Morgunblaðið - 03.12.1970, Síða 28

Morgunblaðið - 03.12.1970, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1970 Hrúturimi, 21. marz — 19. april. Stuttar ferðir og smáheimsóknir geta orðið þér afar gagnlegar i dag. Nautið, 20. april — 20. mai. t dag ættti ekki alltof mikið að mæða á þér. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að skemmta einhverjum, sem þér hefur fundizt þú hafa vanrækt um of nýlega. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að heimsækja vini þína meira en þú hefur gert. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að lofa ættingjum þínum að taka að einhvcrju leyti þátt i gleði þinni. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nú verðurðu að halda þig eins mikið heima við og þú frckast mátt, þvi að annars staðar færðu litið næði. Vogin, 23. september — 22. október. Það gefur þér ekki minni gleði en öðrum að skrifa bréf. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Félagsleg tengsl við umheiminn eru þér mikilvæg. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Gerðu ráð fyrir ófriðlegu rápl. og litlum vinnufriði i dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Skyldur þinar koma þér i sambönd, sem síðar verða þér mik- ils virði. Nýir afkomumöguleikar bjóðast. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Því fleiri, sem cru á þínu bandi, þvi betra fyrir þig. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að sameina einkalíf þitt dálitið meir áhugamálum vina þinna. — Ég hef ekki nokkurn skap- aðan hlut að gera, sagði frú Bell, — fyrr en þá seinnipart- inn, þegar nokkrar kunningja- konur mínar koma að fá sér te- bolla. Pat var að segja, að hann vildi helzt gifta sig strax. Kathleen hristi höfuðið. — En það get ég bara ekki, sagði hún. — En það er alveg satt, að hann var að tala um þetta í gær kvöld. En ég get það ekki, Molly. — Hvers vegna ekki? Er það vegna foreldra þinna? — Vitanlega. Mér gæti ekki dottið það í hug . . . fyrr en þau eru komin heim aftur. Og ég vil ekki einu sinni segja þeim, að við séum trúlofuð, fyrr en þau eru komin aftur. — Hvers vegna það? spurði Molly. — Vegna þess, að ég þekk' þau. Þau mundu flýta sér heim með fyrsta skipi og það vil ég ekki. Ég ætla að fá Pat til að láta mig halda áfram að vinna á skrifstofunni og ekki segja nokkurri lifandi sálu frá þessu — nema auðvitað þér og Hönnu. Og svo þegar for- eldrar mínir koma heim, skulum við opinbera og svo gifta okkur eins fljótt og við getum. — Pat er nú ekki mikið fyrir að bíða, sagði móðir hans. — Það veit ég, ef nokkuð er að marka, hvernig hann er í skrifstofunni. En í þetta sinn verður hann nú samt að bíða. Og ég vona, að þú standir með mér í þessu. — Auðvitað geri ég það, flýtti Molly sér að segja, hann getur vist lítið sagt, veslings drengurinn þegar tveir kven skörungar eru annars vegar. Sendill frá skrifstofunni kom með tösku, sem Hanna hafði lát- ið niður I og svo stóran blóm- vönd frá Pat. Frú Bell setti blóm in í silfurvasa, sem hún setti á náttborðið. Við blómailminn fékk Kathleen aftur höfuðverk, en það vildi hún ekki nefna. Pat hringdi svo hvað eftir annað. Hanna koma seinna um daginn með meiri blóm og frú Bell lét þær vera einar. Hún mældi Hönnu, án þess að brosa, áður en hún fór út. — Skrítin kerling, sagði Hanna. — Hún er rétt eins og gamall ostur. — Hún er indæl sagði Kath- leen. — Já, það er hún sjálfsagt. En segðu mér frá þessu í gær- kvöldi . . . Mér þótti nú leitt að þurfa að stinga þig af, en ég var alveg að deyja úr höfuðverk. — Já, hann er smitandi, sagði Kathleen og brosti ofurlítið. En annars gerðist ekkert annað en það, sem Pat sagði þér í simann. Við vorum lengi frameft ir, lentum í árekstri . . . og ég meiddi mig á höfðinu. Pat vildi endilega, að ég kæmi hingað, og ég var of vesöl til þess að fara að rífast við hann. — Ég er fegin, að hann skyldi gera það, sagði Hanna/ — Ég hefði dottið niður dauð, hefði hann komið heim með þig slasaða og blóðuga. — Það blæddi nú ekkert úr mér, sagði Kethleen. — Sjáðu nú til, sagði Hanna og lét sem hún heyrði þetta ekki, — en er það satt, sem hann sagði mér, að þið ætiið að fara að gifta ykkur? — Það er satt, sagði Kathleen. — Æ, elskan min! Hún fleygði sér yfir rúmið og kyssti Kath- leen innilega. — Æ, fyrirgefðu. Meiddi ég þig? Hún rétti úr sér og horfði ljómandi augum á vin stúlku sína. — Dásamlegt! Ertu ekki afskaplega hamingjusöm? — Vitanlega. En þetta gekk bara svo fljótt fyrir sig, að ég er varla farin að átta mig á því enn. — Hvenær? — Hvenær hvað? — Hvenær ætlið þið að gifta ykkur ... strax? — Nei, það verður langt þang- að til, sagði Kathleen. Hanna varð þögul. Hún föln- aði ofurlítið og hún leit undan. Hún stakk rauðmáluðum fingr- unum niður í vasann og tók upp eitt blómið. — Hver sendi þér þessi? Pat? Já, auðvitað, það var honum líkt. Hví ekki það? — Hvi ekki hvað? — Hvers vegna ekki hvað? Blessuð Hanna, haltu þér við einn hlutinn i einu — ég er ekki orðin almennileg í höfð- inu enn. — Hvers vegna þið ætlið ekki að gifta ykkur í einum hvelli. Mér skildist á einhverju, sem Pat var að segja . . . — Láttu það eins og vind um eyru þjóta. Ég ætla ekki að fara að verða frú Bell fyrr en mamma og pabbi eru komin heim aftur. Og, vel á minnzt, Hanna! Þetta er leyndarmál. Þú mátt ekki kjafta þvi i neinn. Lof aðu því! Ég vil ekki segja þeim það, þvi að þá kæmu þau þjót- andi heim aftur og það er ekki sanngjarnt. Þau þurfa að eiga heilt ár erlendis, en þegar þau koma aftur, opinberum við og giftum okkur. — Ég hélt þú hefðir enga trú á löngum trúlofunum. Það hef- urðu að minnsta kosti sagt, hvað eftir annað. — Það er ekki nema satt, en hér stendur öðruvisi á. Ég get ekki farið að rugla fyrir foreldr um mínum og kalla þau heim aft- ur. Skilurðu það ekki? — Jú, líklega. Það er orðið svo langt síðan ég hef þurft að spyrja neinn ráða, sagði Hanna. Hún tætti blómið sundur og horfði síðan á handaverk sitt, döpur á svipinn. — Fyrirgefðu, sagði hún, — ég ætlaði ekki að gera þetta. — Það er allt í lagi. En þú segir bara engum frá þessu, eða hvað? — En ég er búin að segja Paul það, sagðd Hanna og roðnaði. — Ég hringdi til hans í morgun. Kathleen brosti. Hún hugsaði með sér: Þú ert ekkert að tví- nóna við það. En hún gat ekki reiðzt. Hún skildi þetta svo vel. Hún sagði því rólega: — Mér er alveg sama um það, ef þú lofar að biðja hann að þegja yfir því. — Hann er nú þegar búinn að segja nógu mikið, sagði Hanna með ákafa. — Hann ætl- aði fyrst ekki að trúa því. Sagði mig ljúga. Okkur lenti hræði lega saman í gærkvöldi, eftir að hann fylgdi mér heim. Hann skammaðist og sagði, að ég hefði enga ástæðu haft til þess að láta Pat fara með þig hingað. Eins og ég hefði getað hindrað það, T þó ég hefði vitað af þvi! En hann Paul er nú svoddan bjáni! Kathleen sagði: — Hringdu þá til hans aftur og segðu, að mér líði ágætlega og að það eigi að þegja yfir þessari trúlofun. Hanna sagði: — Allt í lagi . . . en sennilega kemur hann hing- að þjótandi sjálfur. Hann sagð- ist að minnsta kosti ætia að gera það. Nú var barið að dyrum og Emily kom inn með bakka og skilaboð. Læknirinn hafði hringt og sagt, að árangurinn af rönt- genmyndinni hafi verið sá, sem hann bjóst við. Hún væri algjör lega ósködduð. En hann ætlaði nú samt að líta inn, rétt til þess að sjá, hvernig henni liði. Kýjung frá Stjörnuljósmyndum Hvað er Correct Colour? Ein myndataka, 7 stillinoar. Stærðin 7x10 cm í smekklegri harmonikukápu og ein stækkun 13x18 cm. Allar í beztu fáanlegu litum. á markaðnum svo betra verður ei kosið. Correct Colour eru heppilegar fyrir öll tækifæri svo sem: Barnamyndatökur, brúðkaup, fermingar, giftingar eða ein- staklinga. Fram að jólum bjóðum við ykkur 15. hverja töku fyrir ekki neítt. sem svarar 6 tökur af nítíu fríar. snyrtileg jólagjöf. Opið næstu þrjá sunnudaga frá kl. 2—6 extra. Happdrættið fyrir jólin er myndataka I Correct Coloor. 1 af hverjum 15 dregið fyrirfram. STJÖRNUUÓSMYNDIR Flókagötu 45. sími 23414 Elías Hannesson. Y tri-N jarð vik BLAÐBURÐAR- FÓLK óskast UPPLÝSINGAR í SÍMA 1565 Mamma skilur mig ekki Samt er húh bezta mamma í heimi. En minnist ég á ís, segir hún: „Ekkert ís- kvabb, drengur, þú fserð ís á sunnudag- inn." Persónulega held ég, að hún geri ekki greinarmun á rjómaís og sælgæti, bara af því að ís er svo góður á bragð- ið. Samt er fullt af vítamínum, eggja- hvítuefnum og svoleiðis í ísnum. Ef ég gæti galdrað, þá mundi ég galdra, að það væri sunnudagur á hverjum degi. Q mm \ ess íspinnarog ístoppar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.