Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1970 Einbýlishús í Beykjavíb GLÆSILEGT ÚTSÝNI — HITAVEITA. Húsið er til sölu uppsteypt með fullfrágengu þaki og ein- angrað, tvöfaldur bílskúr, stórar sólarsvatír. TILBOÐ ÓSKAST. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins merkt: „XX — 4443". Héroðslæknisembætti auglýst til nmsdknar Héraðslæknisembættið í Ölafsvík er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins og önnur kjör samkvæmt 6. grein læknaskipunartaga. Veitist frá 1. nóvember 1970. Umsóknarfrestur til 25. október 1970. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 28. september 1970. 1007° NYLQN GÓLFTEPPI H0YAL70 OG STEP 70 fallegir litir Verð og greiðsluskil - málar mjög hagsfœðir 'P- T. Hannesson og Co. hl. 'Ármúla 7 — Sími 75935 Innheimtumaður Stór stofnun óskar að ráða duglegan innheimtumann, sem hefir bifreið til umráða. Umsóknum sé skilað á afgreiðslu Morgunblaðsins eigi síðar en 5. október merktar: „Stofnun — 4442". JárniðnaBarmenn Óskum eftir járniðnaðarmönnum og vönum aðstoðarmönnum. Vélsmiðja Njarðvíkur h.f. Sími 92-1750. Skyrtublússukiólar nýkomnir Lækjargötu. Fró og með 1. október 1970 verður viðtalstími minn í Domus Medica 3. hæð, sem hér seigir: Mánudaga og fimmtudaga kl. 16 — 16,30 Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 15 — 15,30 Föstudaga ld. 17 — 17,30 Laugardaga kl. 11,30— 12.00 Vitjanabeiðnir og aðrar upplýsingar í síma 18535. ÞÓR HALLDÓRSSON, læknir. Auglýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og sjávarútvegsráðu- neytið vilja ráða nú þegar pilt eða stúlku til sendistarfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar veittar í ráðuneytunum. Sjávarútvegsráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. SLADBÍÍRÐARFOLK A OSKAST í eftirtalin hverfi Freyjugötu 1-27 — Laufásveg 2-57 Laufásveg 58-79 — Lindargötu — Hátún Skólavörðustíg — Hverfisgötu 1-64 Hverfisgötu 63-/25 — Laugaveg 114-171 Suðurlandsbraut — Barónstígur Stórholt — Lynghagi — Túngata TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 eMHMMUHMIMM — Hreint land - fagurt land Framhald af bls. 19 kona var, en hún var dóttir eins mér hver þessi unga geðfellda okkar fremstu manna í þjóðmál- um. Ekki þarf að orðlengja það, þessi háttur var á hafður í þess- ari ferð, bíllinn stanzaði á næstu brú, ef á þurfti að halda, og poki fór í ána. Ég hafði nægan tíma til að hug leiða, að hér var vandamál á ferðinni sem þurfti að ráða bót á. Enginn gat gert að því þótt hann yrði bílveikur og ældi, nú heidur gátu farþegar ekki setið með þessa ælupoka í höndunum alla leiðina, hvorki sín eða ann- arra vegna. Hvað gat þá bílstjór inn gert, þar sem hann hafði enga aðstöðu til að taka á móti þessum pokum, annað en hjálpa farþegum til að henda þeim út. í>að skiptir ekki miklu máli hvort þeim er hent í árnar, á veginn eða út fyrir hann, því ég trúi, að allir séu sammála um að þetta sé ekki í rauninni hægt, og ekki sæmandi okkar siðmenn ingu, þótt þar kunni að vera viða pottur brotinn. Ég hafði líka nægan tíma til að hugleiða hvað hér þarf að gera til úrbóta, og leyfi mér að setja það hér fram sem tillögu, en það er eftirfarandi: Komið verði íyrir ilátum I þessa stóru vagna, það þarf ekki að rúma meira en 20—25 lítra, það þarf að vera með vel þéttu loki, og svo lítið op á þvi loki, sjálflokandi, þar sem þessir pok ar væru látnir niður um. llát þetta gæti verið úr plasti, en til að vera í stíl við þessi glæsi legu farartæki, þá ættu þau að vera úr ryðfríu stáli, skemmti- lega hönnuð. Þetta ílát gæti verið frammi í bílnum, fyrir aftan vélina, þar væri til þess gerð festing í gólf ið, sem ílát þessi pössuðu i. Þeg ar bíllinn kæmi svo á leiðar- enda, gæti bílstjórinn skipt um ilát, og þyrfti ekki annan um það að hugsa, aðrir sæju um að tæma þau. Sérstaka plastpoka þyrfti að hafa í þessu sambandi, hæfilega stóra og alls ekki gegnsæja. Með hverjum poka ætti að af- henda eitt af þessum plastpoka fyrirböndum, sem snúið er fyrir þá með einu handtaki, þannig lokaðir færu þeir í þetta ílát eftir notkun. Samfara þessu er ekki mjög mikill tilkostnaður, eða ekki mið að við það mikla fé sem eigend- ur þessara bíla hafa lagt í þá, til þess að þeir gætu verið sem bezt farartæki, þar sem farþeg- unum liði vel. Ég er sannfærður um það, að allir aðilar sem hér eiga hlut að máli, farþegar, bílstjórar, og bilaeigendur, mundu verða ánægðir með að fá þessi þörfu ílát í bilana, þess vegna leyfi ég mér hér með, að fara vinsam- legast fram á það við eigendur langferðabíla, að þeir kippi þessu í lag, þar sem það er ekki í lagi, og stuðli þannig að betri þjónustu við farþegana, og „Hreint land fagurt land“. Þá vil ég einnig vinsamlegast beina því til ferðamálaráðs, hvort það álíti ekki, að hér sé einn þátturinn í því sem ógert er í okkar ferðamálum, og sem það gæti stuðlað að að lagfæra. Og í þriðja lagi, hvað segja heilbrigðisyfirvöldin um þetta? Sumir þessara poka lenda á veg inum, og springa undir hjólum bílanna, aðrir lenda fyrir utan veg, og liggja þar lengur eða skemur með gerjandi innihaldi, þar til rottur eða hundar rífa þá i sundur, eða frost sprengir þá og innihald þeirra blandast leys ingarvatni sem rennur? Nei, þetta er of slæmt, og allir þurfa að taka höndum saman um að lagfæra þetta, og þá tekst það. Látrum 9.9. 1970. Þórður -Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.