Morgunblaðið - 31.12.1970, Page 2

Morgunblaðið - 31.12.1970, Page 2
34 MOROLTNBLAÐIÐ, FEMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1970 hafa skotið niður búfénað xlianna í stórum stíl.“ Skotmenn svöruðu óðar fyrir sig og sögðu „skotfimi sem íþrótt og veiði- skap sitt hvað.“ Nú komu hrein dýr í sædýrasafn Hafnfirðinga og fengu menn svo frið með bú- fé sitt. íslendingar urðu 11. í heims- meistarahandleiknum í París og Danir töpuðu einum leik með 6 marka mun. „Nú lágu Danir,“ segir á iþróttasiðu Morgunblaðs ins. Larsen vann svo Friðrik á stórmeistaramótinu i Sviss. Haukar unnu Islandsmótið í handknattieik fyrir Frammara undir mánaðalokin með því að sigra FH og um líkt leyti vann Eggert verðgæzlumálið fyrir stjómarandstæðinga með því að vinna stjómarstefnuna. í»á var meðalafli báts á loðnuvertíðinni orðinn 2240 tonn. Nær 7000 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 9. marz og sýndu hag skýrslur Sameinuðu þjóðanna um líkt leyti, að konur á Is- landi eru langlífastar allra jarð arbúa. Vék þá Ulfar læknir taf arlaust úr listasæti fyrir Sigurlaugu og sagði: „Það er ekki nóg að lengja líf manna, ef þeim er ekki um leið sköpuð hamingjusöm elli.“ í apríl varð Henny Hermanns dóttir nr. 1 i Miss Young Inter- national í Japan. Hlaut hún 3 þúsund dala verðlaun, auk fjölda tilboða. Þá lýsti Reykja- vík eftir tilboðum í skuttogara. Bílstjóri fann mink i aftursæti slnu, þar sem óhræsið hafði haft sólarhringsviðdvðL Um líkt leyti voru fyrstu minkamir flutt ir til minkabúanna hér frá Noregi. Kæra kom frá Agli sterka um að Thule-öl væri of sterkt. Yfirvöld voru á sama máli,,en allur almenningur taldi Egils-öl of veikt. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins var lagður fram, og 200 manns föstuðu á Hungurvöku. Leiðakerfi Strætis vagna Reykjavíkur var breytt, og tók fólk því brosandi í fyrstu. Síðar áttu hinar breyttu biðstöðvar SVR eftir að valda nokkurri ringulreið. Borgarbú- ar voru aldrei vissir hvot á ferðinni væri ein nýju biðstöðv anna eða mótmælafundu Æsku- lýðsfylkingarinnar, þegar fólk hópaðist einhvers staðar saman. Kosningamar tóku að nálgast. Geir kvaðst bara vilja verða borgarstjóri með beinum stuðn- ingi kjósenda, en 5 sundurleitir hópar birtust almenningi í kosn- ingabaráttunni. Lofað var á báða bóga og einn frambjóðand inn lofaði, að 180 litlar íbúðir yrðu byggðar á næsta ári fyrir ungt fólk ásamt tuttugu og eitt- hvað skíðalyftum. Mikill reki kom á fjörur Akumesinga. Unglingar fundu þar plastbrúsa með um 320 lítrum af spíritusi, og urðu ölvaðir af gleði. Þessu mun hafa verið hellt í sjóinn og var þá landburður af fiski sunnanlands og vestan. „ísland er sama og fiskur,“ varð fiski- málaráðherranum brezka að orði. Hætta var á aurbleytu á vegum í þessum mánuði, og flug freyjur Flugfélags íslands fengu sér nýja búninga. Maður ársins Á yfirferð okkar um atburði og málefni liðins árs höfum vér annálsritarar ekki komizt hjá þvi að veita athygli einum manni sem gerzt hefur eins konar sam- vizkubit þjóðarinnar i öllum við- kvæmustu málum þjóðlífs okkar, svo sem Þjóðleikhúsinu, kynlíf- inu og verndun gamalla húsa. Þessi maður er Freymóður Jóhannsson, sem einnig er þekkt ur lagasmiður og textahöfundur undir heitinu 12. september. Hann fæddist þann dag fyrir réttum 75 árum, þar sem „Fjörð- ur — Eyja frægur er,“ eins og sagði í afmæliskvæði til hans hinn 12. september sl. Vegna alls þessa hljótum vér annálsritarar að telja Freymóð Jóhannsson mann ársins 1970. Afskipti hans af viðkvæmnis- málunum hófust strax í janúar 1970, þegar hann þeysti á Pegasusi fram á ritvöllinn vegna „Brúðkaups Fígarós." Ástamall þótti honum óperan, og taldi hann minningu Mozarts vera gert lágt undir höfði, að ópera þessi skyldi ekki þýdd á is- lenzka tungu. Um sama leyti var kynlífsmyndin „Vixen" sýnd í Hafnarbíói, og beitti Freymóður penna sínum gegn þeirri mynd, auk þess sem hann kærði hana fyrir saksóknara. Ekki varð honum mjög ágengt i þessari við ureign sinni, og tekjur Hafnar bíós vegna sýninga á henni urðu minni en efni stóðu til. í maíjmánuði var verndun gamalla húsa við Lækjargötu mjög á dagskrá. í Velvakanda greinir Freymóður frá því, að sér hafi verið boðið að skrifa undir áskorun um vemdun þess- ara húsa en hafnað boðinu. „Að vísu hafa umrædd hús menning- arlega þýðingu og nokkra stíl- fegurð til að bera,“ segir hann, en telur hins vegar viðbygging- una (nú Amtmannsstígur 1) „hræðilega afkáralega og ljóta.“ 1 júní fer hann nokkrum vel völdum orðum um hátíðarsýn- ingu Þjóðleikhússins á Merði Valgarðssyni, og fer á kostum. Sá leikstjórinn, Benedikt Árnason sig tilneyddan að svara leikdómi Freymóðs, þar sem hann mótmsélir þeirri skoðun Freymóðs, að Njála hafi lifað vegna landslags á Suður- landi. Hann telur Freymóð ekki hæfari til að dæma um meðferð Þjóðleikhúsmanna á verkinu, þó að hann (Freymóður) hafi ekki haft efni á þvi að sjá sýningu á leikritinu i Kaupmannahöfn 1918 eða hafi hitt Jóhann Sigurjóns- son á bryggju á Akureyri. Loks tekst Benedikt að koma þvi að, að hann sé ekki siður frændi Jóhanns en Freymóður. Hinn 12. september á Freymóður svo 75 ára afmæli, en var ekki heima á afmælisdag- inn. Ritað var um hann í Morg unblaðið í tilefni afmælisins, og er eftirfarandi úr afmælisljóðinu: „Sjáið drenginn sjötugan sveifla dömu, kattmjúkan berjast hart við Bakkus karl bragðvísari en nokkurn jarl. Þjóðskrá þegna’ófá þú hefur letrað blöðin á; málað leilcsviðs töfra tjöld, trúlega enn berð sverð og skjöld.“ í nóvember komst svo orust- an um „Táknmál ástarinnar“ í algleyming, og var Freymóður þar í broddi fylkingar andklám- manna og kvenna. Er þáttur hans i þessu máli löngu orðinn þjóðkunnur. Freymóður átti i þessu máli marga fylgjendur, en einnig nokkra andmælendur. Þannig ritaði „Einn af átján“ Velvakanda bréfkorn í nóvem- ber og var alveg gáttaður: „Al- veg er ég hissa á honum Frey- móði, honum sem málar svona fallegar sólskinsmyndir og sem- ur þessi fallegu sólskinslög, sem yndi hefur verið að hlýða á und anfarin ár. Þökk sé honum fyr- ir það. Því má ekki fræða um sólskin- ið í ástinni? Hvemig konan get ur forðazt þungun? Að enginn höndlar sólskinið i ástinni með lauslæti ? Hvernig elskhuginn getur hjálpað ástmeynni til að öðlast sólskinið í ástinni?" o.s. frv. Ein 19 ára ritaði líka Vel- vakanda bréfkorn og taldi víst að Freymóður hefði fengið sér eiginkonu bara til að vera vinnu kona, ef.hann á annað borð ætti þá eiginkonu. Freymóður svar- aði og gat upplýst, að hann hefði lifað um áratuga skeið í ástríku hjónabandi. Sú 19 ára dró ummæli sín til baka. Þessu næst kærði Freymóður „Tákn málið" til saksóknara, og krafð- ist að sýningum yrði hætt. Sak- sóknari treysti sér ekki til að að- hafast neitt, en framganga Frey- móðs og fylgismanna hans á höf- uðborgarsvæðinu varð til þess að ekki þótti ráðlegt að sýna mynd ina dreifbýlisfólki, og þvi látið vera að sýna hana úti á lands- byggðinni. Má því segja, að hálf ur sigur hafi unnizt, þar eð að- eins 40 þúsund manns sáu mynd- ina af 200 þúsundum, sem land þetta byggja. Má Freymóður því vel við una. nuar þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. 'Jlhwuí Austurstræti 17 (Silla og Valda húsinu). Að lokinni samkomu í Háskólanum frá kl. 20,30 — 21,30 fagna stúdentar nýju ári í Laugardalshöll frá kl. 23.00 á gamlárskvöld til kl. 04.00 á nýjársnótt. Húsinu lokað kl. 01.00. Miðasala við innganginn. ATH. Flugeldasýning framan við Háskólann um klukkan 21,30. ÁTTADAGSGLEÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.