Morgunblaðið - 20.02.1971, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.02.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971 19 Fremst á myndinni eru enskar karamelluboliur, þar næst fljót- legar bollur með toppi, krem-boliur með súkkulaði, vínar- brauðsbollur með þeyttum rjóma og súkkuiaði og bollur með súkkati og rúsínum. Bolla - bolla BOLLUR ME» StlKKATI OG RÚSÍNUM IV4 1 volgur rjómi, 30 g þurrger 100 g mjúkt smjörlíki eða smjör 2—3 matsk. sykur, 1 tsk. nýmalaðar kardi- mommur. 250 g hveiti, 50 g rúsínur, 25 g súkkat, smáttbrytjað, egg til að pensla með. Þurrgerið hrært út með rjóm anum, hinu bætt í nema rúsín um og súkkati. Deigið hnoðað, rúsínur og súkkat sett í og síð an er það látið bíða í u.þ.b. 20 mín. Gerð rúlla úr deiginu, sem skorin er í jafnar Sneiðar. Hveiti stráð undir og á hendur meðan verið er að þessu. Sneið arnar lagaðar með fingrunum, gerðar jafnar og bollulaga. Sett ar á smurða plötu og látnar bíða og hefa sig í u.þ.b. hálfa klst. Penslað ofan á með þeyttu eggi, bakað við góðan hita, (225° til 250° C) i 12 mín. KREMBOLLUR ME» SÚKKULAÐI 150 gr. kalt smjör eða smjörl. 250 g hveiti, 1 tsk. kardimommur, 2 matsk. sykur, % 1 volg mjólk eða rjómi, 25 g þurrger, 1 egg. Kremið: 2 eggjarauður, 2 msk. hveiti, 2 msk. sykur, Vt 1 mjólk, 1 tsk vanillusykur. Glassúr: 100 g flórsykur, 2 msk kakó, 1 msk mjög mjúkt smjör, 3 msk sjóðandi vatn. Smjörlíkið hnoðað upp í hveit ið, kardimommur og sykur sett út í, þá gerið og mjólk eða rjómi hrært saman, og að síð- ustu eggið, aðeins þeytt. Deig- ið hnoðað vel og látið bíða í íremur heitum stað í eina klst. Kremið búið til á meðan. Allt sem á að fara í það, nema van- illusykur, sett í pott og þeytt vel saman, suðan látin koma upp og hrært í á meðan. Bragð bætt með vanillusykri, kælt. Þegar deigið hefur hefazt er það hnoðað enn einu sinni, síð an flatt út og skorið í ferhyrn- inga 8x8 sm. Dálítið af hinu kælda kremi sett í miðjan fer- hyrning, hornin beygð inn yfir kremið svo að úr verður bollu- laga stykki. Bollurnar settar á vel smurða plötu, látnar hefast í 10 mín. en j>& bakaðar við góðan hita (225°C) í 12—15 min. Glassúr smurt á bollurnar meðan þær eru heitar. VÍNARBRAU»SR»DLLUR 50 g þurrger, 114 dl kalt vatn 1 egg, 50 g sykur 250 g hveiti, 200 g smjörlíki. Gerið hrært út í vatnið, egg sykur og hveiti sett út í og hnoð að vel saman. Látið bíða á köld um stað í 10—15 mín. Deigið flatt út í ferhyrning aðeins lengri en hann er breiður, kalt smjörið smurt á helming deigs- ins, hinn helmingurinn lagður yfir, þá rúllað út aftur í upp- haflega stærð, en nú lagt saman í þrennt, það síðan endurtekið nokkrum sinnum. Enn auðveld- ara verður að fletja deigið, ef það er látið bíða á köldum stað á milli. Að síðustu er deigið flatt út fremur þunnt, skorið í ferninga og sett á þá krem (eins og í krembollum með súkku- laði, hornin lögð yfir, bollurnar settar á vel smurða plötu og látnar bíða í 20—30 mín. Bak aðar við góðan hita (225°C) í 13—15 mín. í staðinn fyrir að setja krem á bollurnar, má setja smjör- klatta. Þegar bollan hefast, myndast gat eftir smjörið, og má þá fylla það eftir bakstur með kremi eða rjóma. Bollan þakin með bræddu súkkulaði eða flórsykri. FLJÓTLEGAR BOLLUR ME« TOPPI 25 g ger, % dl rjómi, V4 dl volgt vatn, 1 egg, 1 msk sykur, % tsk vanillusykur, 125 g mjúkt smjörliki, 250 g hveiti. Toppur: — Súkkulaðiglassúr, þeyttur rjómi eða gott krem með þeyttum rjóma í. Gerið hrært út í rjóma og vatn, hinu bætt út í, og deigið hnoðað vel saman. Látið hefast á fremur heitum stað í u.þ.b. 45 mín. Þá er það hnoðað aftur og gerðar úr því bollur, sem settar eru á Vel smurða plötu. Látnar hefast í 10 mín. Bakað við góðan hita (225°C) í 12—15 mínútur. Bollurnar þaktar með súkkulaðigiassúr eða bræddu súkkulaði, hola gerð efst, sem siðan má fylla með þeyttum rjóma, (og þá fallegt að sprauta í hana) eða þá kremi, sem hef- ur nafnið: Fínt krem. Fínt krem. 2 eggjarauður, 114 msk. sykur, 2 msk maizenamjöl, V4 1 sjóðandi mjólk, 1 tsk. vaniliusykur, 1 dl þeyttur rjómi. Eggjarauður, sykur og maiz enamjöl hrært saman, sjóðandi heitri mjólkinni helit í og hrært í á meðan. Öllu hellt í pott, þeytt vel í þar til kremið þykkn ar og það er komið að suðu. Vanillusykri bætt í og kremið kælt. Þeytta rjómanum hrært saman við kremið og sett í rétt áður en á að borða bollurnar. ENSKAR KARAMELLUBOLLUR 175 g hveiti, 1 Va tsk. ger, 30 g ókrydduð fita eða 30 g smjör (smjörlíki), 6—7 msk. mjólk. Fylling: 2 msk. púðursykur, rifinn börkur af 1 sítrónu, 1 msk. sítrónusafi, 1 msk. sykur, 1 msk. smjör. Hveiti og ger sigtað, fitan hnoðuð upp í ásamt mjólkinni. Það, sem fara á í fyllinguna, hrært saman. Suðan látin aðeins koma upp úr glassúrnum. Deig- ið flatt út á stærð við bökunar- plötu, fyllingunni smurt á og deiginu rúllað upp eins og rúllu tertu. Skornar 3 sm sneiðar, sem settar eru upp á rönd í eldfast fat eða ofnskúffuna og bakaðar við 200°—225°C í u.þ.b. 10 mín. Þá er heitum glassúrn- um hellt yfir og bakað áfram í 5 mín. FLJÓTLEGAR BOLLUR 250 g hveiti, 2 tsk, ger, 150 g smjör, 2 msk. púðursykur, 50 g litlar rúsínur, rifinn börkur af % sítrónu, 2 egg, Vs dl mjólk. Hveiti og geri blandað sam- an, smjörlíkinu blandað saman við, bætt í púðursykri, rúsínum, sítrónuberki, eggi og mjólk. — Deigið hnoðað vel saman og gerðar litlar bollur sem settar eru á vel smurða plötu og smurt á þær með eggi. Bakað við góðan hita (200°—225°C) í 13—15 mín. Mjög góðar nýbak aðar. LAUKUR Það er yfirJeitt ekki um jög auðugan garð að gr: .ja, hvað grænmeti við/'kur svini um hi veturinn, og því full ástæða lil að notfæra jér fy' ''ega juið, sem til er. Lauk ir er mcira en aðe'n.í gr-’n'ueii t'l að bragð bæta an inr :nat, hari o: górr, sætui se n : ttur moð kjöti og fiski og þá gjarnan eina græn- metið fyrir utan kartöflurnar. Brúnaður laukur. 4 stórir laukar. 3—4 matsk. olía. 1 grænn piparávöxtur. Lítil dós tómat- eða grænmet issafi. Salt og pipar. 1 rif hvitlauk, rifið eða smátt saxað. Vs tsk basilikum eða marjoram. Grænar olifur, kanill. Hýðið tekið af laukunum og þeir brúnaðir í olíunni, teknir af pönnunni og piparinn í sneið um brúnaður. Safi og krydd sett út á pönnuna og allt látið sjóða, síðan hellt í eldfast mót, laukurinn ofan á. Álpappír sett ur yfir og bakað í ofni i 1—1*4 klst. Lauksúpa 1 kg laukur 70 g smjörlíki 2 mtsk. olía, 70 g hveiti IV2 peli vatn, 2 lárberjalauf. Vs tsk múskat, salt, pipar. 1 peli mjólk, V* peli rjómi. Steinselja. Laukurinn skorinn í sneiðar, hýðið tekið af og látið krauma í olíunni dálitla stund án þess að brúnast. Hveiti og síðan vatni hrært út i, látið sjóða í örfáar mínútur, þá er kryddi bætt í og lok sett yfir pottinn, síðan látið sjóða í 1 klst. hrært í við og við. Lárviðarlaufin tek in upp, mjólk og rjóma bætt I, haldið heitu en má ekki sjóða. Laukhringir Laukurinn skorinn í meðal- þykkar sneiðar, losaðar og hverjum hring dyft í mjólk og síðan í hveiti með kryddi í. Steikt i olíu i potti, fitan látin drjúpa af á pappír. Gott með ýmsum réttum. Lauk-Ragout 500—750 g litlir laukar, 70 g smjörlíki, 35 g hveiti, Vi peli soð eða vatn og súputeningar, 1 ds. tómatar. V» tsk negull. % tsk. kanill. 2 lítil lárviðarlauf. Salt, pipar. Hýðið tekið af lauknum og hann steiktur i smjörlíkinu, hveiti bætt í ásamt vatni eða soði, og síðan öðru því, sem fara á i. Lok sett á pönnuna og þetta látið krauma í 1 klst, þangað til laukurinn er meyr en heill. Gott með ýmsu kjöti, sérstaklega lambakjöti. Rakaður fylltur laiikur. 4 laukar, 2 sneiðar franskbrauð. Salt og pipar Vi tsk. sinnepsduft. Dál. af rifnum sítrónuberki. 70 g rifinn ostur, 35 g smjörlíki. Hýðið tekið af lauknum og hann settur í pott með söltu vatni í 10 15 mín, teknir upp úr og kældir. Sneið skorin ofan af laukunum með beittum hníf, síðan tekið innan úr þeim og það saxað smátt. Skorpan skor- in af brauðinu og það skorið í smábita, blandað saman við sax aðan laukinn, kryddið sett út í og osturinn. Þessi fylling er sett í laukana, sem látnir eru á eldfast fat, smjörbitar yfir og bakað í 30—40 mín, eða þar til þeir eru meyrir. Ég þakka hjartanlega hlýjar kveðjur, góðar gjafir og kær- komnar heimsókrtir á 80 ára afmæli miinu 14. febrúar sil. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug I. Guðjónsdóttir Frainnesi, Keflavik. Innilegar þakkir ti’l allra vina og vandamanna, sem á einn og annan hátt sýndu mér ástúð og vináttu á afmælis- degi mínum þann 16. þ.m. Ragnliildiir Ólafsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.