Morgunblaðið - 24.03.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971 ÆmmE3m. Rætt um störf prests- ins i Kaupmannahöf n — og fulltrúa tryggingaráðuneytisins NOKKKAR umræður urðu í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær um störf íslenzka prests- ins í Kaupmannahöfn, svo og um störf sérstaks sendimanns heilbrigðis- og tryggingaráðu neytisins á sama stað og kostnað við þessi störf. Auður Auðuns, kirkjumála- ráðherra, upplýsti í umræð- unurn, að launakostnaður og útlagður kostnaður vegna prestsembættisins í Kaup- mannahöfn á árinu 1970 hefði numið 671.265 kr. og að nú- verandi mánaðarlaun prests- ins væru 4.220 danskar á mán uði. Eggert G. Þorsteinsson, tryggingaráðherra, upplýsti að á árinu 1970 hefði ráðu- neyti sitt greitt Gísla Frið- bjamarsyni, sem rekur ís- lenzkt heimili í Kaupmanna- höfn, 231.000 kr. fyrir þjón- ustu við sjúklinga og aðstand endur þeirra, en Trygginga- stofnunin hefði endurgreitt 60.000 kr. af þeirri upphæð. Umræður þessar spunnust út af fyrirspurn frá Magnúsi Kjart anssyni una þessi störf í Kaup- mannahöfn, kostnaði við þau og samstarf milli aðila. Auður Auðuns, kirkjumálaráð herra, minnti á, að með lögum frá Atþingi á siL ári hefði verið heimilað að ráða prest til starfa í Kaupmannahöfn. Áður hafði Slílk starfsemi farið fram um 6 'ára skeið. Eins og fram hefði toomið í umræðum, hefði prest- urinn, auk kirkjulegs starfs, ver ið til aðstoðar fyrir íslenzka sjúkl injga og aðstaindendur þeirra í Kaupmannahöfn, en frá sX hausti hefði prestinum eirunig verið falin umsjón húss Jóns Sigurðssonar. Starfs slns vegna væri presturinn óhjákvæmilega í tengslum við sendiráð íslands i Kaupmannahöfn. Presturinn fær 4.220 danskar kr. á mánuði í laun, sagði kirkjiumálaráðherra oig á árinu 1970 var launakostn- aður og útlagður kostnaður 671.265 kr. Eggert G. Þorsteinsson, trygg iingamállairáðheirra, sagði að sum- arið 1969 hefði hann látið fara fram könnun á því, hversu mikil þörf væri á aðstoð við íslendiniga í Kaupmannahöfn auk þeirrar fyrirgreiðsliu og þjónustu, sem presturinn þar veitti. Þá hefði iverið athugað, hvort æskilegt væri að koma á fót gistiheimili í Kaupmannahöfn fyrir sjúkl- iniga og aðstandendur þeirra. Þessa athugun fól ég Gisla Frið- bjarnarsyni, sem þá var við önnur störf í Kaupmannahöfn, sagði ráðherrann, og lieiddi sú aithugun í ljós þörf á siíkri starf semi. 1 ársbyrjun 1970, þegar presturinn í Kaupmannahöfn var ráðinn til annarra starfa, Ennilegar þakkir fyrir auð- sýnda vináttu á 75 ára afmæli minu 15. marz sl. Annie Kaernested, Bauganesi 11. var Gisli Friðbjamarson ráðinn til að annast ýmiss konar þjóm,- ustu og þar á meðal að veita £or stöðu gististað í Kaupmanna- höfn. Gísli Friðbjamarson hefur starfrækt íslenzkt heimili þar síð an, en ráðuneytið ebki haft neinn veg og vanda af því eða nokk- um kostnað. Hins vegar hefur umsjónarmaður fengið greidd láig mánaðarlaun frá ráðuneyt- inu. Ekki er glögg verkaskipt- ing milli prestsins og Gísla Frið bjamarsonar, en gistiaðistöðu hefur Giísli annazt einn. Engin samskipti eru milli hans og sendi ráðsins. Síðan gerði ráðherrann nokkra grein lyrir störfum Gisla Frið- bjarnarsonar, hvað hann hefði veitt mörgum sjúkJingum og að standendum þeirra fyrirgreiðsiu á tilteknu timabUi og sagði, að 1 húsi þvi sem hann hefði til um ráða í Kaupmannahöfn, væri hægt að hýsa 6—8 gesti og kost aði herbergið 25 kr. danskar fyrir einstaklinig en 40 kr. fyrir hjón. Ráðherrann sagði, að sendi manni tryggingaráðuneytisins hefði verið sagt upp starfi frá 1. september 1970, þegar prests- embættið var lögfest, en hins vegar hefði verið ákveðið að halda þessari starfsemi áfram um óákveðinn tima, þegar ljóst þótti, að ekki væri hægt að gera meðferð sjúlklinga að embættis- skyldu prestsins í Kaupmanna- höfn. Loks skýrði ráðherrann frá því að árlegur kostnaður á árinu 1970 við þessa starfsemi hefði verið 231.064 kr. en Trygginga- stofnunin hefði endurgreitt 60.000 kr. af þeirri upphæð. Magnús Kjartansson sagði, að þama væri eitthvað dálítið ein- kennilegt á seyði. Auður Auðuns hefði forðazt að ræða um sam- skipti milli þessara aðila og heild arkostnaður við prestsembættið væri talinn lægri en hann teldi sig hafa örugga vissu um, en sínar upplýsingar bentu til þess, að kostnaðurinn væri tæplega 1100 þús. kr. á s.l. ári. Auk þess rntin presturinn hafa farið fram á hæklkun vegna umsjónar með Húsi Jóns Sigurðssonar. Ekbert samstarf virðist vera milli sendi imanns Tryg g ÍTtgaráilu n eytis Lrus og íslenzka sendiráðsins í Kaup mannahöfn. Þetta er alveg furðu leg yfirlýsing af hendi ráðherr- ans. Þá kom það einnig fram í svari ráðherrans að það væri heldiur ekki um samstarf að ræða milli prestsins og sendimanns Tryggingaráðuneytisins. Þetta er fráleitt ástand, sem nær engri átt. Ríkisstjómin hefur starfis- menn í Kaupmannahöfn, sem ekki geta unnið saman. Hvers konar endaleysa er þetta? Ég vil benda á, að sendimaður trygg ingaráðuneytisins gegnir kaup- sýSlustörfum í Kaupmannahöfn. Hver er vinnutími hans fyrir ráðuneytið? Ég tel að fyrir- greiðsla sjúkliniga eigi að vera í hönduim sendiráða á hverjum stað. Auður Auðuns, kirkjumálaráð herra, sagðist ekki hafa rætt um samstarf prestsins og sendi- manns tryggingaráðuneytisins einfaldlega vegna þess, að hiún hefði ekki haft undir höndum upplýsingar um það. Vegna þeirr ar koístnaðartölu, sem þingmað- urinn hefði nefnt, sagði kirkju- málaráðherra, að í þeirri tölu mundi væntanlega vera ferða- kostnaður tveggja presta, fjö.1- skyldna þeirra og flutningskostn aður á búslóð þeirra milli landa. Þá sagði hún, að þegar prests- embættið í Kaupmannahöfn var lögfest, hefði beinlinis verið geng ið út frá því, að presturinn befi ýmiisa konair fyrirgreiðSlur við sjúMiniga og aðstandendiur þeirra með höndum. Þá drap kirkjiuimálaráðherra á þá hiug- miynd, að islenzkar húsmæður í Kaupmannahöfn tækju höndum samian um að vinina ýmiss konar þjónustustarfsemi við íslenzka sjúklinga á sjúkrahúsunum þar. Eggert G. Þorsteinsson, trygg- Lngamáilaráðherra, sagði að nú- verandi mánaðarlaun sendimanns tryggingaráðuneytisins í Kaup- mannahöfn væru engin. Hins vegar fengi hann greitt í sam- ræmi við þau störf sem hann iinnti af höndurn fyrir íslenzka sjúklinga í Kaupmannahöfn. Varðandi samstarfsleysi Gisila Friðbjamarsonar við sendiráðið og prestinn, kvaðst hann hafa viljað leggja áherzlu á það i orð um sínum, að Gísli Friðbjarnar- son væri ekki í beinum tengs.1- um við sendiráðið. Fyrir mér vakti það eitt, að starfsemiin héld ist áfram, en ekki hver gegndi hemni, sagði ráðherrann að lok- um. Birgir Kjaran: SKAMMSÝNIR OG SMÁMUN AS AMIR — í náttúruverndarmáliim NOKKRAR uinræður urðu í Sameinuðu þingi í gær í fyrirspurnatíma um friðun Eldborgar við Drottningu í Gullbringusýslu. Það var Eysteinn Jónsson, sem spurðist fyrir um málið en í svari Gylfa Þ. Gíslason- ar kom fram, að nokkrir erfiðleikar hafa verið á því að fá fram upplýsingar um kostnað, sem af friðlýsingu Eldborgar mundu leiða. Kom til allskarpra orða- hnippinga milli mennta- málaráðherra og þing- mannsins í þessu sam- bandi. Birgir Kjaran mimiti á, að Eldborg við Drobtningu væri ein af þremiur eldborgum í landinu af þessari >teg.,en stík air eldborgir eru ekki þekktar utan Lslands. Varðaindi kositn- að við friðlýsinguna, sagði Birgir Kjairain, að augljóst væri, að eigendur miundu aldrei gera mjög háar fjár- kröfur í þvx saimbaindi. Birgir Kjaran sagði, að við íslend- ingar hefðum verið skamm- sýnir og smám'unasamir í niáttúruvemdarmálum okkar og hlutur okkar í þeissum efn- um lægi langt að baM öðrum þjóðum. Læknaskortur og f jöldi útskrifaðra lækna STENDUR læknaskortur í dreifbýli í samhandi við það, að læknadeildin útskrifi of fáa lækna? Eysteiixn Jónsson sagði í fyrirspurnatíma á Al- Vandamál H j úkrunarskólans — persónulegs eðlis GYLFI Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, sagði á Alþingi í gær að vandamál Hjúkrunarskólans væru „persónulegs eðlis og lytu að stjórnunarvandamálum skól- ans“, eins og ráðherrann komst að orði. Menntamálaráðherra ræddi þetta máil er Þórarinin Þórairins- son beindi till hainis fyrirspuim um það og sagði að landlæknir, sem er form&ðuir skólaniefndar skóíianis hefði sent sér ítarlega skýrslu um málið allt. Ég mun vinnia aið þvi af vefllvillja að fá iaiuisn á þessu máli, sagði ráð- herranin, m.a. með viðræðum við skóllainieflnd, skóiastjóra og kenm- ara — eklki sízt kennara og taka þær viðræðuir upp, þegar þing- öninum er lokið. Þórarinn Þórarinsson sagði, að það lægi í augiuim uppi, hver vandinn væri, húsnæði væri nóg, fjárveitinig væri nóg en kenmair- ar fengj ust ekki. Þegar þetta tiggur fyrir ætti lausniim að vera auðveid. þiixgi í gær, að hann væari sannfærður um, að lækma- skorturinn í dreifbýlmu mundi ekki lagast nema fleiri læknar yrðu útskrifaðir á ári hverju. Gylfi Þ. Gislason vair á önd- verðri Skoðun og iais upp ítartega skýrslu, sem gerð hiafði verið um fjölda útiskriifaðra lætona og spá xxm hanin á næstu árurn og samanburð við Danmörk. Taldi ráðherrann einsýnt, að vanda- málið væri annars staðar en hjá læknadefldinini. Eysteinn Jónsson benti á, að aðstæður væru aðrar hér en í Danmörtku og taldi nauðsynilegt að skoða málið í því ljósi, að læknar nýttust ekki jafn vel hér og í Dainmörku vegna hirtna dreifðu byggða. Gylfi Þ. Gísiason kvaðst geta fallizt á það, að þinigmaðurimin hefði nokkuð ti'l sínis máls og eðlilegt væri að skoða máilið betur í þessu Ijósi. Almannatryggingafrv. til umræðu: Stjórnarandstæðingar gagnrýna gildistöku sem er 1. janúar 1972 I fyrradag var haldið áfram 1. unxræðu í efri deild Alþingis um frumvarp ríkisstjórnar- innar um almannatryggingar. Aður en fundi var frestað kl. rúmlega 16, í fyrradag höfðu tveir þingmenn stjórnarand- stæðinga talað, þeir Einar Ágústsson og Björn Jónsson. Báðir gagnrýndu þeir frum- varpið harðlega, bæði gildis- tökuákvæði þess, sem gerir ráð fyrir, að efni frumvarps- ins komi til framkvæmda 1. janúar 1972 og ýmsa aðra þætti þess og töldu, að með því væri ríkisstjórnin að gefa út ávísun á reikning þeirrar ríkisstjórnar, sem við mundi taka að kosningum loknuin og enginn vissi hver yrði. Einar Ágústsson sagði, að skv. frv. ættu ýmsar teguindir trygg- inigabóta að hækka verulega og að því leyti væri það spor í rétta áitt. Sá gailli er hins vegar á frumvarpinu, sagði þingmað- urinn, að það á ekki að koma til framlkvæmda fyrr en 1. janú- ar 1972. Þangað til eiga eMillaun- in að vera óbreytt kr. 4900 á mánuði og afflffiifeyrisþegar verða að bera bótalaust þær verð- hækkanir, sem kunna að verða á þessu tíimabili. Hinn 1. sept. njk. lýkur verðstöðvun og tæp- lega ganiga þau timaimót spor- laust yfir. Við heyrðum Ólaf Bjömsson lýsa því fyrir nokkru hvað líkfegt væri að þá nnundi gierásit. Ég hýgg, að þá geti eiitt- hvað saxazt á þá kjarabót, sem nú er verið að lofla giamla fólk- inu. Ég tei það helLdur ódýr brögð að kasta fraim sffiku fruim- vairpi tveknur vikuim áður en þingi á að ljúka. Þessi rikis- sitjórn ætllar ekkert fjáimagn að útvega í þessu Skyni. Hún legg- ur hins vegar fram tillögixr um bætur, sem eiga að koma til framkvæmda, þegar hún er flar- in fxiá. Það er alveg út í hött að ákveða hverjar bætumar eiiga að verða etftir 9 rnánuði og þrátt f jrir boðaða heilidarendurskoðun á tryggingakerfinu eru breyt- ingamar ekki mikilar. Eiinar Ágústsson sagði, að dvöl á elliheimifli kostaði hjón 250 þús. krónur á ári. Þótt hjón fái hæstu greiðsiur skv. frumvarpiinu vanit- ar samt sem áður 100 þúsund krónur upp á að eiliílmmin nægi fyrir ellihe imilfedvöl. En það verðuir að steflna að því að þau nægi fyrir Slíkum kostnaðl Björn Jónsson sagði, að stund- um væiri sagt, að hér værí hvorki til stéttaskiptimg né fá- Franxhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.