Morgunblaðið - 03.12.1970, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.12.1970, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 3. ÖESEMBER 1*70 BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SwHaíjWíeiJ-YW VW 9««HM-UiWfmer 7au«a LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. ■3 Er þdta ydar sííll? Dýrmætasta eign hverrar konu er úttit hennar. Þýðingarmesti hluti útlitsins er hárið. Hafið þér efnl á því að leita ekki til hárgreiðslustofu? Látið okkur ráðleggja yður um meðferð hársins og greiðslu. HÁRGREIÐSLUSTOFAN SÓLEY REYNIMEL 86 SÍMI 18615 0 Ketíir í Kópavogi „Kæri Veivakandi! Það hefir oft verið leitað til þín með góðum árangri, er menn hafa viljað vekja athygli á ýmsu sem betur mætti fara. Það eru smælingjar á meðal okkar sem heyja harða baráttu fyrir lífi sinu og afkvæmum, þetta eru villikettirnir oftast illa haldnir af nungri og kulda i vondum veðrum og vetrar- veðráttu. Leita þeir oft til okk- ar mannanna með misjöfnum ár angri og viðast hvar illa séðir. Flest börn hafa ánægju af dýr- um og hafa á vissan hátt gott af að umgangast dýr og mörg þeirra fá litla kettlinga sem leikdýr, sem síðan stækka og virðast þá ekki þjóna þessu hlutverki lengur og eru þá út- rækir frá eigendum sínum og fara þá á flæking og fjölga sér unz leiðindi og vandræði hljót- ast af. Hvað er hægt að gera í þessum málum? Það er að vísu skipaðir menn í flestum bæjar- félögum til umsjónar þessum málum og útrýmingar á villi- köttum en að mínu áliti hefir þeim heldur fjölgað én fækk- að og sýnir það bezt fram kvæmd þessara mála eða öllu heldur sofandahátt fyrir því sem er bæði nauðsynja- og mannúðarmál. Tillaga mín er sú að þeir sem eíga ketti og vilja eiga þá áfram merki þá með hálsbandi sem á er merkt heimilsfang við- komandi dýrs og að þeir geri tilraun til að finna þá ef þeir tapast. Von mín er sú, að þeir, sem þessurn málum eiga að sinna, vakni nú til dáða og fjar lægi hin heimilislausu dýr á mannúðlegan og eðlilegan hátt, svo að þetta leiðindaástand sé þar með úr sögunni. Með fyrirfram þökk fyrir birt inguna. Kópavogsbúi“. 0 Hundar í Reykjavík „18. nóvember 1970. Kæri Velvakandi! Ég vil gjarnan svara Reyk- víkingi út af hundahaldi í Reykjavík og umhverfi. Ég á sjálf hvolp, 2 börn og vinn úti. Ég hefi aldrei áður haft dýr á mínu heimili. En yndislegri leikfélaga fyrir börn in get ég varla hugsað mér og trygglyndari og blíðari skepnu ekki heldur. Eins og börnin þarf að ala þetta strangt upp og eins og með börnin er þetta misjafnlega vel upp alið. Á minu heimili er mjög vel hugs að um hundinn, hann er einn af fjölskyldunni og „litla barn ið“ á heimilinu. Oft á dag er farið út með hann og skiptumst við á um það. Stundum fær hann innan girðingarinnar að leika lausum hala, annars er hann alltaf í bandi. Sjaldan hefi ég fengið betri gjöf en þeg ar hann kom á heimilið. Þó hef ir það lent á mér að kenna hon um hreinlæti og þrifa hann þeg ar hann var minni ag kunni ekki að vera hreinlegur frekar en smábörnin sem eru með bleiu. Eins og Reykvíkingur segir, er ófært að láta hunda standa út á svölum og gelta, af því enginn á heimilinu gefur sér tíma til að fara út með hann. Eins að láta hunda mætast þeg ar húsbændurnir eru að viðra þá á kvöldin. Það er nú einu sinni svo, að borgarbúinn kær- ir sig ekki um hundsgelt, þó á daginn sé. En eitt og eitt „bobs" ættu þeir þó að fá að reka upp þótt þeir séu raddmiklir. Það fólk, sem getur ekki far ið eftir reglum í sambandi við hundahald, ætti ekki að fá leyfi til að hafa þá. En leyfi höfum við ekki. Lögunum þarf því að breyta. Við erum ein Norður- landaþjóðanna, þar sem hunda hald er leyft. Hér er dýra- verndunarfélag og við njótum almennra mannréttinda. Það hafa oft íslendingar sýnt, að þeír bregðast fljótt við ef aðrir eiga bágt; eins eiga þeir að bregð ast við nú. Það er verið að beita þessa trygglyndu og góðu skepnu óréttlæti. Nú eru breytt ir tímar og gamlir fordómar eiga að hverfa. Hundahald verð ur hér aldrei mikið, því sá sem tekur hund að sér, þarf að sinna honum mikið og það er mikið verk, og ekki margir munu leggja það á sig. En frá mínum bæjardyrum séð er það marg- falt þess virði. Margrét Pétursd. Jónsson". 0 Aðalfæða nytjafiska upprætt? Jón Ingi Jónsson skrifar; „Sigurður Pétursson, gerla fræðingur, hefur skrifað með stuttu millibili tvær merkar greinar í Morgunblaðið, síðari greinin heitir „Bræðslufiskur og brotajárn". í þessari grein er sýnt fram á með ljósum rök- um, að með því að veiða loðnu, sandsíli, spærling og kolmunna í stórum stíl til bræðslu er ver ið að uppræta þá fiska, sem er aðalfæða þeirra nytjafiska, sem þjóðin raunverulega lifir á. Satt að segja furðar mig á, að sjómenn og útvegsmenn og þó allra helzt fiskifræðingar skuli ekki vera búnir að benda á þessa hættu fyrir löngu, því að undanfarin ár hefur verið leitað að loðnunni um allan sjó, svo bátarnir geti farið á móti göngunni og elt hana uppi og upprætt áður en hún kemur á aðal fiskimiðin sunnan og suð- vestan við landið. Þetta virðist svo Ijóst sem verða má að ef aðalfæða þorsksins og ýsunnar og annarra nytjafiska er tekiri burtu og eftir skilinn auður og dauður sjór, þá vöknum viS einn dag við að allur fiskur ec horfinn, eins og síldin, engin« fiskur lengur. Þegar sva við þetta bætist, að þorsk- og ýau seiði eru drepin í milljóna tali, svona næstum því til gamans, þá getur ekki vel farið. Ég held að ailir heilskyggn- ir menn sjái að hér er voði á íerðinni, og að hér er hvorki þörf á neinum rannsóknum, bollaleggingum né vangaveltum. Því áað banna tafarlaust aHa loðnuveiði og þá líka veiði á öllum þeim fiski, sem til greina kemur að veiða í bræðslu. 0 Góð fæða fiskur ÖU veiði innan tólf mílna landhelginnar með dragnót, botnvörpu og önnur slík veið- arfæri er í raun réttri mesta glapræði, svo að ekki sé stérk- ara að orði komizt, netaveiðin er það ltka. Á þessum svæðum ætti aldrei að veiða með öðrum veiðarfærum en línu og hand- færum. Þá mundi verða hér nóg Ur fiskur úm langa framtíð: Og ef unnið væri úr fiskinum bet ur en nú er gert mætti auka til mikilla muna verðmæti fram- leiðslunnar. Ég held að það sé einróma álit allra, sem við mat- vælarannsóknir fást og þeirra. vísindamanna, sem rannsaka sjúkdóma og manneldi, að fisk ur sé ein hollasta og béztá fæðá sem til sé. T.d. má geta þess, að nýkomin er á íslenzku meric bók, Hjartað óg gæzla þéss, eft ir amerískan v'isindamann. Þar er fiskur talinn efst á blaðx sem fæða handa þeim sem forðast vilja hjarta óg æðasjúk dóma eða eru vangæfir gagh- vart þeiiri. En æðakölkun legg- ur nú fleiri í gröfina í Evrópu og Ameriku en allir aðrir sjúk- dómar til samans og þó styrj- áldir og slys séu meðtalin. Aii- ir Islendingar vita raunar af langri reynslu, að fiskur ér einn beztur matur, sem völ er á. En nú þegar eru fiskar far.u ir að drepast í ám og vötnurrs og við strendur margra landa, einfaldlega af eiturdrafia úr skolpræsum borganna. Þvi mun okkar góði fiskur úr kaldá og hreina sjónum hér norður undir heimskauti verða þeim mun eftirsóttari og verðmeiri sem lengra líður. 0 Verndun fiskistofna Islendingar þurfa engu að kvíða um fjárhagslega afkomu í framtíðinni ef þeir aðeihs hafa vit og vilja til að vernda fiski- stofnana í hafinu kringum land ið. Aukin friðun og verndun sjávarins er brýnasta verkefni næstu ára, og er eitt að vernda sjóinn fyrir olíu og öðrum ð- þverra og allri mengun. Það er líka brýn þörf á aukinni land- helgisgæzlu og auknum viður- lögum við landhelgisbrotum. J.JJ.“ LOKAÐ í nokkra daga vegna breytinga. BRAUÐHÚSIÐ, Laugavegi 126. JOLA-GJAFIR SPEGLAR Komið og veljið gjöfina. Fjölbreytt úrval. Verð og gæði við allra hæfi. Sendum út á land SPEGLABÚDIN Laugavegi 15. Simi: 1 -96-35. KAUPMAN NASAMTÖK ÍSLANDS HLUTABREF í Verzlunarbanka íslands h.f. eru til sölu. Þeir íelagsménn Kaupmannasamtakanna sem óska eftir að neyta forkaupsréttar til- kynni það skrifstofu samtakanna fyrir 7. desember. Bílstjóri Stórt verzlunarfyrirtæki óskar að ráða traustan og gætinn mann til útkeyrslustarfa eftir áramótin. Umsóknir sem greini frá aldri, fyrri störfum og meðmælum leggist á afgr. Mbl. fyrir 14/12 merkt: „Framtíðarstaf — 6243".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.