Morgunblaðið - 03.12.1970, Side 21

Morgunblaðið - 03.12.1970, Side 21
/■> <**> MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1970 21 Nei, nokkrir merktir og skráð ir hundar munu ekki gera illt af sér í okkar ágætu borg. Hér er ýmislegt sem ekki skyldi. Það hefði t.d. þótt saga til næsta bæj ar fyrir nokkrum árum að sjá stórhýsin í Reykjavík skreytt uppljómuðum risaauglýsingum um ágæti sígarettureykinga. Ef aftur á móti unglingur sést ganga úti með hundinn sinn í bandi, þá er hann orðinn lögbrjótur, hon- um settir úrslitakostir, annað- hvort komi hann dýrinu frá sér, eða það verði skotið. Og hvernig er með vínveitingahúsin. Það vita allir, sem vilja vita, að þar komast unglingar innan lögald- urs inn. Þá fær enginn refsingu því þá er engum hundi hægt að bana. Maður hefur einnig heyrt um allar þær voðalegu bakteríur, sem hundum og reyndar öllum dýrum eiga að fylgja. Ef svo er, hvað þá um sveitadvöl reyk- vískra barna? Hvað segja lækn ar og aðrir sérfróðir menn um það mál? Er hægt að láta það viðgangast öllu lengur að hund ar séu á þeim bæjum, þar sem reykvísk börn eru í sumardvöl? Akureyrarbörnin, sem eru í hætt unni hvort sem er, (þar er leyft takmarkað hundahald) gætu ver ið á þeim bæjum. Reykvísku börnin gætu svo verið á hreinu bæjunum. Hvort reykvískir for- eldrar væru svo hrifnir af þess- um ráðstöfunum, já um það yrði vafalaust ekki spurt. Um jákvætt uppeldisgildí þess að fá að umgangast dýr í upp- vextinum, held ég að allir séu sammála. Fyrir allmörgum árum var ég lengi starfandi á stóru barnaheimili. Eitt af því mikil- vægasta þarna var hundurinn. Börnin léku sér daginn út og dag inn inn við hundinn. Þetta heim- ili var undir ströngu lækniseftir liti og heyrði ég aldrei að neitt væri athugavert við að hafa hundinn með börnunum. Ég held að það hafi einmitt þótt gott fyr ir barnssálina. Dauðhreinsun á öllum hlutum getur verið góð, en hún er áreiðanlega ekki góð fyrir sálarlífið. í bók sinni: „Talað við dýrin“ (isl. þýðing 1953) segir hinn frægi austurríski dýrasálfræðing ur Konrad Z. Lorenz: „í flug- hraða nútímalífsins þarf maður inn eitthvað til að minna sig á það við og við, að hann er enn hann sjálfur, og ekkert getur veitt honum þægilegri fullvissu um þetta en trúr og tryggur hundur“. Og ennfremur segir hann: „Þér skuluð ekki halda að ómannúðlegt sé að hafa hunda í borgum. Hamingja hundsins er framar öllu undir því komin, hve mikið þér getið verið samvistum við hann, og hve oft hann getur fylgt yður í gönguferðum". Þessi höfundur er heimsfræg- ur fyrir atferlisrannsóknir sínar á dýrum. í þessum ummælum hans, sem hér er vitnað í felast kannski betur tilfinningar okk- ar hundavina, en í löngu máli og endurspegla kannski betur mann- réttindakröfur okkar, að fá að velja sér hund að vini, og fá frjáls og óttalaust að njóta göngu ferða með þessum vini sínum. Guðmundur Ilannesson. HUNDAHALD hefur sennilega fýlgt íbúum Reykjavíkur óslitið allt frá dögum Ingólfs Arnarson ar og til dagsins í dag. Fyrir hálfri öld var sullaveikin orðin það vandamál, að gripið var til þess óyndisúrræðis að setja lög um bann við hundahaldi. Vanda málið í sambandi við sóðaskap- inn var leyst með hundabanni. Forsendan fyrir öllu þessu er nú löngu brostin, sem betur fer, en samt er haldið í hin úreltu lög. Sennilega hefur Reykvíkingum þó alltaf tekizt að halda lífinu í nokkrum hundum og sennilega mun aldrei takast, hversu hart sem að verður gengið, að útrýma öllum hundum úr Reykjavík. Mér þykir ekki ótrúlegt að áður en það gerist muinii eiga sér stað atburðir, sem yfirvöldin ættu ekki að kalla yfir sig. Hvað um fólk sem stendur höllum fæti heiilsufarsl'ega. Hvað gerist ef brotið er á því hús? Og hvað úm börn og unglinga, hvernig bregðast þau við lögregluaðgerð um á heimili sínu? Hvernig verð ur afstaða þeirra til löggjafans síðar, eftir að vinur þeirra hefur verið tekinn af þeim og líflátinn án þess að hafa nokkuð af sér gert, en verið öllum til gleði og ánægju. Nei, góðu yfirvöld, látið ekki til neins slíks koma. Hundavinafélagið hefur lagt fram mjög ítarlegar og strangar tillögur að lögum um hundahald og fer íram á nokkurra ára reynslutíma. Borgaryfirvöldin, sem eiga eftir að fjalla um þetta viðkvæma mál bera vonandi gæfu til að taka á þessum málum með raunsæi. í tillögunum felst nefnilega það, að hver einasti hundur kemur undir eftirlit, verður hreinsaður löglega og reglulega, merktur, skrásettur og greiddir af honum skattar. Allt pukur með óleyfilega hunda hverfur og hver einasti hunda- eigandi skuldbindur sig til að sæta þessum reglum, að viðlagðri þeirri refsingu að missa dýrið sitt ella, og það gerir enginn sannur hundavinur. Raunverulegir hundavinir eru ekki og verða ekki ýkjamargir. Þetta er fyrst og fremst fólk, sem hefur í sér ríka hneigð til að hafa hjá sér og umgangast dýr, lítiil minnihlutahópur Reykvík- inga, sem vill undirgangast ströngustu reglur og kvaðir í sambandi við þetta og hjálpa lög gjafanum til að kom-a reglu á þessi mál. Fordómar fólks gagnvart hund um eru mest hjá því fólki, sem aldrei hefur kynnzt hundum, séð þá aðeins gelta að bílum uppi í sveit, en aldrei átt þá fyrir vini. Alliir vita að hundsbit er ekki gott. Ef lög verða sett um það að hundur megi aldrei vera utan búss nema í bandi, þá ætti sú hætta að verða hverfandi lítil. En lífið er nú einu sinni ekki á- hættulaust fyrir þann, sem á ann að borð viil lifa því. Það er ekki áhættulaust að eiga heat, það hefur valdið dauða og slysum, eða flugið, eða bílarnir, já því eru bílarnir ekki bannaðir, mesti dauða- og mengunarvaldur lands ins, já allrar veraldarinnar. Aðstoðarlœknir Staða aðstoðarlæknis við geðdeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg Staðan veitist frá 1. janúar 1971, til 6 eða 12 mánaða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar fyrir 20, desember n.k. Reykjavík, 1. 12. 1970. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Með vísun til 5. gr. almennra reglna um tiibúning og dreif- ingu á matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum, nr. 49, frá 15. júlí 1936, bendir Heilbrigðismálaráð Reykja- vikurborgar á, að óheimilt er að nota til manneldis sykur, hveiti eða aðra mjölvöru úr pokum, sem eru rifnir eða með götum. Samkvæmt ákvæðum í 3. gr. sömu reglna má ekki hafa v.örur í umbúðum, sem þannig eru skaddaðar í húsakynn- um fyrirtækja, þar sem neyzluvara er framleidd. Reykjavík, 25. nóvember 1970. Heilbrigðismálaráð Reykjjvíkurborgar. Um hundahald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.