Morgunblaðið - 10.01.1971, Síða 6

Morgunblaðið - 10.01.1971, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1971 / f SKATTFRAMTÖL Friðrik Sigurbjörnisson, lög- fræðingur, Harrastöðum, Skerjafirði. Sími 16941 eftir kl. 6. Geymið a ug 1 ýsingu'na. Pantið tímanlega. KEFLAVlK — NJARÐVlK Þriggja til fjögurra berbergja íbúð óskast til leigu. Upp- lýstngair í síma 1980, Kefla- vík. ER KAUPAIMDI að 3—6 tonoa triilu. Tilboð, er grelni frá staerð og verði, leggi'St imm trl afgr. Mbl. merkt „19240 — 4846'1 fyrir 17. þ. m. nk. KÓPAVOGUR Ung hjón óska eftir íbúð í nakkra mánuði í Kópavogi. Góð umgengni og reglusemi. Stmi 41693. BARNGÖÐ KONA óskast hálfan daginn til að gæta barnis á öðru ári. Þarf helzt að vera í Vesturbæn- um eða Miðbænum. Uppl. í síma 2-65-46. GOTT PlANÓ TIL SÖLU STEINWAY & SONS. Upplýsingar í sfma 10155 frá kl. 2—7 e. h. HÚSGAGNASMIÐUR óskast eða maðuir vanur verkstæðisvi'nniu, ei'nn'ig að- stoðarmaður. Húsgagnaverzl- un Axels Eyjólfssonar hf„ símar 10117, 18742. SUÐURNES Chevrofet Nova 1965 í mjög góðu gtamdi til sölu nú þeg- ar. Upplýs'ngar í síma 92-1716. TVEGGA TIL ÞRIGGJA herbergja íbúð óskast á leigu, helzt í Vestunbæn>um, þrennt í heimili, afgjöt reglu- semi. Upplýsingar í síma 20338. ATVINNUREKENDUR Isienzkur háskól'asitúdent í Þýzkatandi ósikar eftiir at- vinino í tvo mán., frá miðjum febrúar. Margt kemur til gr. Upp4. í s. 84552 eftir kl. 18.00. AKRANES Óska eftir íbúð til kaups eða leigu. Sími 93-1331. ATVINNUREKENDUR — útgerðarmenn. óska eftir að taika að mér eða reka mötuneyti nú þegar. Vélstjóri á sama stað. Upp!. í síma 21147. TVlTUG STÚLKA ósikar eftir vinmu strax. Mála'kunnátta fyrir hendí. Vön skrifstofu- og verzlun- arstörfum, einn-ig urvnið við Sími 42729. barnagæzltu og á hóteii. UNG BARNLAUS HJÓN óska eftir 2—3 herb. Ibúð á leigu í tvö ár. Helzt sem r*æst Miðbænium. Titboð sendtet Mbl. rnerkt „10100". „Þar tindrar þú, stjarnan mín stolt og há” ÞEIR nUKH UIUSKIPTin SEIR nucivsn I I»a<5 var á milli jóla og ný- árs. Kvöld var komið, og við kusum að eyða þvi undir berum himni út við sjóinn. Síðdegisháflæði var rétt ný- liðið, ljósin í borginni og ná- grannabyggðarlögimum tindr uðu líkt og stjörnur. Með út- fallinu gutluðu iitlar bárur við lága hleina; einstaka máf ur rauf kvöldkyrrðina. í suð austri trónaði fullt jólatungl- ið; það var stórstreymt. 1 kvöld ætluðum við til náttúruskoðunar á vit stjarna himinsins; ætluðum að heilsa upp á Orion, hinn mikla veiði mann, með Fjósakonumar i beltinu, horfast í augu við Nautið, skoða gimsteininn Aldebaran, sem þar glóði, telja Sjöstjömuraar, og ferð- ast um álfur allar með Tví- burunum, Poilux og Castor, sitjandi með þeim í- Karls- vagninum af árgerð allra tima. ★ Og með kvæði Davíðs í huga, þegar hann kveður um stjörnumar, héldum við öt í kvöldhúmið, með trefil um háls, og hnepptum að okkur íslandsúlpunni frá Belgja- gerðinni og höfðum yfir: „Stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn, eru gleðitár guðs, sem hann felldi, er hann grét í fyrsta sinn.“ 1 gömlu hefti af því ágæta riti, Náttúrufræðingnum, er fróðleg smágrein eftir hinn merka jarðfræðing, Guðmund sáluga Bárðarson, um sams- konar stjörnuskoðun, og við ætlum nú að leggja í, og margt í þeirri grein, mun ég nota, máli mínu til stuðnings. ★ Þegar við komum niður að ströndinni, speglaðist fullt tunglið á firðinum. Nokkuð frost var á, alheiðskír himinn og langt birtunnar að bíða, líkt og Tómas segir i Gömlu ljóði: „Löng er nóttin þeim, sem birtunnar bíða — Við brunninn ég sat, þar sem stjörnumar komu forðum. og horfðu á okkar börnin, og brostu við okkur frá botni djúpsins. En það er svo óraiangt síðan. — Nú horfðu stjörnurnar frosnum andvökuaugum, svo ótti mig greip. Og síðan hef ég reikað um auðar göturnar árlangar skammdegisnætur." ★ Og nú skulum við skoða stjömur. Á himninum i suður átt blasir við Orion, sá mikli veiðimaður, í allri sinni dýrð. Hann ber í hægri hendi kylfu að vopni, en ljónsfeld sveipar hann um þá vinstri, eins og skildi. Belti hef ur hann um sig miðjan. 1 þvi glóa 3 jafnstórar stjömur, sem við Isðendingar höfum kallað Fjósakonurnar. Stefna þeirra liggur upp á við til Aldebar- ans, augans í Nautinu, en niður á við til Siríusar, sem sumir telja konung stjam- anna. Sverð hangir við belt- ið, og þar greinum við einn- ig þrjár samkynja stjömur, en stefna þeirra er ólík stefnu Fjósakvennanna. Yfir öxlum hans liggur hið bjarta stjörnutraf, sem við höfum nefnt Vetrarbrautina, og minnumst máski á síðar. Rauð blikandi stjama, Betelgauze, ljómar á hægri öxl hans, en á hinni vinstri blikar Bella- trix. Á vinstra fæti hefur hann bjarta stjömu, bláleita, Rigei, að ristarskrautí. En áður en lengra er haldið við lýsingu á stjörnunum í þessu ægifagra stjörnumerki, Orion, langar mig til að rekja stuttlega goðsögnina um Ori- on veiðimann, eins og frá henni er skýrt í grískum goða sögum: „Orion var talinn son ur sjávarguðsins Poseidons, og var fríður sýnum, mesta hraustmenni og afbragðy veiðimaður. Stundaði hann svo ákaft veiðamar, að guð- unum þótti nóg um, og hugðu, að hann myndi eyða öllum dýrum jarðarinnar. Veiðigyðj an Artemis var yfir sig ást- fanginn af honum, vildi ganga að eiga hann, en bróð- ur hennar sólguðinum Apolló, mislíkaði þetta, og til að binda enda á samdrátt þeirra, sendi hann sporðdreka til höf uðs veiðimanninum, sem særði hann í hælinn með eit- urklónni á sporðinum, og Ori on lá. Artemis var óhuggandi, og hætti ekki að gráta, fyrr en guðirnir höfðu fengið Ori- on stað á himninum, fagur- lega skreyttum og búnum vopnum, og runnu með hon- um um himinhvolfið hundar tveir. ★ Við lítum snöggvast frá þessu ægifagra stjörnumerki, sem öllum ætti að vera auð- velt að þekkja, — og virðum fyrir okkur alla þá stjörnu- mergð, sem yfir býr, þennan Poseidon sjávarguð, faðir Orions. mikla eilífðargeim, sem þýzka skáldið Schiller fann engin orð betur við hæfi um en þessi: „Alheimurinn er hugs- un Guðs.“ Hvað skyldu nú sjást marg ar stjömur? Á heiðríkum næturhimni, eins og þeim, sem blasti við okkur þetta desemberkvöld milli jóla og nýárs, má greina 5000 stjömur með berum aug um. Litlum sjónauka birtast yfir 2 milljónir og í hinum risastjóra stjörnukíki á Pal ómarfjalli sjást mörg þúsund milljónir. En þótt mergðin stjamanna sé nær óteljandi, eru þó vegaiengdirnar á milli þeirra næstum ögnvekjandi, og tölur þær, sem þær mæla, eru vart skiljanlegar mannleg um heila. Vegalengdirnar eru mældar í ljósárum, en eitt ljósár, er sú vegslengd, sem ljósið fer á einu ári, — en sá „spölur“ er ekkert smá- ræði, nefnilega 10 billjónir kílómetra! Og í þessari grein skúlum við ekki fjalla um plánetum ar I okkar eigin sólkerfi, þótt skemmtilegt væri. Við geym- um okkur það, þar til síðar. En næsta fastastjama við okkur í geimnum að frátal- inni sólinni okkar, er þri- stirnið Alfa Ontaiiri, sem er Orion veiðimaður. að í 4,4 ljósára fjarlægð, og mig minnir, að hin skæra Siríus, sé í um það bil 8 ljósára fjar lægð, sem þýðir það, að þeir á Siríus, ef við gerðum ráð fyrir því, að þeir ættu nægi- lega sterka kjjíja, myndu ekki sjá atburði þá, sem ger- ast kunna á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar 1974, fyrr en árið 1982! ★ En víkjum þá aftur málinu Orion. Hægri axlarstjarn- an, Betelgauze, sem er mörg hundruð þúsund sinnum stærri en sólin olíkar, ægileg ur risi, er í 300 ljósára fjar- lægð frá okkur, og Rigei, rist arstjarna Orions, hin skæra og fagra, er gott betur. Ljós- ið frá þessum bláa risa, er hvorki meira né minna en 540 ár á leiðinni til jarðar. Og ef við gerðum nú ráð fyr- ir, að þessi risastóra sól hefði sprungið, sundrazt, árið 1430 myndum við fyrst nú um ára mótin hafa orðið þessa atburð ar varir! Þannig eru stjam- fræðilegar tölur heldur litt uppbyggilegar í daglegu lífi. ★ En við skulum enn um stund halda áfram stjömu- skoðuninni, en verðum að fara fljótt yfir sögu. Hátt á himni, í norðaustri frá höíði Orions eru Tvíburamir Poll- ux og Castor, sem við máski á eftir bjóðum með okkur í ökuferð í Karlsvagninum, og niður frá þeim er Prókyon i Litla Hundinum, en hann er annar förunauta Orions á veiðiferðunum, en heimkynni hins er þar á himninum, sem Sirius er. Og nærri beint upp af höfði Orions blikar Kap- ella, sem nefnd hefur verið Kaupmannastjarnan i merki Ökumannsins, og er hún að stærð talin jafningi 4 þúsund sólna! Orion veitir litla athygli Héranum, sem rennur við fæt ur hans. Hann er búinn und ir árás úr norðvestur átt, og horfir þangað fránum augum. Þar glóir á augað í Nautinu, Aldebaran. Nautið hefur sett undir sig hausinn, er mann- ýgt og ætlar að stanga veiði- manninn. Sjöstirnið er í Nauts merkinu, og telur raunar, ef betur er að gáð, mikiu fleiri stjömur. Og svo skulum við venda okkar kvæði í kross og beina sjónum að Karls- vagninum. Hann er á norður himni, glöggt og fallegt stjömumerki, og hefur þá sér stöðu, að dragi maður línu gegnum afturhjól vagnsins, og horfi upp, komum við auga á Pólstjörnuna, en eftir henni hafa sæfarendur í margar ald ir orðið að sigla, enda einnig á landi, gefur hún okkur vís- bendingu um, hvar hánorður er að finna. ★ Það er rómantík kringum Karlsvagninn. Hér kemur ein litil saga i lokin um það. Sunnan jökla bjó ungur mað ur, dreyminn, en unnusta hans átti heima við lygnan, bláan fjörð á Norðurlandi. Þetta var um vetur, eins og nú. Snjóþungt var, samgöng- ur strjálar milli elskendanna; bréf komust ekki einu sinni á milli. Þá var það, sem unga manninum dreymna varð gengið út í nátthúmið, og ást föngnum augum horfði hann til norðurs, þar sem hann vissi, að elskan hans beið á bak við fjöjlin. Þá sá hann Karlsvagninn. Og upphátt sagði hann í einverunni í myrkrinu, þegar stjörnubjart ur himinninn hvelfdist yfir hann: „Karlsvagninn minn góður! Fiýttu nú för þinni norður yfir jökla, og hittu að máli fegurstu stúlkuna á Norður- landi. Segðu henni, að ég hugsi tU hennar ölium stund um og ég hafi beðið þig fyrir kveðju. Þú hlýtur að rata, þú getur ekki villzt, því að eng- in er fegurri, — og það er einmitt stúlkan mín.“ Og nú var okkur orðið ör- lltið kalt við þessa stjörnu- skoðun, svo að við héldum heim á leið, og gamalkunn stef úr Stjömukvæði Einars Benediktssonar hljómuðu fyr- ir eyrum okkar, þegar við loks komum inn í hlýjuna: „Þar tindrar þú, stjaman mín stolt og há — sterkasta ljósið, sem hvelfingin á! — Ég elska þig, djásnið dýrðarbjarta, demant á himwsins tignarbrá, geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta." Fr. S. ÚTI Á VlÐAVANGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.