Morgunblaðið - 13.10.1970, Side 3
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓRER 1970
3
Forsetar Alþingis
endur k j ör nir
— Birgir Finnsson forseti
Sameinaðs Alþingis, Jónas
G. Rafnar forseti efri deildar
— og Matthías Á. Mathiesen
forseti neðri deildar
í GÆR fór fram kjör þingíorseta
á Alþingi. Voru allir þingforset-
amir endurkjömir, en þeir eru
Birgir Finnsson, forseti Samein-
aðs Alþingis, Matthías Á. Mathie-
sen, forseti neðri deildar og Jón-
as G. Rafnar, forseti efri deildar.
Þingfundi Sameinaðs Alþingis
í gær stjómaði aldursforseti, Sig
urvin 'Einarsson, meðan forseta-
kjörið fór fram. Hlaut Birgir
Finnsson 31 atkvæði, Eysteinn
Jónsson 16 atkvæði, en 9 seðlar
voru auðir.
Tók Birgir Finnsson síðan við
fundarstjóm, og voru kosnir 1.
og 2. varaforseti Sameinaðs Al-
þingis. CWafur Björrasson var
kjörinn 1. varaforseti með 31 at-
kvæði, en 27 seðlar voru auðir.
Sigurður Ingimundarson var
kjörinn 2. varaforseti með 30 at-
kvæðum, Stefán Valgeirsson
hlauf 1 atkvæði og 26 seðlar
voru auðir.
Skrifarar Sameinaðs Alþingis
voru kjömir Bjartmar Guð-
mundsson og Páll Þorsteinsson.
Að loknum fundi í Sameinuðu
Alþingi vom fundir í
Matthías Á. Mathiesen
báðum þingdeildum. í neðri
deilld stjómaði aldursfor-
seti deildarinnar, Sigurvin
Einansson, fundi meðan for-
setakjör fór fram. Forseti
ðeildarinnar var kjörinn Matthí-
ais Á. Mathiesen, er hlaut 20 at-
kvæði, Ágúst Þorvaldsson hlaut
11 atkvæði og 6 seðlar voru auð-
ir. 1. varaforseti deildarinnar
var kjörinn Benedikt Gröndal
með 20 atkvæðum, 15 seðlar
voiru auðir og Gunmar Gíslason
var kjörinn 2. vanafonseti með
19 atkvæðum, Stefán Valgeirs-
son hlaut 1 atkvæði og 16 seðlar
vom auðir.
Skrifarar neðri deildar vom
Jónas G. Rafnar
S j ómannasambandsþing:
Vill segja upp
samningum
Jón Sigurðsson endurkjörinn
J>INGI Sjómannasambands ís-
lands lauk í gapar og var Jón Sig-
urðsson endurkjörinn formaður
sambandsins.
Á þinginu var samþykkt áskor
nn til sjómannafélaganna i land
inu að segja upp gildandi báta-
kjarasamningum fyrir næstu
mánaðamót, svo þeir væru laus-
ir um áramót. Tiu ný félög
gengu í Sjómannasambandið og
eru aðildarfélögin þá 18 talsins.
Stjórnarmönnnm var fjölgað úr
7 í 11.
Á þdnginu var fjallað um
mörg mál. Voru þau hedztu
kjaramál, atvinnumál, öryggis-
og tryggingamál og undanþágur
vélstjóra.
Lögum Sjómannasambands Is-
lands var breytf og stjórnarmön.n
um fjölgað úr 7 í 11. Jón Sig-
urðsson var einróma endurkjör-
inn formaður, en í gær skipti
stjórnin með sér verkum að
öðru leyti á síwum fyrsta fundi.
Er Magnús Guðmundsson Garða
hreppi, varaformaður, Pétur Ság
urðsson Reykjavík, riitari og
Hilmar Jónsson Reykjavík, gjald
keri, en aðrir í stjórn eru
Tryggvi Helgason, Akureyri,
Kristján Jónsson, Hafnarfirði,
Guðlaugur Þórðarson, Keflavik,
Jónatan Aðalsteinsson, Vest-
mannaeyjum, Sverrir Jóhanns-
son, Grindavik og Erlingur Vigg
ósson, Stykkishólmi.
Þá var kosin framkvæmda-
nefnd. Auk formanns, varafor-
manns og ritara eiga sæti i
henni: Tryggvi Helgason, Akur-
eyri og Kristján Jónsson, Hafn-
arfirði. Varamenn Hiimar Jóns-
son, Reykjavik og Guðlaugur
Þórðarson, Keflavík.
Birgir Finnsson
kjörnir Friðjón Þórðarson og
Ingvar Gíslason.
Jón Árnaison, aldursforseti
efri deild'ar stýrði þar fundi,
meðan forsetakjör fór fram. For-
seti var kjörinn Jónas G. Rafnar
með 12 atkvæðarm, Ásgeir Bjarna
son hlaut 5 atkvæði og 3 seðlar
voru auðir. Jón Þorsteinsson var
kjöriinn 1. varaforseti með 11 at-
kvæðum, 9 seðlar voru auðir og
Jón Árnason var kjörinn 2. vara-
forseti með 10 atkvæðuim, auðir
seðlar voru 7.
Skrifarar efri dei'ldar voru
kjörndr Steinþór Gestsson og
Bjarni Guðbjörnsson.
Kosið var í eina nefnd Alþing
is í gær — kjörbréfanefnd og
eiga eftirtaldir þingmenn sæti í
benni: Matthías Á. Matíhiiesen,
Pálmi Jónsson, Geir Hallgríms-
son, Jón Þorsteinsson, Ólafur
Jóhannesson, Bjöm Fr. Björns-
son og Karl Guðjónsson.
ii ja eKKi
vera með!
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt yfirlýsinig frá fiimm
hljómsveitum, sem gagnrýna
framkvæmd kosninganna á
beztu hljómsveitinni og pop-
stjönnu ársins 1970. Jafnframt
draga þær sig út úr þessum
kosningum. Vegroa rúmleysis
í blaðinu verður yfirlýsingin
að bíða birtingar, þó vonandi
ekki lengur en til morguns.
STAKSTEII\IAR
Umræður um
efnahagsmál
Nú hefur Alþingi komið sam-
an tii funda á ný, og vafalaust
verður það vettvangur mikilla
stjómmálasviptinga eins og
endranær. Þar sem þetta er sein
asta þing fyrir næstu almennar
alþingiskosningar, er gert ráð
fyrir, að átök verði harðari en
venja er til .Að undanfömu hef-
ur það víða komið fram að bú-
izt er við því, að Alþingi taki nú-
verandi ástand efnahagsmála
þjóðarinnar til sérstakrar með-
ferðar, enda sýnist nú vera al-
mennur áhugi á því, að gerðar
verði ráðstafanir til þess að
stemma stigu við frekari víxl-
hækkunum kaupgjalds og verð-
lags.
Svo sem kunnugt er hafa staff
ið yfir viðræður ríkisstjómarinn
ar við fulltrúa Vinnuveitenda-
sambandsins, Alþýðusambands-
ins og Stéttarsambands bænda
um viðhorfin í efnahagsmálun-
um. Forsætisráðherra hefur ný-
lega lýst því á fundi, að þessar
viðræður séu að því leyti árang-
ursríkar, að nú eigi að vera auð
veldara að fá þessa aðila til þess
að viðurkenna staðreyndir um
stöðu atvinnuveganna. Það væri
vissulega spor í rétta átt, ef um
ræður kæmust af því stigi að
vera einungis orðaskak um það,
hvað séu staðreyndir. Hitt er
eðlilegt, að menn deili um mis
munandi leiðir, en óþarfi ætti að
vera að eyða of miklum tíma í
deilur um það t.a.m., hver sé
raunveruleg staða eða greiðslu
geta atvinnuveganna.
Fróðlegt verður að fylgjast
með því, þegar þessi mái koma
til umræðu á Alþingi, hvort þess
ar viðræður muni raunverulega
leiða til þess, að fyrst og fremst
verði deilt um leiðir til úrbóta,
en síður þráttað um þær stað-
reyndir, sem fyrir liggja um
stöðu atvinnuveganna.
St j órnarand-
stöðuflokkarnir
En til þessa hafa umræður um
þessi efni af hálfu stjómarand-
stöðunnar farið fram af skilnings
leysi á greiðslugetu atvinnuveg-
anna. Þannig segir Þjóðviljinn í
ritstjómargrein sl. sunnudag: —
„Nú er aftur hafinn sami áróður
inn í íhaldsblöðunum um launa-
hækkanir og verðtryggingu
launa sem orsök „verðbólgu“ og
gengislækkana. Þetta er rakalaus
áróður, verðbólguþróunin er
vegna óstjómar í landinu og
stefnu rikisstjórnarinnar“. Mál-
grein þessi er einmitt gott dæmi
um skrif Þjóðviljans um þetta
efni ,þar sem glöggt kemur fram
skilningsleysi á greiðslugetu at-
vinnuveganna.
Sl. vor var það almennt talið
eðlilegt, að almennt kaup yrði
hækkað nokkuð. 'En kauphækk
animar urðu það miklar, að þær
hlutu óhjákvæmilega að hafa á
hrif á verðlagið. Þetta em ein-
föld sannindi, sem liggja í aug-
um uppi, en hafa t.a.m. ekki ver
ið viðurkennd af Þjóðviljanum
til þessa. Fróðlegt verður að sjá,
hvort unnt verður að breyta
þessu steinrunna viðhorfi Þjóð-
viljans.
Dagblaðið Tíminn gaf í skyn
fyrir nokkru, að stjórnarandstöðu
flokkarnir væm í kapphlaupi
um að komast í stjómarsamstarf
við Sjálfstæðisflokkinn að aflokn
um þingkosningum. Hvort sem
þetta er rétt mat hjá Tímanum
eða ekki, þá eru þetta mjög eðli
leg viðbrögð. En það ætti hins
vegar að koma fljótlega í ljós
í stjómmálaumræðum á Alþingi
og afstöðu flokkanna til ein-
stakra mála eins og t.a.m. efna
hagsmálanna hvort Tíminn hef
ur haft rétt fyrir sér í þessu
efni.
<
c
t