Morgunblaðið - 03.12.1970, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.12.1970, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1970 19 100. Kiwanisklúbburinn í Evrópu vígður: Keilir Keflavík Keilir, nýr Kiwanisklúbbur í Keflavík var vígður á fimmtu- dag. Er það 10. Kiwanis klúbb- urinn hér á landi og 100. klúbb- urinn í Evrópu. Fyrsti klúbbur- inn var vígður hér árið 1964, og hefur starf þeirra klúbba allra verið mikið siðan, en þeir starfa eins og kunnugt er, að góðgerða málum, og bættu þjóðfélagi inn- byrðis. 1 tilefni af vígslu klúbbsins, er f ramkvæmdast j óri allra klúbbanina, Kenneth Greena- way frá Bandaríkjunum, stadd- ur héma (hann er annars stað- settur í Zúrich), ásamt umdæm- isstjóra Norogs, Jakob Jansen. Boðaði umdæmisstjórn klúbb- anna hérna ásamit ritara og vara formanni Kiwanisklúbbanna, Fáli H. Pálssyni til fundar með blaðamönnum í gær í tilefni af þessu. Kom 'þar þetta m.a. fram: Klúbbamir í Bandaríkjunum hafa starfað í meir en 55 ár, en i Evrópu síðan 1963, en þar aru þeir starfandi i 12 löndum, en alls eru klúbbar í 36 löndum heims. Bjarni Ásgeirsson, umdæmis stjóri á Norðurtöndum, sagði 30 Kiwanisklúbba vera starfandi í Orðsending til kaupenda „Sögu“ 1 ritsmíð mína „Upphaf hölda og hersa“ í nýútkomnu bindi af „Sögu“, tímariti Sögufélagsins, hefur við prentun komizt mjög bagalegur brenglingur á ofan- verðri 122. blaðsiðu, þar sem niður hefur fallið fyrirsögnin „Nokkur atriði úr fornsögu Noregs", sem sýndi um hvaða ritgerð Jóns Steffensens prófess ors er fjallað i þeim kafla grein- ar minnar sem þar hefst, en hann er þungamiðja greinarinn- ar og verður að sumu ieyti óskilj anlegur og að sumu torskilinn, a.m.k. framanaf, ef lesandi held- ur að þá sé enn verið að ræða fyrstu óslenzfcu ritgerð próf- essorsins um ætterni landnáms- manna, „Uppruni Islendinga," en sú kaflafyrirsögn í grein minni er neðst á bls. 119. Fyrir- sögnin, sem vantar, á að koma milli 5. og 6. línu að ofan á bls. 122. Raunar hefur og fallið nið- ur fyrirsögnin „Víkingar", sem er nafnið á annarri íslenzku rit- gerð Steffensens um efnið, en það gerir l'ítið til, þvi að ég sá ekki ástæðu til að gera neinar athugasemdir við þá ritgerð framyfir þær sem gerðar voru við þá fyrstu. Hins vegar hefur og dálítið efni fallið niður úr byrjun kaflans sem átti að hefj- ast með fyrirsögninni „Nokkur atriði úr fornsögu Noregs“, og var sumt af því nauðsynlegt til fulls skilnings á því sem prent- að er framantil í þeim kafla. Er það einkum í sambandi við nýj- ar skýringar prófessorsins á að- alatriðum er sýna skoðanaskipti frá því sem fram kom í tveimur fyrri ritgerðujn hans. Er hér einkum um að ræða tvær tilvitn anir úr þriðju ritgerðinni: „. . . varla (er) hægt að hugsa sér annað en að nýr þjóðflokkur (stofn „austrænna vikingakyns- ins“) hafi tekið sér þar (í Nor- egi og Norðurlöndum yfirleitt) bólfestu á járnöldinni." Jaín- framt leggur prófessorinn nú áherzlu' á það, sem hann hafði drepið laúslega á í 1. ísl. rit- gerðinni (1 nokkurri mótsögn við annað efni þar): að óliklegt sé að fundnar beinaleifar þessa „sto-fns" séu týpiskar fyrir þorra íbúanna, heldur hafi hann að lákindum verið takmarkaður við tiltölulega fámennt yfirráða- lið. Raunar ríður sumt annað einnig í þriðju ritgerð prófess- orsins í fullan bága við þessa vafalítið réttu hugmynd, sem þó lýsir sér líka (óbeint kannski) í öðrum ummælum hans hér, um „. . . að aðkomumennimir hafi myndað sérstaka stétt, innan þjóðfélagsins, er ekki hafi blandað blóði við aðrar stéttir þess,“ og mun það rétt skilið (sbr. seinna í ritsmíð minni). Jafnframt tekur prófessorinn fram í þessari ritgerð, að fyrir hafi verið í landinu fólk af forn um stofni er ekki hafi notað járn, og er sú hiið málsins at- huguð rækilega nokkru aftar í grein minni. Ástæðan til þess að ég leið- rétti þetta ekki í próförk er sú, að ég var erlendis er prófarkir voru lesnar. Hins vegar verð ég, þvi miður, að kenna sjálfum mér um, að þegar farið er að minn- ast á blóðflokka í greininni („O-gen" og „A-gen“ á bls. 124), þá hafði mér láðst að viðhafa fáein inngangsorð um það. En athugull lesandi áttar sig vænt- anlega hjálparlaust á því — a.m.k. þegar iengra er komið lestri greinarinnar, þar sem þau viðhorf eru nánar rædd. Þessi handvömm stafar meðfram af tímaþröng, er ég, rétt fyrir ut- anlandsförina, varð að stytta handritið nokkuð. Og bið ég les endur velvirðingar á þessu. Hins vegar eru fáeinar villur aðrar, bagalegar. Þegar á bls. 125 er byrjað að tala um „nor- ræna kynið" átti, skv. handriti, að feitletra þau orð eins og nöfn annarra kynstofna „frumbyggj- anna" við fyrstu nefningu. Á bls. 126, í 6. línu neðanmáls- greinar „1“ stendur: „hafi verið" en átti að vera „hafa verið“ (bezt samt liklega að sleppa báð um orðunum!). Á bls. 1??,, fremst í 3. línu að ofan, átti að vera komma (á eftir „Englar"), og er hún nauðsynleg tii rétts skiln- ings. Á sömu síðu, í 5. linu neð- anmálsgreinar „2“, er þanka- strik á undan orðinu „Herúla", en átti að vera svigi; seinni svig inn á að koma í greinarlok á undan punktinum; þankastrikið torveldar skilning. Á bls. 134, of antil í neðstu greininni, stendur: „Hér er það sem rannsóknir Jóns Steffensens, er sýna sam- eiginlega undirrót Islendinga og Ira-Skota, gætu veitt skýr- ingu . . .“, en i handritinu: „Hér er þa® sem kenning Jóns Steff- ensens prófessors um sameigin- lega undirrót íslendinga og Ira- Skota gæti veitt skýringu . . .“ Neðst á bls. 135 þyrfti að skjóta inn þessari svigamálsgrein, næst á undan feita letrinu: „(Jafn- framt urðu — undan sömu áhrif um — allar líkgrafir þessara svæða haugf járiitlar og óáber- andi.)“ Á bls. 137, í neðstu línu, er svigi, sem ekki hefði átt að koma fyrr en í lok 4. linu á bls. 138. Á þeirri blaðsíðu, aðeins neðan við miðju, stendur „ísl. rit gerðinni", en á að vera „fyrstu isl. ritgerðinni." Á bls. 139, í byrjun efstu linu, á að vera komma á eftir „Það . . .“. 1 lok þeirrar, tveggja lína, greinar hafá fallið niður orðin „er þetta", og á að vera komma á undan þeim. Á sömu blaðsíðu, í næstneðstu línu næstsein- ustu greinarinnar, á eftir orð- inu „Noregs", er komma, sem ruglar réttan skilning. Ofangreindar leiðréttingar bið ég góðfúsa kaupendur ritsins færa inn i eintök sín, eftir því sem við verður komið. Reykjavík, 24. nóv. 1970. Björn O. Björnsson. Bjarni Ásgeirsson, umdæmisstjóri á Norðurlöndum, Jakob Jan- sen, umdæmisstjóri í Noregi, Kenneth Greenaway, framkvæmda- stjóri Kiwanisklúbbanna, Páll H. Pálsson varaformaður klúbb- anna og Ólafur Einarsson, ritari. Svíþjóð, Noregi og Danmörku, auk Islands, og unnið væri að stofnun þeirra í Finnlandi. Kvað hann Kiwanis klúbbana gjam- an vilja starfa með fleiri aðilum, hrinda í framkvæmd stór- verkefnum, sem nauðsyn krefði, að fleiri störfuðu að en þeir einir, og efla þannig samstarf í þjóðfélagi. Sagði hann þá hafa unnið verk fyrir Heyrnleys- ingja, Krabbameinsfélögin, DAS, ýmis bamaheimili, Rauða krossinn, fyrir einstök heimili o.þ.u.l. í samráði við presta, auk tækjakaupa íyrir góðgerðastofn anir og sjúkrahús. I Vesitmannaeyjum kvað hann vera til orðið fyrsta félagsheim- ilið, sem Kiwanismenn eign- uðust, og það væri algerlega verk 28—30 manna, en kvað sllfct algerlega óskylt allri fjár- öflun klúbbanna, einkaframtak, sem nytsamt yrði, er fram liðu stundir. Sagði Bjarni enhfremur að samstarf væri m.a. oft haft við Lions menn og Rotary blúbba og fLeiri, er ynnu að líkum verk efnum eins og t.d. í Bandaríkj- unum gegn eitri, og efldi slík starfsemi skilning á miUi klúbb- anna. Fjáröfium félaganna felst í því, að meðlimir selja jólasokka, mæðrablóm, páskaegg, frímerki, sælgæti, hafa herra- og kútmaga kvöld, svo að nokkuð sé nefnt. Aðrar samkomur og félagslíí kosta félagsmenn sjálfir. Forseti Kiwanis klúbbanna er kjörinn til eins árs í senn og er nú dr. Karl Schutz, þingmaður í Bonn. Hann er einnig efnahags- ráðunautur rikisstjómar sinnar. Einkunnarorð hans í Kiwanis er: Frá orðum til athafna. Sinawik heita klúbbar eigin- kvenna Kiwanismanna. Eru þeir fyrst og fremst til þess að kynn ast innbyrðis, og siðan til að láta igott af sér leiða. Halda klúbb- konur kökusölu og jólaskreyt- inga á Hótel Sögu núna um heigina. Félagar eru flestir 76 í Heklu í Reykjavík og er hann stærstur klúbba í Evrópu, en tuttugu manns þarf til að geta starfrækt klúbb. (I Bandarikjunum eru flestir 400 í einum klúbb). Aðr- ir klúbbar Kiwanis hér eru: Esja og Katla, Reykjavík, Kald- bakur, Akureyri, Búrfell, Sel- fossi, Eldborg, Hafnarfirði Þyr- ill, Akranesi, Askja, Vopnafirði, Helgafell, Vestmannaeyjum og Keilir, Keflavik, sem vígður verður í kvöld í Stapa. Til sölu verzlunorhúsnæði Til sölu ca. 70 ferm. verzlunarhúsnæði innarlega við Laugaveg. Skip og fasteignir Skúlagötu 63 — Sími 21735. GIMLI Við bjóðum yðurglæsileg og vönduð efni. Efni, sem aðeinsfásthjá okkur. Efni, sem við höfum valið sérstaklega erlendis ogfluttinn sjdlf-yðar vegna. Gangið við í Gimli. Verzlunin Gimli, Laugavegi 1. sími14744

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.