Morgunblaðið - 01.10.1970, Page 28

Morgunblaðið - 01.10.1970, Page 28
28 MOKÖUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1; ÖKTÓBBR 1970 — Reyndu að láta ekki á því bera þó að það komi þér á óvart. — Sally Evans hló. — Ég var einu sinni atvinnu- dansari, sagði Mark. — Atvinnu. . . ? Hún leit á hann tortryggin. — Enn verðurðu hissa. Það er nú ekkert hrós í minn garð. — Ég sé ekki, hvort þú ert að segja satt. — Það gerir pókersvipurinn á mér. Ég var líka atvinnuspil- ari. — Nei, nú trúi ég þér að minnsta kosti ekki. Andlitið á Mark, sem var annars svo vant því að sýna ekki á sér nein svipbrigði, varð nú allt að einu brosi, næstum glotti. 29. mann í öllu Bretlandi. Hann leit eftir fleiri nöfnum og fann þau. „Rannsókninni stjórna Harry Beldon lögreglustjóri og Jack Werner fulltrúi. . . .“ Raeburn braut blaðið saman og stakk því undir handlegginn. Nú fengi Werner nóg að gera. XIII. — Þú dansar vel. — Það er nú samt satt. Þegar ég var liðþjálfi í rannsóknarlög reglunni, var ég vanur að fara í næturklúbba, til þess að hafa eftirlit með áfengissölu. Og ýmsu fleiru. Ég var þar í emb- ættiserindum. Ég spilaði við herramenn, sem ráku ólöglegar spilakrár. Ég var meira að segja einu sinni borðstjóri fyrir VIÐ EICUM 9 gerðir af PAXIMAT skuggamyndasýningavélum. Þaer hafa allar 2 ára ábyrgð. Verð frá krónum 4.100.— §>P0RTVAL I HLEMMTORGI. WUIAkvtCkwv VIÐ LÆKJARTORG Æ Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. í dag getnr þú gert það sem þér sýnist. Gríptu tækiíærið og innheimtu skuldir. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Þegar vinnu lýkur i dag, skaltu skemmta þér sem bczt þú getur og taktu uppáhaldsfélagann með. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. í dag skaltu leggja áherzlu á skipuiagningu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú mátt búast við alls konar ónæði og töfum i dag. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Kimnigáfa þín getur valdið þér óþægindum, ef þú gætir ekki aingu þinnar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. í dag skaltu reyna að njóta meiri hvíldar en venjulega. Vogin, 23. september — 22. október. Þú færð óvæntar þakkir — fyrir eitthvað, sem þú áttir lítinn eða engan þátt í. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Vertu kurteis i umgengni við aðra — sérstaklega áhrifamikla ein staklinga, sem vilja ekki vekja athygli á sér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Góður dagur, þrátt fyrir flóknar tilfæringar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Neyttu réttar þins, en vertu jafnframt viðbúinn að standa fyrir máli þínu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að greiða úr flækjunni. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Nú átt þú að geta komið skipulagi á óreiðuna, ef þú veizt hvað er þitt og hvað er annarra. Gott kvöld. mann, sem rak ólöglega rúllettu stofu. — Þú hefur átt tilbreytinga- rika ævi. Sally hló aftur. — Já, það var ýmislegt og sitt af hverju. — Við hverja dansaðirðu í næt urklúbbnum? — Glæsilegar lögreglukonur í skrautlegum samkvæmiskjólum. — Voru þær virkilega glæsi- legar? — Já, heldur betur. Ein þeirra hafði verið fegurðardrottning Suðurhéraðanna, 1949. Hún var dásamleg — svört — villt! — En gaman. — Við vorum nú samt ekkert ánægð hvort með annað. Hún átti sér ekki nema eitt umtals- efni og það var, hvers vegna maðurinn hennar hækkaði ekki í metorðum sem sölumaður. Nei, ég sakna þessara glæsidaga ekk ert sérstaklega. Mark brosti aft ur og þau Sally dönsuðu stund- arkom þegjandi. Nú hafði aftur verið heitt i veðri. London var steikt í hita og bensíngufu, og þegar hann hafði tekið Sally með sér í Wimbledon, höfðu þau farið upp með ánni. Nú voru þau að dansa á svölunum í veitingahúsi í Maidenhead, og inni lék þriggja manna hljóm- sveit lágt, en hinum megin mátti heyra niðinn í ánni. Dansinum I lauk og þau settust aftur, en um leið og Sally settist, velti hún saltkeri. — Þú verður að kasta svo- litlu salti yfir vinstri öxlina á þér, sagði Mark. — En sá bjánaskapur, Mark. — Jú, gerðu það, Sally. — Þú ert þá hjátrúarfullur i alvöru? — Ég er Hálendingur í aðra ættina. Snögglega mundi Sally, hvernig Edith Desmond hafði lát ið hanzka falla og þakkað Mark fyrir að taka hann upp. Það var ólánsmerki að þakka nokkrum manni fyrir að taka upp hanzka. .... Hún fleygði nokkrum salt- kornum aftur yfir vinstri öxl- ina á sér. Gestgjafinn kom að borðinu. Hann var feitlaginn maður með mjög sleikt hár. — Ég vona, að þið séuð ánægð með veitingarnar? Hann hafði þegar boðið Mark velkominn, þegar þau voru að koma. — Já, prýðilega, Cecchi. Kjúkl ingurinn var ágætur. — Það gleður mig, að yður finnst það. — Gengur ekki vei hjá yður hérna? — Jú, sæmilega. Ég vildi bara, að ég sæi yður oftar. — Þvi miður er ég svo önn- um kafinn. Cecchi brosti. — Allt af er pappírinn að hækka. Mark kinkaði kolli. — Það er gott. Jæja, ég verð að fara að hugsa um bókhaldið mitt. — Góða nótt, Cecchi. -— Góða nótt, hr. Wilson. Kom ið þér bráðum aftur. Hljómsveit in tók að leika aftur, mjög lágt. — Hvers vegna kallar hann þig Wilson? spurði Sally. — Hann heldur að ég heiti þvi nafni. — Er ég of forvitin? — Ég er alltaf að spyrja sjálf- ur. — Þá ætla ég að koma með eina spurningu enn. Hann var eitthvað að tala um pappírsverð. Hvers vegna? — Hann heldur, að ég sé papp irssali. — Mark, sagði Sally. — Lífið hjá þér er ekki allt sem sýnist. Þetta var spurning í alvöru og þannig svaraði hann henni líka. — Jú, líklega er það svo, Sally. — Þú vilt sjálfsagt ekki tala um Desmondmálið? — Jú, mér væri alveg sama, sagði Mark. Hann hafði unnið að þvi allt kvöldið að fá Sally til að gleyma áhyggjum sínum og fannst sér hafa tekizt það, því að áhyggjusvipurinn, sem ný- lega hafði verið á henni, var horfinn og hún hafði talað og hlegið og verið hin kátasta yfir máltíðinni. En hann þurfti að spyrja hana nokkurra spurn- inga og lét þess getið við hana. — Auðvitað skal ég svara spurningum þínum, ef ég get. — Gott og vel, Sally. Þá er sú fyrsta: Sagðirðu nokkrum frá því, að ég ætlaði að hitta Rick? Jú, ég sagði Clayton foursta það. Mátti ég það ekki? — Jú, því ekki það. Ég vildi bara vita það. Clayton ofursti bauð mér í te. Ég hitti hann og sagði honum, að Michael væri að heiman. Ég held. . . Ég held hann hafi hald- ið, að ég væri einmana. Hann er ágætis karl. En hvað um það — ég fór í te til hans og við vorum bara eitthvað að skrafa saman, þegar ég lét þess getið, fyrir tilviljun, að þú færir til Ricks. — Ég skil. Sagðirðu það nokkrum öðrum? — Nei, áreiðanlega ekki. — Gott. Önnur spurning: Hversu lengi hefur Michael ver ið hjá Assec? —Eitthvað um sex ár. Rae- burn kinkaði kolli. — Hann veit væntanlega ekki mikið um æðstu ráðagerðir i fyr irtækinu ennþá? — Ekki um það, sem nú er að gerast, en hann vissi talsvert um hitt, sem liðið er. — Hvernig það? — Sögu fyrirtækisins. — Hvaða sögu ? — Vissirðu það ekki? Sally varð undrandi á svipinn. — Þú sagðir mér bara, að þeg ar Michael var fluttur flugleið- is frá Brasilíu, þá hefði Her- brand lávarður falið honum eitt hvert sérstakt verk meðan hon- um var að batna í fætinum. En þú talaðir ekki neitt um neina sögu. — Nei, en Herbrand lávarð- ur hafði árum saman verið að hugsa um að rita sögu fyrir- tækisins. Þetta er afskaplega gamalt fyrirtæki að stofninum til, og hefur haft ýmsar merki- legar framkvæmdir með hönd- um. Gamli maðurinn ætlar að skrifa söguna, þegar hann hætt- ir störfum. Hann fól því Micha- el undirbúningsrannsóknirnar — fékk honum í hendur allar gamlar bækur og skýrslur, skil- urðu. Þetta var alveg sérstakt verk. — Var það? Talaði Michael nokkurn tíma við þig um þetta? — Jú, hann minntist eitthvað á það. Það hafði vakið áhuga hans. — Segðu mér, Sally: Rakst hann þar á nokkur saknæm leyndarmál? Sally leit upp, stein hissa á alvörunni í spurningu Marks. — Nei, sagði hún, — ég er hér — Nei, það held ég ekki. Kermsla hefst 8. þessa mánaðar Upplýsingar DACLECA í síma 7-53-92 frá klukkan 5-7 eftir hádegi alleítskólí Katrínar Guójónsdóttur LINDARBÆ DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.