Morgunblaðið - 10.01.1971, Page 20

Morgunblaðið - 10.01.1971, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1971 Gjaldkeri Peningastofnun óskar eftir að ráða ungan mann til gjald- kerastarfa nú þegar eða sem fyrst. Hér er um að ræða framtíðarstarf, fyrir ungan, áhugasaman og efnilegan reglumann. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf ásamt öðru er máli kann að skipta sendist Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt: „Gjaldkeri — 171 — 4350". Enskuskóli fyrir börn Kennsla í hinum vinsæla Enskuskóla barn- anna hefst á fimmtudaginn kemur. í skól- ann eru tekin börn og unglingar á aldrin- um 9—16 ára. Kenna enskir kennarar við skólann og tala aldrei annað mál en ENSKU í tímunum. Venjast bömin þannig ensku TALMÁLI frá upphafi. Hefur kennsla þessi gefið með afbrigðum góða raun. Innritað verður til miðvikudags í síma 10004 og 11109 Málaskólinn MÍMIR Brautarholti Dömur athugið ! Eigandaskipti hafa orðið á hárgreiðslustofunni FRÍMU, Hraunteig 23. GUÐBJÖRN SÆVAR (Dúddi áður Lótus) Sími 83055. Diesilvél á hálfvirði Til sölu vegna sérstakra ástæðna nýyfirfarinn 6 cyl. Penta M. D. 96 bátavél 130 hestöfl, 2000 sn., gírar að framan og aftan. Nánari upplýsingar veita Heildverzlun P. O. NiKULÁS Símar 20110 — 22650. T eiknari Óskum eftir að ráða teiknara til starfa á teiknistofu vorri í Straumsvík. Reynsla í gerð vélteikninga og þekking á sviði vélfræði er áskilin, ennfremur nokkur enskukunnátta. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og í Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði og berizt umsóknir eigi síðar en 15. janúar 1971 í pósthólf 244, Hafnarfirði. ISLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVlK. AFHENDING SKÍRTEINA / Skírteini verða afhent í dag — í Brautarholti 4 — kl. 1-7 í Félagsheimili Kópavogs, (neðri sal) kl. 4-7 — Reykjavíkur- bréf Framh. af bls. 17 hann kemst að orði. En engum heilvita manni hefur dottið í hug að gera ekki neitt. Ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar hafa unn ið hörðum höndum að þvi að undirbúa málið, eins vel og unnt er. Næsta skrefið, sem stigið verður, miðar auðvitað að því að fá á alþjóða vettvangi viðurkennd an rétt Islendinga til landgrunns miðanna, einnig þeirra, sem enn eru utan fiskveiðitakmarkanna. Á það verður að líta án fordóma og einkum án þess að hengja sig í ákveðnar formúlur, sem hvergi megi hvika frá. Hér má t.a.m. benda á, að landgrunnslínumar fara á nokkrum stöðum langt inn fyrir þau fiskveiðitakmörk, sem nú eru ríkjandi, ekki sízt undan Suðurlandi, þar sem helztu fiskimið og uppeldisstöðv ar eru austan Vestmannaeyja og einnig við Snæfellsnes. Þess vegna verður ekki unnt að miða við landgrunnslínuna eina og þá dýptarlínu, sem 200 metr- arnir marka. Við verðum að stefna að þvi, að við fáum sem svarar landgrunnsmiðunum öll- um. 1 sjálfstæðisbaráttunni reynd- ist örugg þróun farsælust. Svo mun einnig verða í þessu máli, enda má sjá það af þeim merku áföngum, sem þegar hafa náðst. Og þó að við fáum ekki öllum óskum okkar fullnægt á næstu árum, eigum við að fagna hverju spori, sem stigið verður fram á leið. Gömlu nýlenduveldin, með Breta og Frakka í broddi fylk- ingar, hafa undanfarin tvö ár reynt að koma í veg fyrir, að landhelgismálið verði tekið upp á alþjóðavettvangi, og viljað staðnæmast við 12 mílumar. Is- lendingar hafa haft forystu um að koma í veg fyrir þetta ráða- brugg og náð svo miklum og góðum árangri, að í at- kvæðagreiðslu um hafsbotns- og landhelgistillögumar á síðasta þingi S.Þ. nú fyrir skemmstu, voru óskir okkar um þetta efni uppfylltar, og sú leið farin, sem við vildum, þ.e., að efnt verði til alþjóðaráðstefnu á breiðum grundvelli um málið, þar sem m.a. séu rædd öll atriði þess, þ. á.m. réttur strandríkja til fisk- veiði- og fiskverndaraðgerða, og nýtingar hafsbotnsins. Af stór- þjóðunum lögðust Sovétríkin ein gegn tillögunni og fylgdu þeim auðvitað sex fylgiríki þeirra, en gömlu nýlenduveldin lögðust í lokin ekki gegn því að ráðstefn- an verði haldin. Tillagan var samþykkt með 108 atkvæðum. Það, sem vakti mesta athygli, var sú staðreynd, að við getum ekki treyst á kommúnistaríkin i þessu máli, en þó höfðu menn verið þeirrar skoðunar, að þau mundu sýna frjálslyndi og standa vörð um rétt strandríkja. Sannleikurinn er sá. að kommún- istaríkin öll, nema Júgóslavía, vilja óbreytt ástand. Þau eru þvi miður ekki einasta ófrjáls- lynd í þessum efnum, heldur jafnvel íhaldssamari en gömlu nýlenduríkin. Islendingar fagna því, að stefna þeirra varð ofan á á þingi S.Þ. og boöað verður til al þjóðaráðstefnu á breiðum grund velli um landhelgis- og hafbotns- málin í Genf 1973. Ef við höldum rétt á málstað okkar og berum gæfu til að standa saman við hlið annarra ríkja, sem hafa sömu hagsmuna að gæta og við, ætti að vera óþarfi að óttast um málalok. Með góðan málstað að bakhjalli er ástæða til að gera sér vonir um, að landhelgisstefna okkar verði ofan á, áður en langt um líður, hvað sem gömlu, nýlenduveldin og arftakar þeirra, kommúnistarikin, segja. En þó er nauðsynlegt að fara að öllu með gát, taka erfiðleikum af æðruleysi og þolgæði, láta ekki bjartsýni hlaupa með sig í gön- ur. Takmark íslenzku þjóðarinn- ar er eitt og vonandi verður leið in að því einnig ein. En hvað sem því líður, þarf ekki að stappa stálinu í þjóðina í þessu máli. Þar er ekki deigan að brýna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.