, heldur mannshöndin sjálf, sem gerir það miklu bet- ur, segja þeir. Rögunin minnti mig á hina gömlu góðu daga á plani Hafsíldar norður á Rauf arhöfn fyrir mörgum árum í mikilli löndunartörn. Öll vinnan kringum síldina, sem þið íslendingar og Færey- ingar hafið landað hér i sumar, hefur verið mikils virði fyrir bæjarfélagið í heild, sagði gam- all fauskur sem ég hitti. Akk- orðsvinnan kringum sildina gef ur fleirum meira i hönd, sagði sá gamli, heldur en skítfisks- veiðarnar, sem ekki geta skapað neitt svipað því eins mikla vinnu og síldin. Af þess- um sökum eru skipin ykkar vel komnir gestir hér. Ég hitti sem snöggvast að máli umboðsmann íslenzku síld veiðiskipanna hér í Hirtshals. En það er ungur duglegur mað- ur Niels Jensen að nafni og er hann skipaafgreiðslustjóri fyr- ir norsku ferjuna. Hann og full trúi hans sögðust hafa haft gagn og ánægju af því að vinna með skipstjórunum á síldarbátunum. — Já, við er- um jafnvel farnir að skilja nokkur orð i íslenzku, en mest lærðum við, er hér var í sum- ar fulltrúi frá skrifstofu LIU, Bjarni Lúðvíksson. Hann var mjög duglegur og vakandi. Um samskipti Hirtshalsbúa við um og yfir 500 íslenzka síldveiðisjó menn af um 40 skipum sem kom ið hafa nær 360 sinnum þegar þetta er skrifað, sagði Niels skipaafgreiðslustjóri, að þau hefðu farið friðsamlega fram, eftir þvi sem hann vissi bezt, og ekki tiltökumál í hafnarbæ að sjómenn fjarri heimalandi fái sér i gogginn. En ekki hefði dregið til alvarlegra tíðinda til allrar hamingju fyrir alla að- ila, sagði Níels rólega. — Þeir syngja stundum kröftuglega. Nei innrás íslendinganna hér í bæinn hefur verið friðsöm inn- rás, og þó veit ég að margir eru í þeim hópi sem hafa krafta í kögglunum. Götulífið í Hirtshals, sem tel ur nú um 7500 íbúa, minnir á götulífið heima. Hér eru börn og unglingar miklu meira á ferð inni um götur bæjarins, en t.d. í einhverri útborg Kaupmanna- hafnar, svo tekið sé dæmi. Hér í Hirtshals er Rúntur og vin- sælir stefnumótsstaðir ungling- anna. -— 1 fljótu bragði a.m.k. virðast unglingarnir vera öðru vísi en unglingarnir í stórborg- unum. Kaupmaður við aðalgöt una í Hirtshals, sem seldi póst- kort, sagði eitthvað á þessa leið: Enn sem komið er hafa heim- ilin hér ekki þurft að glíma við eins óskapleg vandamál og hundruð ef ekki þúsundir heim ila í Kaupmannahöfn, eitur- lyfjavandamálið, sagði hann. Hér hafa krakkarnir annað og betra svigrúm en stórborgar- börnin. — Það hefur líka sitt að segja. Síðan bætti hann við: En einn góðan veðurdag getur sú ógnarbylgja líka skollið yf- ir okkur hérna norðurfrá. Sólin er komin á vesturloftið og kyrrð ríkir við höfnina, sem þó er svo allt í einu rofin af skrölti lyftara og skarkala við löndun síldar úr íslenzkum og færeyskum skipum framan við fiskuppboðsskálana. Ofan við höfnina standa nokkrir stór ir ískældir fiskflutningabílar ferðbúnir að aka suður til Þýzkalands í kvöld og nótt og létta ekki ferðinni fyrr en kom ið er að morgni með íslenzku síldarflökin til vinnslu. Áður en dimmdi, rölti ég um bæinn, götur hans og torg. Ver ið er að reisa feiknarmikið skrifstofuhús fyrir bæjarfélag- ið sem á síðasta vori gleypti nokkra smábæi. Með íbúatölu þeirra, telur Hirtshals og lög- sagnarumdæmið um 14000 íbúa. Ekkert sjúkrahús er í bænum en læknamiðstöð. Hérna norð- urfrá er miðstöð viðskiptalífs og margs konar lýðhjálpar í bænum Hjþrring — og þangað er ekki nema örskot ef flytja þarf sjúkling í sjúkra- hús, sögðu heimamenn. Tvær kirkjur eru í bænum og er önn ur sænsk sjómannakirkja. Ann ars er hér fátt um gömul hús. Þetta er svo ungur bær að hann er ekki nærri búinn að slíta barnsskónum. Já en það er ekki hægt að loka augunum fyrir þvi, að okkur er nauðsyn legt að skapa meiri fjölbreyttni á sviði atvinnulífsins hér í bænum, sagði ungur maður. Hann sagðist minnast þess sem nærtækast væri, er mikla verð- fallið á sjávarafurðum varð hér á árunum. Það sýndi okk- ur nauðsynina á fjölbreyttara atvinnulífi en nú er. Skömmu áður en myrkrið féll yfir bæinn og athafnasama Hirtshalsara, seig norska ferj- an inn á lygna höfnina, en yf- ir skipin flugu múkkar. — Já múkkinn er alls staðar. Skrifað í sept. í Hirtshals. Sverrir Þórðarson. =XE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.