Morgunblaðið - 20.02.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971
5
Lagf ær ing á umhverf i
f isk vinnslu s t öð va
Kostnaðaráætlun 5% milljón í Ólafsvík
7 milljónir á ísafirði, 60 milljónir í Eyjum
UMHVERFI fiskvinnslu-
stöðva með tilliti til væntan-
legrar löggjafar í Bandaríkj-
ununi um skyldueftirlit með
fiski og fiskafurðum, nefndist
fyrsta crindið á ráðstefnu
Sambands sveitarfélaga um
umhverfisvernd í gær, en það
flutti dr. Þórður Þorbjarnar-
son. Var dagurinn helgaður
þótt í nokkuð mismunandi
mæli sé.
Sagði Þórður nokkuð frá hinu
umfangsmikla bandaríska mat-
vælaeftirliti, þar sem margar
stofnanir annast eftirlit með
fiski og fiskafurðum og rakti
sögu matvælaeftirlits þar. En
neytendasamtökin bandarísku
og þá einkum samtök, sem
kennd eru við Ralf Nader eru
þar mjög þekkt og áhrifarík og
Veigamesta ákvæði frumvarp
anna frá okkar sjónarmiði er að
sjálfsögðu það, að gert er ráð
fyrir að lögin nái jafnt til fisks
og fiskafurða, sem framleidd
eru í Bandaríkjunum sjálfum
og afurða, sem fluttar eru inn
erlendis frá. í framkvæmd þýði
það að Bandaríkjamenn myndu
gera sömu kröfur til húsakosts
og annarrar framleiðsluaðstöðu
frá heilbrigðis sjónarmiði og
LÖG UM HEILNÆMAN FISK
— í rauninni eru kröfurnar,
sem ég tel, að Bandaríkjamenn
muni gera til umhverfisins, ákaf
lega einfaldar, sagði Þórður.
Tilgangurinn með þeim verður
sá að fyrirbyggja, að fiskinum
stafi mengunarhætta af um-
hverfinu. Til þess að þetta megi
verða, munu þeir gera þá,
kröfu, að vegir í nágrenni frysti
húsa séu þannig frá gengnir, að
ekki þyrlíst upp frá þeim mik-
ið ryk í þurrkatíð. Sama gildir
um gangstíga, akbrautir og at-
hafnasvæði á lóðum þeirra. Þeir
munu einnig gera þá kröfu um
sömu svæði, að þar myndist
ekki aur í rigningatíð, sízt af
öllu má hann vera svo mikill,
að maður vaði aurelginn í skó-
varp. Þá tel ég, að þeir muni
gera þá kröfu, að nágrenni fisk
vinnslustöðva verði vel fram-
ræst, svo að ekki verði þar uppi
stöður eða pollar með fúlu
vatni. Loks munu þeir gera þá
kröfu, að skólpleiðslur frá fisk-
vinnslustöðvunum séu rétt hann
aðar og tæmist annað hvort í
rotþró eða útrennsli þeirra sé
fyrir neðan stónstraumsfjöru-
borð.
Hvað umgengni snertir,
munu þeir gera þá kröíu, að
umhverfinu verði haldið hreinu.
Þar verði ekki látið safnast fyr-
ir rusl eða fiskúrgangur og ekki
verði geymd á lóðunum aflóga
tæki, umbúðir og annað slíkt
sem getur orðið gróðrarstía
fyrir meindýr og skordýr.
Þar sem fiskvinnslustöðvar
standa ú sjávarbakka, munu
þeir gera þá kröfu, að fjörum
og sjávarbökkum verði haldið
hreinum.
Ég held ekki, að yfirvöld í
Bandaríkjunum muni beinlínis
skipta sér af, hvernig við för-
um að því að verða við þessum
kröfum. Hins vegar er ég þeirr
ar skoðunar, að í því loftslagi,
sem við búum við, verði þessar
kröfur ekki uppfylltar, hvað
vegi og athafnasvæði snertir, á
annan hátt en þann, að leggja
þau varanlegu slitlagi, sem
mætti vera úr olíumöl, malbiki
eða steinsteypu. Niðurföll, sem
tengd væru skolpræsunum,
yrðu að sjálfsögðu að vera á
lóðum fiskvinnslustöðvanna
með hæfilegu millibili.
Önnur svæði á lóðum fisk-
vinnslustöðva tel ég, að ætti að
sá í grasi eða þekja með ein-
stærða sjávarmöl, eftir því hvað
á betur við. Grasið yrði að sjálf
sögðu að slá og halda grasflöt-
unum snyrtilegum.
í rauninni er ekkert nýtt í
þessum úrlausnum, sem ég hefi
nefnt. Þær eru í öllum aðalatr-
iðum þær sömu og er að finna
í reglugerð um meðferð á fersk
um fiski, sem gefin var út í
marz 1970. Þær koma líka fram
í Handbók fyrir frystihús, sem
Framhald á bls. 21.
Hópur fulltrúa á ráðstefnunni um umhverfisvernd í heimsókn lijá Bæjarútgerðinni
fiski- og hreinlætismálum,
enda er reglugerftin um aukn-
ar hreinlætiskröfur vift frysti-
húsin vegna væntanlegrar
löggjafar í Bandaríkjunum
eitt af stærstu málum margra
sveitarfélaga og varðar líf
sumra sveitarfélaga, eins og
einn fundarmanna komst að
orði. Þær kröfur, sem verftur
að uppfylla kosta víðast hvar
milljónir. Sagði Alexander
Stefánsson, oddviti í Ólafs-
vík, t.d. aft hann hefði gert
lauslega áætlun og sýnzt að
hans sveitarfélag þyrfti að
leggja fram 5% milljón til
að framkvæma lagfæringar á
holræsi, vatnsveitu og gatna-
gerð, þ.e.a.s. slitlag á um-
hverfi frystihúsanna. Einnig
hefur Guðlaugur Magnússon,
hæjarstjóri á ísafirði, áætlað,
að tilsvarandi upphæð þar sé
7 milljónir.
— Raunar má segja að þær
umbætur, sem nú standa fyrir
dyrum í fiskiðnaðinum, séu fyr-
ir löngu orðnar tímabærar og
hefðu átt að framkvæmast án
þess að til kæmu nein áhrif frá
viðskiptalöndunum, sagði dr.
Þórður Þorbjarnarson í upphafi
erindis síns. Hitt er svo annað
mál, að hin væntanlega banda-
ríska löggjöf gerir það nauðsyn-
legt, að aðgerðum í þessum efn-
um sé flýtt sem mest má vera.
Og dr. Þórður tók fram að
Bandaríkin væru ekki eina við-
skiptaland okkar, sem gerir vax
andi kröfur til þeirra matvæla,
sem þau nota. Það gera þau öll,
lítill vafi á því að það hafi að
einhverju leyti verið fyrir áhrif
frá þessum samtökum, að víð-
tæk endurskoðun hefir á undan
förnum árum farið fram á mat-
vælaeftirliti í Bandaríkjunum
og gefin út lög um sláturhús ár-
ið 1967, um slátrun alifugla og
sölu alifuglakjöts árið 1968. —
Það er því að vonum að röðin
skuli nú komin að fiski og fisk-
afurðum, sagði dr. Þórður.
Raunar er þetta ekki alls kost-
ar rétt að orði komizt, því það
eru þegar 5 ár síðan fyrstu
frumvörpin að nýjum lögum um
opinbert skyldueftirlit með fiski
og fiskafurðum var lögð fram i
Bandaríkjaþingi, og nú eru þau
orðin 10 að tölu. Og sagði dr
Þórður að sterkar líkur væri
til þess að lögin yrðu samþykkt
á þessu ári og við ættum að
reikna með því.
þeir gera í Bandaríkjunum sjálf
um. Sama mundi gilda um alla
framleiðsluhætti. Þeir mundu
einnig gera þá kröfu, að hið op-
inbera eftirlit með framleiðslu
fiskafurða væri a.m.k. jafn ná-
kvæmt og strangt og sambæri-
legt eftirlit í Bandaríkjunum.
Til þess að tryggja það gera
frumvörpin ráð fyrir að til
lands yrðu sendir eftirlitsmenn
til að kynna sér ástandið og síð
an einu sinni á ári eftir það til
að ganga úr skugga um, að hald
ið sé í horfinu. Og í einu frum
varpi a.m.k. er gert íláð fyrir
eftirlitsmanni að staðaldri á
hverri vinnustöð.
Nýr sérréttur
Pörulaust
Ali Bacon
Við skerum pöruna frá
fyrir yður. .
Það er yðar hagur.
Biðjið þvi kaupmann yðar
aðeins um ALI BÁCON.
SlLD © FISKUR
ítölsk PIZZAM
margar fyllingar
v
) /i
■ * / __'rt-. ijf'^
T-BONE STEIK
SIRLOIN STEIK
VEIZLUBRAUÐ
BRAUÐTERTUR
Takið með ykkur heim.
Sími 34780
Haffi
LAUGAVEG Í78
HRAUST
BÖRN
BORÐA
SMJÖR
Þau eiga heilsu sína og ú
hreystiundirþeimmat,
sem þaufá.Gefió þeim W/-
ekta fæðu. NotiÓ smjör. w