Morgunblaðið - 31.12.1970, Side 3

Morgunblaðið - 31.12.1970, Side 3
MORGTJNBLAÐIÐ, FEM5MTUDAGUR 31. DESEMIBER 1970 35 „Guð er ekki lengur gamli maðurinn á himni,“ sagði dr. James McCord, forseti guðfræði háskólans í Princeton í spjalli við Morgunblaðið. Einhverjir stálu þá prestakrögum og dán- arvottorði, og fermingadreng- ur játaði á sig að hafa stolið skartgripum fyrir 140 þúsund krónur. Heyvagn valt með stúd- entsefnum, og 11-menningarnir hertóku íslenzka sendiráðið í Stokkhólmi. Var þar fátt til varnar því sendiherrann var í Finniandi. Á sama tíma voru rússneskir listamenn í Háskóla- bíói í minningu Lenins og sett var á laggirnar sovézk upplýs- ingaskrifstofa á íslandi með 8 manna starfsliði. Stokkhólms- stúdentar fylgdu málinu eftir og kröfðust aðgangs fyrir pilta i Kvennaskólann. Fóru þá ís- lenzkir stúdentar í Kaupmanna- höfn og Osló í mótmælastöðu við sendiráð sín þar i borgum, og Gýlfi Þ. sendi þeim skeyti. Búrfellsvirkjun var vígð með pomp og pragt 3. maí — (síðar var gefið upp að vigslan hefði kostað 980 þúsund krónur, „að öllu meðtöldu"). Forseti Islands sagði i ræðu sinni, að þjóðin hefði nú endurheimt Þjórsárdal og kættust menn vel að vonum. Varla hafði forsetinn þó sleppt vellinum undir miðjan mánuð- inn og náðu landarnir jafntefli. Íþróttafréttaritari Morgunblaðs- ins sagði, að jafnteflið væri sem íslenzkur sigur og var því eng- inn með tólf rétta í tippinu þá vikuna. Stórkaupmenn fóru í kynnis- ferð til Noregs og varð Gylfi að gefa skýrslu um ferð þeirra fyr ir ráðherrafundi í Efta. Sagði Gylfi, að Islendinga vildu ekki einangrast á viðskiptasviðinu og var það látið gott heita. Próf voru í Háskólanum und- ir miðjan mánuð og var læknanema stungið í fangelsi i tilefni þeirra. Sat hann inni heila nótt en þá var aftur tek inn upp sá siður að hafa prófin nógu þung til að fæla menn frá læknanámi. mikil veðurhæð í Reykjavik og nágrenni, en miðar farnir að selj ast á listahátíð. 1 upphafi júnímánaðar höfðu Reykvíkingar tryggt sér trausta stjórn í næstu 4 ár, og Geir, borgarstjóri allra borgarbúa, kvaðst mur.du keppa að því að verða traustsins verður. Næstu daga var deiit um það hverjir hefðu í raun unnið kosningam- ar og hverjir tapað. Sjálfstæðis- flokkurinn sagðist hafa unnið, en Framsóknarflokkurinn sagði að það gæti ekki verið, þar eð hann hefði unnið. Alþýðuflokk- urinn kvaðst hafa tapað, en Sósíalistar sögðu að ekki þýddi að neita þeirri staðreynd að þeir hefðu tapað. Enginn vafi lék hins vegar á, að vafaat- kvæði réðu meirihlutanum á Neskaupstað. Verkföllum fjölgaði og heim- skautaleiðangur fór út um þúf- ur. Voru þá lagðar fram bráða- birgðatillögur Harðærisnefndar, og varð úr að Flughjálp gæfi alla flugvélar sinar til Perú. Rekstur Loftleiða var með bezta móti um þessar mundir. Einar Magg kvaddi og kvaðst sjá eft- ir 4500 stúdentum úr Mennta- skólanum í Reykjavik, og hefur orðinu og sett appíratið í gang en vikur dundi á húsþðkum við Búrfell og urðu konur og börn enn einu sinni að flýja dalinn. Þótti nú einsýnt, að ekki einu sinni forsetanum leyfðist að hlakka við rætur Heklu og var því forðast að minnast á nátt- úruöfl landsins, er álver- ið í Straumsvík var vígt þenn- an sama dag. Sátu því hverir á Reykjanesi á strákum sínum, en kostnaðurinn við Straums- víkurvígsluna var aldrei gefinn upp. Sigurður Þórarinsson lýsti því svo yfir, að gosið við Heklu væri bara „finasta túristagos" og jukust við það ferðir rússneskra sprengjuþota til íslands. Loft- leiðir brugðu við hart og kváð- ust ætla að byrja þotuflug lika -— „eftir niu daga.“ íslendingar og Englendingar spörkuðu bolta á Laugardals- 1 Danaríki voru handritin met in á 12 milljarða íslenzkra króna og brutust þá tveir menn tafarlaust inn í Reykjavík og stálu 500 dollurum. Frekari frétt ir af söfnuninni fyrir skinnun- um voru ekki látnar koma fyrir almenningssjónir. Fyrr á árinu hafði Sana byrj- að útflutning á öli og gripu Danir til þess mótleiks að sam- eina Carlsberg og Tuborg. Olli þetta breyttum aðstæðum og komst útfiutningur á islenzku drykkjarvatni til tals. Brugga nú Danir nýjan mótleik en er þungt um hug, því jafnvel Egill sterki teygar Thule. Gosið við Heklu með tilheyr- andi jarðskjálftum hélt áfram að veiða erlenda túrista en Geir borgarstjóri lýsti yfir því, að hann myndi ekki stunda at- kvæðaveiðar í kosningaskjálíta Voru þá verkföll hafin og all- margur séð eftir minna. En samningar tókust, og urðu þá ólæti í Eyjum, svo að fresta varð dansleik. Hafsteinn Sveins son kom siglandi á hraðbát yf- ir Atlantshafið frá Noregi um Hjaltland og Færeyjar, og lifn- aði yfir atvinnulifinu á ný. Lif- legt var líka, er Listahátíðin opnaði með ballet, popphljóm- sveitum, leikkonu og píanista, auk ótal annars. Um sama leyti fékk Rúrik Haraldsson siifurlampann og sagði að helzt þyrfti að saga lampann í sundur. Komu þá fjögur gáfnaljós frá Bretlandi, sem ganga undir samheitinu Led Zeppelin. Veittu þeir ung- meyjum hér ljós og orku, en komu auk þess fram á tónleik- um. Þeir voru þar hávaðasamir með fiðluboga, æsandi rólegir og frábærlega berhentir með læti, ef marka má fyrirsagnir í blað inu um tónleika þessa. Ákveðið var, að Gunnar og Njáll kæmu fram í sjónvarpi, en Laxárbændur kröfðust lög- banns. Var þá samið um þotu- flug til Bandaríkjanna, og ákveðið að hefja sölu á íslenzku brennivini úr landi. Deilur urðu út af þvl hver ætti Esjunafnið. Kexverksmiðj an taldi sig eiga það en hótelið taldi það af og frá. Sumir héldu hins vegar að fjallið ætti það. Ekki hefur tekizt að hafa upp á fyrsta landnámsmanninum á Kjalamesi til að fá úr þessu skorið. Blikur voru á ný á lofti inn- an Þjóðleikhússins í byrjun júlí. Guðlaugur þjóðleikhússtjóri sparkaði ballettmeistara sínum, þar sem ekki væri hægt að tala við hann. Ballettmeistarinn var enskur. Auk þess hefur Þjóð- leikhússtjóri sjálfur samið ball- ett, og ætti að vera fullfær að annast þennan þátt starfsem- innar sem aðra. Og ríkir friður enn um sinn. Viktoría los Angeles og Aske- nazy fengu krans um höfuðið við andlát Listahátiðarinnar, „og tóku því vel eftir atvikum," að því er segir í frétt blaðsins. Áður hafði pianósnillingurinn Barenboim lýst því yfir, að hann kæmi hingað bara fyrir Askenazy en unnusta hams Jacqulin de Pré kvaðst koma til að njóta þess sama. Seldust 17 þúsund miðar á Listahátiðina. Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd stórbatnaði á þessum tíma. Iþróttahátíð var haldin, er 700 . norrænar hjúkrunarkonur þinguðu hér á landi. Umræður voru uppi um að koma á lagg- irnar niðursuðuverksmiðju fyrir öll Norðurlöndin á Islandi. 10 þúsund manns og 4 þúsund hestar voru á landsmótinu á Þingvöllum i misvondu veðri, og ívar Guðmundssoji kvað Sam einuðu þjóðimar vera á vega- mótum. Þá tókst einnig að tryggja varðskipunum næg verkefni, er Albert var sendur til Grænlands í olíuleit með 7—8 milljón króna tæki innan- borðs. Á sama tíma voru Margrét krónprinsessa og Hinrik eiginmaður hennar líka send til Grænlands. Þau höfðu viðdvöl á íslandi, og var hann hattlaus en hún í látlausri dragt, að því er fregnir herma. Hannibal Valdimarsson varð 'oddviti í sinni sveit. Stendur hann í nýrækt, en flýgur á fundi, að því er samtímaheim- ildir segja. Var þá ákveðin brautarlenging á Keflavíkurflug velli. 1 ljós kom að svartbakar geta verið hættulegir flugvélum, en Bakkusi mun hins vegar stafa lítil hætta af þeim. Þann ig greindi maður frá því, að hann hefði reynt að koma svart bak „í kippinn" við sumarbú- stað sinn í Mosfellssveit. Vætti hann fiskstykki úr spíra og lagði fyrir svártbakinn. Sá gerði sér lítið fyrir, fór að næsta læk og þvoði ósómann af fisknum, sem hann át síðan með beztu lyst. Sýndist manninum svartbakurinn glotta, er hann flaug á braut yfir manninn. Mun Áfengismálafélag Islands hafa lognast út af fljótlega eft- ir þetta og helzti frumkvöðull þess er fluttur til ísaf jarðar. Maður nokkur reit Velvak anda, og benti á, að hund- ar hefðu stundum ráðist á kvik fénað. Taldi hann illt að leyfa slík óargadýr í borgum. Gamall maður úr sveit reit í sama dálk, að hundar gætu stundum bjarg- að mönnum úr fönn. Hefur þessi ábending vafalaust veitt mörg- um styrk með tilliti til snjóanna miklu á götum hér í borg í febrúar. Umræður um þetta mál áttu þó eftir að verða líflegri siðar. Vart var ágúst í garð geng- inn, er verzlunarhelgin rann upp. Segir Morgunblaðið, að út- lit sé fyrir vota helgi enda bind indismót víða um land. Forstjóri Á.T.V.R. gaf landsmönnum upp- skrift að krækiberjalikjör í nesti, og voru taldir tólf hundr- uð bilar út úr borginni næstu tvo tímana. Loftleiða var getið í erlend- um tímaritum og þar kallað „Hip hop Airline" og „The Hippie Airlines." Var nú hafist handa við fyrsta áfanga stækk unar Kleppspítala. Húsvíkingar héldu upp á ell- efu alda byggð þar undir ágúst lok og Alfreð Flóki sagði í Morgunblaðinu, að einnig hann iéti sér nægja að vera svona fimm árum á undan samtíðinni. Islenzkur spiritismi fékk óvænt byr undir báða vængi í ágústmánuði, þegar upp komst að brezkur miðill hafði læknað fótarmein íslenzks knattspymu- manns; „sár á hægri ökkla og ein táin bólgin og aum,“ og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.