Morgunblaðið - 22.10.1970, Side 14

Morgunblaðið - 22.10.1970, Side 14
Liá MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBBR 1970 Mikil framlög til orkumála i----------------------------- yantfiði í framkvæmdaáætlunina fyrir árið 1970. 1 drögum að framkvæmdaáætluninni er gerð grein fyrir einstökum verkefn- um, en þar sem hér er um ýms- ar mjög veigamiklar fram- kvæmdir að ræða, mun ég gera þær litið eitt nánar að umtals- efni. ' Enn er fjáröflun til þess að standa straum af afborgunum og vöxtum lána vegna Reykjanes- brautar einn af helztu liðum framkvæmdaáætlunarinnár, en afborganir og vextir af þeim lánum eru á næsta ári um 60 millj. kr. Tekjur af veggjald- inu eru áætlaðar 15.7 mdllj. og framlag úr vegasjóði er 6.8 millj. og verður því að afla nýs láns- fjár 38 millj. kr. til þess að standa undir þessum útgjöldum. Itarlegar viðræður hafa farið fram milli fjármálaráðuneytisins og samgöngumálaráðuneytisins um viðhlítandi lausn þessa vandamáls, sem verður eilífðar- mál, ef ekkert verður að gert, og hefir orðið samkomulag um leiðir til úrlausnar, sem væntan- lega verða á sínum tíma lagðar fyrir Alþingi, í sambandi við áætlanir um endurgreiðslu þeirra lána, sem nú hafa verið tekin og tekin verða tdl lagning- ar hraðbrauta. 1 framkvæmda- áætlun siðustu ára hefdr verið aflað verulegs fjármags til lagingar Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi. Var sú fjáröflun byggð á ákveðinni áætlun um endurgreiðslu lánanna. Þessarri kostnaðarsömu framkvæmd er ekki enn lokið, en þar sem ekki hafa verið gerðar ennþá fullnaðaráætlanir um fjármögn- un lokaáfanga verksdns, þá er ekki gerð, á þessu stigi, tillaga um fjáröflun í framkvæmdaáætl un til þessarrar framkvæmdar. Gert er ráð fyrir að afla 12 millj. kr. til landshafnanna, en fullnað arákvörðun hefur ekki enn ver- ið tekin um það, hvaða verk skuli sitja þar í fyrirrúmi. Fjár- veitingar til landshafnanna vaxa einnig verulega i fjárlaga- frumvarpinu vegna afborgana af lánum, en þessar hafnargerðir hafa á undanförnum árum yfir- leitt verið f jármagnaðar með lán tökum, þótt segja megi, að eðli- legra hefði verið að gera það með beinum fjárveitingum, og kemur auðvitað mjög til álita að taka allar fjárveitingar til lands hafna nú inn í fjárlagafrum- varpið sjáift. Langþyngst í fram kvæmdaáætluninni vega ýmsar framkvæmdir á sviði orkumála, og er þar stærsti liður fjáröfl- un vegna hinnar nýju Laxár- samningum og kostnaðaráætlun virkjunar, sem samkvæmt verk- um er gert ráð fyrir að þurfi að vera um 118 millj. kr. á næsta ári. Nauðsynlegar eru margvís- legar umbætur á orkuöflun á vegum Rafmagnsveitna ríkis- ins, sem óhjákvæmilegt er að afla lánsfjár til. Er gert ráð fyr- ir 40 millj. kr. fjáröflun í því skyni, en óskir stjórnar raf- magnsveitnanna eru verulega hærri. Er hér um að ræða ýms- ar ráðstafanir til þess að draga úr notkun oliuaflsstöðva með tengingu við samveitukerfi og ýmsan undirbúning aukinn- ar orkuöflunar, en ýmislegt er á prjónunum í þeim efnum og er þar veigamest Lagarfljótsvirkj- un og Svartárvirkjun í Skaga- firði, sem boðað hefir verið af iðnaðarmálaráðherra að þetta Alþingi muni fá til endanlegrar ákvörðunar. Þarf þá að sjálf- sögðu sérstaka fjáröflun til þeirra framkvæmda. Rannsókn- ir á hagnýtingu vatnsorku og jarðhitalinda landsins eru með- al hinna mikilvægustu verkefna, sem nú er unnið að, en hér er um mjög kostnaðarsamar rann- sóknir að ræða, svo sem sjá má af þeim áætlunum, sem Orku- stofnunin hefir gert um helztu viðfangsefni á þessu sviði á 'næstu árum. í áætlun Orku- jstofnunar er gert ráð fyrir mest um útgjöldúm til þriggja virkj- anasvæða i sambandi við vatns- orkuframkvæmdir, en það er Jökulsá á Fjöllum með Detti- fossvirkjun í huga, Austurlands virkjun og þá sérstaklega Jök- ulsá á Fljótsdal og Skaftárveita tii aukningar á vatnsmagni Tungnaárvirkjana og Búrfells- virkjunar. Er áætlað í fram- kvæmdaáætlun að afla 20 millj. kr. til vatnsorkurannsókna til viðbótar fjárveitingum til þeirra rannsókna i fjárlögum, þannig að samtais verði til þessarra ransókna til ráðstöfunar á næsta ári um 36 millj. kr. Mörgum og miklum verkefn- um þarf einnig að sinna á sviði jarðhitarannsókna og þarf að auka rannsóknarboranir á þeim háhitasvæðum, sem búa yfir mestum nýtingarmöguleikum til efnaiðju og hitaveitufram- kvæmda, en það eru svæðin á Reykjanesskaga og í nágrenni höfuðstaðarins, en unnið er nú að óvenjumiklum hitaveitufram- kvæmdum á ýmsum stöðum á landinu og fleiri staðir hafa áhuga á athugun á jarðhita með hitaveitu fyrir augum og er hér um þjóðhagslega mjög mikilvæg- ar framkvæmdir að ræða. Vegna mikilvægis þessarra rannsókna, hefir verið ákveðið að kaupa nýjan jarðbor, sem sérstaklega hentar til rannsóknaborana. Hér er ekki nema að nokkru leyti um bein ríkisútgjöld að ræða, heldur fjáröflun til Orkusjóðs til þess að hann geti veitt nauð- synlega aðstoð svo sem lög gera ráð fyrir til jarðborana. Borun- um-í Námaskarði, vegna stækk- unar kísilgúrverksmiðjunnar og jarðgufuaflstöðvarinnar, sem þar hefir verið reist sem til- raunastöð á vegum Laxárvirkj- unar, er nú að verða lokið og þarf ekki nema smávegis fjár- öflun til þess að ljúka greiðsl- um vegna þess kostnaðar. Enn þarf að afla nokkurs fjár 5.7 millj. kr. vegna áframhaldandi jarðhitarannsókna i sambandi við hugsanlega sjóefnaverk- smiðju á Reykjanesi og gert er ráð fyrir 12 millj. kr. lánsfjár- öflun til byggingar lögreglu- stöðvar í Reykjavik. Er mikil nauðsyn að íara að ljúka þess- arri rniiklu byggingu, sem hefir verið lengi í smiðum. Mun þessi fjárhæð að vísu ekki nægja til að fullgera húsið, en segja má að hér sé um framkrvæmd að ræða, sem fjármagna ætti með beinni fjárveitingu í fjárlögum og má raunar segja hið sama með Rannsóknastofnun iðnaðar- ins, en gert er ráð fyrir að afla 6.5 miilj. kr. til þess að ljúka þeinri byggingu, sem er brýn nauðsyn. Verði eitthvert fjár- hagslegt svigrúm í fjárlögum tel ég því vel geta komið til álita að taka báðar þessar fjár- hæðir í fjárlögin sjálf. Loks er í framkvæmdaáætluninni gert ráð fyrir að afla 63.2 millj. kr. láns- fjár vegna nýbyggingar Áburð- arverksmiðju rikisins. Sú bygg- ing var hafin á yfirstandandi ári og 55 millj. kr. fjáröflun í framkvæmdaáætlun þessa árs. Heildarkostnaðaráætiun mun að sjálfsögðu hækka nokkuð af eðlilegum ástæðum og nemur endurskoðuð áætlun nú 265 millj. kr. Stöðug viðleitni til sparnaðar Haldið hefur verið fram stöð- ugri viðleitni til þess að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum og koma við sparnaði og bættri skipulagningu. Hefir forusta á þessu sviði verið i höndum hag- sýslustjóra, en undirnefnd fjár- veitingarnefndar, sem skipuð er fuldtrúum allra flokka, hefir haldið marga fundi milli þinga, fylgzt með starfsemi Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar og komið að ábendingum og athuga semdum, eftir þvi sem nefndin hefir séð tilefni til. Hefir sem áður verið hið bezta samstarf millí nefndarinnar og ráðuneyt- isins og enginn efi, að það er til mikilla bóta sú nýskipan, að fjárveitinganefnd fylgist stöðugt með sem flestum þáttum í ríkis- kerfinu, en annist ekki einung- is afgreiðslu fjárlagafrumvarps á Alþingi. Þá hefir aðhald rík- isendurskoðunar með stofnunum og embættismönnum aukizt og rikisendurskoðandi hefir nú í athugun ýmis konar skipulags- breytingu á starfsemi rikisend- urskoðunarinnar til þess í senn að gera hana virkari og gera henni kleift í tæka tíð að kom- ast yfir viðfangsefni sín, en það hefir um langan aldur verið gagnrýnt á Alþingi, að endur- skoðunin væri of langt á eftir tímanum með verkefni sín. Bifreiðamál ríkisins Hér verður ekki gerð nein til- raun til að gera tæmandi taln- ingu á hinum margvíslegu við- fangsefnum, sem koma til kasta Fjárlaga- og hagsýslustofnunar- innar á sviði hagræðingarmála, en þó tel ég rétt að drepa á nokkur atriði. Meginverkefni stofnunarinnar á þessu ári hefir verið að koma í framkvæmd reglugerðinni um bifreiðamál ríkisins, en þar er svo sem hátt- virtum þingmönnum er kunnugt um áratuga vandamál að ræða, sem oít hefir verið rætt hér á hinu háa Alþingi. Telja má, að mjög vel hafi gengið að koma reglugerðinni í framkvæmd, en hún tók að fullu gildi 1. júli í sumar. Samkvæmt reglu- gerðinni átti að merkja allar þær bifreiðar, sem áfram yrðu í eigu ríkisins, en þar var fyrst og fremst um svokallaðar vinnu bifreiðar að 'ræða, og var jafn- framt lagt bann við þvi, að þær bifreiðar væru notaðar til eigin þarfa umráðamanna bifreiðanna. Hafa nú verið merktar um 450 bifreiðar. 1 fyrstu kom i ljós, að ákvæði reglugerðarinnar um bann við einkanotkun voru brot- in af einstökum aðilum, en þeg- ar ráðuneytinu hefir borizt slik vitneskja hafa viðkomandi verið sérstaklega aðvaraðir. Sumar rikisstofnanir hafa þegar komið upp geymslustöðvum fyrir bif- reiðarnar og í athugun er að koma upp sameigmlegri geymslustöð fyrir hinar minni rikisstofnanir. Seldar hafa verið alls 94 ríkisbifreiðar, og er þar fyrst og fremst um að ræða hin- ar svokölluðu forstjórabifreiðar. Hafa bifreiðar þessar verið seld ar ýmist með almennu útboði eða fyrrverandi forráðamönnum á grundvelli mats i samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Þegar sala hefir farið fram með al- mennu útboði, hefir ávallt verið um staðgreiðslu að ræða, en í síðara tilvikinu hefir verið gerþ- ur lánssamningur, svo sem reglu gerðin gerir ráð fyrir. Þá hafa verið gerðir 550 aksturssamning ar við starfsmenn vegna notkun ar eigin bifreiða í þágu ríkis- ins. Þetta umfangsmikla verk hefir verið talsverðum erfiðleik um háð, einkum vegna greiðslu- venja, sem tiðkast hafa um ára- raðir en samræmast ekki þeim grundvelli, sem nú er miðað við í gerð aksturssamninga. Hefir verið leitast við að meta raun- verulega akstursþörf í þágu starfs og mönnum skipað í akst- ursflokka i samræmi við það. Þar sem nú hefir verið komið á heildarkerfi, varðandi slika samningagerð, hafa aðstæður til raunhæfs mats batnað veru- lega frá því sem áður var, og mun verða gert sérstakt átak á næstunni til að koma þessum mál um í fullkomið horf. Jafnframt framkvæmd bifreiðareglugerðar- innar, varðandi ríkisfyrirtæki og stofnanir ríkisins, sem beint heyra undir ráðuneyti, hefir fjármálaráðuneytið sérstaklega ritað bankaráðum rikisbank- anna og öðrum rikisstofnunum, sem lúta sérstakri stjóm, og lagt áherzlu á, að þessu-m reglum verði einnig fylgt í þeim stofn- unum. Sameinlng vélaverk- stæða ríkisins? Annað veigamikið mál, sem unnið hefur verið að af sér- stakiri nefnd, en í nánu samráði við undimefnd fjárveitinga- nefndar, er athugun á s-amein- ingu margvíslegra verkstæða, sem rekin eru á vegum ríkisins og ríkisstofnana. Hefir þetta mál verið í athugun síðan í fyrra, en það er mjög umfagsmikið og snertir margar stofnanir. Eru auk Landssmiðjunnar rekin sam- tals 11 verkstæði í véla- og málmsmiði á vegum 9 ríkisfyrir- tækja hér í Reykjavík, a-uk verkstæða annars staðar á land- inu. Öll eiga þessi fyrirtæki vinnuvélar af ýmsum gerðum og tegundum, ekkert samræmi eða samráð hefir rikt um vinnuvéla kaup, kaup varahluta og rekst- ursvöru, notkun vinnuvéla og restur þessa fjölda verkstæða. Enda hafa nær eingöngu verið hafðar í huga þarfir einstakra stofnana, þegar ráðizt hefir ver- ið í vélakaup eða verkstæðis- rekstur. Vinna flest þessi verk- stæði mjög skyld störf. Fleiri en ein ríkisstofnun eiga þannig sam bærilegar eða sams konar vélar, sem standa stundum ónotaðar um lengri tíma á sama tima og önnur stofnun þarf á sams kon- ar vél að ha-lda. Ósam-ræmi í vélakaupum og tegundum véla veldur erfiðleikum í rekstri og margfaldri fjárfestingu í vara- hlutum og rekstrarvöru. Mörg smáverkstæði haf-a óþarfa stjórn unarkostnað, mannafli verkstæð anna nýtist misjafnlega vegna smæðar þeirra og takmarkaðra verkefna, og rík tilhneiging er til að taka inn á verkstæði þessi starfsmenn á ýmsum timum, sem þar hafa raunar ekkert að gera, enda ætlað að sinna öðrum verkefnum aðra tima árs- ins, og er það vandamál út af fyrir sig. En engum efa er bund ið að hér er brýn nauðsyn skipu lagsbreytingar, hægt að koma við verulegum sparnaði með sameiningu verkstæða og auk- inni samvinnu þeirra, og sýnist raunar eðlilegt að stefna að sér- stakri alls herjar vélamiðstöð ríkisins svo sem ég vék að i síð- ustu fjárlagaræðu. Verður unn- ið með öllum hraða að því, að koma þessum m-álum í viðunandi horf, en því er ekki að leyna, að hér getur orðið um nokkurt vandamál að ræða, þar sem mörg fyrirtæki eiga hlut að máli og veltur því á miklu um samstarfs vilja. Þótt yfirleitt hafi tillög- um um skipulagsbreytingar ver- ið vel tekið af hlutaðeigandi stofnunum, þá er því ekki að neita, að i sumum tilfellum gæt- ir óhæfilegrar tregðu og and- stöðu við að hreyfa við gamal- grónum venjum, m.a. að ekki komist í framkvæmd ýmsar til- lögur um fækkun starfsmanna í rí-kisrekstrinum. Er það að vísu viðkvæmt mál á atvinnuleysis- tím-um, svo sem ég vék að í síð- ustu fjárlagaræðu, en erfitt er þó að koma við sparnaði, ef ekki má fækka fólki. 20,5 millj. kr. til reksturs mötuneyta Fjárlaga- og hagsýslustofnun in hefir á hendi yfirumsjón með öllum húsaleigumá-lum ríkisfyrir tækja og stofnana ríkisins. Hef- ir eftir föngum verið leitast við að koma á samræmdum reglum um þessi mál og að feng- inni nokkurri reynslu um fram- krvæmd húsaleigusamninga, hef- ir nú nýlega verið gefin út af ráðuneytinu sérstök reglugerð um húsaleigumál ríkisins, sem birt hefur verið. Mikil þörf hefir reynzt á því að setja fastar reglur um sem flest atriði, sem varða ferðalög starfsmanna á vegum ríkisins og þann kostnað, sem af slíkum ferðalögutn leiðir, bæði innan- lands og utan. H-efir nýlega vér- ið gefin út heildarreglugerð utn þetta efni, sem launadeild ráðu- neytisins og Fjárlaga- og hag- sýslustofnunin hafa undirbúið. Ríkisstofnanir hafa á undan- förnum árum í vaxandi mæli komið upp mötuneytum fyrir starfsmenn sína. Hafa þessi mötuneytismál verið tekin til sér stakrar athugunar með samræm- ingu í hug-a á reksturskostnaði. Hefir komið í ljós, að ríkið rek- ur nú 29 mötuneyti, sem starfa allt árið, en auk þess starfa fjöldi mötuneyta hluta úr ári vegna tímabundins rekstrar. Greiddi rikissjóður beinlinis vegna rekstrar þessara mötu- neyta, 20.5 millj. kr. árið 1969 og er þá ekki meðtalin nein húsalei-ga eða fjármagnskostnað ur, og heldur ekki meðtalin mötuneyti skólanna, sem rikið ber allan kostnað af á skyldu- námsstiginu nema hráefniskostn að, en á framhaldsstiginu greið- ir það ráðskonukaup. Athugun hefir leitt í ljós, að kostnaður ríkisins pr. máitíð er verulega frábrugðin frá einni stofnun til annarrar og er nú verið að kanna með hverjum hætti unnt sé að koma á fullu samræmi í þessu efni og hverjar reglur skuli gilda við ákvörðun um rekstur mötuneyta af þessu tagi. Kemur þar m.a. til álita, hvort hagkvæmt sé að kaupa eða fram leiða máltíðir á einum stað, t.d. fyrir hin mörgu mötuneyti hér í Reykjavík i stað þess að reka matargerð með tilheyrandi bún- aði á mörgum stöðum. Aukin verkefni Innkaupastofnunarinnar Tekin hefir verið upp af hálfu fjármálaráðuneytisins sú meginstefna, að Innkaupa- stofnun ríkisins annist sölu allra ríkiseigna og sé leitað til- boða i þessar eignir, þannig að ekki geti orðið um neina óeðli- lega sölu að ræða. Þá hefir jafn framt verið lögð áherzla á það, að Innkaupastofnunin annaðist saimeiginleg innkaup fyrir rikis stofnanir í sem rikustum mæli til þess að tryggja hagkvæmari innkaup. Þá hefir Innkaupa- stofnunin einnig verið efld með hinni nýju deild um eftirlit með opinberum framkvæmdum í sam- ræmi við lög, sem um það efni voru sett á síðasta Alþingi og verður þar um mjög veigamikið verkefni að ræða. Rétt er að taka það skýrt fram, að með aukin-ni starfsemi Innkaupa- stofnunar rí-kisins er ekki æti- unin að taka upp neina sam- keppni við önnur viðskiptafyr- irtæki í landin-u, heidur ein- göngu að tryggja ríki og ríkis- stofnunum sem hagkvæm-ust kjör með innkaupum í stærri stíi á grundvelli útboða, en um bein an innflutning sé þá fyrst að ræða, þegar innkaup eru hag- kvæmust með þeim hætti. Mörg einstök úrlausnarefni hafa komið upp í sambandi við rekstur einstakra ríkisstofnana, sem Fjárlaga- og hagsýslustofn- unin hefir unnið að í samráði við viðkomandi ráðuneyti. Hefir það samstarf yfirleitt verið ágætt og hafa ráðuneytin í vax- andi mæli leitað til stofnunarinn ar beinlinis um aðstoð varðandi athuganir á hagkvæmni í rekstri og nytsemi einstakra fjárráðstaf ana, sem ríkisstofnanir hafa vilj að ráðast í. Hagkvæmni í rekstri ÁTVR aukin Síðustu árin hefir verið unnið að margvíslegri könnun á úrræðum til þess að auka hag- Framhald á blaðsíðu 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.