Morgunblaðið - 24.03.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1971 Jónína Stefánsdóttir Fædd á Seyðisfirði 13. júlí 1892. Dáin í Reykjavík 12. marz 1971. ÞEIM fer nú ört fækkandi Seyðfirðingunum, sem voru á svipuðu reki og ég, fæddir ekömmu fyrir og eftir síðustu aldamót, meðan Seyðisfjörður var einn af mestu menningar- og athafnabæjum landsins, og ég kynntist á uppvaxtarárum mínum þar og batt ævilanga tryggð við. Hinn 12. þ.m. andaðist að Sporðagrunni 8 hér í Reykjavík á heimili Helgu dóttur sinnar og manns hennar, Jónasar Guð- mundssonar, yfirdeildarstjóra ritsímans, Jónína Stefánsdóttir frá Seyðisfirði, ekkja Jóhanns Hanssonar verksmiðjueiganda þar, en á því heimili hafði hún dvaiizt í meira en tug ára við eins mikla ástúð og gott atlæti og hugsanlegt var og verið sjálf prýði þess heimilis. Minningarathöfn um hana var haldin hér í Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. þm. Stjómaði fyrrverandi sóknarprestur henn ar, séra Erlendur Sigmundsson, þeirri athöfn. Vegna lasleika gat ég ekki tekið þátt í henni, en sannfrétt hef ég, að hún hafi verið bæði hjartnæm og virðu- leg. Lík frú Jóninu var flutt aust- ur til Seyðisfjarðar og var jarð- sett við hlið mannj hennar, laug ardaginn 20. þ.m. Jónína sáluga var fædd á Seyðisfirði 13. júlí 1892. For- eldrar hennar voru hin stór- merku hjón, Stefán Th. Jónsson kaupmaður, útgerðarmaður og t Hjartkær móðir okkar, Karólína Káradóttir, andaðist á heimili sínu, Stór- holti 26, mánudaginn 22. marz. Fyrir hönd okkar systkina, María Helgadóttir. t Bróðir minn, Skafti Guðjónsson, bókbindari, lézt á Vífiisstöðum 22. marz. Gnðný Guðjónsdóttir. t Móðír mín, frú Ragnheiður Benjamínsdóttir, Bakka, BjarnarfirfH, verður jarðsett frá Kaldrana- nes/kirkju laugardaginn 27. þjm. W. 2. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigurður Jóhannsson. konsúll á Seyðisfirði, f. 12. október 1865 í Sandvík, d. á Seyðisfirði 7. apríl 1937 og kona hans (17. júní 1889) Ólafía, f. 3. janúar 1963, d. 19. október 1930 Sigurðardóttir, hreppstjóra í Firði í Seyðisfirði Jónssonar. Stefán Th. Jónsson var einn allra mesti athafnamaður á Seyðsfirði og bar um langt ára- bil athafnalíf bæjarins á herð- um sér. Stundaði hann bæði verzlun og útgerð, bátatrygging- ar o.fl. í stórum stíl. I>ótti varla nokkru ráði ráðið á Seyðisfirði, nema hann væri þar til kvadd- ur og var þó Seyðisfjörður þá einn mesti framfarabær á land- inu og fyrstur eða með þeim fyrstu til að koma á fót bæjar- bryggju, glæsilegu skólahúsi, vatnsveitu og rafmagnsstöð. Heimili þeirra Stefáns og frú Ólaf,u var stórglæsilegt menn- ingarheimili og stóð opið jafnt innlendum og erlendum gestum, sem þar nutu frábærrar gest- risni og höfðíngsskapar. Var mikil vinátta og samgangur milli þess heimilis og heimilis foreldra minna. Þau Stefán og frú Ólafía eignuðusf 5 börn: 1. Önnu, f. 16 apríl 1890, ekkjá Ottós Wathnes, er andað- ist 17. ágúst 1960. Hann var soon- ur Friðriks Wathnes, sem var bróður hins mikla landnáms- manns á Seyðisfirði, Ottós Wathnes. Anna er nú sú eina af systkinahópnum, sem á lífi er og býr hér í Reykjavík hjá tengdasyni sínum, Geir Borg, framkvæmdastjóra. 2. Jónína, sem greinarkorn þetta fjallar um, f. 13. júlí 1892. 3. Sigurður verzlunarmaður, f. 14. des. 1893, d. af slysförum i6. apríl 1930. Hann var kvænt- ur og átti eina dóttur. 4. Garðar, f. 8. nóvember 1896, d. úr berklum 31. ágúst 1921, ókvæntur og barnlaus. t Þökkuim innlLega auðsýnda samúð og vináttiu við andlát og jarðarför konunnar minn- ar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, Torfhildar Guðrúnar Helgadóttur, Hátúni 33. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Helgason. t Innilegt þakWaeti sendum við hjúkrunariiði og iæknum lyf- lækningadeildar Landspítal- ans og Eliiheimilisins Grund- ar í veikindum móður, tengda- móður og ömmu okkar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Kárastíg 5. Einnig sendum við kærar kveðjur til þeirra, er minntus*. hennar við andlát og útför. Þorsteinn Jóhannsson, Margrét Jóhannsdóttir, Halldór Einarsson, Einar S. Halldórsson, Guðfinna B. Halidórsdóttir, Jóhann Halldórsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi. STEFAN r. sigurjónsson Klettaborg 3, Akureyri, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 21. marz. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 26. marz kl. 1,30. Margrét Stefánsdóttir, Baldur Stefánsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Guðmundur Valgrímsson, Hulda Stefánsdóttir, Þórir Björnsson, Stefðn L. Stefánsson, Gyða Ólafsdóttir, og bamaböm. 5. Helga, f. 10. maí 1902, d. 14. nóv. 1923 úr berklum, ógift og bamlaus. Öil voru börn þessi vel af guði gerð og mestu mannkosta- menn, sem nutu hins bezta upp- eldis. Eins og að framan er getið var Stefán Th. Jónsson gáfaður og framsækinn maður. Jafn- skjótt og hann frétti um vélháta útgerð erlendis fór hann að at- huga möguleika á því að koma slíkri útgerð á fót hér á landi. Það mun hafa verið árið 1905 að hann sigldi til útlanda til þess að kynna sér þessa nýjung. Setti hann sig í samhand við „Dana“-verksmiðjurnar í Dan- mörku, sem þá smíðuðu flestar vélar í danska válbáta. Tókust með þeim samningar um kaup á vélum i íslenzka báta. Sagði Stefán eitthvað á þá leið, að óvarlegt væri að byrja sMka út- gerð hér á landi, án þess að hafa hér samtímis viðgerðar- verkstæði og fagmann, sem kynni öll skil á vélunum. Sýnir þetta framsýni Stefáns og að- gætni. Var honum þá sagt að svo einkennilega vildi til, að íslenzk- ur maður, sem væri mjög fær, hefði verið við nám hjá verk- smiðjunum og væri að verða fullnumi. Myndi hann hafa hug á að flytjast til íslands og héti Jóhann Hansson. Hófust þá kynni Stefáns Th. Jónssonar og þess manns, er síðar varð tengdasonur hans og maður Jónínu. Samdist svo um með þeim Stefáni og Jóhanni, að Jóhann flyttist til Seyðisfjarðar og kom hann til Seyðisfjarðar árið 1906 og hóf þá byggingu vélaverk- smiðju þeirrar, sem átti eftir að gera hann og Seyðisfjörð fræga fyrir frábærlega unnin verk á sviði járniðnaðar. Jóhann Hansson var fæddur á Djúpavogi 21. maí 1884, dáinn á Seyðisfirði 14. ágúst 1956. For- eldrar hans voru Hans Lúðvíks- son bátasmiður þar og kona hans Þórunn Jónsdóttir. Ekki kann ég frekar að rekja ættir þeirra, en það er víst, að alveg einstakt handbragð, hugkvæmni og myndarskapur eru þar arf- geng ættareinkenni. Sést þetta á systkinum Jóhanns, sérstaklega Benjamín bróður hans, og af- komendum Jóhanns. Jóhann byrjaði að reisa verk- smiðju sína 1906 og voru efnin ekki meiri en svo, að hann varð að smíða sjálfur megin hluta verkfæra og véla. Verksmiðjan fékk fljótt orð á sig fyrir vand- virkni og hugkvæmni. Einn af hinum mörgu lækjum á Seyðisfirði rann rétt fyrir of- an verksmiðjuna og virkjaði Jó- hann lækinn til rafmagnsfram- leiðslu stuttu eftir að hann reisti verksmiðjuna, og nokkr- um árum áður en rafmagns- veita Seyðisfjarðar var stofn- sett, en það var 1913. Flestar vélar í þessa einkarafveitu smíð aði hann sjálfur. í annað sinn, löngu seinna, rann skriða úr öðrum læk fyrir ofan íbúðarhús hans og huldi allt túnið , í kringum húsið þykku aurlagi. Flestir hefðu nú ekið aurnum í sjóinn, sem hefði auðvitað kostað mikið fé og fyr- irfiöfn. E5n Jóhann var elkik á því og áleit að sá lækur sem færði aurskriðuna á tún hans væri ekki of góður til þess að flytja hana af því aftur. Hann beizlaði því lækinn með ýmsum tilfæringum og lét hann færa aurinn til sjávar og hreinsaði þíinnig túnið. Margar fleiri sögur mætti segja um hugkvæmni Jóhanns og uppgötvanir, t.d. fann hann upp línuspil, sem hringaði upp línuna; sýndi fyrstur fram á að hægt væri að bjarga strönd- uðum skipum af söndimum á ströndum landsins o.m.fl. Mikið orð fór af viðgerðum þeim, sem hann framkvæmdi og vöktu at- hygli bæði innanlands og utan. Yfirleitt má segja að Jóhann væri stoð og stytta bæjarfélags síns, ábyggilegur, traustur, orð- heldinn, vingjarnlegur við alla og hinn bezti heimilisfaðir. Hann var sæmdur riddarakrossi F álkaorðunnar. Hinn 25. febrúar 1922 stigu Jónína og Jóhann sitt mikla gæfuspor með þvi að ganga í hjónaband Bjó Jónína manmi sínum hið yndislegasta heimill og griðastað, enda var hún hin mesta húsmóðir, ástrík eigin- kona og móðir, sem áleit hús- móðurstarfið höfuðstarf kon- unnar. Hljóðlát og hógvær var hún prýði heimilis síns eins og hún fyrr prýddi heimili foreldra sinna og síðar dóttur sinnar og tengdaííonar. Þau Jónína og Jóhann eign- uðust 3 böm, sem öll eru hið mesta myndarfólk: 1. Heöigiu Úiaifíiu, f. 11. deisieim- ber 1922, sem áður hefur verið minnzt á, gifta Jónasi Guð- mundssyni yfirdeildarstjóra rit- símans. Þau eru bamlaus. 2. Stefáin, f. 12. ágúist 1924, sem tók við verksmiðju föður síns að afloknu námi erlendis og hefur endurbætt hana að nýjum vélum og framleiðir nú stálskip í stórum stíl. Hann kvæntist 15. des. 1951 Guðrúnu Petru, f. 24. sept. 1931, dóttur Auðuns Sæmundssoaiar, skipsitjóna og k. h, Vi'lhóiimimu Þorsteinsdóttur. Eiga þau 5 böm: Ólafía, f. 4. ágúst 1953, Jónína, f. 21. desember 1954, Auði, f. 19. ágúst 1956, Jóhann, f. 28. des. 1960 og Stefán Þór, f. 25. júní 1964. 3. Hamis Þór, f. 4. desember 1925, stjómandi Járnsteypunn- ar við Ártúnshöfða að afloknu tæknifræðiprófi í málmefna- fræði. Hann kvæntist 9. maí 1953 Sigurrós, f. 16. aríl 1925, Bald- vinsdóttur, skipstjóra Sigur- mundssonar og k. h. Guðrúnar Jónasdóttur. Börn þeirra eru: Guðrún íris Þórsdóttir, f. 25. okt. 1953. Jóhann Þórsson, f. 27. júní 1959 og Baldvin Þórsson, f. 23. marz 1963. Öll eru barnabörnin efnileg og voru ömmu sinni til hinnar mestu ánægju. Ég kveð svo Jónínu æskuvin- konu mína í þeirri fullvissu, að ef nokkur á greiðan aðgang til betra og fullkomnara lífs þá sé hún þar framarlega í flokkL Lárus Jóhannesson. Ottó Eðvald Guðjónsson-Minning Skjótt dregur ský fyrir sólu. Skammt er frá morgni til njólu. í dag verður til moldar bor- inn frá Fossvogskirkju, Ottó Eðvald Guðjónsson sjómaður. Fæddur var Ottó, 10. október 1904 í Hlíðarhúsum, hér i bæ. Hann andaðist að heimili sínu að morgni þess 16. þessa mánað- ar. Fyrir fáum árum kenndi hann þess sjúkdóms, er varð honum að aldurtila. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför bræðranna THEODÓRS SIGURBERGSSONAR og HJALTA SIGURBERGSSONAR Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Marita Hansen og börn, Kristín Þóroddsdóttir og sonur, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurbergur Hjaltason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu HÓLMFRlÐAR HALLDÓRSDÓTTUR Rofabæ 27. Guðrún Kr. Sigurjónsdóttir, Þórarinn Jónsson, Hallborg Sigurjónsdóttir, Haraldur Guðmundsson, Jórunn Anna Sigurjónsdóttir, Kristján J. Ólafsson, Kristján Sigurjónsson, Arndís Markúsdóttir, Simon Sigurjónsson, Esther Guðmundsdóttir, Svanhildur Sigurjónsdóttir og ömmuböm. Faðir ihans var Guðjón Árni Þórðarson, sjóimaður, fasddiur hér í Rjeykjavík, og átti hér búsetu ævilanigt. Faðir Guðjóns var Þórður Árnason sjómað- ur og verkamaður, og um árabil húsvörður (Púrtner) Mennta- skólans, Árnasonar bónda í Kópavogi, Árnasonar bónda, Fífuhvammi, Péturssonar bónda og bókhaldara á Vatnsenda við Elliðavatn, Jónssonar, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur, Þor- steinssonar bónda að Ámýrum í Helgafellssveit Þorsteinssonar, og konu hans Matthildar Magda lenu Níelsdóttur, af hinni kunnu Hjaltalínsætt. Kona Þórðar Árnasonar, og móðir Guðjóns var Guðlaug Einarsdóttir Hermannssonar bónda i Sviðholti á Álftanesi. Ottó missti flöður sirm.'þegar á Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.