Morgunblaðið - 13.10.1970, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐH), PRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1970
I
>
>
• 7/ BÍÍALEIGA V
ÆjAIAJII"
-^—25555
■ ^ 14444
mw/m
BILALEIGA
HVERPISGÖTU 103
YW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW9manna-Landrover 7manna
Jnlaleigan
AKBJiA VT
car rental service
y* 8-23-1?
h scn/hmi
Bílaleigan
UMFERÐ
Sími 42104
SENDUM
0 Gleðifréttir
Fyrirsögnina hér að ofan set-
ur Haukur R. Hauksson bréfi
sínu og skrifar síðan:
„I útvarpi og sjónvar'' og í
forsíðufréttum dagblaða er
hrifizt af hinum aukna útfliutn
ingi landbúnaðarafurða. Stöð-
ugt er hamrað á því, að með
þessum og hinum aðferðum ætti
að takast að auka útflutníng-
inn til muna. 1 þessu skyni eru
flugvélar teknar á leigu, svo að
Frakkar geti borðað ófrosið,
íjúft lambakjöt, leigðir eru dýr
ir veizlusalir erlendis og þar
boðið upp á sömu afurðir.
Hverjum er aetlað að gleðjast?
Hinum almenna borgara?
0 Lainbakjötsprísar hér
og erlendis
Hinn almenni borgari kaup-
ir lambakjötið hér heima frá
kr. 150.- til 200.- kílógrammið,
og eru þá ótaldir þeir styrkir,
sem hann verður jafnframt að
borga til landbúnaðarins, með-
an erlendis faest islenzkt lamba
kjöt frá kr. 60.00 kg. og þá með
búðarálagningu, sem er minnst
100%.
GLÆSILEG \ C'noBe)
NORSK FRAMLEIÐSLA. \ J \ SÉRFLOKKI
E. TH. MATHIESEN H.F.
SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152
Hópierðir
TH teigu i tengri og skemmri
ferðir 10—20 farþega biiar
Kjartan Ingimarsson,
simi 32716
Hvítir nylonsloppar
nýkomnir
Lækjargötu
Skeifunni 15.
Volkswagen
varahlutir
huerbýður
beztu hjörin^
„AUÐVITAO HEIMILISTÆKI S.F.'
Dæmi: PHILCO frystiklstur, kr. 5.000,00 útborgun,
eftirstöðvar & 12 mánuSum.
PHILCO þvottavélar, 54 útborgun, eftirstöðvar á 8 mán.
PHILIPS sjónvarpstæki, kr. 5.000,00 útborgun,
eftirstöðvar á 12 mánuðum.
HEIMSÞEKKT MERKI - HEIMSÞEKKTAR VÖRUR.
þvottavélar - kæliskápar - frystikistur - þurrkarar -sjónvarps-
tæki - útvarpstæki - seguibandstæki - Hl/FI stereotækí - ötl
heimllistæki - rakvélar - Ijósaperur - tlourplpur - hljöðritarar.
> GLEÐI ER AÐ GÓÐUM KAUPUM — EN ÓLUND AS ILLUM.
tryggia
Volkswagen
gæði:
HEIMILISTÆKl SF.
HAFNARSTRÆTI 3 - SfMI 20455
SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000
^ Milliverð
Því er þeiiTL spurningu
aldrei svarað af forráðamönn-
um landbúnaðarins, hvort ekki
væri hagkvæmara að selja
landsmönnum landbúnaffetr-
afurðirnar á milliverði, þannig
að kjöt í verzlunum væri frá
kr. 75.00 til 100.00 kg., og láta
þá niðurgreiðslur þær, er
þeir láta nú í útflutninginn,
koma til góða hér heima? Eða
eru borgarbúar og aðrir, er
greiða þó þennan ógnartoll méð
landbúnaðinum, ef til vill ekki
nógu góðir til að sjónarmið
þeirra séu virt viðlits?
0 Á ekki von á svari,
en hver veit?
Sem sagt:
a) Hverjum er ætlað að gleðj
ast við fréttir um aukinn út-
flutning landbúnaðarafurða?
b) Hver greiðir flutninginn á
íslenzku lambakjöti á erlend-
an markað?
Er hinn almenni borgari ef
til vill látinn borga lúxusflug
það, sem nú á sér stað í auknum
mæli með lambakjöt á erlend-
an markað?
Undirritaður er aðeins al-
mennur borgari og býst því
varla við svari.
Virðingarfyllst,
Haukur R. Hauksson,
Skeiðarvogi 117“.
0 Sambýli
„Ein úr úthverfunum"
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
1 grein, sem bar heitið „í>jóð-
félagsstaða kvenna“, gat að
lesá lofsverða bjartsýni grein-
arhöfuridar, „Gunnu í. Austur-
bænum," várðandi lausn á
vissu vandamáli kvenria i sam-
búð þeirra við karíkynið í okk
ar nýtízkulega þjóðfélagi.
Greinin er skrifuð í léttum tón
og rhá hæstum segja, að þar sé
áð fínna svar við flestum
spurningum, sem læðzt gætu
að efagjörnum lesanda varð-
andi þau vandamál, sem skap-
ast við vinnu móður og hús-
móður utan heimilis. „Gunna í
Austurbænum" vitnar í tiilögu
„Viggu ■ í Vesturbænum" og
lausn hennar á vandamálinu, og
lausnin er sambýli. Ekki. var
nú vandinn mikill. Því fer
fjarri, að ég sé mótfalJin hug-
myndinni um sambýli, þar sem
al'lt á að vera sameiginlegt,
matur, drykkur, umönnun
bama og jafnvel tómstúnda
iðja.
0 Skortir á félagsþroska
kvenna?
Ég er bara hrædd um, að
okkur konur skorti enn sem
komið er nokkuð á þann fé-
lagslega þroska, sem þarf til
farsæls sambýlis, og að fram-
kvæmdin gæti orðið eins og
einhvers staðar segir, að dæm-
ið sé rétt en útkoman vitlaus.
0 Hafa meira frelsi en
þær vilja viðurkenna
Það eir skoðun mín, að við
konur höfum meiri réttindi O'g
meira faelsi I dag en við vitj-
um viðurkenna. Það, sem okkuc
Skortir mest, er að standa sam-
eiginlega vörð um þetta fengna
frelsi.
Sömuleiðis eigum við enn
mjög margt ólært í sambandi
við sambýli. Ef minnsta vanda
mái ber að höndum, hrópum
við bara „úlfur, úlfur“ og skeil
um svo allri skuldinni á karl-
mennina og ófullkomleika
þeirra.
0 Þvottamál í fjölbýlis-
húsi
Tökum til dæmis nýju og fai-
legu sarobýlishúsin okkar. Á
þessum íburðarmiklu bygglng-
um hanga nærföt og utanyfir-
föt af börnum og fullorðnum á
snúrum allan daginn árið um
kring. Af hverju stafar þetta?
Ekki eru þessi hús í fátækra-
hverfum stórborga. Ekki
gleymdist að setja þvottahús i
þessar réisulegu byggingar.
Nei, þar eru dýrustu þvotta-
vélar, þurrkarar og þurrkher-
bergi. Þvottahúsin eru flísa-
lögð upp undir loft, og meira
að segja veit ég til, að þar eru
borð, stóiiar og bamagrind, svo
að allt, sem hægt er að kaupa,
sé til staðar. En hvernig er svo
„sá andi, sem býr þar?“ Jú,
hann er rödd hrópandans í eyði
rnörkinni. Það sjáum við veg-
farendur á framhliðum hús-
anna. Barnakonurnar mega
nefnilega ekki nota þvottahús-
in eftir brýnustu þörfum. Þar
virðast ráða sjónarmið þeirra,
sem ekki þurfa að þvo nema á
þriggja vikna til mánaðar
fhesti. Seim betur fer er þetta
ekki þannig i öllum sámbýlis-
húsum, en alltóf mörgum. En
þar sem svona er háttað, er mér
sagt, að húsmæður kaupi sér
litlar þvottavélar, til þess að
þvo af bömunum i gluggalaus-
um, litlum baðherbergjum, og
þurrki siðan þvottinn, utan á
lúxushúsunum. Mér er enn-
fremur tjáð, að konur gæti
þess svo vandlega, að reglur
þvottahúsanna séu í heiðri
hafðar, að þær séu hvað óbrot-
gjarnastar af öllum reglum á
Islandi í dag. Ég hef tekið
þetta dærni til meðferðar af
þeirri ástæðu, áð þessi hlið saim
býlisins er algjörlega á vaidi
okkar kvenna. Ef karlmenn
leggja þar eitthvað til málanna
á húsfundum t.d., þá eru þeir
eingöngu að túlka sjónarmið
eiginkvenna sinna.
Er ekki ofmælt, að við kon-
ur á íslandi séum að vakna,
er ekki nóg að segja, að við sé-
um að byrja að ganga í svefni?
Ein úr úthverfunum".
Iðnfyrirtæki - heildsalor
Vanur sölumaður hefur áhuga fyrir að selja góða íslenzka
iðnaðarvöru. Einnig hefur hjá fyrrgreindum aðila verið spurt
um leikföng. Vinnur sjálfstætt.
Vinsamlegast ef áhugi er fyrir hendi, leggið nöfn yðar og
símanúmer á afgr. Morgunblaðsins fyrir n.k. laugardag 17/10
merkt: „Reglusamur — 4690".